Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Styrmir Gunnarsson hefurfylgst flestum lengur og betur með baráttu flokka og fólks fyrir kosningar. Hann skrifar:    Þótt kosninga-baráttunni sé ekki lokið er aug- ljóst að stjórn- arflokkarnir báðir eru búnir að gefast upp.    Hvorugur þeirraheldur uppi nokkurri mál- efnabaráttu sem orð er á gerandi.    Árni Páll er að vísu enn að talaum Evrópusambandið en að- allega láta aðildarsinnar sér nægja að kaupa mikið magn af auglýsingum í öllum hugsanlegum miðlum.    Það segir sína sögu um málstað-inn að þeir skuli ekki einu sinni sýna lit á því að halda uppi rökræðum um málið.    Össur Skarphéðinsson utanrík-isráðherra er enn haldinn einhverri óskhyggju um að hann getið setið áfram í ríkisstjórn og hamast við alls konar brúarsmíð yfir til Framsóknarflokksins. Ætli það hafi mikla þýðingu?    Er hugsanlegt að Framsókn-arflokkurinn hafi fengið nóg af samstarfi við Samfylkinguna vegna minnihlutastjórnar Sam- fylkingar og VG, sem Framsókn ruddi brautina fyrir snemma árs 2009?    Hinir hávaðasömustu í hópi VGhafa aldrei þessu vant hægt um sig. Sennilega ætla þeir að láta Katrínu Jakobsdóttur sitja uppi með tapið.“ Styrmir Gunnarsson Barómeter baráttunnar STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.4., kl. 18.00 Reykjavík 6 skúrir Bolungarvík 2 snjókoma Akureyri 4 alskýjað Kirkjubæjarkl. 3 rigning Vestmannaeyjar 5 alskýjað Nuuk -8 snjóél Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 7 skýjað Kaupmannahöfn 8 léttskýjað Stokkhólmur 8 heiðskírt Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 15 heiðskírt Brussel 13 léttskýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 11 skýjað London 13 skýjað París 16 heiðskírt Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 15 heiðskírt Berlín 15 heiðskírt Vín 20 léttskýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 21 heiðskírt Madríd 18 heiðskírt Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 12 súld Róm 11 léttskýjað Aþena 18 léttskýjað Winnipeg -2 léttskýjað Montreal 10 skýjað New York 10 heiðskírt Chicago 12 léttskýjað Orlando 22 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:27 21:27 ÍSAFJÖRÐUR 5:19 21:44 SIGLUFJÖRÐUR 5:02 21:27 DJÚPIVOGUR 4:53 20:59 Heimir Snær Guðmundsson heimir@mbl.is Fimm mál sem vakið hafa athygli verða á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Meðal ann- ars verða þingfest tvö mál sem emb- ætti sérstaks saksóknara hefur höfð- að á hendur æðstu stjórnendum Kaupþings banka og gamla Lands- bankans fyrir meinta markaðs- misnotkun. Einnig verður fyrirtaka í máli embættisins gegn Lýði Guðmunds- syni, fyrrverandi stjórnarformanni Exista, og Bjarnfreði H. Ólafssyni lögmanni. Lýður er ákærður fyrir stórfellt brot á hlutafélagalögum. Eins fer á morgun fram munn- legur málflutningur í máli sérstaks saksóknara gegn Eiríki Sigurðssyni kaupmanni og Hjalta Magnússyni endurskoðanda, sem eru ákærðir fyr- ir stórfelld skattalagabrot. Samtals eru níu fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Kaup- þings ákærðir fyrir markaðs- misnotkun og umboðssvik. Meðal þeirra eru Hreiðar Már Sigurðsson, fv. forstjóri, Sigurður Einarsson, fv. stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, fv. forstjóri Kaupþings á Íslandi, en þeim er auk þriggja ann- arra gefið að sök að hafa í samein- ingu stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf útgefin af bankanum. Í ákærunni sem er í nokkrum liðum segir saksóknari að mörg brotanna hafi verið þaulskipulög, staðið yfir í langan tíma og varðað gríðarlegar fjárhæðir. Í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi starfsmönnum gamla Landsbankans eru sex einstaklingar ákærðir, þ. á m. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri. Eru fyrr- verandi stjórnendur bankans m.a. ákærðir fyrir að hafa tryggt óeðlilegt verð á hlutabréfum í bankanum með kaupum á hlutabréfum í honum sjálf- um. Þá verður tekið fyrir skaðabótamál slitastjórnar Glitnis á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi stjórnendum bankans. Eru þeir krafðir um 16 milljarða króna bætur vegna lánveitingar í svonefndu Vafningsmáli. Héraðs- dómur dæmdi þá báða í níu mánaða fangelsi, að hluta til skilorðsbundið, fyrir að veita félaginu Milestone 102 milljóna evra lán skömmu fyrir fall Glitnis banka. Þeir hafa áfrýjað þeim dómi til Hæstaréttar. Stór mál á dagskrá héraðsdóms  Mál um markaðsmisnotkun verða þingfest  16 milljarða skaðabótamál Morgunblaðið/Þorkell Héraðsdómur Reykjavíkur Meðal annars verða mál er varða meinta mark- aðsmisnotkun bankanna á dagskrá hjá Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Réttarhöld í Al Thani-málinu frestast að öllum líkindum fram í febrúar á næsta ári vegna tafa sem tilkomnar eru eftir að Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall sögðu sig frá málinu. Dómari tilkynnti saksóknara og lögmönnum sakborninga þetta á stuttum fundi gær. Er ráðstöfunin gerð svo nýir verjendur fái nægan tíma til að setja sig inn í málið. Þetta staðfesti Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, í samtali við mbl.is. Málsgögn eru þúsundir blaðsíðna. Í Al Thani-málinu eru fjórir ákærðir, Sigurður Ein- arsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guð- mundsson. Al Thani-máli frest- að fram í febrúar Björn Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.