Morgunblaðið - 15.04.2013, Page 8

Morgunblaðið - 15.04.2013, Page 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 Belgía Meistarakeppnin: Anderlecht – Club Brugge .................. 1:1  Eiður Smári Guðjohnsen lék fyrstu 72 mínúturnar fyrir Club Brugge.  Anderlecht 36, Genk 35, Zulte Ware- gem 34, Standard Liege 32, Club Brugge 31, Lokeren 27. Umspil um Evrópusæti: OH Leuven – Mechelen........................ 0:3  Stefán Gíslason lék ekki með Leuven. Umspil um sæti í deildinni: Beerschot – Cercle Brugge ................ 1:2  Arnar Þór Viðarsson lék allan tímann með Cercle Brugge  Staðan er 2:1 fyrir Cercle Brugge. Danmörk A-DEILD: Esbjerg – Randers .............................. 4:0  Arnór Smárason lék allan tímann fyrir Esbjerg og skoraði 2 mörk.  Theodór Elmar Bjarnason lék allan tímann fyrir Randers en Elfar Freyr Helgason sat á bekknum Bröndby – SönderjyskE ..................... 0:3  Hallgrímur Jónasson og Eyjólfur Héð- insson voru ekki í leikmannahópi Sönder- jyskE. Noregur A-DEILD KVENNA: Trondheims-Örn – Vålerenga ........... 2:0  Sandra Sif Magnúsdóttir kom ekkert við sögu hjá Vålerenga. Svíþjóð Åtvidaberg – AIK ................................ 1:0  Helgi Valur Daníelsson lék fyrstu 76 mínúturnar fyrir AIK. Gefle – Halmstad ................................. 2:0  Guðjón Baldvinsson lék fyrstu 32 mín- úturnar fyrir Halmstad en Kristinn Steindórsson fyrstu 73 mínúturnar. A-DEILD KVENNA: Kristianstad – Piteå............................. 1:1  Sif Atladóttir, fyrirliði, lék fyrstu 63 mínúturnar fyrir Kristianstad, Guðný B. Óðinsdóttir kom inná á 63 mínútu og Margrét Lára Viðarsdóttir kom inná 63 mínútu. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið.  Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan tímann með Piteå. Lengjubikar karla A-DEILD, 1. riðill: Fylkir – BÍ/Bolungarvík ..................... 1:1 Ásgeir Eyþórsson 45. – Alexander Veigar Þórarinsson 63. Fjölnir – Tindastóll .............................. 2:0 Júlíus Orri Óskarsson 16., Geir Kristins- son 84. Lokastaðan: Víkingur Ó 7 6 0 1 18:4 18 FH 7 5 0 2 18:11 15 Fylkir 7 4 2 1 14:10 14 Grindavík 7 3 1 3 15:10 10 ÍBV 7 2 4 1 14:13 10 Fjölnir 7 1 2 4 7:13 5 BÍ/Bolungarví-k 7 1 2 4 4:12 5 Tindastóll 7 0 1 6 2:19 1  Víkingur Ó., Fylkir og FH fara í átta liða úrslitin. A-DEILD, 3. riðill: Leiknir R. – KF .................................... 6:0 Ólafur H. Kristjánsson 12., Óttar Bjarni Guðmundsson 15., Brynjar Hlöðversson 67., Sævar Freyr Alexandersson 70., 78., Hilmar Árni Halldórsson 75. Lokastaðan: KR 7 7 0 0 27:5 21 Stjarnan 7 4 1 2 18:12 13 Þór 7 3 2 2 18:20 11 Leiknir R. 7 3 1 3 18:16 10 Þróttur R. 7 3 0 4 14:14 9 Keflavík 7 2 2 3 13:16 8 Haukar 7 1 3 3 11:14 6 KF 7 0 1 6 3:25 1  KR og Stjarnan fara í 8-liða úrslit. B-DEILD, 1. riðill: HK – Sindri ........................................... 0:0 Víðir – Hamar ....................................... 0:3  HK 8, Afturelding 7, Sindri 7, Njarðvík 6, Hamar 6, Njarðvík 0. B-DEILD, 2. riðill: Grótta – Ægir........................................ 1:2 Kári – KV .............................................. 2:8  ÍR 12, KV 9, Grótta 6, Reynir S 6, Ægir 3, Kári 2. B-DEILD, 3. riðill: Huginn/Einh. – Fjarðabyggð............... 0:2 Magni – Höttur ..................................... 3:2  Magni 9, Fjarðabyggð 9, Leiknir F 7, Höttur 4, Dalvík/Reynir 4, Huginn/Ein- herji 1. Lengjubikar kvenna A-DEILD: ÍBV – Þór/KA....................................... 1:2 Bryndís Jóhannesdóttir 36 - Lillý Rut Hlynsdóttir 26., Kayle Gimsley 42. FH – Valur ............................................ 0:9 Rakel Logadóttir 4., 43., Svava Rós Guð- mundsdóttir 8., 41., 45., Elín Metta Jen- sen 18., Dóra María Lárusdóttir 26., Laufey Björnsdóttir 54., Katrín Gylfa- dóttir 63.  Valur 12, Breiðablik 9, Stjarnan 9, Þór/ KA 3, FH 3, ÍBV 0. B-DEILD: HK/Víkingur – Fylkir........................... 1:6 KR – Afturelding .................................. 2:3  Fylkir 9, Þróttur R. 4, Afturelding 4, Selfoss 3, KR 3, Hk/Víkingur 0. KNATTSPYRNA að vinna strax leik á útivelli,“ sagði Jón Heiðar ennfremur. Haukar byrjuðu leikinn afar vel og voru með tögl og hagldir fyrstu 15-20 mínúturnar. Sigurbergur Sveinsson fór mikinn í sókninni og Aron Rafn Eðvarðsson varði eins og berserkur. ÍR-ingar unnu sig inn í leikinn hægt og bítandi. Varnarleik- urinn var góður og Kristófer F. Guð- mundson sótti í sig veðrið í markinu. ÍR var tveimur mörkum yfir í hálf- leik, 12:10, og náði mest fimm marka forskoti, 15:10, snemma í síðari hálf- leik. Haukar jöfnuðu 19:19. Eftir það var jafnt á öllum tölum til enda. Haukar áttu síðustu sóknina sem lauk með skoti Gísla J. Þórissonar sem Kristófer varði. Haukar fóru illa að ráði sínu í leiknum. Þeim brást m.a. bogalistin í fjórum vítaköstum og nokkrum opn- um færum. Það er því alltof seint að telja þá af í þessari rimmu þótt heimaleikjarétturinn hafi tapast. Of snemmt að afskrifa Hauka  Kristófer varði síðasta skot leiksins Á ÁSVÖLLUM Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Við mætum í Austurbergið á þriðjudaginn til þess eins að vinna,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson, leikmaður deildarmeistara Hauka, eftir eins marks tap fyrir ÍR, 24:23, í fyrstu viðureign liðanna í undan- úrslitum N1-deildar karla í hand- knattleik á laugardag. „Þessi sigur var afar mikilvægur því fyrsta viðureignin í svona einvígi skiptir mestu máli, ekki síst þar sem Haukar töpuðu einnig á heimavelli í undanúrslitum í fyrra á heimavelli,“ sagði Jón Heiðar Gunnarsson, línu- maður ÍR, glaðbeittur með sigurinn. „Ég hef minni áhyggjur af leikj- unum á heimavelli. Okkur hefur vegna illa á útivelli á leiktíðinni og því skiptir miklu fyrir sjálfstraustið Ásvellir, undanúrslit í N1-deildinni, fyrsti leikur, laugard. 13. apríl 2013. Gangur leiksins: 3:0, 3:1, 6:2, 9:6, 9:10, 10:12, 10:15, 14:15, 15:19, 19:19, 19:20, 21:20, 21:22, 22:24, 23:24. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 9/3, Gylfi Gylfason 4/1, Elías Már Halldórsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 3, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2, Freyr Brynjarsson 1, Þórður Rafn Guð- mundsson 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12 (þar af 2 til mótherja). Giedrius Mor- kaunas 7 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur, þar af fékk Tjörvi Þorgeirsson rautt spjald fyrir leikbrot á 42. mín. Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 10/5, Björgvin Hólmgeirsson 4, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Davíð Georgsson 2, Guðni Már Kristinsson 2, Ingimundur Ingimundarson 1, Sigurjón F. Björns- son 1, Ólafur Sigurgeirsson 1. Varin skot: Kristófer F. Guðmunds- son 19 (þar af 5 til mótherja). Seb- astian Alexandersson 2/1 (bæði aft- ur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Áhorfendur: 1.592.  Staðan er 1:0 fyrir ÍR. Haukar – ÍR 23:24 gekk líka eins og vel smurð vél þar sem Ásbjörn Friðriksson fór á kostum en leikstjórnandi Hafnar- fjarðarliðsins stjórnaði ekki bara leik sinna manna af mikilli festu heldur skoraði hann tug marka í öllum regnbogans litum. Frábær leikmaður þar á ferð sem er farinn að banka hressilega á dyr íslenska landsliðsins að mínu mati. Ekki er gott að átta sig á því hvað varð þess valdandi að leikur Framara hrundi eins og spilaborg í seinni hálfleik. Alltént þá koðnuðu liðsmenn Fram niður snemma í seinni hálfleik og þeir köstuðu hvíta handklæðinu inn á völlinn löngu áð- ur en leikurinn var úti. Auðvitað hefur það áhrif þegar þjálfarinn er ekki til staðar en Einar Jónsson var fjarverandi þar sem hann er enn að glíma við eftirköst heila- himnubólgu sem hann greindist með á dögunum. Leikmenn Fram geta þó ekki skýlt sér á bak við fjarveru þjálfarans og þeir hljóta að girða sig í brók fyrir næsta leik. Ásbjörn fór illa með Framara  FH stakk Fram af í seinni hálfleik Morgunblaðið/Golli Frábær Ásbjörn Friðriksson skorar eitt af tíu mörkum sínum. HANDBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Það urðu ótrúleg kaflaskil í seinni hálfleik í viðureign FH og Fram þegar liðin áttust við í fyrstu rimmu liðanna í undanúrslitum N1- deildar karla í handknattleik í Kaplakrika á laugardaginn. Þegar hröðum fyrri hálfleik lauk þar sem bæði lið gerðu sig sek um töluvert af mistökum höfðu FH-ingar eins marks forskot, 16:15. FH skoraði þrjú fyrstu mörkin í seinni hálf- leiknum og þar með má segja að tónninn hafi verið gefinn. FH-ingar tóku öll völd á vellinum. Þeir náðu upp öflugum varnarleik og eitt besta sóknarlið landsins, sem Framarar hafa á að skipa, lenti í stökustu vandræðum með varnar- múr heimamanna þar sem þeir Andri Berg Haraldsson og Ísak Rafnsson voru fremstir á meðal jafninga. Sóknarleikur FH-inga Kaplakriki, undanúrslit í N1-deildinni, fyrsti leikur, laugardaginn 13. apríl 2013. Gangur leiksins: 1:1, 3:1, 4:5, 10:7, 10:10, 13:14, 16:15, 19:15, 20:15, 27:20, 30:23, 35:25, 36:27. Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10, Einar Rafn Eiðsson 7/2, Þorkell Magnússon 4, Ragnar Jóhannsson 3, Sigurður Ágústsson 3, Logi Geirsson 3, Magnús Óli Magnússon 2, Halldór Guðjónsson 2, Atli Rúnar Steinþórs- son 1, Andri Berg Haraldsson 1. Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 8, Sigurður Örn Arnarson 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram: Jóhann Gunnar Ein- arsson 7/2, Róbert Aron Hostert 6, Stefán Baldvin Stefánsson 3, Sig- urður Eggertsson 3, Ægir Hrafn Jónsson 3, Garðar Sigurjónsson 2/1, Haraldur Þorvarðarson 1, Sigfús Páll Sigfússon 1, Stefán Darri Þórsson 1. Varin skot: Magnús Erlendsson 5, Björn Viðar Björnsson 7 Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson, góðir. Áhorfendur: 732.  Staðan er 1:0 fyrir FH. FH – Fram 36:27 Kiel bætti enn einum titli í safn sitt í gær þegar liðið varð þýskur bikar- meistari í handknattleik í níunda skipti og þriðja árið í röð. Kiel mætti Flensburg í úrslitaleik í Color Line höllinni glæsilegu í Hamborg og fagnaði sigri, 33:30. Í undanúrslit- unum á sama stað á laugardaginn vann Kiel stórsigur á Melsungen, 35:23, og Flensburg hafði betur á móti Hamburg, 26:25. Flensburg var fjórum mörkum yf- ir, 16:12, gegn Þýskalands- og Evr- ópumeisturum Kiel eftir fyrri hálf- leik en í seinni hálfleik sýndi Kiel mátt sinn og megin. Kiel skoraði 9 mörk á móti 1 og eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn lenti. Guðjón Valur Sigurðsson skor- aði 7 mörk fyrir Kiel og Aron Pálm- arsson 5 en Ólafur Gústafsson sat á bekknum hjá Flensburg allan tímann. „Það var smá basl á okkur í fyrri hálfleik. Við gerðum of mikið af tæknifeilum í sókninni en þrátt fyrir að vera fjórum mörkum undir var ég aldrei smeykur. Við sýndum það svo í byrjun seinni hálfleiks hverjir ætl- uðu að vinna leikinn og Flensburg átti ekki möguleika,“ sagði Aron við Morgunblaðið. Aron varð þrefaldur meistari með Kiel á síðustu leiktíð en liðið varð Þýskalandsmeistari, Evrópumeist- ari og bikarmeistari og á möguleika á að endurtaka leikinn. „Vonandi var þetta fyrsti titillinn af þremur sem við vinnum á tíma- bilinu. Við erum í góðri stöðu í deild- inni og mætum Veszprém í átta liða úrslitum í Meistaradeildinni. Ég met það svo að við eigum góða möguleika á þrennunni. Við förum í öll mót til að vinna þau. Það eru skýr markmið og við höfum alltaf sagt það. Við er- um ekkert að fela það,“ sagði Aron sem átti mjög góðan leik sem og Guðjón Valur. Það er skammt stórra högga á milli hjá Kiel en liðið sækir Lüb- becke heim á miðvikudag og fær svo Veszprém í heimsókn á sunnu- daginn. gummih@mbl.is „Vonandi fyrsti af þremur“  Kiel varð þýskur bikarmeistari  Aron og Guðjón Valur voru atkvæðamiklir AFP Meistarar Liðsmenn Kiel fagna bikarmeistaratitlinum í Hamborg í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.