Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 ✝ Baldur Ósk-arsson fæddist í Hafnarfirði 28. mars 1932. Hann lést í Reykjavík aðfaranótt 14. apr- íl 2013. Fósturforeldrar Baldurs voru hjón- in Sigríður Ólafs- dóttir frá Austv- aðsholti í Landsveit og Þor- steinn Þorsteinsson frá Beru- stöðum. Þau bjuggu á Ásmund- arstöðum í Holtum. Blóðforeldrar Baldurs voru Óskar Eyjólfsson og Ingigerð- ur Þorsteinsdóttir. Baldur kvæntist Gunnhildi Kristjánsdóttur, f. 1930. Hún er dóttir hjónanna Magnhildar Guðmundsdóttur og Kristjáns Helgasonar bónda á Dunk- árbakka í Dölum. Þau skildu. Börn Baldurs og Gunnhildar eru 1) Sigrún Baldursdóttir, f. 1961, gift Gunnbirni Mar- inóssyni, f. 1954. Börn þeirra eru: Baldur, f. 1980, giftur Maríu Reynisdóttur og eiga þau tvö börn, Sigrúnu Lindu og Daníel Björn, og Björk, f. 1989, unnusti hennar er Bragi Geirdal Guðfinnsson. 2) Árni Þormar Baldursson, f. 1963, giftur Valgerði Fjólu Bald- ursdóttur, f. 1964. Dætur þeirra eru Valgerður Erla, f. 1988, dóttir hennar er Matt- hildur Magdalena, og Gunn- hildur Erla, f. 1994, unnusti hennar er Ingvar Geir Guð- mundsson. 3) Magnús Bald- ursson, f. 1969, í sambúð með Ás- laugu Örnu Stef- ánsdóttur, f. 1971. Dætur þeirra eru Kolka, f. 2002, og Tíbrá, f. 2009. Baldur var blaðamaður á Tím- anum 1957-64, var skólastjóri Mynd- listarskóla Reykjavíkur 1965- 73 og starfaði síðar sem frétta- maður og við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu. Ritferill hans spannar hálfa öld. Fyrsta verk hans var smá- sagnasafnið Hitabylgja sem kom út árið 1960. Þremur ár- um síðar kom út eftir hann skáldsagan Dagblað. Árið 1966 sendi hann frá sér sína fyrstu ljóðabók (Svefneyjar) og upp frá því hefur hann einkum ein- beitt sér að ljóðagerð. Nú hafa komið út fjórtán ljóðabækur eftir hann, nú síðast Langtfrá öðrum grjótum (2010). Baldur hefur einnig fengist nokkuð við ljóðaþýðingar þar sem hann hefur einkum gert skáld- inu Federico Garcia Lorca góð skil. Þá hefur Baldur skrifað talsvert um myndlist í bækur og tímarit. Baldur Óskarsson hlaut verðlaun úr rithöf- undasjóði Ríkisútvarpsins árið 2011. Útför Baldurs fer fram frá Neskirkju í dag, 23. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Ég vaknaði eftir stuttan blund á sunnudag með mynd af pabba í huganum, mynd sem ég hafði nýlega séð í gömlu myndaalbúmi hjá mömmu. Pabbi ungur, spengilegur, ber að ofan með ljósar krullur, sólin stirnir á hann í fallegum trjá- lundi. Augnabliki síðar hringir síminn og Maggi bróðir segir „pabbi dó í nótt“. Og í rúminu hans heima á Framnesvegi 21 sé ég pabba minn í síðasta sinn, gamlan mann og það er líkt og hann sofi sæll á svip, sáttur. Hann fékk sína hinstu ósk upp- fyllta og óskin sú var að hann þyrfti ekki að fara af heimili sínu nema „flatur“ eins og hann tók til orða. Á elliheimili vildi hann ekki fara, hann átti „sitt elliheimili“, Hróa Hött og í gær logaði kertaljós á borðinu hans þar. Myndir af pabba hrannast upp í hugann, það er gott og ljúfsárt að geta fyllt tómarúm- ið, tómarúmið sem myndast í sálinni. Pabbi að syngja fyrir mig „Hættu að gráta hringaná“ og rólar mér fram og aftur á fæti sínum. Pabbi að lesa Moby Dick, lesa þjóðsögur fyrir okk- ur börnin, fara með vísur og reyna að láta okkur læra þær utanað. Já vísur og ljóð voru hans ær og kýr og fór hann reiprennandi með nýjar og gamlar vísur, þær hreinlega runnu upp úr honum tak- markalaust. Ég með pabba í Myndlist- arskólanum þar sem ég fékk að teikna, mála og leira að vild. Ég „lítil skotta“ með pabba í vinnunni í Útvarpinu. Pabbi nær helfrosinn og hrímaður eftir að hafa tínt krækling í Kollafirði í fárviðri, við fjöl- skyldan biðum í bílnum. Pabbi býður okkur systkin- unum í bíó, ekki á teiknimynd, nei heldur á „2001: a Space Oddyssey“. Býður okkur í leik- hús, ekki á farsa, nei á „Ofviðr- ið“ eftir Shakespeare. Og þær eru líka ófáar myndlistarsýn- ingarnar sem við fórum á sam- an. Já, ég átti ekki venjulegan pabba, hann hafði ótakmark- aða ástríðu til alls sem hann taldi vera menningu og var óspar á að kenna okkur börn- unum muninn á góðu og slæmu hvað það varðar. Var framúr- stefnumaður sem ljóðskáld, dýrkaði tónskáld fyrri alda en hafði lítið álit á dægurmúsík. Við hlustuðum til að mynda ekki á Bítlana heima. Og margar góðar minningar á ég af okkar samverustundum síðustu ár, bíltúrar austur í sveitir á hans heimaslóðir að heimsækja ættingja og vini, sögur af þeim slóðum sem við fórum um. Og ég sé hann enn fyrir mér sitjandi við matar- borðið hjá mér að borða „kál- böggla“ en það var alltaf efst á óskalistanum, sé hann sitja í sófanum sínum með vindil í hönd, segja sögur, fara með ljóð. Og ég heyri enn þessa setningu „ ég á þrjú börn og þau eru ígildi 100!!“ . Pabbi kvaddi sáttur, búinn að afkasta miklu á ritvellinum og bara nokkuð ánægður með sitt og sína. Ég enda þetta á óútgefnu ljóði hans, ljóði gamals manns sem þakkar fyrir sig, sína klúku, en sér eftir að hafa ekki notað allt sem hann átti inni eða jafnvel ekki notað það rétt. Klúka „hratt flýr stund“ Stundin sem okkur var gefin og nú ber að þakka þessa klúku það er farið að gefast úr henni slæðingur eftir gufa gaumlausir áttum lanir bak við tunglið (Baldur Óskarsson) Hvíl í friði, pápi minn. Sigrún Baldursdóttir Til pabba. Það er dálítið skrýtið að ávarpa látinn raunsæismann eins og að hann sé á lífi. En hjá þér var þetta ekki alltaf einfalt. Þú upplifðir eitt og ann- að sem ekki var auðvelt að út- skýra. En laginn varstu að finna jarðbundnar skýringar á því yfirskilvitlega, rökfastur taldir þú sjálfum þér og öðrum trú um að svona gæti þetta bara ekki verið. Seinna meira efins. Stóra björkin í garðinum hafði sama tilverurétt og menn- irnir, og í björkinni var bústað- ur. Heilsufarið var með versta móti í vetur. Skrokkurinn slit- inn en áfram beittur í andan- um. Ekki hefðum við viljað hafa það á hinn veginn. En þú varst búinn að ljúka því sem ljúka þurfti. Ræddir við Krumma sem sagði þér að þetta væri að styttast, mál væri að fara að hafa sig til. Þrátt fyrir heilsubrestinn varstu leitandi og skapandi og þegar þú fékkst listaverkabæk- ur eftir áramótin fórstu á flug. Sökktir þér í bækurnar, sást nýja fleti á gömlum kunningj- um, hrifinn af sumu sem þú hafðir ekki séð áður. Og allra síðustu dagana varð ástaram- bátt Ingres kveikjan að loka- ljóðinu. En kannski er þetta líka létt- ir. Að nú getir þú hætt að hugsa um hinar miklu fyrir- myndir og horfst í augu við sjálfan þig og verið sáttur við lífsstarfið. Hve bjart og vænt, sagðir þú þegar við ræddum um Veginn hvíta. Vegurinn hvíti er ekki langt undan, sagðir þú líka. Ég sé fyrir mér að eftir Veginum hvíta gangir þú léttstígur og kjarkmikill til þeirra sem eru þér kærir. Þín verður sárt saknað á Týsgötu 3, en það er huggun að vita af ljóðakverunum þar sem nærvera þín er svo sterk. Vertu sæll kæri vinur. Magnús Baldursson. Kæri vinur. Tilveran er tómlegri þessa dagana. Það er leitt til þess að hugsa að þú komir ekki oftar í mat og samtölin verða ekki fleiri. Þakklæti og söknuður er nú efst í huga, þakka þér fyrir svo margar frábærar minning- ar. Sterkari karakter hef ég ekki hitt um dagana. Þú varst annálaður fyrir góðmennsku, þrjósku, stálminni og mikla þekkingu á listum og bók- menntum. Maður sem lifði fyrir huglæg málefni en ekki verald- lega hluti. Ég tek ofan fyrir því. Þakka þér velvildina, innsæ- ið, sögurnar, ljóðin, snilldina og brandarana. Síðast enn ekki síst vil ég líka þakka þér fyrir að pressa fyrir mig bláberin hér um árið … ég mun skála bláberjalíkjör í minningu þinni. Hvíl þú í friði, vinur minn. Áslaug Arna Stefánsdóttir. Elsku afi, okkur systurnar langar til að þakka fyrir allar góðu stundirnar með þér. Við munum svo vel bíltúrana. Einu sinni fórum við í sveitina þína og sáum álfhólinn og gamla les- sófann þinn og þú sagðir fullt af sögum. Þú hafðir mikinn áhuga á því sem við vorum að gera og varðst sérstaklega glaður þegar við gáfum þér myndir. Í stof- unni þinni var grár stóll sem við sofnuðum oft í. Við vonum að þér líði eins vel núna og okk- ur leið þegar við sváfum í stóln- um þínum. Kolka og Tíbrá. Elsku afi minn. Alltaf munt þú fara þínar eigin leiðir. Flestar mínar minningar um þig snúa að einhverju leyti að list eða bókmenntum. Þú og mamma að endurskipuleggja uppröðun á málverkunum heima eða bækur sem ég fékk í jólagjöf. Það voru nefnilega ekki barnabækur á metsölulista heldur bækurnar um Dýrabæ, Don Kíkóta og fleiri góðar sög- ur. Allt við þig er einstakt og minnið ótrúlegt. Ég minnist þess ekki að þú hafir sagt mér sömu söguna tvisvar sinnum, því nóg áttirðu af sögum í bankanum. Stundum komu langar þagnir í miðri sögu því hikorð notaðir þú ekki. Mér þóttu þessar rólegu sögustund- ir svo notalegar. Ég man vel þegar ég beið spennt við útvarpstækið, með fingurinn á rauða „Rec“-takk- anum, eftir að lesnar væru sög- ur sem afi þýddi. Þetta voru sögur frá Paragvæ og öðrum framandi stöðum. Síðan voru sögurnar spilaðar fram og aftur fyrir svefn á kvöldin. Ég man þær enn þann dag í dag. Mér þykir vænt um stundina sem við áttum saman áður en ég hélt af stað til höfuðborgar Spánar. Þá fórum við til Jóa og fengum okkur köku og kaffi, en héldum síðan yfir á elliheimilið Hróa. Hvíl í friði, afi minn. Kveðja frá Björkinni þinni í Madrid. Björk Gunnbjörnsdóttir. Af þeim skáldum sem ég hef kynnst persónulega, og vita- skuld eru ólík innbyrðis eins og annað fólk, verður Baldur Ósk- arsson mér vafalaust öðrum minnisstæðari. Fundum okkar bar saman í Ríkisútvarpinu skömmu fyrir 1970 þar sem ég var þulur en hann fréttamaður. Ég kannaðist við hann fyrir sem blaðamann á Tímanum og höfund tveggja sagnabóka. Fáum árum fyrr hafði hann gefið út sína fyrstu ljóðabók og ljóðagerðin varð hans vettvang- ur upp frá því. Skömmu eftir að við urðum kunnugir sem áhuga- menn um bókmenntir kom önn- ur bókin, Krossgötur. Hann gaf mér hana áritaða og síðan hverja bókina af annarri, en þær urðu fjórtán alls, misstór- ar; sú síðasta er miklu stærst, nefnist Langtfrá öðrum grjót- um, 2010. Nöfn ljóðabókanna eru minn- isstæð, einræn að yfirbragði, vekja grun um framandleika- kennd, sum eins og málverk; þar kom til myndlistarþekking Baldurs og hið næma sjónskyn hans. Tökum sjöundu bókina, Döggskál í höndum, frá 1987 – þetta nafn er í senn fögur mynd og óhöndlanleg. Um skeið gaf Sigfús Daðason út bækur Baldurs og taldi hann meðal athyglisverðustu skálda. „Ljóðstíll hans og tónn er sér- kennilegur, en myndmálið er þó sú eigind ljóða hans sem gerir þau að alveg persónulegu fram- lagi til ljóðbókmennta þessara ára,“ sagði Sigfús. Ég get til- fært orð annars góðskálds, Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Hann hafði misjafnar mætur á módernískum skáldskap. Einu sinni bárust ljóð Baldurs Ósk- arssonar í tal á milli okkar. Ólafi þótti þau einkar athygl- isverð, sagði að þau „kæmu djúpt að“. Það var mikið lof úr munni skálds sem hafði ofnæmi fyrir yfirborðsmennsku og orðaglamri. Verk Baldurs Óskarssonar í bókmenntunum standa og eru persónulegur vitnisburður um viðhorf hans gagnvart lífinu og öld sinni. Þetta er djúpfundinn skáldskapur og ævinlega vönd- uð smíð þótt hann sé ekki all- tént aðgengilegur við fyrstu kynni. Maðurinn sjálfur reynd- ist mér alla tíð hlýr og vinsam- legur, kíminn og einlægur fé- lagi. Hann var viðkvæmur fyrir skáldskap sínum, leit hann eng- an veginn smáum augum og taldi með réttu að hann hefði á stundum mætt ómaklegu tóm- læti. Þeim mun ánægjulegra þótti mér að vera í Útvarpshús- inu 20. desember 2011 þegar Baldur hlaut verðlaun úr rit- höfundasjóði Ríkisútvarpsins. Sú viðurkenning var vissulega síðbúin en hún gladdi hann ein- læglega, svo og okkur sem um langt skeið höfðum fylgst með markvissri glímu hans við skáldlistina. Á kveðjustund minnist ég góðs vinar með þökk og hlýjum huga. Hann hvíli í friði. Gunnar Stefánsson. Gamall og löngum góður vin- ur minn, Baldur Óskarsson, ljóðskáld, er líkamlega horfinn mér og öðrum sjónum, en ljóðin hans má lesa sem ímynd hans. Ég og hann áttum áratugum saman lífdaga sem ljóðdaga. Við lásum meðal annars og leið- réttum hvor annan í handritum að ljóðum, sem voru svo gefin út, með ýmsum undirtektum. En við vorum ansi hrifnir hvor af annars verkum, einkum ljóð- verkum, svo ólík sem þau voru – enda alla tíð báðir fordóma- lausir og sjálfstæðir höfundar. Og við vorum lengst af – jafn- vel ætíð – vinir nánir á öðrum tilverusviðum en listrænum, sem dró þó nokkuð úr á efri ár- um, vegna drykkjufars hans; sem ég skil nú betur, að honum förnum. Eins og fram kemur í eft- irfarandi ljóði, sem ég orti ósjálfrátt að honum nýdánum: Burtkallaður Nú farinn er brott héðan Baldur, en blað hvert með ljóði hans kjurt; hann orti þau langan um aldur, þar æskutár komst ei á þurrt í gráti hans ljóðsins er galdur. Hann löngum drakk tímalaus tárin, en til urðu þurrletruð ljóð; hans liðu í leyndardóm árin, því ljóðin þar rötuðu slóð hvar snilldin hans lá yfir sárin. Ingimar Erlendur Sigurðsson. Þær leita á mig minningarnar um þann dula mann, sem gjarn- an sló harla torræða takta á ljóðahörpu sína. Hún var nefni- lega nokkuð torsótt, slóð sveita- piltsins suður, eins og það er kallað þegar menn halda í höf- uðstaðinn, úr hvaða átt sem þá ber að. Og jafn dulur og hann var, tamdi hann sér að yrkja í gátum. Brá þó vissulega út af þeim vana sínum á stöku stað. Þess vegna eru flest ljóða hans torræð til skilnings, en að sama skapi opin skynjun þeirra, er gefa sér tóm til að njóta dýptar og fegurðar. En þá er nokkurs krafist; það skal játað. Örlögin höguðu því svo, að samskipti okkar Baldurs urðu stopul þegar á leið. Síðast bar fundum okkar saman á Aust- urvelli í sumar leið. Þetta var á sólríkum degi, en maðurinn með ljáinn hirðir ekki um veð- ur, einn sláttumanna. Og mig grunaði að oftar mundu leiðir okkar ekki liggja saman, hvað heldur ekki varð. En menn deyja sjaldnast að fullu; verkin lifa og minningin með. Og nú, þegar maðurinn Baldur Óskarsson er allur, hygg ég, að samnefnt skáld muni ganga í endurnýjun líf- daga. Í smiðju hans hafa jafnt ljóðaunnendur sem yngri skáld margt að sækja. Pjetur Hafstein Lárusson. Baldur Óskarsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og frændi, JÓN ÓLAFSSON frá Reynisvatni, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 laugar- daginn 20. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 30. apríl kl. 15.00. Margrét Edda, Halvard, Anders Jón, Berit, Steinunn Hrefna, Axel, Stefán, Ingun, Hedvig, Idun, Alexander og Sebastian, Jóhanna, Þorgeir og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGA LOVÍSA GUÐMUNDSDÓTTIR, Lækjasmára 8, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstu- daginn 19. apríl. Hún verður jarðsungin frá Digraneskirkju í Kópavogi þriðju- daginn 30. apríl kl. 15.00. Innilegar þakkir til starfsfólks á B2 í Fossvogi fyrir góða aðhlynningu og hlýhug. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Guðlaug Anna Ámundadóttir, Snorri Böðvarsson, Gunnar Þorsteinsson, Ásdís Ámundadóttir, Kjartan H. Bjarnason, Guðmundur Ámundason, Elísabet Siemsen, Ámundi Ingi Ámundason, Hanna G. Daníelsdóttir, Reynir Ámundason, Guðrún H. Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.