Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Reykjalundi - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Með viðskiptum við okkur stuðlar þú að atvinnu fyrir alla Er markaðsátak, kynning eða ráðstefna framundan? SÉRPRENTUM MÖPPUR FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI HRINGDU OG FÁÐU UPPLÝSINGAR ✆ 562 8500 Sérprentaðar möppur segja mikið um fyrirtækið þitt. Hannaðar að utan sem innan eftir þínum þörfum. Tveggja gata, fjögurra gata eða askja. STARFSFÓLK VÍB SVARAR SPURNINGUM UM SKRÁNINGU TM Í KAUPHÖLL ÍSLANDS Almennt útboð á hlutum í TM er hafið og stendur til kl. 16.00 miðvikudaginn 24. apríl 2013. Hafðu samband í síma 440 4900 eða komdu í heimsókn á Kirkjusand. Við tökum vel á móti þér. Þann 19. apríl boðaði VÍB til fundar um TM, fyrirkomulag útboðsins og skráningu almennings fyrir hlutum í útboðinu. Á vib.is geturðu séð upptöku af fundinum. NÝR FJÁRFESTINGARKOSTUR Á HLUTABRÉFAMARKAÐ VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is | Finndu okkur á Facebook Skriður hafa torveldað björgunar- starf í fjallahéraði í suðvesturhluta Kína eftir jarðskjálfta sem kostaði að minnsta kosti 192 manns lífið. Um 25 til viðbótar er saknað og 11.000 slösuðust í jarðskjálfta sem mældist 6,6 stig á laugardag. Hon- um fylgdu meira en 2.000 eftir- skjálftar. Skjálftarnir ollu skriðuföllum sem urðu til þess að vegir lokuðust víða og nokkur skjálftasvæðanna í Sichuan-héraði eingruðust af þeim sökum. Björgunarmenn komust að- eins fótgangandi að nokkrum þorp- anna. Yfir 17.000 her- og lögreglumenn tóku þátt í björgunarstarfinu í gær, auk þúsunda sjálfboðaliða úr röð- um íbúa í grennd við hamfarasvæð- in. Um 17.000 fjölskyldur misstu heimili sitt í náttúruhamförunum. Öldruð kona fer hér með bæn við rústir heimilis síns í Sichuan- héraði. Skriður tálmuðu aðstoð AFP Evrópusambandið hefur aflétt síð- ustu viðskiptaþvingunum sínum gegn stjórninni í Búrma (Myanmar) vegna pólitískra umbóta hennar. Utanríkisráðherrar aðildarlandanna ákváðu þetta á fundi í gær en sögðu að bann við sölu vopna til Búrma ætti þó að gilda áfram. Stjórnin í Búrma þyrfti að taka á „mikilvægum úrlausnarefnum“, einkum mannrétt- indabrotum sem framin hafa verið gegn múslimum. Áður höfðu nokkur mannréttinda- samtök hvatt Evrópusambandið til að halda áfram að beita Búrma við- skiptaþvingunum vegna „þjóðernis- hreinsana“ í sambandsríkinu Rak- hine í vesturhluta landsins. Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í Búrma, var þó hlynnt því að refsiaðgerðunum yrði aflétt. Fólkið myrt eða hrakið á brott Um 800.000 Rohingya-menn hafa búið í Rakhine, sem var innlimað í Búrma á átjándu öld, en þeir eru múslímar, ólíkt meirihluta lands- manna sem er búddatrúar. Mann- réttindasamtökin Human Rights Watch sögðu í skýrslu, sem birt var í gær, að Rohingya-menn hefðu sætt miklum ofsóknum og „þjóðernis- hreinsunum“ í Rakhine. Yfir 125.000 Rohingya-menn og aðrir múslímar hefðu verið hraktir frá heimkynnum sínum. Samkvæmt opinberum tölum hafa 211 manns beðið bana í átökum milli búddista og múslíma í ríkinu en mannréttindasamtökin telja að mannfallið sé miklu meira. Í skýrslunni kemur fram 50-70 Rohingya-menn, þeirra á meðal 28 börn, voru myrtir í þorpi í Rakhine eftir að her- og lögreglumenn af- vopnuðu íbúana og létu hjá líða að vernda þá. BBC birti nýlega mynd- skeið þar sem lögreglumenn virtust standa hjá þegar hópur búddista, m.a. munka, réðst á múslíma í bæn- um Meiktila í mars. bogi@mbl.is Refsiaðgerðum gegn Búrma aflétt AFP Átök Íbúar Meiktila leita í rústum húss sem var brennt í óeirðum.  Búrmamenn sakaðir um þjóð- ernishreinsanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.