Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2013 þurfi að finna hinn gullna meðalveg, hvorki letja né hvetja úr hófi. „Oft er atvinnumissir ekki síður erfiður fyrir makann eða aðra nána aðstandendur en þann sem missir vinnuna, ekki síst ef sá atvinnulausi sekkur niður í sóf- ann. Hvað eiga aðstandendur þá til bragðs að taka? Við því er ekkert einfalt svar en brýnt er að hafa aðgát, hvorki brjóta atvinnuleitand- ann niður né skrúfa væntingar hans upp úr öllu valdi,“ segir María Björk. „Við verðum að virða tilfinningar hvers og eins en það er mik- ilvægt að festast ekki í reiðinni og biturleik- anum. Það ræður enginn reiðan mann í vinnu!“ Sigríður tekur upp þráðinn: „Mín skilaboð eru þessi: Stöndum með okkar fólki en of- vökvum aldrei plöntuna! Einstaklingurinn verður að ráða ferðinni sjálfur.“ Þegar hart er í ári er kjarkur vinnuveit- enda til að ráða fólk ekki eins mikill, segja rannsóknir. Þeir hneigjast frekar til þess að bæta verkefnum við starfsfólk sem fyrir er en að ráða nýtt fólk. Sigríður kynntist þessu vel á níunda áratug síðustu aldar þegar hún var sendiherra í Svíþjóð og Finnlandi. „Þetta kostaði Finna glötuðu kynslóðina. Fólk sem missti af lestinni og kemur aldrei til með að vinna, “ segir hún. „Í lok hverrar fjár- málakreppu er mikilvægt að taka áhættuna, ráða nýtt fólk í stað þess að bæta verkefnum á þá sem fyrir eru. Í ýmsum Evrópulöndum, ekki bara Finnlandi, er fólk sem aldrei hefur komist út á vinnumarkaðinn og verður fyrir vikið á framfæri hins opinbera allt sitt full- orðna líf, sextíu, jafnvel áttatíu ár. Lífslíkur manna eru alltaf að aukast. Vonandi gerist þetta ekki hér, það yrði hroðalegt slys.“ Stuðningur á undanhaldi María Björk segir mikinn stuðning hafa verið við atvinnuleitendur hér á landi frá hruni enda hafi skilningur á vandanum aukist með fjöldauppsögnum í ýmsum greinum og um- ræðan opnast. Atvinnuleysi sé ekki lengur feimnismál á Íslandi. Flestir landsmenn hafi reynt atvinnuleysi, ef ekki á eigin skinni þá gegnum einhvern nákominn. „Tæplega sextíu þúsund manns hafa verið skráð atvinnulaus hjá Vinnumálastofnun frá hruni, í lengri eða skemmri tíma, og þá er hver kennitala aðeins skráð einu sinni. Það er ekkert smáræði, miklu meira en flesta grunar og það eru ekki einu sinni allir sem fara á skrá hjá Vinnu- málastofun“ segir Sigríður. Tilfinning þeirra er sú að stuðningur við þetta fólk sé aðeins á undanhaldi. „Ég held að það sé bæði vegna skorts á úthaldi og fjár- magni. Við Íslendingar erum ekki vanir að glíma við atvinnuleysi svona lengi. Fyrir vikið er ennþá mikil þörf fyrir það sem við Sigríður erum að gera, enda þótt atvinnuleysi hafi eitt- hvað minnkað þurfa atvinnuleitendur ennþá á öllum tiltækum stuðningi að halda, virknin á meðan fólk er utan vinnumarkaðar skiptir öllu máli, ekki bara fyrir einstaklinginn sjálfan heldur líka fyrir samfélagið,“ segir María Björk og bendir á, að atvinnuleysi sé að ein- hverju leyti falið, sumir hafi farið í nám og aðrir flutt til útlanda. Þá sé nokkur fjöldi fólks að detta út af atvinnuleysisbótum um þessar mundir eftir fjögur ár og færast yfir til sveitarfélaganna. Það sé áhyggjuefni. Aðferðafræðin virkar Bók þeirra stallna, „Nýttu kraftinn“, kom út á dögunum og segja þær hana rökrétt framhald á því starfi sem unnið hafi verið undanfarin fjögur ár. „Á þeim tíma sem við höfum verið starfandi höfum við fundið að aðferðafræðin hefur virkað. Það er hvatinn. Fólkinu sem leitar til okkar hefur almennt vegnað vel og það talar um að það sé vel undirbúið þegar það sækir um störf. Tilgangur bókarinnar er að ramma starfið inn og víkka það út, við vilj- um gjarnan ná til fleira fólks, bæði ein- staklinga og hópa. Við erum komnar með mikla reynslu á þessu sviði og er ljúft og skylt að miðla af henni,“ segir María Björk og bæt- ir við að auk þeirra framlags sem sé mjög heilstætt, allt frá áfallinu við að missa starf eða vera hafnað í umsóknarferlinu til þess að komast alla leið. Í bókinni er fjöldinn allur af ábendingum og verkefnum. Lesendum gefst kostur á víkka hugann með því að svara spurningaskránum sem fylgja hverjum kafla og njóta þeirra lærdóma sem að baki búa reynslu hinna þúsund þátttakenda. Síðast en Fyrstu tvö til þrjú árin voru um 75% þátttakenda í „Nýttu kraftinn“ komin í nýtt starf, farin eða á leiðinni í nám eða búin að finna sinn farveg um það leyti sem þau voru útskrifuð. „Undanfarin eitt og hálft til tvö ár höfum við hins vegar ekki getað haldið markvisst utan um þetta af mörgum eðlilegum ástæðum, m.a. vegna þess að þrátt fyrir lækkandi atvinnuleysistölur þá hefur verið þyngra yfir ráðningum á vinnumarkaðinum, tekur lengri tíma fyrir fólk að finna starf,“ segir María Björk. „Minnkandi atvinnuleysi skýrist kannski helst af fjölgun þeirra sem fara í nám, flytja til útlanda eða eru hreinlega utan vinnumarkaðar. Það hefur tekið lengri tíma hjá fólki að finna vinnu og við fáum þá ekki endilega fréttirnar frá þátttakendum innan þess tíma sem þeir eru hjá okkur eða um það leyti sem þeir útskrifast.“ Hún segir fjölda þátttakenda í heild sinni og fjöldann í hverjum hópi hjá þeim hafa verið að aukast sem hafi gert eftirfylgnina erfiðari en þær eru auðvit- að háðar því að hver og einn láti þær vita. „Margir láta okkur vita þó þeir séu löngu útskrifaðir en aðrir ekki, stund- um fréttum við það löngu síðar og um aðra vitum við ekkert eins og gengur.“ María Björk rakst á dögunum á konu sem útskrifaðist fyrir tæpu ári. „Hún sagði mér þau gleðitíðindi að hún væri nýbúin að ráða sig í vinnu, alsæl og við fögnuðum innilega. Hún sagði mér jafn- framt að hún og nokkrir úr hennar hópi væru enn að hittast reglulega, sem er mjög algengt að hóparnir okkar geri, og út frá þessu gat hún upplýst mig um að a.m.k. tveir aðrir sem komu til tals í umræðum okkar væru líka komnir með vinnu. Við erum alltaf að fá svona frétt- ir. Það er bara yndislegt og þannig reyn- um við að fylgjast með fólkinu okkar ef við mögulega getum.“ Næsti hópur kemur saman 17. apríl, skráning og allar nánari upplýsingar er að finna á www.nyttukraftinn.is. Meirihlutinn með vinnu PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 3 1 1 2 2 GÆÐAHÝSI ÞRAUTREYND HJÁ ELLINGSEN ADRIA ALPINA 663 UK Eigin þyngd: 1.660 kg Alde miðstöðvarkerfi með gólfhita. VERÐ 5.990.000 KR. ADRIA ALPINA 563 LU Eigin þyngd: 1.560 kg Alde miðstöðvarkerfi með gólfhita. VERÐ 5.750.000 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.