Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Það væsir ekki um landnámshænurnar sem fluttu í lítið steinullarklætt „einbýli“ í Hafnarfirði í júlí í fyrra en þar hafa þær huggulegan bakgarð til af- nota og gleðja nágranna sína með þremur eggjum á dag. Stöllurnar Lukka, Pálína, Anna og Hekla eru í eigu fjölskyldu Ásmundar Jónssonar, sem segir þær hafa verið styggar í fyrstu en éti nú úr lófa þeirra sem bjóði þeim góðgæti. Það er Íris Ás- mundardóttir sem sést hér freista þriggja þeirra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Huggulegt hjá gæfum landnámshænum Láta ekki kuldann á sig fá og verpa þremur eggjum á dag Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Tilefni auglýsingarinnar var að fara óhefð- bundnar leiðir. Litlu framboðin þurfa að skera sig úr auglýsingaflóði stóru framboðanna. Það er skelfilegt að nota mannslíkamann til þess að auglýsa stefnu stjórnmálaflokks. En þetta vek- ur athygli. Hvort hún er jákvæð eða neikvæð verða aðrir að dæma um. Við viljum taka þátt í umræðunni um hvort það sé siðferðislega rétt að nota mannslíkamann í auglýsingar, enda með mjög metnaðarfulla kvenréttindastefnu,“ segir Ástrós Signýjardóttir, frambjóðandi Lýðræðisvaktar í Suðvesturkjördæmi. Auglýsingin sem Ástrós vísar til birtist í DV í gær en hún sýnir einn frambjóðanda flokks- ins, Írisi Erlingsdóttur, á evuklæðunum með fyrir framan kjörkassa með fyrirsögninni „Það er unaður að kjósa“ og „Þú færð það á fjögurra ára fresti“ vakið athygli. Að sögn Hafþórs Eide Hafþórssonar, for- manns SUF, héldu margir að pilturinn væri mun yngri en hann er, jafnvel undir lögaldri. Raunin sé að hann sé 21 árs. Ekki hafi verið ætl- unin að særa blygðunarkennd fólks. Markmiðið hafi verið að virkja ungt fólk til að kjósa. Berorðar tilvísanir koma einnig við sögu í kosningabaráttu ungliða í VG. Spurð um út- varpsauglýsingu þar sem Sjálfstæðisflokknum er líkt við kynsjúkdóm, sem losna megi við, og var m.a. spiluð í útvarpi á sunnudag, segir Una Hildardóttir, kosningastýra ungra Vinstri grænna, þar á ferð auglýsingu frá 2010 sem sé endurbirt nú. Ungliðarnir leggi ásamt Erpi Ey- vindarsyni lokahönd á nýjar auglýsingar. Kynlegar kosningaauglýsingar  Femínísk hugmyndafræði sögð að baki auglýsingar með frambjóðanda Lýðræðisvaktar  Ungliðar VG og Framsóknarflokksins slá á létta strengi fyrirsögninni „XL fer þér vel“. Samband ungra framsóknarmanna hefur einnig notað mannslíkamann í auglýsingum. Þannig hefur auglýsing sem sýnir ungan pilt Hluti af auglýsingu Lýðræðisvaktarinnar. Auglýsingin umtalaða hjá Framsókn. „Við höfum svarað gagnrýni á vegagerðina með ýmsum rök- um, skýrslum og greinar- gerðum. Menn getur greint á og ég virði sjónarmið þeirra sem þykir vænt um hraunið og náttúruna. Okkur þykir það líka. Hins vegar eru önnur sjónarmið hér á ferð sem vega líka þungt,“ segir Gunnar Ein- arsson, bæjarstjóri Garða- bæjar, og vísar til aukins um- ferðaröryggis með hinum nýja vegi. Umrætt endurmat taki ekki langan tíma. Nýr vegur auki öryggi SÝN BÆJARSTJÓRA Bæjarstjórn Reykjanesbæjar áætl- ar að það kosti 353 milljónir króna að ljúka byggingu Hljómahall- arinnar, viðbyggingu við hinn forn- fræga Stapa, þar sem verður Popp- minjasafn Íslands og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, auk hefðbund- innar starfsemi Stapans. Þetta kostnaðarmat kemur fram í minnisblaði Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, vegna framhalds framkvæmda við Stapa og Hljómahöllina sem lagt var fyrir bæjarráð. Árni segir aðspurður að fjárins verði aflað með sölu húsnæðis þess sem nú er nýtt undir tónlistarskól- ann og með endurgreiðslu á leigu Hljómahallar en úr bæjarsjóði komi alls 163 milljónir króna. „Það er ekki þörf á lántöku vegna fram- kvæmdarinnar en það er mikilvægt að geta nýtt húsið,“ sagði Árni. Áætluð verklok eru haustið 2013 og annar frágangur í lok árs 2013. Skóflustunga að Hljómahöllinni var tekin 26. janúar 2008. Talið kosta 353 milljónir að ljúka Hljómahöllinni Maðurinn sem lést í kajakslysi í Herdísarvík á sunnudag hét Jón Þór Traustason, til heimilis að Fýls- hólum 2 í Reykjavík. Hann lætur eft- ir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. Jón Þór var 52 ára að aldri, fæddur 13. maí 1960. Lögreglunni á Selfossi barst til- kynning frá vegfaranda um kl. 15 á sunnudag um að bátur væri á hvolfi í sjónum út af Herdísarvík og virtist sem maður ætti í vandræðum í sjón- um við bátinn. Björgunarsveitin Mannbjörg var kölluð til ásamt þyrlu Landhelg- isgæslunnar en endurlífgunartil- raunir báru ekki árangur. Lést í kajak- slysi í Her- dísarvík Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Í rauninni eru þetta tilmæli sem ég er að setja fram og óskir. Sú hefð er á Íslandi, sem betur fer, að menn taka slíkar óskir alvarlega og ég hef orðið var við að málsaðilar eru reiðubúnir að gera það. Ég er að mælast til þess að það verði farið yfir öll þessi áform, núverandi vegastæði og það sem fyr- irhugað er, og málin tekin til end- urmats á þeim forsendum sem óskað er eftir,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um tilefni þess að hann hefur ritað vegamálastjóra og bæjarstjóra Garðabæjar bréf og farið þess á leit við þá að farið verði að nýju yfir forsendur nýs Álftanes- vegar. Ætlunin var að hefja framkvæmdir við nýja veginn í maí. Hefur áformunum verið mótmælt síðustu misserin, meðal annars í blaðagreinum. Kosningar örva blóðrásina Spurður hvort tímasetningin á til- mælunum tengist á einhvern hátt því að um næstu helgi fara fram þing- kosningar svarar ráðherra svo: „Tengingin við kosningar er nátt- úrlega sú að þá örvast blóðrásin hjá mörgum og menn tengja þetta að ein- hverju leyti kosningabaráttunni. En það er nú ekki svo af minni hálfu að ég sé að láta stjórnast af því heldur hinu að þetta eru mótmæli sem mér finnst brýnt að hlustað sé á,“ segir Ögmundur og rifjar upp að andófið gegn vegalagningunni eigi sér langa forsögu. Þunginn í gagnrýninni und- anfarið kalli hins vegar á viðbrögð. „Ég hef orðið var við að það hefur heldur fjölgað í hópi þeirra sem vilja blanda sér í umræðuna og í ljósi þessa finnst mér eðlilegt að það sé hlustað á þessar raddir.“ Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segist eiga eftir að funda með Garðbæingum um tilmælin. „Þannig að við erum ekki farin að sjá hvaða áhrif þetta hefur á tíma- setningu framkvæmda. Það fer eftir því hversu hratt vinnan framundan gengur,“ segir Hreinn og vísar til samninga við Íslenska aðalverktaka um verkið. Hann vonist til að fram- kvæmdir geti hafist í lok maí. Ekki sé frágengið hvort hafist verði handa við vegagerðina austan- eða vest- anmegin á nesinu. Endurmeti vegagerð í Gálgahrauni  Innanríkisráðherra segir tímasetn- ingu tilmæla ótengda þingkosningum Morgunblaðið/Kristinn Hraunið á Álftanesi Vegalagning í Gálgahrauni er umdeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.