Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 8
Trúðameistarinn Rafael Bianciotto og hópurinn. Mig langaði að skoða hvorthægt væri að nota trúða-tækni við þjálfun leið- toga- og samskiptafærni og fékk til landsins trúðameistara frá Frakk- landi til að halda námskeið fyrir fólk úr atvinnulífinu,“ segir Tinna Lind Gunnarsdóttir mastersnemi í verk- efnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Útkoma námskeiðsins verður hluti af mastersritgerð Tinnu sem útskrifast nú í vor en þátttakendur á námskeiðinu höfðu flestir einnig útskrifast úr MPM- náminu. „Fólk var mjög hrifið. Sjálf lærði ég trúðatækni í mínu leiklistarnámi og ósjálfrátt hugsaði ég mikið til trúðsins í MPM-náminu þar sem mikil áhersla er lögð á að auka sam- skipta-og leiðtogafærni. Trúðurinn er nefnilega afar flinkur í sam- skiptum sínum við fólk. Hann þjón- ar áhorfendum og er aðeins til í sambandi sínu við þá.“ Faðir tækninnar var franskur leikhúsmaður að nafni Jacques Cop- eau en honum var farið að leiðast tilgerð í franska leikhúsinu og hóf að leita að einlægni og heiðarleika í leiklistinni. Hann lét leikara sína meðal annars æfa með slæður fyrir andlitunum. „Þannig fjarlægði hann sjálf þeirra að hluta og minnti þá á Fékk trúð til landsins 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2013 Umræða um Reykjavíkurflugvöll hefurblossað upp að nýju. Annars vegar eruþau sem vilja nýja flugstöð í stað þeirrar gömlu sem er komin til ára sinna og að flestra dómi úr sér gengin. Hins vegar eru þau sem vilja flugvöllinn á brott eins fljótt og auðið er og því aðeins tjalda til einnar nætur með bráðabirgða- úrbótum. Í því sambandi er gjarnan vísað til Hólmsheiðarinnar á austasta hluta borgarlands- ins. Sá hængur er á að flugfólk almennt telur Hólmsheiði slæman kost sem flugvallarsvæði. Nýlega birti Isavia, sem rekur flugvelli okkar landsmanna, skýrslu þar sem Hólmsheiðinni er fundið flest til foráttu. Reyndar er ekki nóg með að svæðið sé talið henta illa undir flugvöll. Allar líkur eru taldar vera á því að flugvöllur á Hólms- heiði stæðist hreinlega ekki alþjóðlegar kröfur. Ekki ætla ég hér að velta upp kostum og ókostum við Hólmsheiðina sem flugvallarstæði. Mig langar hins vegar til að víkja að því sem kall- að hefur verið sérhagsmunir og almannahags- munir í þessari umræðu. Annað veifið sjást nefnilega greinar þar sem segir að sérhagsmunir flugsins verði að víkja fyr- ir almannahagsmunum Reykvíkinga, sem vilji fá sitt land og engar refjar. Reyndar bendir fátt til að hugur Reykvíkinga standi nú almennt í þessa átt en höldum okkur við spurninguna um al- mannahagsmuni og sérhagsmuni. Vissulega má til sanns vegar færa að hags- munir innanlandsflugsins séu afmarkaðir og sér á parti. Þó er erfitt að slíta þá úr samhengi við hagsmuni samgöngukerfis landsmanna almennt og margvíslega öryggishagsmuni, svo sem að hafa flugvöll nærri fullkomnum sjúkrahúsum og miðstöðvum stjórnsýslu og viðskipta í landinu. Slíkir hagsmunir eru almennir og geta varla með góðu móti flokkast undir sérhagsmuni. En hvað þá um hina meintu almannahagsmuni að losna við flugvöllinn og ráðstafa svæðinu undir byggð? Sala byggingarlandsins kemur vissulega sjóðum Reykvíkinga vel og það kann að vera fólgin í því hagkvæmni að byggja miðlægt og þétt. En eru það þá bara hreinir almannahags- munir eða fléttast þarna inn sérhagsmunir? Sú freisting er nefnilega fyrir hendi hjá borg- aryfirvöldum hverju sinni að reyna að selja land- ið þannig að sem mest byggingarmagn rúmist á hverjum fermetra. Það gefur borgarsjóði mest í aðra hönd og byggingarverktökunum einnig. Þannig skapast sú hætta að sérhagsmunir bygg- ingarverktaka ráði för; að borgin fari að skipu- leggja sig út frá þröngum peningasjónarmiðum og þá einnig beint og óbeint hagsmunum bygg- ingargeirans. Auðvitað viljum við að verktökum í byggingariðnaði vegni vel en gróðahagsmunir mega hins vegar ekki stjórna skipulagi borga. Þegar fjármálaráðuneyti og Reykjavíkurborg undirrituðu kaupsamning – skilyrtan kaupsamn- ing um sölu á landi ríkisins í Skerjafirði, var ekki vitað um endanlegt verð. Það myndi ráðast af því hvað fá mætti fyrir landið og þá væntanlega byggingarmagninu sem talið væri unnt að koma fyrir. Þetta er umhugsunarefni og nátengt þess- um vangaveltum. Eitt er kýrskýrt í mínum huga. Aftengja verð- ur með öllu sérhagsmuni byggingarverktaka og hagsmuni borgarbuddunnar. Þegar þetta tvennt nær saman þá er voðinn vís. Um sérhagsmuni og almannahagsmuni ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður úr Kastljósinu þurfti að vera heima í vikunni vegna veikinda sonarins. Tók því rólega ásamt syni sínum sem barðist við flensuna. „Við feðgar erum veikir heima. Ég í tölvunni, en hann þurrkar af bókunum sínum og flettir í gegnum þær.“ Valur Grett- isson fjölmiðla- maður og með- stjórnandi í Djöflaeyjunni á RÚV var ekki sáttur við fjöl- miðlanefndina sem sagði frá því að þó fólk bryti gegn fjölmiðlalög- um á væru engin viðurlög. Engar sektir. Ekkert. „Þessi fjölmiðla- nefnd stefnir í að vera eitthvert steiktasta stofnanaflipp sem hefur átt sér stað hér á landi. Er ekki örugglega eitthvað tæki á Land- spítalanum sem er hægt að kaupa fyrir þær 50 milljónir sem fer í þessa nefnd á ári hverju?“ Magnús Hall- dórsson frétta- maður á Stöð 2 rakst á skemmti- lega mynd í hér- aðsblaðinu Skarpi sem gefið er út norðan heiða í hans heimabæ, Húsavík. „Jermain Defoe er þarna fyrir miðju, spilaði með U16 landsliði Englands gegn Færeyjum fyrir 15 árum á Húsavíkurvelli. Minnir að leikurinn hafi endað 6 – 1 fyrir England. Defoe gerði tvö. Hann var í Charlton þarna. Ég horfði á hann skalla glæsilega í þaknetið.“ Grétar Rafn Steinsson knatt- spyrnukappi í Tyrklandi fór út að borða með fé- lögum sínum á veitingastað sem staðsettur er í helli. Tók mynd og setti á feis- búkk. Gunnlaugur Helgason spurði hvort hann væri hellisbúi og ekki stóð á svari. „Ég beið eft- ir þessu kommenti. Ég er hellisbúi, ég var alinn upp sem hellisbúi, ég hló að leikritinu hellisbùinn og sagði því við sjálfan mig „Hversu lengi hafa their fylgst med mér ?““ AF NETINU Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.