Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2013 BÓK VIKUNNAR Hin sérlega vel skrifaða og vandlega unna skáldsaga Kantata eftir Kristínu Marju Baldursdóttur er komin í kilju. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Fyrir ansi mörgum árum kenndi ég börnum á aldrinum sex til sjö ára. Stundum las ég fyrir þau, eins og kenn- arar eiga að gera, og mjög oft rímuð kvæði Þórarins Eldjárns fyrir börn. Mér varð snemma ljóst að þetta var gott val því börnin hlustuðu af miklum áhuga. Sjálfri fannst mér kvæðin svo skemmtileg að stundum réð ég ekki við mig heldur truflaði eigin lestur með því að segja skyndilega: „Mikið er þetta nú sniðugt!“ Smám saman myndaðist sá siður að börnin kæmu að kennaraborðinu og stæðu þar meðan ég las. Þau komu til að sjá litríkar myndirnar en ekki síður til að lesa með. Flest kunnu þau hluta af kvæðunum utanað og fóru með hluta þeirra upphátt í kór á meðan ég las. Þetta voru stemningsríkar stundir og þær minnisstæðustu á mínum stutta kennaraferli. Þarna sá ég hversu greiða leið skáldin geta átt að ungum hjört- um. Það var engin að pína börnin til að læra kvæðin utanað, þau tóku sjálf upp á því og fannst það al- veg óskaplega gaman. Þór- arinn var þeirra skáld. Þórarinn Eldjárn fékk á dögunum sögusteininn eða Ibby-verðlaunin og var mál til kom- ið. Fyrirfram hefði maður reiknað með því að hann hefði hlotið þau fyrir mörg- um árum, en verðlaunin eru veitt rithöf- undi, myndlistarmanni eða þýðanda sem hefur auðgað íslenskar barnabók- menntir. Svo sannarlega hefur Þór- arinn Eldjárn fært ungum lesendum gleði og aukið þekkingu þeirra með sín- um góðu verkum. Þegar kemur að því að leika með orð þá er hann sannur töframaður sem virðist geta allt. Orð leika í höndum hans, hann finnur stöð- ugt í þeim óvænta og snjalla merkingu og raðar þeim saman af einstakri hug- myndaauðgi. Hann var sannarlega alveg rétti maðurinn til að þýða Lísu í Undra- landi, sem er einmitt bók full af furðu- legum og snjöllum orðum og svo bráð- skemmtileg að maður kemst í sólskinsskap við lesturinn. Þórarinn Eldjárn er ekki líklegur til að gleyma ungum lesendum sínum og vonandi færir hann þeim fljótlega nýja bók og ný kvæði. ORÐ OG TÖFRAR Þórarinn Eldjárn fékk IBBY-verðlaunin sem Vigdís Finnbogadóttir afhenti. Þórarinn endurorti Hávamál fyrir börn. Orðanna hljóðan S vikalogn er nýútkomin glæpasaga eftir sænsku skáldkonuna Vivecu Sten. Sten starfaði sem lögfræð- ingur og hafði skrifað nokkrar bækur lagalegs eðlis þegar hún ákvað skyndilega að skrifa glæpasögu. „Ég er lögfræðingur og það hentar mér ágætlega að skrifa glæpasögur því bygging þeirra þarf að vera rökrétt, það þarf að vera trúverðug ástæða fyrir morði og svo þarf að hnýta lausa enda í lokin,“ segir hún. „Þetta á ekki að vera erfitt fyrir manneskju sem hugsar á lög- fræðilegum nótum.“ Svikalogn er fyrsta bókin í röð glæpasagna sem gerast á eyjunni Sandhamn þar sem Sten á sumarhús. Bókin hefst á líkfundi í fjöru. „Ég dvaldi í sumarhúsinu okkar og var á gangi á ströndinni og þá sá ég fyrir mér lík á ströndinni flækt í net,“ segir Sten. „Ég fór heim og skrifaði fyrsta og síðasta kafla bók- arinnar. Þannig hófust glæpasagnaskrif mín. Svo hélt ég áfram og þegar ég hafði lokið við handritið sagði maðurinn minn mér að ég yrði að senda það til útgefenda því það væri gott. Ég gerði það og bókin kom út árið 2008.“ Bækurnar eru orðnar fimm talsins og sjötta bókin kemur út í Svíþjóð í vor. Þær hafa selst mjög vel og komið út í fjölda landa. Sjónvarpsþáttaröð hefur verið gerð eftir fyrstu þremur bókunum og þar kom Sten að handritagerðinni og henni brá einnig fyrir í myndunum. Velgengni bókanna hefur orðið til þess að Sten hefur að mestu hætt lögfræðistörfum. „Ég var í erilsamri vinnu með þrjú börn og var að reyna að skrifa og ég hugsaði með mér: Ég verð stundum að fá að sofa! Fyrir einu og hálfu ári hætti ég lögfræðistörfum og vinn nú að mestu við ritstörf en kenni líka dálítið og sit í nokkrum nefndum. Ég nýt þess að vera rithöfundur. Ég hefði aldrei get- að ímyndað mér að nokkurt starf gæti verið svona skemmtilegt.“ Gerast allar spennusögurnar í þessari seríu á Sandhamn? „Þær byrja venjulega þar eða enda þar, en ég skrifa einnig um aðra staði. Það eru ein- ungis 110 íbúar á eyjunni á veturna og 3.000 eiga þar sumarhús og búa þar á sumrin. Ég get ekki drepið alla íbúana þannig að stund- um drep ég ferðamenn! Ég reyni líka að breikka sögusviðið og sjötta bókin sem kem- ur út í maí gerist að miklu leyti í Stokk- hólmi.“ Hvað finnst íbúum eyjarinnar um lýsingar þínar á eyjunni og íbúunum? „Ég skrifa af hlýju um eyjuna og fólkið sem þar býr. Ég reyni að miðla ást minni á þessu svæði til lesenda. Íbúarnir finna að mér stendur ekki á sama um eyjuna og þá sem þar búa. Ég gæti mín líka vandlega á því að fara rétt með staðreyndir og vinn mikla rannsókn- arvinnu. Eyjarskeggjar kunna að meta það.“ Aðalpersónurnar eru tvær, karl og kona, Thomas og Nóra, sem eru vinir. Af hverju tvær aðalpersónur, karl og kona? „Mér finnst gaman að geta bæði lýst sjónarhorni karls og konu. Ég vildi ekki að aðalpersónurnar væru elskendur heldur að á milli þeirra ríkti hlý vinátta. Bækurnar hafa komið út í mörgum löndum og það er áhugavert að í sumum löndum er Nóra talin vera aðalpersónan en í öðrum löndum Thomas. Á Spáni er Nóra til dæmis talin vera aðalpersónan en í Þýskalandi er Thomas álitinn aðalpersónan. Mér þykja þessi mismunandi viðhorf til persónanna mjög áhugaverð.“ VIVECA STEN SEGIST NJÓTA ÞESS AÐ VERA RITHÖFUNDUR Frá lögfræði til glæpa Viveca Sten: Ég get ekki drepið alla íbúana þannig að stundum drep ég ferðamenn! Morgunblaðið/Kristinn SÆNSKA SKÁLDKONAN VIVECA STEN ER HÖFUNDUR SPENNUSÖG- UNNAR SVIKALOGNS, SEM HEFUR FENGIÐ GÓÐAR VIÐTÖKUR. Órjúfanlegur hluti af heimilislífi hjáforeldrum mínum og ömmu ogafa var að vera umkringdurbókum, bókastöflum og hand- ritum. Mér fannst það bara eðlilegt og finnst það enn. Ég las óskaplega mikið sem barn og uppáhaldsbækurnar voru Fimm bækurnar og Ævintýrabækurnar eftir Enid Blyton og allar bækur Guðrúnar Helga- dóttur. Ég er enn hrifinn af hefðbundnum barnabókum eins og þeim sem hrifu mig í æsku. Ég veit ekki af hverju en um daginn fór bókin Ég lifi eftir Martin Grey að kalla á mig. Iðunn gaf bókina upphaflega út árið 1978 en hún fjallar um gyðing sem endar í Auschwitz þar sem hann missir fjölskyldu sína. Sjálfur kemst hann lífs af, giftist aftur og eignast fjölskyldu en missir hana síðan í elds- voða. Þessi bók sat í mér árum saman enda er hún óskaplega dramatísk. Öðru hvoru verður hún mér ljóslifandi og það gerðist einmitt um daginn. Ég lifi er ein af þeim bók- um sem hefur haft hvað mest áhrif á mig. Ég las einnig um daginn bókina Hvítfeld eftir Kristínu Eiríksdóttur, sem kom út fyrir jólin, og hún hafði mikil áhrif á mig og sat lengi í mér og situr í raun enn. Það er bók sem er óhætt að mæla með við hvern sem er. Áhugi minn á bókum er annars mjög fjöl- breyttur. Stundum hef ég áhuga á ákveðinni tegund bóka og svo allt annarri. Það fer eftir því hvernig liggur á mér í hvert sinn hvernig bók ég gríp í. Það er nú einn kosturinn við bóklesturinn að maður getur gripið niður í nánast hvað sem er hvenær sem er, eftir því hvað höfðar til manns hverju sinni. Þessa dagana hef ég meðal annars verið að lesa í Ævintýraeyjunni eftir Ármann Þor- valdsson þar sem hann gerir upp árin sem hann starfaði hjá Kaupþingi, þar sem hann var meðal yfirmanna árum saman og þekkir því afar vel til. Það er um margt fróðleg og spennandi lesning. Í UPPÁHALDI EGILL ÖRN JÓHANNSSON FORMAÐUR FÉLAGS ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA Egill Örn hefur áhuga á alls konar bókum. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.