Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Saksóknarar í Bandaríkjunum bjuggu sig í gær undir að birta ákæru á hendur Dzhokhar Tsarnaev, nítján ára manni sem er grunaður um sprengjutilræðið í miðborg Boston fyrir rúmri viku þegar maraþonhlaup fór fram í borginni. Tsarnaev er á sjúkrahúsi og getur ekki talað vegna skotsárs í hálsi. Bandarískar sjónvarps- stöðvar höfðu eftir ónafngreindum heimildar- mönnum að Tsarnaev hefði svarað spurning- um lögreglumanna skriflega en yfirvöld staðfestu það ekki í gær. Áður hafði Tom Men- ino, borgarstjóri Boston, sagt í sjónvarpsvið- tali að ekki væri víst að hægt yrði að yfirheyra manninn. „Við höfum milljónir spurninga og við verð- um að fá svör við þeim,“ hefur fréttaveitan Reuters eftir Deval Patrick, ríkisstjóra Massachusetts. Bandarísk yfirvöld leggja m.a. kapp á að afla upplýsinga um hvort Tsarnaev og 26 ára gamall bróðir hans, Dzhokhar, sem beið bana á fimmtudaginn var, hafi tengst ísl- ömskum hryðjuverkasamtökum og hvort hætta sé á fleiri sprengjutilræðum. Flutt nauðug frá Tétsníu Tsarnaev-bræðurnir höfðu búið í Bandaríkj- unum í um það bil áratug en þeir eiga ættir sínar að rekja til Tétsníu. Afi þeirra og amma urðu reyndar að fara þaðan árið 1944 þegar Jósef Stalín lét flytja hundruð þúsunda manna frá Kákasus-héraðinu eftir að Tétsenar voru sakaðir um samvinnu við þýska nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Tugir þúsunda manna dóu í nauðungarflutningunum. Flestir Tétsenanna voru fluttir til Kasakstans, en afi og amma bræðranna fóru til Kirgisistans, annars fyrr- verandi sovétlýðveldis í Mið-Asíu. Faðir bræðranna fæddist í Kirgisistan og þeir ólust þar upp. Yngri bróðirinn, Dzhokhar, fæddist í Kirg- isistan og var ríkisborgari þar í landi. Eldri bróðirinn fæddist hins vegar í rússneska lýð- veldinu Kalmykíu og var með ríkisborgararétt í Rússlandi, að sögn fréttaveitunnar AFP. Fjölskylda bræðranna fór til Tétsníu eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991 en sneri aftur til Kirgisistans 1995 eftir að fyrra stríðið í Téts- níu blossaði upp. Móðir bræðranna er frá Kákasus-héraðinu Dagestan og fjölskyldan flutti þangað búferlum árið 2001. Þar dvaldi hún þó ekki lengi því ári síðar hélt hún til Bandaríkjanna og óskaði eftir hæli. Hermt er eldri bróðirinn hafi sett mynd- skeið á YouTube sem tengdust íslömskum öfgasamtökum og dvalið í Dagestan og Tétsníu í tæpa sex mánuði á síðasta ári. Rússneska ör- yggislögreglan fylgdist með honum á þessum tíma en taldi ekki ástæðu til að handtaka hann, að sögn heimildarmanns AFP í lögreglunni. Að sögn CNN-sjónvarpsins bendir margt til þess að eldri bróðirinn hafi orðið sífellt róttæk- ari í trúarviðhorfum sínum en ekki hafa þó komið fram neinar sannanir fyrir því að hann hafi tekið virkan þátt í starfsemi íslamskra hryðjuverkasamtaka. Talinn hafa orðið bróður sínum að bana Skýrt hefur verið frá því að yfirvöld í Rúss- landi hafi beðið bandarísku alríkislögregluna FBI um að yfirheyra eldri bróðurinn fyrir tveimur árum. Nokkrir bandarískir þingmenn segja það vekja spurningar um hvers vegna al- ríkislögreglan áttaði sig ekki á hættunni sem stafaði af Tsarnaev. Rússnesk yfirvöld fylgjast grannt með rann- sókn málsins, enda óttast þau að íslömsk hryðjuverkasamtök og tétsenskir aðskilnaðar- sinnar hyggist fremja hryðjuverk þegar vetrarólympíuleikarnir verða haldnir í Sochi í Rússlandi á næsta ári, skammt frá Tétsníu. Bandarískir fjölmiðlar sögðu í fyrstu að eldri bróðirinn hefði dáið af skotsárum á fimmtudaginn var þegar þúsundir lögreglu- manna leituðu bræðranna. Lögreglan telur nú að yngri bróðirinn hafi orðið honum á bana á flóttanum með því að aka á hann. Þótti efnilegur hnefaleikamaður Stundaði fjölbragðaglímu í framhaldsskóla Grunaðir um sprengjutilræðið í Boston Tsarnaev-bræðurnir eiga ættir að rekja til Tétsníu og fluttu búferlum til Bandaríkjanna fyrir um það bil áratug Dzhokhar, 19 ára Tamerlan, 26 ára Heimildir: AFP, FBI, lögreglan í Boston og The Atlantic Wire 21. október 1986 Fæddist í Kalmikíu 22. júlí 1993 Fæddist í Kirgisistan 11 sept. 2012 Fékk ríkisborgararétt í Bandaríkjunum Var nemandi í framhaldsskólanum Cambridge Rindge and Latin School 2011 2011 Fékk námsstyrk og inngöngu í Massachusetts- háskóla í Dartmouth FBI yfirheyrði hann að beiðni yfirvalda í öðru landi, líklega Rússlandi Ágúst 2012 Setti inn myndskeið á YouTube, sem tengdust íslömskum öfgamönnum 15. apríl 2013 Þrír biðu bana og 180 særðust í sprengjutilræði í Boston 18. apríl 2013 Beið bana eftir viða- mikla leit lögreglu 19. apríl Handtekinn, er á sjúkrahúsi í gæslu vopnaðra varða 2009 2004-2011 Kærður til lögreglu vegna meints heimilis- ofbeldis Boston KIRGISISTAN BANDARÍKIN TÉTSNÍA AFP Beðið fyrir fórnarlömbunum Mæðgur taka þátt í bænavöku í Boston og biðja fyrir stúlku sem særðist alvarlega í sprengjutilræðinu í vikunni sem leið þegar Boston-maraþonið fór fram. Óttast að Tétsen- ar fremji hryðju- verk í Sochi  Annar tilræðismannanna í Boston dvaldi í Dag- estan og var undir eftirliti rússneskra yfirvalda Indverji tekur þátt í athöfn í Allahabad á Indlandi í tilefni af degi jarðar sem er helgaður fræðslu um umhverfismál. Dagurinn var fyrst haldinn að undirlagi bandaríska þingmannsins Gaylord Nelson árið 1970. Sameinuðu þjóðirnar gerðu 22. apríl að alþjóðlegum degi móður jarðar árið 2009. AFP Á degi móður jarðar Flest verður mönnum að yrkisefni og viðburðir dagsins geta orðið listamönnum hvatning til sköpunar. Nú hefur franska listakonan Camille Lorin opnað sýningu á óvenjulegu listaverki í Marseille. „PIP-show“ heitir það og efniviður þess er þunnir nælonsokkar úttroðnir af brjóstapúðum frá fyrirtækinu PIP. Eigandi þess hefur verið dreginn fyrir rétt vegna gallaðra brjóstapúða sem voru græddir í 300.000 konur. FRAKKLAND Listaverk úr PIP-brjóstapúðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.