Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Menn vita að fæðing sumarsins er alltaf erfið, halda að það sé komið einn daginn en svo kemur bakslag. Menn bíða því rólegir eft- ir hlýindunum,“ segir Elvar Ey- vindsson, bóndi á Skíðbakka II í Austur-Landeyjum um undirbún- ing sáningar korns og önnur vor- verk. Í gær rigndi í Landeyjum. Ekki er útlit fyrir hlýnandi veður fyrr en eftir sumardaginn fyrsta sem er á fimmtudag. Eitthvað er um að menn séu byrjaðir að plægja og einstaka bóndi undir Eyjafjöllun- um er byrjaður að sá korni. „Þeir sem plægðu snemma lentu í því um páskana að plógstrengirnir frusu. Þá verður lengur að fara úr þeim en óhreyfðu landi,“ segir Elvar. Hann segir að bændur noti tímann til að aka út búfjáráburði. Eitt núll fyrir tíðinni „Staðan er eitt núll fyrir tíðinni en maður segir ekki neitt þegar maður veit af ástandinu annars staðar á landinu,“ segir Sigurður Ágústsson, bóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi. Hann er stór- tækur kornræktandi og verktaki. Sigurður segir að enn sé tölu- verður klaki í jörðu og ekki þýði að fara með vélar af stað en tekur fram að eitthvað gangi nú á klak- ann þótt ekki sé hlýtt í veðri. „Ég hefði gjarnan viljað byrja að sá um þetta leyti og er þegar orðinn viku á eftir miðað við síð- asta ár. Ég vonast til að byrja að reynslukeyra tækin fyrir lok vik- unnar. Hálfnað verk þá hafið er og ef það gerir góða tíð upp úr mán- aðamótum er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Sigurður. Eldfljótir að undirbúa Elvar á Skíðbakka segir að bún- aðarfélagið eigi stór og öflug tæki til að vinna flögin. Þeir verði því eldfljótir að undirbúa sáningu þeg- ar tíðin leyfi. Margir fá verktaka einnig til að sá fyrir sig korni. Von- ast hann til að búið verði að sá fyr- ir 10. maí. „Þegar moldin nær að hlýna og við fáum hlýtt sumar ger- ir ekkert til þótt ekki sé sáð fyrr en í maí,“ segir hann. Elvar segir ekki hægt að kvarta yfir vetrinum á Suðurlandi. „Það var vor hér með grænum túnum fram í febrúar. Liturinn fölnaði að- eins en gróðurinn er að byrja að taka við sér aftur í rigningunni.“ Fæðing sumarsins alltaf erfið  Bændur á Suðurlandi bíða flestir með plægingu og kornsáningu eftir hlýnandi veðri  Ekkert hægt að segja þegar menn vita af ástandinu í öðrum landshlutum, segir bóndi í Hrunamannahreppi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Landeyjar Bændur í Hólmahjáleigu í Austur-Landeyjum voru að vinna flög í síðustu viku og undirbúa sáningu. Sigurður Ágústsson Elvar Eyvindsson Sala á sáðkorni hefur verið heldur hægari í vor en í fyrra en ekki er útséð með nið- urstöðuna, að sögn Jóhann- esar Baldvins Jónssonar, söluráðgjafa í sáðvöru hjá Líf- landi. Hann segir að pantanir hafi verið svipaðar og í fyrra en nefnir að norðlenskir korn- ræktendur hafi orðið fyrir skakkaföllum í fyrrahaust og gætu haldið að sér höndum. Þá er enn mikill snjór fyrir norðan. Þá segir Jóhannes að góð uppskera hafi verið sunn- anlands og vestan í fyrra og hugsanlega vildu ræktendur nýta meira af heimafengnu sáðkorni á móti aðkeyptu. Helstu breytingar eru í sölu á repju og nepju til olíu- framleiðslu. Nepjan hefur komið vel út í tilraunum og margir vilja prófa hana, sér- staklega voryrki. Talið er að hægt sé að rækta nepjuna yf- ir sumarið af sæmilegu ör- yggi og fá uppskeru að hausti en væntingar um uppskeru eru þó minni en af haust- afbrigðinu. Ótíðin dregur úr mönnum HÆGARI SALA Á SÁÐKORNI Símavist Sterkara samband fyrir fyrirtæki IP símkerfið í öruggum höndum Með Símavist geta fyrirtæki leigt IP símkerfi og látið Símann sjá um uppfærslur, rekstur og viðhald á því fyrir fast verð á hvern starfsmann. Vertu með fyrirtækið þitt í öruggri skýþjónustu hjá Símanum og losnaðu þannig við óvænt útgjöld og áhyggjur af rekstri símkerfisins. Hringdu í síma 800 4000 og sérfræðingar Símans aðstoða þig við að finna hagkvæmustu lausnina. Nánar á siminn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.