Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Árný Sesselja Gísladóttir er þrjátíu og fimm ára í dag. Húnstarfar sem fulltrúi hjá Vinnumálastofnun og býr ásamtmanni sínum, Óskari Þór Ársælssyni, og tveimur stjúpsonum á Skagaströnd. Á heimilinu eru einnig tvær kisur. Þegar tími gefst til grípur Árný í handavinnu og undanfarið hefur hún unnið að skartgripagerð. Fjölskylda og vinir njóta góðs af skrautinu. Dagurinn í dag verður líkur öðrum dögum en Árný hyggst bíða með hátíðahöld til næstu helgar, en þá hefur hún boðið ættingjum og vinum til afmælisveislu. Í vikunni ætlar Árný þó í mat til foreldra sinna þar sem boðið verður upp á íslensk svið. „Þetta er einn af uppáhaldsréttum mínum,“ segir Árný. Aðspurð segist Árný ekki mikið fyrir að halda upp á afmælið en gerir þó undantekningu þegar afmælið er í stærra lagi. Henni er þrítugsafmæli sitt fyrir fimm árum sérstaklega minnisstætt, en þá hélt hún upp á það ásamt vinkonu sinni sem einnig var þrítug. „Þá héldum við upp á sextugsafmæli með tilheyrandi veitingum og skemmtilegheitum.“ Í sumar ætlar Árný að leggja land undir fót, njóta íslensku náttúrunnar og fara á ættarmót og í útilegur með fjölskyldunni. larahalla@mbl.is Árný Sesselja Gísladóttir er 35 ára í dag Ljósmynd/Árný Sesselja Gísladóttir Af stað Í sumar ætlar Árný Sesselja Gísladóttir að njóta íslensku náttúrunnar og fara með fjölskyldunni í útilegu og á ættarmót. Gæðir sér á íslenskum sviðum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Auðunn Valur fæddist 28. júlí kl. 21.35. Hann vó 4.215 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Guð- björg María Jensdóttir og Árni Hrafn Falk. Nýir borgarar Eskifjörður Nanna Silvia fæddist 24. júlí kl. 22.15. Hún vó 3.460 g og var 51,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Þórhildur Tómasdóttir og Andrés Ein- ar Guðjónsson. Í var fæddist í Reykjavík 23.4. 1953 og ólst upp í Vest- urbænum. Hann var í Vest- urbæjarskólanum sem þá var við Öldugötu, Melaskóla og Hagaskóla, lauk stúdentsprófi frá KHÍ og nam sögu og fornleifafræði við HÍ og Háskólann í Lundi. Í bókaútgáfu frá árinu 1990 Ívar var einn af stofnendum Ljós- myndasafnsins árið 1981, sem nú heitir Ljósmyndasafn Reykjavíkur- borgar og forstöðumaður þess og stjórnarmaður frá upphafi til 1987. Hann vann við greinaskrif, heim- ildamyndagerð og ýmsa lausa- mennsku á árunum 1988-90, var rit- stjóri hjá Bókaútgáfu Arnar og Örlygs 1990-95, var annar stofnenda Máls og myndar, 1995, og starfrækti bókaútgáfuna Skruddu á árunum 2003-2011. Ívar flutti til Svíþjóðar ár- ið 2011. Hann stofnaði þar, ásamt Tómasi Hermannssyni, bókaútgáf- una Katla förlag sem þeir nú starf- rækja og sem vex nú óðum og dafnar þar ytra. Ívar hefur ritstýrt fjölda bóka á sínum útgáfuferli á Íslandi og má þar helstar nefna: Þórsmörk – Vinin í skjóli jökla, Íslenska vegahandbókin, Íslenskir sagnfræðingar, Akureyri – höfuðborg hins bjarta norðurs, og Þjóðlíf og þjóðhættir. Ívar vinnur nú að nokkrum bókum og fjölmörgum verkefnum fyrir Katla förlag í Sví- þjóð. Ívar hefur alla tíð verið mikill KR- ingur en hann æfði og keppti í knatt- spyrnu frá því á æskuárunum og í öll- um yngri flokkum félagsins. Ívar Gissurarson bókaútgefandi - 60 ára Dætur og dætrabörn Ívar á heimili sínu í Svíþjóð ásamt dætrunum Eddu og Kolbrúnu Ósk og börnum þeirra. Í bókaútgáfu í Svíþjóð Í Skólastrætinu Ívar og Stefanía, ásamt Eddu, fyrir framan heimili sitt í Reykjavík, Skólastræti 5. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is lÍs en ku ALPARNIR s Allt fyrir Hnúkinn, Hrútsfjallstinda og Þve rártindsegg GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727 www.alparnir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.