Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 31
vinum Björns, eiginkonu, aldraðri móður, börnum og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur og þakkir. Blessuð sé minning Björns Þorsteinssonar. Kristján Guðmundsson, fyrrv. bæjarstjóri. Kveðja frá Karlakórnum Fóstbræðrum Við fráfall Björns Þorsteins- sonar er okkur félögum hans í Karlakórnum Fóstbræðrum ljúft að minnast góðs félaga og fyrrum formanns kórsins. Það er eðli fé- lagsskapar eins og Fóstbræðra að fá til liðs við sig nýja félaga á hverju hausti. Venjulega eru þetta ungir menn sem langar að spreyta sig við kórsöng og hafa sumir þá reynslu af starfi með öðrum kórum, eða hafa hlotið ein- hverja tónlistarmenntun. Þegar Björn Þorsteinsson gekk í raðir Fóstbræðra var hann nokkru eldri en almennt gerist meðal nýrra kórmanna, eða rúmlega fer- tugur. Björn hafði þá lokið sagn- fræðiprófi frá Háskóla Íslands, stundað kennslustörf um árabil, en var orðinn einn af yfirmönnum í stjórnsýslu Kópavogsbæjar, þar sem hann starfaði lengstan hluta af starfstíma sínum. Björn Þorsteinsson var í eðli sínu mjög ljúfur og félagslyndur maður, með létta lund og féll strax vel inn í raðir Fóstbræðra. Sáu menn að þar var kominn félagi sem kórinn gæti treyst til trún- aðarstarfa. Björn var því fljótlega kjörinn í stjórn kórsins og varð hann síðan formaður Fóstbræðra árið 1987. Þeirri stöðu gegndi Björn til ársins 1991. Formennska í Fóstbræðrum getur verið nokk- uð annasamt starf, sem krefst tíma og forystuhlutverks af þeim sem tekur það að sér hverju sinni. Fyrst tekur þó steininn úr í önn- um formanns Fóstbræðra þegar skipuleggja þarf söngför til ann- arra landa og hnýta þarf saman alla þá enda sem fylgja slíkum ferðalögum og tónleikahaldi. Í formannstíð Björns Þorsteinsson- ar fóru Fóstbræður í söngför til Kanada árið 1989. Ferð þessi var óvenjuleg m.a. fyrir þær sakir að hún varð samvinnuverkefni starf- andi Fóstbræðra og Gamalla Fóstbræðra og voru ekki færri en þrír söngstjórar með í för, þeir Ragnar Björnsson, Jón Þórarins- son og Jónas Ingimundarson. Hinir látnu heiðursmenn Ragnar Björnsson og Jón Þórarinsson voru sitt hvort stórveldið og minn- ist ég sagna Björns af því hvernig hann þurfti að beita bæði stjórn- kænsku og samningalipurð í sam- skiptum við þá tvo, svo allt gengi snurðulaust fyrir sig í ferðinni. Björn Þorsteinsson var lykilmað- ur í því að ráða Árna Harðarson sem stjórnanda Fóstbræðra, sem reynst hefur kórnum afar heilla- ríkt. Eftir að Björn hætti sem for- maður Fóstbræðra söng hann með kórnum um árabil, einnig var hann virkur félagi í Gömlum Fóst- bræðrum. Fóstbræður kveðja Björn Þorsteinsson með virðingu og þakka honum fyrir fórnfúst starf í þágu kórsins. Fjölskyldu hans sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Björns Þorsteinssonar. Jón Þorsteinn Gunnarsson. Björns Þorsteinssonar verður kannski fyrst og fremst minnst fyrir létta lund. Hann var mikill húmoristi. Um það vitnuðu hlátra- sköllin á kaffistofunni hér á bæj- arskrifstofunum þar sem hann var oft hrókur alls fagnaðar. Hann hóf ungur störf hjá Kópavogsbæ og voru þau fá störfin sem hann sinnti ekki á sínum langa starfs- ferli. Bærinn tók miklum stakka- skiptum á þessu tímabili og má kannski segja að Björn hafi vaxið í störfum sínum með bænum. Björn var ráðinn skólafulltrúi Kópavogsbæjar árið 1978 en nokkrum árum síðar tók hann við starfi bæjarritara. Samhliða því gegndi hann störfum starfs- mannastjóra. Hann var bæjarrit- ari í um það bil áratug en í viða- miklum skipulagsbreytingum hjá bænum árið 1991 var hann gerður að sviðsstjóra fræðslusviðs og síð- ar menningar- og tómstundasviðs. Sem yfirmaður menningarmála var hann hvatamaður þess að tón- list yrði efld í bæjarfélaginu og ásamt Jónasi Ingimundarsyni átti hann stóran þátt í byggingu Sal- arins, tónlistarhúss Kópavogs, sem tekinn var í notkun í janúar 1999. Björn var farsæll í störfum sín- um og vel liðinn af samstarfsfólk- inu. Það kom nokkrum sinnum fyrir að ég þurfti vegna stöðu minnar sem forseti bæjarstjórnar að leita til Björns vegna þekking- ar hans á sögu Kópavogs. Alltaf var hann boðinn og búinn til að að- stoða mig í hvívetna og gera held- ur meira en ég bað hann um. Ég heimsótti hann síðast á 70 ára af- mæli hans og áttum við gott spjall. Þá var greinilegt að mein hans var farið að marka dýpri spor. Hann bar sig engu að síður vel og greini- legt var að hann fylgdist, eins og áður, vel með bæjarmálunum. Ég vil fyrir hönd Kópavogs- bæjar og fyrrverandi samstarfs- manna færa fjölskyldu Björns innilegar samúðarkveðjur. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Björn Þorsteinsson, fræðslu- fulltrúi í Kópavogi, er látinn. Fundum okkar bar eftirminni- legast saman kringum 1981, er ég var í ættmennaheimsókn í Kópa- vogi, eftir að hafa verið við langt mannfræðinám í Kanada, og var að bera mig eftir kennslustörfum. Var ég þá kynntur fyrir honum, og tók hann þegar að rekja fyrir mér hversu áhugamálin okkar snertust. T.d. hefði hann skrifað bók um Afríkuríki sunnan Sahara, sem hann taldi að myndi eiga mik- ið erindi til nema um mannfræði, sagnfræði og landafræði. Ég fylgdist síðan með Birni í fjölmiðlum; að sumu leyti af því mér var mikil eftirsjá í alnafna hans, sagnfræðingnum sem hafði verið kennari minn í menntaskóla, en dáið fyrir aldur fram áður en við náðum að endurnýja kynnin. Og nú eru þeir báðir dánir; á svip- uðum aldri; og ég sjálfur kominn á sjötugsaldurinn! Þannig líður víst tíminn. Vera má, að sem fv. fram- kvæmdastjóri fræðslu- og menn- ingarsviðs Kópavogs, hafi hann frétt af því að Bókasafn Kópavogs hefur nú ýtt úr vör viðurkenningu til ljóðskálda fyrir ljóðabækur þeirra, er heitir Ljóðhatturinn; og að ég hafi nú verið kjörinn fyrsti handhafi þeirra. Er mér þannig ljúft að geta skilað kveðju minni til míns gamla uppeldisbæjar. Við munum báðir hafa verið að hugsa um svipaða hluti á okkar ungdómsárum. Þar á meðal voru ekki bara Víetnam-stríðið, heldur líka herforingjastjórnin í Grikk- landi. En um hana skrifaði ég ný- lega ljóð er mér þykir að sæki mjög í hugblæ þann er ég tengi við Kópavogsárin í huga mínum. En það heitir: 1970, 1940 og 2012; og birtist í elleftu frumsömdu ljóðabók minni, Lífljóðum, á þessu ári. Vil ég því kveðja hann með því að birta hér kafla úr því: Brosleitur einræðisherra Grikkja er tískulegur í tauinu þegar hann tekur á móti blaðafólki í prísund sinni á Santorini: Tekur nokkur dansspor og segir að hjarta sitt slái ennþá bara fyrir Grikki: Að herforingjarnir herpileitu með klunnalegu gráu kaskeitin sem settu hann af, hafi bara misskilið sig; sem og gervöll grísk þjóðin; er hann hafði varið skattpeningunum í að gera út systurskipin Velos og Patmos til sæmdar Grikkjum gegn Kýpur-Tyrkjum.. Og svo, litlu seinna er þessi Herra Papadopoulos allur; síðasti maðurinn sem gat brosað. Af því allir menn hljóta að deyja. Tryggvi V. Líndal. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Ég var svo heppin að kynnast Ólafi Halldórssyni, þessum fjöl- hæfa og skemmtilega fræðimanni þegar ég kom á Stofnun Árna Magnússonar árið 1993. Hann var þá kominn á eftirlaun og byrjaður að vinna úr hinum ýmsu viðfangs- efnum sem höfðu beðið í skrif- borðsskúffu hans, á meðan önnur verkefni Árnastofnunar höfðu haft forgang. Hann hafði meðal annars rannsakað og gefið út nokkra rímnaflokka í ritröð SÁM Íslenskar miðaldarímur og þegar ég byrjaði að fást við rímur var mér bent á að leita ráða hjá hon- um. Ólafur tók mér af mikilli ljúf- mennsku og varð mér ótæmandi viskubrunnur. Hann gat ævinlega lesið línur í handritum sem enginn annar fékk botn í og oftar en ekki gat hann stytt mér leið í heimilda- leit því minni hans var óbrigðult og hann mundi allt sem hann hafði lesið. Hann var hjálpsamur og hreinskilinn yfirlesari, hafði mjög ákveðnar skoðanir og lá aldrei á þeim. Hann var afar vandvirkur, nákvæmur og hugmyndaríkur fræðimaður. Ólafur var frábær stílisti, orti töluvert á yngri árum og lagði einnig stund á þýðingar, bæði á bundnu og óbundnu máli, meðal annars úr færeysku. Hann var mikill söngmaður, húmoristi og Ólafur Halldórsson ✝ Ólafur Hall-dórsson fædd- ist í Króki, Gaul- verjabæjarhreppi 18. apríl 1920. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 4. apríl 2013. Ólafur var jarð- sunginn frá Hafn- arfjarðarkirkju 12. apríl 2013. sögumaður góður. Í góðra vina hópi var gaman að heyra hann segja skemmti- sögur af Árnastofn- un í Kaupmanna- höfn frá þeim tíma þegar hann var þar ungur maður undir stjórn Jóns Helga- sonar. Margt sagði hann okkur einnig af uppvexti sínum á æskuslóðunum í Króki, þar sem hann naut þess alla tíð að dvelja í fríum, hitta fólkið sitt og komast í snertingu við náttúruna. Þegar Ólafur varð níræður hélt Stofnun Árna Magnússonar málþing hon- um til heiðurs hjá okkur hér á Leirubakka og var það okkur hjónum mikil ánægja að fá að taka þátt í þeirri hátíð. Fyrir nokkrum árum rétti hann mér blað með tveimur sálmum sem hann sagði að sér þættu fal- legir útfararsálmar en skilja mátti að margir þeirrar tegundar væru ekki að hans skapi. Ég ætla að leyfa mér að birta hér annan þeirra um leið og ég kveð hann þakklát fyrir hjálpsemi, vináttu og gleðistundir sem hann veitti mér og fjölskyldu minni. Ó, undur lífs, er á um skeið að auðnast þeim, sem dauðans beið að finna gróa gras við il og gleði’ í hjarta að vera til. Hve björt og óvænt skuggaskil! Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst, hve lífsins gjöf er dýr að mega fagna fleygri tíð við fuglasöng í morgunhlíð og tíbrá ljóss um loftin víð. Og gamaltroðna gatan mín í geislaljóma nýjum skín. Ég lýt að blómi í lágum reit og les þar tákn og fyrirheit þess dags, er ekkert auga leit. Ég svara, Drottinn, þökk sé þér! Af þínu ljósi skugginn er vor veröld öll, vort verk, vor þrá að vinna þér til lofs sem má þá stund, er fögur hverfur hjá. (Þorsteinn Valdimarsson.) Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir. Einn og einn hverfa af sjónar- sviðinu stúdentarnir, sem braut- skráðust frá Menntaskólanum á Akureyri 1946, nú síðast Ólafur Halldórsson, handritafræðingur, sem lést 4. apríl sl. á 93. ári. Ólafur var nokkrum árum eldri og þrosk- aðri en flest bekkjarsystkini hans er hann kom í skólann. Hann lét snemma að sér kveða á ritvellin- um og skrifaði greinar í Muninn, skólablað MA, og birti þar ljóð eft- ir sig. Tíðum var til hans leitað um ræðuflutning á vegum skólans. Minnisstætt er þegar Ólafur stóð 21. jan. 1945 á tröppum Davíðs- húss og flutti þar ávarp og kveðju frá Menntaskólanum á Akureyri Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, er minnst var fimmtugsafmælis skáldsins. Á orði var haft í léttum dúr af vinum Ólafs að snemma hafi neistað af ræðum hans því meðan hann flutti mál sitt féllu neistar af blysum á litfagrar peys- ur blysbera og brenndu göt. Haustið 1946 settist Ólafur í Háskóla Íslands og stundaði þar nám í íslenskum fræðum og lauk þar cand. mag-prófi 1952. Úr HÍ lá leið Ólafs til Danmerkur haustið 1952 þar sem hann starfaði við handritarannsóknir undir hand- leiðslu Jóns Helgasonar prófess- ors. Árið 1963 fluttist Ólafur ásamt fjölskyldu sinni til Íslands og hóf störf hjá Handritastofnun Íslands og starfaði þar til starfs- loka við sjötugt. Hafði hann þar vinnuaðstöðu eftir það sem hann nýtti sér fram yfir nírætt er heilsa hans var tekin að bila. Það varð hlutskipti Ólafs á langri ævi að kljást við torlesna texta í íslensk- um handritum fornum þar sem beita þurfti skarpskyggni, þolin- mæði og nákvæmni. Yfir því öllu bjó Ólafur í ríkum mæli. Við Ólafur urðum bekkjarfélag- ar í máladeild við MA og herberg- isfélagar í heimavist þar. Urðum síðar deildarfélagar við HÍ og her- bergisfélagar á Gamla Garði. Ólaf- ur var góður félagi, umgengnis- góður og prúðmenni. Léttur og skrafhreifinn á stundum. Skemmtileg voru bréfin sem hann skrifaði mér frá Kaupmannahöfn er hann lýsti lífi sínu þar og kynn- um sínum af mönnum sem hann starfaði með. Á síðari árum átti hann stundum leið á sumrin norð- ur til Húsavíkur þaðan sem eig- inkona hans var, Aðalbjörg Vil- fríður Karlsdóttir, og var þá gjarnan litið við hjá okkur hjón- um. Ólafur fékkst nokkuð við ljóða- gerð og þýddi kvæði úr erlendum málum. Hann orti fallegt ljóð um Botnsvatn, sem liggur nálægt Húsavík. Þar við vatnið er berja- spretta góð á sumrin og þangað lögðu Ólafur og Aðalbjörg jafnan leið sína til berjatínslu á Húsavík- urferðum sínum. Þær slóðir urðu kveikjan að kvæðinu Botnsvatn sem séra Örn Friðriksson samdi við hugljúft lag. Þegar Ólafur var níræður minntust félagar hans og samstarfsfólk afmælisins. Þar voru sungin ljóð eftir Ólaf með lögum sem hann hafði samið. Sjálfur hafði Ólafur yndi af tónlist, var söngvinn og hafði fallega ten- órrödd. Árum saman hélt Ólafur góðum tengslum við bekkjarsystkini sín og samstúdenta með því að sækja fundi hópsins. Við leiðarlok kveðja samstúd- entar Ólafs góðan félaga og votta aðstandendum hans samúð sína. Sigurjón Jóhannesson. ✝ annes Hafliða-son fæddist í Reykjavík 13. júlí 1932. Hann and- aðist 6. febrúar 2013 á Hrafnistu í Reykjavík. Foreldrar hans voru Pálína Þor- kelsdóttir, verka- kona frá Óskoti í Mosfellssveit, og Hafliði Ólafsson, farmaður frá Lækjarbakka í Mýrdal. Hafliði fórst við þrett- ánda mann með ES Heklu í júnímánuði 1941, 47 ára að aldri, þegar Hannes var tæpra 11 ára. Samfeðra hálfsystkin Hannesar, sem öll eru á lífi, eru Ragnar Hafsteinn, Að- alheiður, Hafdís Jóhanna og Ingibjörg. Pálína lést í október 1986. Hannes kvænt- ist hinn 18. sept- ember 1965 Sig- urlínu Gísladóttur, húsfreyju úr Reykjavík. For- eldrar hennar voru hjónin Gísli Guðjón Þórðarson og Ingibjörg Sig- ríksdóttir. Sigurlína var þá ekkja og móðir þriggja barna, þeirra Kolbrúnar Ingibjargar og Margrétar Benjamínsdætra og Sigurðar Hrafns Tryggva- sonar. Sigurlína lést 58 ára gömul hinn 6. nóvember 1981. Útför Hannesar fór fram 14. febrúar 2013. Nú er hann horfinn yfir móð- una miklu minn ágæti frændi, Hannes Hafliðason, eftir nokkur erfið ár með langvinnan lungna- sjúkdóm. Hannes var alinn upp af einstæðri móður, Pálínu Þor- kelsdóttur, og móður hennar, Ingibjörgu Einarsdóttur, sem var systir ömmu minnar, Þór- unnar Einarsdóttur. Allt frá því ég var ungur drengur hef ég svarað spurningum um hvernig við Hannes værum skyldir þann- ig: „Hannes er sonur hennar Pöllu, dóttur hennar Imbu syst- ur hennar ömmu,“ svo einfalt var það. Imba, Palla og Hannes voru það fólk sem fjölskylda mín um- gekkst hvað mest þegar ég var að alast upp í Túnunum. Stærstan hluta starfsævinnar starfaði Hannes sem afgreiðslu- maður í bílavarahlutabúðinni hjáAgli Vilhjálmssyni – Allt á sama stað. Í þá daga voru engar tölvur til að halda utan um lager eða rekstur. Þá var gott að hafa límheila eins og Hannes við inn- kaup og afgreiðslu í Allt á sama stað. Mér hafa sagt atvinnubíl- stjórar að þegar eitthvað vantaði eða menn vissu ekki hvar vara- hlut var að finna hafi viðkvæðið verið „spyrjið Hannes“, sem oft- ast greiddi úr vanda þeirra. Heimili Hannesar bar líka merki þess þess að þar fór skipulegur maður. Rekkar, bókahillur og hirslur af mismunadi stærðum og gerðum í sérstöku úthugsuðu kerfi þannig að maður hafði það á tilfinningunni að allt væri eins og hjá Agli forðum á sínum stað. Um áratugaskeið hafði ég lítið af frænda mínum að segja eins og gengur. Hin allra síðustu ár bar fundum okkur þó saman nokkrum sinnum. Ekki voru það sérstök gleðiefni sem leiddu okk- ur saman á ný því Hannes hrjáðu ýmis heilsufarsvandamál hin síð- ari ár og gat þá komið sér vel að hafa vissa innsýn í völundarhús velferðarkerfisins. Við eignuð- umst samtímis sameiginlegt áhugamál: Hið íslenska heil- brigðis- og velferðarkerfi. Fyrir mig var það fróðlegt að fylgjast með og sjá með eigin augum hversu erfitt það getur verið fyr- ir aldrað og veikt fólk að fá úr- lausn mála sinna og fá viðunandi meðhöndlun og umönnun á rétt- um stað í kerfinu. Um mitt síðasta ár hélt Hann- es upp á 80 ára afmæli sitt á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hann bjó síðustu misserin. Voru þar saman komin systkini hans, frændfólk og vinir úr ýmsum átt- um. Þetta var skemmtileg stund þar sem ég fékk tækifæri til að hitta marga sem ég hafði ekki séð áður. Engum leyndist þá að tekið var að hausta í lífi Hann- esar Hafliðasonar og nú hefur hann lokið sínu dagsverki. Eftir langvarandi veikindi er honum hvíldin kærkomin og eftir stend- ur minning um heiðarlegan mann sem vann störf sín af vand- virkni og hógværð. Hvíl í friði, frændi. Ingimar Einarsson. Hannes Hafliðason Guðbjörg Eyvindsdóttir, eða amma Bubba eins og hún var alltaf kölluð af okkur barna- börnunum, var skemmtilegur karakter. Hún var ákveðin, sagði yfirleitt sína meiningu og það var stutt í hláturinn. Hún gat jafnvel stundum verið svo- lítill púki þessi elska og hafði meðal annars þann skemmti- lega sið að kveðja veðurfrétta- þulinn á RÚV með orðunum „já, vertu blessaður/blessuð“ þegar veðurfréttatímanum lauk. Amma var flink í höndunum og lopapeysurnar sem hún prjónaði skipta örugglega hundruðum, ég sé hana oft fyrir mér í stólnum sínum á Engja- Guðbjörg Eyvindsdóttir ✝ Guðbjörg Ey-vindsdóttir fæddist á Ferjukoti í Borgarfirði 30. september 1927. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 29. mars 2013. Guðbjörg var jarðsungin frá Grafarvogskirkju 10. apríl 2013. veginum fyrir framan sjónvarpið að prjóna. Engja- veginum á Selfossi, þar sem mamma og afi bjuggu lengst af, fylgja margar góðar minningar. Á sól- ríkum dögum busl- uðum við barna- börnin í gosbrunninum sem afi bjó til, ég minnist ömmu á sólbekknum að ná sér í smá lit og alltaf var sóltjaldinu tjaldað. Við klifruðum í háu trjánum í garðinum, tíndum okkur stund- um rabarbara og rifsber og allt- af var páskaeggjaleit á páska- dag. Amma og afi áttu tjaldvagn, sem ekki var algengt á þeim tíma og honum var stundum tjaldað fyrir okkur á lóðinni og einstaka sinnum fengum við að fljóta með í úti- legur. Ömmu Bubbu fylgja margar af mínum dýrmætustu æsku- minningum og fyrir það er ég henni óendanlega þakklát. Hvíl í friði, amma. Þín Una Björg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.