Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 45
7.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 fjölmennir í hópnum. Það segir ákveðna sögu. Og það er vitað hverjir sköffuðu spjöldin sem nýttust einnig sem barefli gegn hinu fámenna en hugaða lögregluliði og hvar þau voru geymd á milli árása. Og það er einn- ig vitað hverjir upplýstu „tengiliði“ sína í múgnum um hvar lögreglan væri veikust fyrir. Og það er farið nærri um þá sem borguðu brúsann. Glötuð ár Nú eru fjögur ár síðan réttkjörin ríkisstjórn hrökkl- aðist frá undan þessum öflum og ógnaraðgerðum þeirra. Það hafði ekkert með það að gera að fínlegir prófessorar, sem slepptu óperunni og utanferð í þágu málstaðarins, berðu pottlok að heiman með silfur- skeið úr sama stað. Og nú, fjórum árum síðar er fólkið sem „byltingin sú arna“ ruddi braut að hrökklast fyrirlitið og rúið trausti úr stjórnarráðinu. Það var þó í óskastöðu. Hagur landsins var byrjaður að vænkast fyrir tilstilli eigin gjaldmiðils. Hann tryggði minni samdrátt í inn- flutningi og ýtti undir útflutning og skapaði þannig mikilvægan ávinning í vöruviðskiptum. En batann mátti einnig rekja til réttra ákvarðana í upphafi end- urreisnar mánuðum áður en þessu fólki skolaði í valdastóla. Framangreindur árangur var ekki enn orðinn áberandi, en skilyrðin höfðu verið sköpuð. Tvennt þurfti að gera. Fylgja þeirri braut sem mörkuð hafði verið og stuðla að sátt gegn sundrungu í þjóðfélaginu. Það seinna var mikilvægast alls. Þeir, sem þekktu til Jóhönnu Sigurðardóttur og Stein- gríms J. vissu að þau tvö væru ólíklegustu ein- staklingar landsins til að vinna að sátt og samstöðu. En að þau tvö skyldu beina þjóðinni inn á braut ill- inda og átaka í hvert eitt sinn og hvar sem því yrði við komið kom jafnvel kunnugum í opna skjöldu. Fjórum mikilvægum árum var því kastað á glæ þegar Ísland mátti síst við því. Seinlegra verður en þurfti að koma fólkinu í landinu og lífskjörum þess á skrið. Það var auðvitað óheppilegt að „aðilar á vinnu- markaði“ yrðu jafn leiðitamir ríkisstjórninni og varð. Þeir hættu ekki fyrr en þeim var orðið óglatt eftir að hafa verið hafðir að ginningarfíflum árum saman og ekkert verið gert með samninga, yfirlýsingar og lof- orð sem gefin voru hátíðlega og jafnvel innsigluð með kossum á sjónvarpsskjáum. Allt snýst um 5% Í aðdraganda þeirra kosninga sem loks eru að bresta á fer því fjarri að gefin séu glögg skilaboð um hvernig treysta megi vöxt og viðgang í landinu. Sumir láta þannig að allan vanda megi leysa með galdrakúnstum svipuðum þeim sem erlendir skemmtikraftar seldu inn á í Austurbæjarbíói forðum tíð. Í fyrsta lagi beinast þær kúnstir ekki að grundvall- arvanda heldur einvörðungu afmörkuðum þáttum, sumum þó ólíkum, sem eiga ekki endilega rót í því tímabundna misgengi sem varð í kjölfar falls bank- anna og áhrifa þess á skráningu gengis og þar með vísitalnanna. Á því töpuðu allir. En þeir fáu sem mest er vélað um á væntingablöðum framboða fóru þó sumir ekki verr frá þeim skelli en svo, að ávinningur bóluhagnaðar áranna á undan hvarf að einhverju eða miklu leyti. Hinir sömu voru þó flestir enn í plús, eins og þar stendur, nema að þeir hefðu slegið út á verð- bólgna eign, sem hækkað hafði tryllingslega á papp- írnum og eytt slíkum lánum í gleði og gaman. Þegar eignin, sem stóð á bak við lánið, féll aftur niður í eðli- legt verð eða nokkru niður fyrir það, varð staðan vissulega lakari. En ber samfélaginu (hinum) að bæta úr slíkri stöðu? Er það virkilega sanngirniskrafa? Um annan hóp og miklu fámennari gegnir öðru máli. Hæstiréttur hefur þegar með lagatúlkunum sínum gert stöðu margra þeirra bærilegri, jafnvel vænlega. Það var þó eins og hver annar vinningur í happdrætti. Því margoft var varað við því opinberlega að veru- legar áhættur fylgdu gengistryggðum skuldbind- ingum til þeirra sem ekki höfðu gengisbundnar tekjur, þótt lítt virtist efast um að þær stæðust lög. Jafnvel þeir sem best ættu að vera settir, þegar þekk- ing á lögum er annars vegar, hafa fengið staðfest með dómi að gerningar sem þeir tóku þátt í af fúsum og frjálsum vilja stóðust ekki lög. Hvað um allan fjöldann? Langstærsti hluti þjóðarinnar stendur utan við þann hóp sem af sanngirni má ætla að eigi að fá aðstoð ann- arra vegna vandræða sinna. Sá mikli meirihluti fær ekki nægilegar vísbendingar um mikilvægustu álita- efni framtíðarinnar á Íslandi. Hann er ekki að spyrja um hvort hægt sé að fá kanínur úr hatti sem ekki voru komnar ofan í hann áður. Svarið við þeirri sér- stöku spurningu virtist vera jákvætt í Austurbæjar- bíói á sínum tíma. Samt vissu þeir, sem sátu í sæt- unum 787 í salnum forðum, allir sem einn, að sú væri ekki raunin. Allt væri þetta plat. Eina spurningin var á hverju svindlið byggðist. En sennilega fannst áhorf- endum í rauninni gott að láta plata sig. Það var jú það sem þeir borguðu fyrir. Ef þeir hefðu séð í gegnum svindlið, sem þeir vissu að var svindl, hefðu þeir lík- lega heimtað endurgreiðslu. Kannski væri rétt að opna kjörstað eftir miðnætti í Austurbæjarbíói hinn 27. apríl. Morgunblaðið/Ómar Miðnæturskemmtun í Austurbæjarbíói stendur enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.