Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 1
Villikanínur á Íslandi fjölga sér hratt, eins og á raunar við um kanínur almennt. Þær hópast m.a. saman í Öskjuhlíð og í Elliðaárdal, þar sem kanínan á ljósmyndinni lét fara vel um sig í gær. Þótt þær séu vissulega sætar eru alls ekki allir hrifnir af því að þær hreiðri um sig í villtri náttúrunni því þær geta skaðað annað dýralíf. Þær kepptu t.d. við lunda í Vestmannaeyjum um holur þar til Eyja- menn gripu til aðgerða. Nú fjölgar kvörtunum vegna kanína á Sel- fossi. »4 Sætir og krúttlegir en víða óvelkomnir skaðvaldar Morgunblaðið/Golli Fjölgun kanína á Selfossi kallar á aðgerðaáætlun um fækkun meindýra Þ R I Ð J U D A G U R 2 3. A P R Í L 2 0 1 3  Stofnað 1913  93. tölublað  101. árgangur  GAMAN AÐ TAKAST Á VIÐ NÁTTÚRUNA ÍSLENSKT HANDBRAGÐ ENDURVAKIÐ SNILLDARLEIKUR, KRAFTUR OG SJARMI ATLA RAFNS BÍLAR ENGLAR ALHEIMSINS 38LEIÐSÖGUMENN 10  Á fimmta tug íslenskra fyrir- tækja kynnir vöru sína og þjónustu á sjávar- útvegssýning- unni í Brussel, sem hefst í dag. Búast má við að um 500 Íslend- ingar heimsæki Brussel af þessu til- efni. Auk sölu á tækjum og búnaði hittast seljendur og kaupendur fisk- afurða og ræða viðkvæma stöðu á mörgum mörkuðum. Sýningin er sú stærsta sinnar teg- undar. Á heimasíðu Íslandsstofu segir að gera megi ráð fyrir að flest- ir lykilmenn í sjávarútvegi í heim- inum verði þar samankomnir. »22 Lykilmenn í útvegi á sýningu í Brussel Frá Brussel.  Kjartan Jóns- son, formaður Félags íslenskra atvinnuflug- manna, segir að mikilvægi þess að taka flugbraut með NA/SV- stefnu á Kefla- víkurflugvelli í notkun muni aukast ef flug- braut með sömu stefnu á Reykja- víkurflugvelli verður lokað, líkt og nýtt samkomulag ríkis og borgar kveður á um. Í desember 2006 var áætlað að kostnaður við að opna NA/SV-flugbrautina í Keflavík gæti numið 200-250 milljónum. Mið- að við hækkun byggingarvísitölu gæti sú upphæð verið nærri 400 milljónum nú. »12 Flugmenn vilja opna flugbraut í Keflavík Flugtak Frá Reykja- víkurflugvelli. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikilvægt er að líta til annarra nor- rænna ríkja, sér í lagi Svíþjóðar og Danmerkur, við gerð næstu kjara- samninga, þar sem áhersla hefur verið lögð á að móta samræmda launastefnu í kjaraviðræðum fyrir allan vinnumarkaðinn og halda verð- bólgu í skefjum. Þetta segir Þorsteinn Víglunds- son, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. Samanburðurinn er slá- andi að sögn hans. „Frá 2003 hefur launavísitalan hér á landi hækkað um 80% og kaupmátturinn um 3% en á sama tíma hefur launavísitala í lönd- um á borð við Svíþjóð og Danmörku hækkað um einhver 25 til 30% en kaupmátturinn um 12 til 14%,“ segir hann. Samtök á vinnumarkaði eru byrj- uð að undirbúa sig fyrir komandi kjaraviðræður og fóru m.a. nýverið og kynntu sér hvernig staðið er að kjarasamningsgerð hjá nágranna- þjóðunum. Þorsteinn segir að draga megi lærdóm af skynsamlegum vinnubrögðum og áherslum við gerð kjarasamninga annars staðar á Norðurlöndum, þar sem ríki, sveit- arfélög og einkageirinn koma saman að samningaborðinu, bæði atvinnu- rekenda- og launaþegamegin, til að móta samræmda stefnu í kjaramál- um. Þar vilji menn leggja talsvert mikið á sig til að standa vörð um jafn- vægi í kjarasamningum í stað svo- kallaðs höfrungahlaups, þar sem stéttum er att saman, sem aftur leiðir til almenns launaskriðs og verðbólgu. „Við hljótum að geta fundið aðrar leiðir sem skila okkur betri árangri en þetta,“ segir hann og vill ná kaup- mættinum upp með markvissum hætti á komandi árum og vinna um leið bug á verðbólgunni. 80% hækkun launa skilaði 3% aukningu kaupmáttar  Mikilvægt að finna leiðir sem skila betri árangri í kjaraviðræðum að mati SA Ólafur Þ. Harðarson, prófessor ístjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, segir að sá möguleiki gæti komið upp í kosningunum á laug- ardaginn að reyna mundi á þanþol kosningakerfisins. Ef tveir stærstu flokkarnir fá marga kjördæma- kjörna menn í landsbyggð- arkjördæmunum, þar sem eru færri atkvæði á bak við hvern þing- mann, sé ekki útilokað að fjöldi jöfnunarsæta dugi ekki til að bæta hinum framboðunum sem ná yfir 5% mörkin upp hugsanlegt mis- vægi. »14 Reynt gæti á þan- þolið í kosningunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.