Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Vor í lofti á Suðurnesjum Það styttist í vertíðarlok á Suðurnesjum en nú er verið að spila síðasta alvörumót vetrar- ins sem er tveggja kvölda Landsbankatvímenningur með þátttöku 12 para. Fyrra kvöldið var spilað sl. miðvikudagskvöld og skoruðu Jóhannes Sigurðs- son og Garðar Garðarsson mest eða 61,6%. Guðni Sigurðsson og Sigurjón Ingibjörnsson voru í öðru sæti með 61,1%. Þorgeir Ver Hall- dórsson og Garðar Þór Garð- arsson þriðju með 57,3%. Seinna kvöldið verður spilað nk. miðvikudagskvöld í félags- heimilinu kl. 19. Spilarar eru velkomnir þótt þeir hafi ekki spilað fyrra kvöldið. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Mörgum finnst kosningabar- áttan svo til húmorslaus. Það eru peningar, peningar og aftur pen- ingar. En hvað sagði ekki Björn á Löngumýri: „Það gildir á kosn- ingafundum að koma mönnum í gott skap. Sá, sem veldur leið- indum, hlýtur að tapa, þurrspeki gengur ekki, og rætni og rót- arskapur getur verið neikvæður, gamansemin er beittasta vopnið.“ Þeir gömlu vissu hvað þeir sungu. Tökum dæmi héðan að vestan til gamans. Þegar Guðmundur Hagalín var upp á sitt besta á Ísafirði sagði Haukur Helgason frambjóðandi kommanna á kosningafundi 1942 að jafnaðarmenn ættu að skamm- ast sín fyrir að sumt húsnæði í eigu bæjarins væri ekki sæmandi mannabústaðir. Kvaðst hann vita um gamla konu sem væri í einu herbergi í kjallaraholu í bænum. Umrædd kona sat á fremsta bekk. Næstur kom Hagalín í ræðustól. Hann sagði að Haukur Helgason væri að tala um að jafnaðarmenn byðu upp á slæmt húsnæði. Hann kannaðist við húsnæðið en konan, sem um væri að ræða, væri alls ekki gömul. Þetta er ung kona á besta aldri, sagði Hagalín. Sú gamla á fremsta bekk dillaði öll af ánægju og atkvæði hennar var tryggt. Svo var það nokkru fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar 1966, að maður nokkur gekk á fund Bjarna Guðbjörnssonar, útibússtjóra Út- vegsbankans á Ísafirði, og bað um víxillán til heimilisþarfa, en Bjarni neitaði. Litlu síðar hittir maðurinn Matthías Bjarnason, sem var efst- ur á lista sjálfstæðismanna, og segir honum frá erindislokum sín- um hjá Bjarna, sem var framsókn- armaður. Matthías segir honum að láta sig fá víxileyðublaðið. Daginn eftir afhendir Matthías manninum víxilinn á ný og segir honum að fara aftur til Bjarna og sjá hvort hann neiti aftur. Þá voru komnir átján ábekingar á víxilinn eða all- ur framboðslisti sjálfstæðismanna í réttri röð frá Matthíasi sjálfum og niður í heiðurssætið. Bjarni keypti víxilinn og ekki er annað vitað en Útvegsbankinn hafi í fyll- ingu tímans fengið peningana sína til baka með skilum. Þetta voru karlar sem kunnu sitt fag! HALLGRÍMUR SVEINSSON, Brekku, Dýrafirði. Það vantar meiri húmor Frá Hallgrími Sveinssyni Bréf til blaðsins Ég ætla ekki að spyrja um það hvernig fjár verður aflað til að bæta fólki skaðann, sem bankarnir og efnahagsstjórnin á „óðærisárunum“, skapaði öllum vegna stökkbreytingar á húsnæðislánum. Ég ætla að spyrja hvernig fólki verður bættur skaðinn, sem allir eru sam- mála um að svo sannarlega sé skeð- ur. Allir, sem voru svo „lánsamir“ að hafa verið með húsnæðislán á þess- um tímum, hafa hingað til þurft að borga brúsann margumtalaða, og margir þurft að láta í minni pokann. Lán allra hækkuðu langt umfram þær forsendur sem fyrir lágu. Ég spyr hvernig eigi að skila þessu til baka? Fyrsta spurning: Eiga allir, sem voru með húsnæðislán á þessum tíma, að fá bætur? Önnur spurning: Ef ekki, hvernig verða sauðirnir skildir frá höfr- unum? Þriðja spurning: Verður miðað við skulda- og eignastöðu og afborganir hvers og eins og þá á hvaða tíma? Fjórða spurning: Verður miðað við kennitölu greiðanda viðkomandi lána á þeim tíma, sem greitt var af þeim eða þá fasteign, sem lánin hvíla eða hvíldu á? Fimmta spurning: Hvernig verð- ur tekið á lánum, sem greidd hafa verið upp eða hafa skipt um greið- anda? Sjötta spurning: Hvað verður gert í þeim tilfellum, að eign hafi verið seld eftir það „bótatímabil“, sem mið- að verður við, og lánið fylgir eigninni? Fær nýr eigandi fasteign- arinnar bæturnar, þó hann hafi ekki greitt af láninu á bótatímanum, eða sá sem sannarlega greiddi af láninu á því tímabili? Sjöunda spurning: Hvað verður gert í þeim tilfellum, sem hin stökkbreyttu hafa verið greidd upp, til dæmis með nýj- um og kannski illskárri lánum? Hver fær bæturnar? Sá sem greiddi af lánunum á bótatímabilinu, viðkom- andi lánastofnanir, eða enginn? Áttunda spurning: Á að færa nið- ur höfuðstól láns, sem nýr skuldu- nautur hefur tekið við, en ekki greitt af á bótatímabilinu? Níunda spurning: Hverjum á að veita afslátt af sköttum vegna lán- anna? Þeim sem greiddu af þeim á bótatímanum eða þeim sem hafa tekið við þeim og greiða af þeim nú? Tíunda spurning: Get ég átt von á heiðarlegu svari? Stutt er í kosningar. Svörin við spurningum mínum ráða atkvæði mínu. Kannski spyr ég of seint en svörin óskast engu að síður. En ég bara spyr. Ég bara spyr Eftir Hjört Gíslason Hjörtur Gíslason »Hvernig á að skilja sauðina frá höfr- unum? Höfundur er blaðamaður. Heilbrigðisþjónusta á tímamótum Fundur um forvarnir, heilsugæslu, lyfjamál, rafræna sjúkraskrá, sjúkratryggingar, kostnaðargreiningu, tækifærin í heilbrigðisþjónustu og fleira. Staður: Kosningaskrifstofa sjálfstæðismanna í Breiðholti, Álfabakka 14a, 3. hæð Tími: Þriðjudagur 23. apríl, kl. 20.00 Erindi: Gunnlaugur Sigurjónsson heilsugæslulæknir Ólafur G. Adolfsson lyfsali Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrv. heilbrigðisráðherra Elsa B. Friðfinnsdóttir form. Félags hjúkrunarfræðinga Fundarstjóri: Elsa Björk Valsdóttir læknir Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.