Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Það er alltaf gaman að veraúti og takast á við náttúr-una hvort sem það er dag-inn sem sólin skín eða dag- inn sem vindurinn blæs og regnið hellist yfir mann,“ segir rithöfund- urinn og leiðsögumaðurinn Páll Ás- geir Ásgeirsson. Páll hefur skrifað fjöldann allan af leiðsögubókum síð- astliðin 20 ár og nú þegar göngu- ferður njóta sívaxandi vinsælda þótti kominn tími til að endurútgefa bók hans, Gönguleiðir. „Þetta er fyrsta leiðsögubókin sem ég skrifaði. Hún fjallaði þá um fjórar gönguleiðir á hálendinu og gerir það enn. Þetta er Laugavegurinn frá Landmanna- laugum í Þórsmörk og svo er fjallað um Kjalveg frá Hvítárnesi að Hveravöllum og svo er fjallað um leið sem er oft kölluð Dyngjuveg- urinn eða Öskjuvegurinn sem er leiðin úr Herðubreiðarlindum og í gegnum Öskju og Dyngjufjöll og niður í Svartárkot í Bárðardal og svo er fjórða leiðin þar sem gengið er frá Snæfelli suður í Lónsöræfi. Í þessari bók er reyndar bætt við ítarlegri umfjöllun um Fimmvörðuháls en var í þeirri fyrri.“ Gengu allar leiðirnar í bókinni sumarið 1993 Páll sagði tímabært að þessi bók fengi upplyftingu og væri end- urútgefin þar sem einhverjar breyt- ingar hafi orðið á gönguleiðunum á síðastliðnum árum og eins séu vin- sældir þessara gönguleiða alltaf jafnmiklar. „Það er til dæmis komin brú þar sem var ekki brú og ein- hverjar leiðir hafa verið færðar örlít- Gaman að takast á við náttúruna Náttúruáhuginn hefur fylgt Páli Ásgeiri Ásgeirssyni frá því hann elti kindur á æskuárum. Hann uppgötvaði fljótt dýrðina í fjallgöngum og áhugamálið varð að atvinnu en Páll Ásgeir starfar við leiðsögn ásamt konu sinni Rósu Sigrúnu Jóns- dóttur hjá Ferðafélagi Íslands. Hann hefur samið fjölda leiðsögubóka og bók hans, Gönguleiðir, sem kom fyrst út 1994 hefur nú verið endurútgefin. Ljósmynd/Tinna Stefánsdóttir Samrýnd Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson í Þórsmerk- urferð í fyrrasumar en þau hjónin hafa skrifað leiðsögubækurnar saman. Vefsíðan hjólamot.is er aðalvefur ís- lenskra keppnishjólreiða, sem stýrt er af hjólreiðanefnd ÍSÍ. Á síðunni kemur fram að vefurinn hafi verið hannaður til að færa alla starfsemi í kringum mótshald í íslenskum keppnishjólreiðum á einn stað. Vefur- inn samhæfir keppnisdagskrá allra félaga sem eru aðilar að ÍSÍ, og held- ur utan um keppnir, úrslit, keppendur og aðra tölfræði tengda keppnum á Íslandi. Einnig er að finna á vefnum fréttir um keppnir og keppnishald, óháð hjólreiðafélögum eða ein- staklingum. Hjólreiðafólk sem hefur áhuga á að keppa ætti endilega að skrá sig á vefnum til að einfalda mál- in þegar kemur að skráningu í keppn- ir og líka til að fylgjast með. Vefsíðan www.hjolamot.is AFP Keppni Að keppa á hjólafákum er íþrótt bæði góð og skemmtileg. Keppnishjólreiðar á einum stað Almenningsíþróttadeild Fram heldur hið árlega Fram-hlaup í Grafarholti og Úlfarsárdal á sumardaginn fyrsta, nú á fimmtudag 25. apríl. Hlaupið hefst kl. 10 við Ingunnarskóla. Tvær vegalengdir eru í boði:  3 km skemmtiskokk.  7,6 km hlaup í kringum Rauða- vatn. Skráning frá klukkan 09.30 í anddyri Ingunnarskóla. Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki, fyrir börn og fullorðna. Öll börn fá viðurkenningarskjal að loknu hlaupi. Nánar: Ásdís Guðnadóttir, s: 659 6066 og asdis3101@internet.is. Endilega… …farið í skemmtiskokk Morgunblaðið/Þorkell Skokk Góð hreyfing og útivera. Í Reykjavík hefur nú sá möguleiki bæst við fyrir þá sem vilja skoða borgina, að fara í klukkustundar ferð með leiðsögumanni á svoköll- uðum Segway-hjólum, en þá stendur fólk á rafknúnu hjóli sem er hljóð- látt og kemst upp í 20 km hraða á klst. Þannig er hægt að spæna á milli staða og komast yfir meira en á tveimur jafnfljótum. Þetta er hressandi útivera og bæði erlendir gestir sem koma til Reykjavíkur sem og Íslendingar sem þekkja borgina lítt og vilja kynna sér hana, nú eða heimamenn sem langar að gera eitt- hvað öðruvísi og skemmtilegt, geta skellt sér í túr. Lagt er af stað alla daga frá Ægisgarði 7, niðri við gömlu höfnina kl. 7, 13, 17 og 20. Farið er um helstu staði (eða annað ef fólk vill frekar): Harpa tónlistar- hús, Höfði þar sem Reagan og Gor- bachev funduðu árið 1986, Grasa- garðurinn í Laugardal, Grótta, á Ylströndina, að Hallgrímskirkju og niður að Reykjavíkurtjörn. Nánar á vefslóðinni: www.reykjaviksegwaytours.com. Umhverfisvænn valkostur Hægt er að skoða borgina standandi á hjólum Morgunblaðið/Ernir Gaman Þessi unga íslenska kona naut þess að þeysast um á Segway-hjóli. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Úrval - gæði - þjónusta Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.