Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 FRÉTTASKÝRING Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er líklegasti kostur- inn eftir kosningar. Þetta sögðu stjórn- málafræðingarnir Stefanía Óskars- dóttir og Gunnar Helgi Kristinsson. Stefanía benti á að flokkarnir gætu sameinast um aðgerðir í skuldamálum með því að byrja á að lækka skuldir heimilanna í gegnum skattaleið Sjálf- stæðisflokksins og seinna notað pen- inga frá kröfuhöfum gömlu bankanna til að borga reikninginn sbr. leið sem Framsóknarflokkurinn hafi talað fyrir. Þetta kom fram á opnum fundi í Há- skóla Íslands í gær en þar héldu þau Stefanía og Gunnar erindi og svöruðu spurningum úr sal. Fundurinn bar yf- irskriftina, „Hver er staðan í íslensk- um stjórnmálaum fimm dögum fyrir alþingiskosningar.“ Miðjustjórn möguleiki? Þau Stefanía og Gunnar voru spurð út í líkurnar á að Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, myndi mynda miðjustjórn með Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Gunnar Helgi benti í fyrsta lagi á að vafi léki á því hvort þingstyrkur fengist til að mynda slíka stjórn. Í öðru lagi tók Gunnar fram að hans mat væri að málefnalega séð yrðu stjórnarmynd- unarviðræður Framsóknarflokks við Sjálfstæðisflokk mun auðveldari, þó að auðvitað mætti deila um slíkt. Í kjölfar- ið sagði Gunnar að ef hann væri í Sjálf- stæðisflokknum myndi hann notast við þá aðferð að benda á að atkvæði til Framsóknar myndi auka líkur á vinstristjórn. Þá vakti Gunnar máls á því að ákveðin pattstaða gæti komið upp ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur yrðu mjög svipaðir að stærð eftir kosningar og báðir myndu í kjöl- farið setja ófrávíkjanlega kröfu á for- sætisráðherraembættið. Í máli Gunn- ars kom þó fram að slíkar kröfur hefðu ekki haft úrslitaáhrif á stjórn- armyndunarviðræður hingað til. Þó velti Gunnar þeim möguleika upp að flokkunum tækist ekki að mynda stjórn. „Í kjölfarið myndu þá opnast allskonar möguleikar sem ég er viss um að forseti Íslands myndi verða glaður að fá að skoða,“ sagði Gunnar og uppskar mikil hlátrasköll meðal fundarmanna. Fylgi Samfylkingar mun aukast Stefanía tók undir með Gunnari og sagði ekki ljóst hvort þingstyrkur yrði fyrir áðurnefndri tegund af miðju- stjórn. Fylgi Samfylkingar og Bjartr- ar framtíðar hefði lengi vel verið hægt að leggja saman í 30% en nú væri sam- anlagt fylgi þeirra um 20%. Hún sagði að Samfylkingin þyrfti að leggja áherslu á að fá stuðningsmenn sína til baka og benda þeim á að kasta ekki at- kvæði sínu á glæ með því að kjósa nýju framboðin, en Stefanía á ekki von á að fleiri ný framboð en Píratar og Björt framtíð nái inn á þing. Stefanía segist búast við því að Samfylkingin muni keyra á þessari taktík næstu daga, leggja áherslu á endurnýjun flokksforystu og í kjölfarið endur- heimta eitthvað af því mikla fylgi sem flokkurinn hefur tapað. Stefanía er þeirrar skoðunar að til framtíðar gæti verið mikilvægt fyrir Framsókn að spila til vinstri í stjórn- armyndun, stimpla sig þar með inn sem miðjuflokk frekar en hægriflokk sem hafi verið merkimiðinn á flokkn- um eftir langa setu í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. „En manni sýn- ist frekar að miðað við hið pólitíska landakort að fyrsti kosturinn sé rík- isstjórn Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks. Manni sýnist að Sjálfstæðis- flokkurinn sé að tala sig inn í tiltölulega snyrtilega stjórnarmyndun með Framsóknarflokknum,“ sagði Stefanía. Gætu náð saman í skuldamálunum  Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur líklegasta stjórnarmynstrið  Pattstaða gæti komið upp ef báðir setja forsætisráðherrastól sem skilyrði  Forsetinn yrði „glaður“ fengi hann tækifæri Morgunblaðið/Árni Sæberg Stutt í kosningar Stjórnmálafræðingarnir Gunnar Helgi og Stefanía fara yfir hið pólitíska landslag. „Staðan er þá þannig að ekkert útlit er fyrir að flokkum fjölgi á þingi um- fram það sem við erum vön,“ sagði Stefanía á fundinum í gær. Flokka- kerfið er því ekki að taka stórkost- legum breytingum þrátt fyrir að fjöldi þeirra lista sem bjóða fram í kosningunum á laugardaginn hafi aldrei verið meiri. Stefanía segir að flest bendi til að sex flokkar verði á þingi eftir kosningar. Það hafi verið raunin eftir kosningar ’83, ’87 og ’95. Fylgi Bjartrar framtíðar nú sé hefðbundið fylgi fimmta flokksins sem oft hafi fengið um 7,5% í kosn- ingum. Flokkakerfið nokkuð stöðugt ENGIN UMBYLTING Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 20% afsláttur af öllum snyrtivörum í verslun okkar í apríl Full búð af nýjum vörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.