Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2013 Menning H in athyglisverða myndlistar- hátíð sem kennd er við tíma- tengd verk og líðandi stund, Sequences, hefur unnið sér sífellt tryggari sess í menn- ingarlífinu og var sett í sjötta sinn á föstu- dagskvöldið. Þá var jafnframt opnuð í Ný- listasafninu sýning heiðurslistamanns hátíðarinnar í ár, Gretars Reynissonar. Á sýningunni sem nefnist „Áratugur“ gefst í fyrsta sinn tækifæri til að sjá heildarverk sem listamaðurinn vann að allan fyrsta ára- tug aldarinnar, á hverjum einasta degi í tíu ár, en sýningin á þessari metnaðarfullu og viðamiklu framkvæmd mun aðeins standa í tíu daga. Á þessum langa tíma vann Gretar á vissan hátt að skrásetningu á gjörningi, sem stóð svo lengi að segja má að erfitt hafi verið að greina milli dagslegs lífs og listræns athæfis. Gretar dró sig í raun í hlé frá sýningahaldi þegar hann hóf að vinna þetta verk, en hann hafði um langt árabil verið virkur á þeim vettvangi auk þess sem hann er einn okkar helsti leikmyndahöfundur; hefur hannað á sjöunda tug leikmynda fyrir leikhúsin. Mikil vinna en skemmtileg Verkin í „Áratug“ áttu sér aðdraganda í verkum sem unnin voru á fjórum árum fyrir aldamótin og sýnd þá á fjórum sýningum. „Þetta er skráning á minni tilveru, sem myndlistarmaður og manneskja. Þetta er dagleg iðja tíu ára,“ segir Gretar þar sem hann er að leggja lokahönd á innsetninguna sem fyllir Nýlistasafnið. Hann bætir við að það sé mikill heiður að vera heiðurs- listamaður hátíðarinnar. En hverskonar skráning er þetta sem birtist í verkunum? „Ég vann að verkunum á hverjum degi. Eitt af því birtist á krossviðsplöttum þar sem ég teiknaði hring eftir hring með blýanti en allt er þetta framhald af þessum fjórum sýn- ingum sem ég hélt á árunum 1998 til 2001. Þá teiknaði ég fyrsta árið á lítinn krossvið- arplatta, einn á dag; 365 lagði ég saman á hillu og sýndi ásamt jafn mörgum sjálfs- myndum. Árið eftir vann ég vikuverk, 52 stærri platta, og setti upp brauðskáp með 365 brauðum á móti. Þriðja árið sýndi ég mán- aðarverk úr kaffiblettum og grafítblýi, og loks tók ég fyrir heilt ár og vann einn platta sem ég sýndi á Kjarvalsstöðum ásamt hand- klæðum. En ég gat ekki hætt, einhver þrá- hyggja eða löngun dró mig áfram. Það er ánægjulegt að vinna svona á hverjum degi. Þetta er mikil vinna en hún er skemmtileg, þó að efakaflarnir komi oft, með hæðum og lægðum. Þegar ég kláraði síðustu árssýninguna þá var ný öld að hefjast og það var spennandi. Ég ákvað að vinna með tímaeininguna ára- tug. Ég byrjaði að vinna daglega í stórum platta úr mörgum minni og ég er að enda það ferli nú á þessari sýningu, á tímatengdri listahátíð sem er við hæfi.“ „Ég hélt það út!“ „Þessi verk eru nú fyrst að koma fyrir augu fólks. Ég var oft spurður hvort ég ætlaði ekki að fara að sýna, hvort ég ætti ekki að vera sýnilegri í myndlistarheiminum, en það varð að bíða þar til þessu væri lokið. Vinnustofan fylltist á meðan smátt og smátt af þessum verkum. Ég hélt það út!“ segir hann og hlær. Samhliða plöttunum sem Gretar vann á þess- um tíu árum, urðu til önnur verkefni sem skráðu hvert ár fyrir sig. Sem dæmi um þau verk nefnir Gretar að árið 2001 klæddist hann nýrri hvítri skyrtu í hverri viku ársins. „Þær hanga hérna á slá, 52 talsins. Sviti und- ir höndum, málningnar- og matarslettur, þetta er allt í þeim, rétt eins og sumir nota olíu á striga. Hin daglega iðja er efnið í tauið. Eitt árið drakk ég úr nýju glasi á hverjum degi og þau eru öll hér á borði, 365 glös. Svo smíðaði ég hátt í hundrað trékassa fyr- ir verk sem ég kalla „Geymt en gleymt“ og setti í hvern þeirra hlut sem ég er hættur að nota. Þetta eru persónulegir hlutir, sumir til- finningatengdir og aðrir ekki, og ég loka kössunum svo enginn veit hvað er í þeim. En það er hægt að taka þá upp og hrista, þá heyrist endurhljómur fortíðar. Þetta eru eins- konar „tímastokkar“. Þarna stoppaði tími þessara hluta; ég pakkaði inn tíma sem var.“ – Er tíminn aðalefniviðurinn? „Ég í tímanum,“ svarar hann. „Ég stjórn- aði hvað ég gerði á hverjum degi. Tíminn er svo afstæður, og hvað maður gerir mikið, þarna er ég að vissu leyti að eigna mér tím- ann og skrá mig í tímanum.“ Gretar nefnir fleiri verk í „Áratug“. Áður en hann hóf vinnu við verkefnið keypti hann sér ódýra rússneska filmumyndavél og tók á hana eina mynd á hverjum degi í áratug. Þær eru sýndar í bunkum sem skipt er upp í mán- uði. „Fyrsta myndin var tekin 1. janúar 2001 og síðan tók ég alltaf eina mynd á dag, af sama þemanu í einn mánuð. Ég tók eina filmu á mánuði og á borði hérna eru þessir bunkar. Þetta gerði ég í tíu ár, þetta eru 3.652 myndir á sex metra löngu borði.“ Þráhyggja, dugnaður, vilji? „Fyrsta árið tók ég mynd þegar ég vaknaði, annað árið þegar ég sofnaði, þriðja árið þegar ég horfði út um glugga, fjórða árið inn ganga, fimmta árið niður í holur, sjötta árið myndaði ég ljós …“ og þannig hélt sú skráning áfram. „Þá er ég líka með stórt myndbandsverk sem sýnt er á tólf skjám. Á hverjum degi ár- ið 2010 tók ég upp einn mínútulangan hring í kringum mig og hver mánuður er sýndur fyr- ir sig. Hringur eftir hring eftir hring.“ Annað verk er tólf filmubox og í hverju eru húð- flögur af listamanninum frá einum mánuði. „Er þetta þráhyggja, dugnaður, vilji, sköp- unarþörf?“ spyr hann þegar við ræðum hvat- ann til að halda áfram með tröllvaxið verk- efnið – allt getur átt við. Vönduð sýningarskrá kemur út um verkið og framkvæmdina, og er full ástæða til að hvetja fólk til að koma við í Nýlistasafninu og sjá tíu ár af lífi Gretars. „Þarna er ég að vissu leyti að eigna mér tímann og skrá mig í tímanum,“ segir Gretar Reynisson um verk- in á sýningunni „Áratug“. Morgunblaðið/Ómar GRETAR REYNISSON VANN Á HVERJUM DEGI Í TÍU ÁR AÐ VERKUNUM SEM HANN SÝNIR FYRST NÚ „Þetta er skráning á minni tilveru“ Á TÍU DÖGUM GEFST FÆRI Á AÐ LÍTA Í NÝLISTASAFNINU VIÐAMIKLA OG PERSÓNULEGA SKRÁNINGU EINS ÁRATUGAR Í LÍFI GRETARS REYNISSONAR MYNDLISTARMANNS, HEIÐURSLISTAMANNS SEQUENCES-HÁTÍÐARINNAR Í ÁR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is * „Þetta eru einskonar„tímastokkar“. Þarnastoppaði tími þessara hluta; ég pakkaði inn tíma sem var.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.