Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Lengi velstóðu tveirfrasar eink- um upp úr þeim sem var kappsmál að Ísland gengi í Evrópusambandið. Sá fyrri var um „samnings- markmiðin“. Landið skyldi hefja vinnu við „samningsmark- mið sín“ og baráttumennirnir sögðu að sú vinna þyrfti ekki að taka nema tvö ár eða svo. Þá væri loks kominn tími til að sækja um. Nú eru fjögur ár síðan Al- þingi samþykkti, undir svika- stjörnu, að Ísland leitaði eftir inngöngu í ESB. Enn hefur þó vinnan við að undirbúa „samn- ingsmarkmið“ þjóðarinnar ekki hafist! Hinn frasinn, sem var hæst settur og helgastur, var að „upplýst umræða“ um ESB yrði að fara fram og þjóðinni svo gert að taka endanlega ákvörð- un um aðild eða ekki aðild. Aldrei er „upplýst umræða“ sérstaklega tengd nokkru öðru máli sem til meðferðar er í land- inu. En samt er það svo að upp- lýsta umræðan hefur enn ekki hafist um ESB-aðildina. Nema þá að hún sé inntakið í því að Evrópusambandið hafi dælt inn fé til einhliða áróðurs um sjálft sig og um óendanlega kosti þess að Ísland gengi í sambandið. En hvernig stendur á því að svo illa hefur farið fyrir þessum tveimur heilögu frösum Evr- ópusambandssinna? Sú spurn- ing er ein af þessum lipru spurningum sem svara sér sjálfar. Samningsmarkmiðin hafa ekki verið rædd, undirbúin eða ákveðin vegna þess að Evrópu- sambandið hefur breytt for- sendum sínum fyrir aðkomu þeirra sem sækja þar um inn- göngu. ESB tekur sérstaklega fram að ENGAR samninga- viðræður fari fram í tilefni af óskum lands um aðild. Og ESB gengur lengra. Það óskar sér- staklega eftir því við for- ráðamenn umsóknarríkja að þeir láti algjörlega vera að gefa í skyn að fram fari einhvers konar samningaviðræður um aðild. Þeir eigi þvert á móti að upplýsa íbúa umsóknarlands um þau skilyrði ESB að landið lagi sig algjörlega að þeim reglum sem er að finna á 100 þúsund síðum í regluskrá ESB sem er aðgengileg fyrir alla. ESB tekur fram að þessum síð- um hafi fjölgað um 10 þúsund frá því að ákveðið var að fram- vegis færu engar samninga- viðræður fram við ríki í aðild- arferli. Þótt sögufræg svik séu und- irstaðan fyrir umsókn Íslands að ESB verður það sama ekki sagt um loforðið um að und- irbúa rækilega „samningsmark- mið“ Íslands. Það fólust engin svik í því að gera ekkert með þá stefnu- mörkun Samfylk- ingar og annarra slíkra, að for- senda umsóknar að ESB væri fullbúin og samþykkt samn- ingsmarkmið af landsins hálfu. Ísland er ekki í samninga- viðræðum, eins og forystumenn ESB hafa ítrekað bent á, um leið og þeir hafa vísað beint til ákvæða sem um sambandið gilda. Vinna við samningsmark- mið væri því ekki aðeins ómerkilegur blekkingarleikur, heldur meiri tímaeyðsla en að hræra steypu í hús sem ekki stæði til að byggja. Og það skýrir líka hitt hvers vegna svo illa fór um hina „upplýstu um- ræðu.“ Til þess að nokkur umræða geti farið fram um nokkurt mál sem einhverju nemur er brýn- ast að undirstaða hennar sé réttilega lögð. Frumforsenda „upplýstrar umræðu“ um aðild að ESB væri auðvitað að stynja upp þeirri staðreynd að um- sóknarþjóðir færu ekki lengur í viðræðuferli. Með umsókn sinni lýstu þær einfaldlega yfir að þær ætluðu að taka upp allar reglur ESB. Eina verkefni um- sóknarríkis er að sýna fram á að það hafi lagað reglusetningu síns eigin lands að reglusetn- ingu ESB. Verkefni viðmæl- enda þess er að staðfesta að það hafi verið gert með fullnægj- andi hætti. Hafi aðlögun ekki þegar átt sér stað í einhverjum afmörk- uðum greinum þarf umsókn- arríki að leggja fram tímasetta áætlun um aðlögun þeirra. ESB ákveður einhliða hvort hún dugi. Þetta er ekki aðeins þekkt staðreynd. Þetta er aðal- forsenda alls ferils málsins frá umsókn til aðildar. Engar samningaviðræður í hefð- bundnum skilningi tungumáls- ins fara því fram, eins og fulltrúar ESB benda ítrekað á. Þess vegna var öllum hug- myndum og loforðum um „samningsmarkmið“ sópað út af borðinu strax í upphafi. Og á meðan óprúttnir trúnaðarmenn Íslands láta eins og raunveru- legar samningaviðræður eigi sér stað, þótt í heil fjögur ár hafi ekki verið „samið“ um neitt bitastætt, getur engin „upplýst umræða“ átt sér stað. Könnunarfyrirtæki, sem taka fé fyrir að annast spurningaleik um hvort „ljúka eigi samninga- viðræðum“ sem ekki eiga sér stað, eru komin í verulegan trú- verðugleikavanda, svo ekki sé meira sagt. Svoleiðis spurn- ingar eiga hvergi heima nema í „könnunum“ Fréttablaðsins. Hin upplýsta um- ræða hefur enn ekki hafist og samnings- markmið eru ekki til} Upplýst umræða um samningsmarkmið K affistofuspjall síðustu 48 klukku- stunda, sem og skoðanaskipti á vettvangi Fésbókar, hafa að þó- nokkrum hlut helgast umræðu um hina tenntu árás úrúgvæska fram- herjans Luis Suárez, sem leikur með Liverpool, á hinn serbneska varnarmann Chelsea, Branislav Ivanovic. Sitt sýnist hverjum um málið þó að al- menn sátt ríki um þau sjónarmið að ekki sé til siðs að láta tennur skipta í samskiptum við and- stæðinga þegar hin fagra íþrótt er annars vegar. Slíkt sæmir ekki leikmanni né heldur er það fé- lagsliði hans til framdráttar; fari svo að Enska knattspyrnusambandið dæmi hann í bann missir Liverpool sinn besta leikmann á loka- spretti tímabilsins og munar um minna. Með furðulegu háttalagi sínu minnir Suárez enn á aftur á hið einkennilega samband sem virðist stundum vera milli hæfileika sem liggja nærri snilligáfu og svo eldfimrar og gallaðrar skapgerðar. Eng- um dylst að Úrúgvæinn er að líkindum besti leikmaður þessarar leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni (þó að verðlaun þar að lútandi séu örugglega fyrir bí í kjölfar bitsins) en hann á til glórulausar gjörðir þegar skaphitinn ber hann ofurliði. Minnir hann þar á aðra goðumlíka knatt- spyrnumenn á borð við Zinedine Zidane, sem lauk ferl- inum með eftirminnilegum hætti. Hann skallaði Ítalann Marco Materazzi í bringuna í úrslitaleik HM 2006 í kjölfar fúkyrðaflaums sem sá ítalski dældi á „Zizou“ og laut eink- um að systur þess síðarnefnda. Á svipuðum nótum var árás Eric Cantona á orðljótan stuðningsmann Crystal Pa- lace árið 1995, með kung-fu sparki og hvað- eina. Menn sem leika fótbolta eins og englar geta leyst úr læðingi hegðun sem hæfir djöfl- um þegar minnst varir. Minnumst ekki á galla- gripinn Diego Maradona í því sambandi. Slíkt hefur vitaskuld verið viðloðandi hæfi- leikafólk í fleiri kimum mannlífsins en fótbolta. Djassgoðsögnin Bill Evans lék til að mynda eins og engill á píanóið, en dópaði þess á milli hreint djöfullega; Michaelangelo skóp guðdómleg lista- verk en burðaðist að sögn með djöfullega óbeit á eigin útliti. John Nash, Ernest Hemingway og Vincent Van Gogh eru sömuleiðis nærtæk dæmi um einstaklinga þar sem stutt er á milli himneskra hæfileika og helvískra andlegra bresta. Ætli meining mín með þessu sé ekki að best fari á því að hlúa að gölluðum snillingum svo við megum njóta fágætra hæfileika þeirra og umbera bresti þeirra þess á milli? Á grundvelli meiri hagsmuna gagnvart minni (eins og málið horfir við mér, sem ekki hef tiltakanlega snilligáfu til að bera) blasir við að lífið væri talsvert leiðinlegra ef ekki nyti við einstaklinga á borð við Maradona, Cantona, Zidane og Suárez? Þeir eru galla- gripir sem stundum fá mann til að hrista hausinn, jafnvel til að steyta hnefann. En þess á milli fremja þeir galdur sem fær áhorfendur til að gapa af undrun og aðdáun, eitt- hvað sem helst ætti að flokka sem gjörningalist og verður í framhaldinu að ógleymanlegum minningum sem vert er og gaman að rifja upp, aftur og aftur. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Englar og djöflar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is E ftir að verð á ferskum þorskafurðum frá Ís- landi lækkaði talsvert í lok síðasta árs og byrj- un þessa hefur það leitað jafnvægis upp á síðkastið, að sögn Helga Antons Eiríkssonar, for- stjóra Iceland Seafood International. Hann segir að verð á laxi, t.d. frá Noregi, sé í hæstu hæðum og áætl- anir um sölu á laxi hafi ekki gengið eftir. Þetta hafi opnað möguleika í öðrum afurðum og sums staðar hafi sala á ferskum þorski gengið mjög vel. Vikan framundan sé spennandi því seljendur og kaupendur alls stað- ar að úr heiminum muni næstu daga ráða ráðum sínum á stóru sjávar- útvegssýningunni í Brussel. Helgi segir að talsverð óvissa sé um framhaldið, en telur líklegt að markaðir verði áfram þungir og kaupendur fari varlega í innkaupum. Hann segist þó hafa fulla trú á að fiskur eigi eftir að hreyfast talsvert á mörkuðum á næstu mánuðum. Eftir páska hafi greinilega verið nokkur skortur á ferskum fiski á mörkuðum Íslendinga. Þar spili inn í veiðibann víða á Íslandsmiðum vegna hrygn- ingar þorsksins og framboð hafi ekki verið mikið héðan. Spennandi vika í Brussel Hann segir að mikill þorskafli við Norður-Noreg og í Barentshafi hafi breytt stöðunni á mörkuðum og sums staðar gert íslenskum útflytj- endum lífið leitt. Kílóverð fyrir þorsk hefur lækkað talsvert í Noregi, en það hefur ekki dugað til því Norð- menn hafa í auknum mæli flutt slægðan og hausaðan fisk til vinnslu í löndum þar sem vinnuafl er ódýrara eins og í Póllandi, Litháen og Lett- landi. Þessi fiskur komi þaðan inn á markaði í Bretlandi og á meginland- inu, að sögn Helga. Einnig sé hefð fyrir því að Danir fullvinni norskan fisk fyrir markaði á meginlandinu, t.d. léttsaltaðan fisk. „Þessi vika í Brussel verður mjög spennandi og þar fáum við væntanlega mynd af því hvernig næstu mánuðir munu þróast,“ segir Helgi Anton. Yfir 40 íslensk fyrirtæki taka þátt í sjávar- útvegssýningunni í Brussel sem hefst í dag og íslenskir gestir og þátt- takendur skipta hundruðum. Á heimasíðu Íslandsstofu segir að þar verði „flestir lykilmenn í sjávar- útvegi í heiminum samankomnir“. Á fimmta tug fyrirtækja Íslandsstofa skipuleggur þátt- töku íslenskra fyrirtækja á sjávar- útvegssýningunni í Brussel og verða 36 fyrirtæki undir hatti hennar á sýningunni. Þetta er mesta þátttaka íslenskra fyrirtækja frá árinu 2008 að minnsta kosti. Þetta er í 21. skipti sem íslenskir þjóðarbásar eru skipu- lagðir á Brussel-sýningunni. Annars vegar er um að ræða bás með sjávar- afurðum á 300 fermetrum og hins vegar 400 fermetra aðstöðu þar sem tæki og önnur þjónusta eru kynnt. Auk þessa eru fimm fyrirtæki með eigin bása og allmörg kynna starfsemi sína undir öðrum merkj- um. Fiskverð leitar jafn- vægis eftir lækkanir Morgunblaðið/Sigurgeir S. Útvegur Íslensk fyrirtæki kynna vörur og þjónustu á sýningunni í Brussel og þar verður örugglega mikið rætt um markaðshorfur og verð á afurðum. Myndin er tekin á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi fyrir tveimur árum. Fyrir páska sendi Norway Seafoods um 140 starfsmenn í þremur fisk- vinnsluhúsum í Kjøllefjord, Berlevåg og Hammerfest í Norður-Noregi í frí fram yfir næstu mánaðamót. Nýlega kom fram í Finnmark Dagblad að þetta frí kunni að verða framlengt í Berlevåg og Hammerfest, en starfsemin í Kjøllefjord sé að fara í gang í kjölfar samnings um vinnslu á saltfiski. Þá kunni að verða gripið til tímabundinna lokana í fiskvinnslunum í Stamsund og Båtsfjord. Þar starfa um 200 manns og gætu því yfir 300 manns verið sendir í frí gegn vilja sínum. Þorskkvótar Norðmanna og Rússa voru auknir verulega í ár. Land- burður hefur víða verið af þorski og vertíð er enn í fullum gangi á norðursvæðinu. Á sama tíma hefur verð á þorski lækkað mjög í Evrópu að því er fram kemur í blaðinu. Nefnt er sem dæmi að verð á þorsk- hnökkum hafi lækkað mikið og framleiðslan svari ekki kostnaði. Svarar ekki kostnaði BLIKUR Á LOFTI Í FISKVINNSLU Í NORÐUR-NOREGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.