Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐANKosningar 2013 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Frestur til að skila inn greinum er tengjast alþingiskosningunum rennur út á morgun, miðvikudaginn 24. apríl. Hámarkslengd greina er 3.000 slög með bilum. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að stytta greinar sem berast eftir þann tíma og vísa í lengri útgáfu á vefnum, www.mbl.is/kosningar Alþingiskosningar Stutt er í alþingiskosningar og hafa aldrei fleiri framboð boðið fram til þings. Aldrei hefur fylgi kjósenda sveiflast meira í könnunum. Og sjaldan hafa jafn margir lofað jafn mörgum: Jafn miklu. Þegar svona margir góðir kostir bjóða fram krafta sína er von að menn spyrji: Til hvers að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Svarið við þessari spurningu er einfalt; hann er eini flokkurinn sem er líklegur til að lækka álögur á fólk og fyrirtæki, eina framboðið sem er sannfærandi í að efla atvinnulífið og eini aðilinn sem hefur lagt áherslu á aðhald í rekstri „hins opinbera“. Aukum arðbæra fjárfestingu Fjárfesting er eins og útsæði. Án fjárfestingar verður uppskeran minni. Án hennar verður lítið um fjölgun starfa eða sjálfbæran hagvöxt. Fjárfesting sem skilar útflutningsvörum er Íslandi gríðarmikil- væg. Síðustu fjögur árin hafa afskriftir í hagkerfinu verið hærri en fjárfesting. Þetta á við öll árin 2009- 2012. Með öðrum orðum; rýrnun hefur verið meiri en fjárfesting og þar af leiðandi hefur fjármunamyndun (útsæði) verið neikvæð. Þetta gerist við aðstæður sem ættu að vera hagfelldar fyrir fjárfestingar. Ein ástæða þess að þetta hefur ekki gengið eftir er sú að skattahækkanir, breytingar og tafir á ákvörðunum hafa sett farartálma í götu fjárfestinga. Þær hafa því leitað annað. Þessu þarf að breyta og er enginn stjórnmálaflokkur líklegri til að snúa þessu til betri vegar en Sjálfstæðisflokkurinn. Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki Hækkaðar álögur skila takmörkuðum tekjuauka í ríkiskassann. Hærri fjármagnstekjuskattur hefur leitt til lægri arðgreiðslna. Orkuskattur hefur fælt burt nýfjárfestingar. Hækkun tekjuskatts dregur úr hvata hjá launþegum. Auðlegðarskattur hefur leitt til útlegðar. Neysluskattar hækka skuldir fólks. Háir fyrirtækjaskattar (svo sem tryggingagjald) valda atvinnuleysi. Skattar og gjöld eru byrðar sem mega ekki sliga klárinn svo hann haldi ekki áfram sinni för. Verkefni hafa stöðvast vegna skatta á síðustu árum. Fólk hefur farið til annarra landa vegna minnkandi kaupmáttar. Gripið hefur verið til sértækra aðgerða svo sem fyrir kvik- myndagerð með endurgreiðslum og vegna viðhaldsverka undir heitinu “Allir vinna“ sem og annarra ívilnana. Þó þessar aðgerð- ir hafi einmitt sannað að lækkun skatta eykur umsvif, störf og ríkistekjur eru þær ekki besta lausnin. Réttast og sanngjarnast er að hafa lágar álögur fyrir sem flesta. Enginn flokkur boðar lækkun skatta eða leggur höfuðáherslu á að lækka álögur nema Sjálfstæðisflokkurinn. At- kvæði greitt D-listanum er vísasta leiðin til að snúið verði af braut ofsköttunar. Spörum í rekstri hins opinbera Í allri umræðu framboðanna fer meira fyrir lof- orðum um útgjöld og þátttöku ríkisins í lækkun skulda einkaaðila. Minna fer fyrir umræðu um að fara vel með skattfé. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engu að síður talað fyrir því að hemja vöxt ríkisins. Dæmi um hagræðingu í rekstri er hjá Sveitarfélaginu Árborg þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er með meiri- hluta bæjarfulltrúa, en þar var stjórnunarstöðum fækkað um 50% og sameiginlegur kostnaður orðinn einn sá allra lægsti á landinu. Gott samstarf og stór- aukið samráð hefur verið með öllum bæjarfulltrúum allra flokka í bæjarstjórn. Þar hefur sannast að unnt er að spara, lækka skatta og skuldir og skila samt af- gangi. Ánægja með þjónustu sveitarfélagsins hefur engu að síður hækkað samkvæmt mælingum Gallup á sama tíma. – Þetta er eitt allra mikilvægasta verk- efnið. – Þetta er það sem þarf að gera í ríkisrekstr- inum. – Engum flokki treysti ég betur til þess en Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna kjósum við Sjálfstæðisflokkinn Eftir Eyþór Arnalds Eyþór Arnalds Höfundur er formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar. Samkvæmt skoð- anakönnun sem birt var á Stöð 2 fyrir nokkrum dögum mátti ráða að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, væri fallinn af þingi. Hann skipar fyrsta sæt- ið hjá VG í Suðvest- urkjördæmi sem er Kópavogur, Hafn- arfjörður, Garðabær, Álftanes og Seltjarnarnes. Ögmundur hefur staðið sig vel sem innanríkisráðherra og sem þingmaður í langan tíma. Og langar mig til að beina þeirri spurningu til kjósenda í ofangreindum bæjar- félögum í Suðvesturkjördæmi hvort þeir ætli að láta það gerast að hann verði felldur í komandi kosningum. Ég beini þessari spurningu til allra, alveg sama í hvaða flokki þeir eru. Það hreinlega má ekki gerast að rödd Ögmundar Jónassonar verði þögguð. Það sem einkennir hann er að vera sjálfum sér samkvæmur. Það þekki ég af okkar samferð í BSRB og af því sem ég hef séð til hans í stjórnmálum. Þegar hann talar um að jafna kjörin þá byrjar hann á sjálfum sér. Menn mæra þá sem börðust hart í IceSave í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. En hefðu Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. sagt af sér ráðherraembætti vegna þessa málstaðar? Það gerði Ögmundur. Hver er líklegastur til að beita sér til varnar ís- lenskum hagsmunum þeg- ar kínverskir auðjöfrar eða þess vegna annarra þjóða auðjöfrar eða þá auðjöfrar yfirleitt vilja kaupa upp Ísland? Að sjálfsögðu Ögmundur Jónasson. Hver er líklegastur til að gæta þeirra sem minnst mega sín? Sami maður. Það þekki ég af eigin raun þegar ég hef verið að afla stuðnings til góðra málefna. Ögmundur er mik- ill vinnuþjarkur og hugsjónamaður, það þekki ég og veit líka að hann þiggur ekki ráðherralaun heldur þingfararkaup. Með því vill hann standa nær því fólki sem hann hefur ávallt verið í liði með og barist fyrir, almennu launafólki, öryrkjum, eldri borgurum og þeim sem minna mega sín. Þess vegna segi ég. Látum það ekki gerast að Ögmundur Jónasson verði felldur út af þingi í kosning- unum laugardaginn 27. apríl. Ég beini þessum orðum til fólks úr öllum flokkum. Látum ekki Ögmund falla af þingi Eftir André Bachmann André Bachmann Höfundur er tónlistarmaður, vagn- stjóri og stuðningsfulltrúi. Margir eru þeirrar skoðunar að þá hafi Al- þingi lagst lægst þegar naumur meirihluti þing- manna samþykkti að kæra Geir H. Haarde fyrrverandi forsætis- ráðherra fyrir lands- dómi. Með þessari kæru var sleginn nýr tónn í samskiptum þingmanna þegar reynt var að klekkja á pólitískum andstæðingi með málaferlum. Öllum er kunnugt hver var niðurstaða þessara rætnu málaferla; Geir sýknaður af öllu sem máli skipti en áminntur af meirihluta dómsins fyrir að hafa ekki haldið nógu marga ráðherra- fundi! Þeir þingmenn sem stóðu að þessari sneypuför komu úr Sam- fylkingunni, Vinstri grænum, Hreyfingunni og Framsókn- arflokknum. Tveir þessara framsóknarmanna áttu sæti í nefndinni sem lagði til ákæruna. Á flokksþingi framsóknarmanna nýlega voru þessir þingmenn, Sigurður Ingi Jóhann- esson og Eygló Harð- ardóttir, kosin í tvær af þremur æðstu stöðum flokksins. Þeir sem þekkja Geir H. Haarde vita að hann er gegnheill drengskap- armaður. Ákæran á hend- ur honum var óþverrabragð og öll- um til ævarandi skammar sem að henni stóðu. Ekki má svo gleyma því að Geir mátti eyða tveimur ár- um í að verjast þessari aðför með ómældum kostnaði. Ég hvet fólk til að hafna þeim flokkum sem að þessari lúalegu ákæru stóðu í komandi kosningum. Höfnum lands- dómsflokkunum Eftir Guðjón Guðmundsson Guðjón Guðmundsson Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður. Aukning gagnsæis ríkisins er vinsælt mál- efni nú til dags og fagna Píratar því, enda eitt af helstu stefnumálum okkar. Það þykir nefni- lega frekar borðliggj- andi að borgarar lands- ins hafi rétt á að vita hvernig yfirvöld vinni og fari með gögn, hvernig fjármagn sé nýtt og hvernig verkferlar stjórnsýslunni séu almennt. Nú hefur ríkið um árabil bæði keypt og þróað sérsniðinn hugbúnað til þess að sinna ýmsum verkefnum, svo sem skattheimtu, tolleftirliti og fleiru. Engin krafa hefur hinsvegar verið uppi um að sá hug- búnaður sé opinn og gagn- sær. Gagnsæi þýðir ekki bara að birta gögn heldur einnig að gefa almenningi tæki- færi til að rýna verkferla og útfærslu reglugerða. Þar sem hugbúnaður sér um gagnavinnslu ríkisins í sífellt meiri mæli, kallar það óhjákvæmilega á stefnu sem miðar að því að sérsniðinn hugbúnaður ríkisins verði opinn og gagnsær rétt eins og reglugerðirnar sem hann er skrifaður til að innleiða. Áður en lengra er haldið er best að útskýra fyrirbærið „kóði“. Kóði er einskonar uppskrift sem tilgreinir hvernig hugbúnaður virkar. Það er þessi kóði sem forritarar skrifa þeg- Gagnsæi og opinn hugbúnaður Eftir Helga Hrafn Gunnarsson Helgi Hrafn Gunnarsson Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Aðeins þrjú verð: 690 kr.390 kr.290 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.