Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 59
7.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Fæði kjána af efni. (6) 4. Var spónn heitur á tímabili? (8) 9. Kafnaði Adolf villtur í snjókomunni. (12) 11. Langi skakka í byggingu. (9) 12. Komum vélum að götu 5 með fótabúnaði. (10) 13. Eskimóarnir dvelja á stöðunum. (7) 16. Leggur Inga drekkur úr íláti undir peninga. (14) 17. Kall yfir óræðan fjölda er lítil sprengja. (5) 18. Sé hljóm við líkamshluta óþokka. (6) 19. Ekki gömul bjargi skoti frá Evrópubúa. (8) 21. Sast að baki brjálaðri sem var að fara af stað. (6) 24. Skamm, grasblettur sem er púkalegur. (6) 28. Kalíum og tin drauga gefur þeim fjálgleikann. (8) 30. Guð kemur aftur að hluta fótar fimrar. (5) 31. Í spili er vistarvera. (5) 32. Það er hættulegur leikur að kasta á glæ fyrir rasp á il. (10) 33. Sá sem vill ekki hvað sem er af hlutanum á byssunni. (9) 34. Ofn á krá hjá aðalsmönnum. (7) 35. Rita flýti fyrir fyrsta nóvember í geymslu á tölvu. (9) 36. Leiki með fimm sem eru oft með sjúkdóm. (9) LÓÐRÉTT 1. Fyrir Loga dragi úr sjúkdómi. (10) 2. Set brjálaða í hóp á býlinu. (6) 3. Mótsögn í því að hafa ekkert tungumál. (6,3) 4. Ekki alveg sýnilegir en svolítið nískir. (9) 5. Fylli Laban með einu kílói úr ríkisstofnun. (10) 6. Ef samnemenda má breyta þá gætu úrtölumenn birst. (12) 7. Þjálfunarstöðvar verslunarfólks? (11) 8. Óskaði eftir 5O. (5) 10. Takmark nytjaskógræktar finnst í kafla. (7) 14. Röfl án þess að snúa aftur út af merkjum. (6) 15. Var skóli samheldninnar með kaloríum? (13) 20. Ein fær kaskó frá fimmtíu og einni í menntastofnun. (10) 22. Gróðurvaxinn hvíli hjá öfugum forseta sem er ákveðinn. (9) 23. Girnast ál sem hægt er að fá úr tæki. (9) 24. Eiðfesti í Assisí án ítalskrar játningar út af sjúkdómi. (8) 25. Tek til það sem ég fyrirskipa. (6) 26. Skrapar saman veiðarfærum. (6) 27. Skordýr sem ætti heima á geðdeild birtist hratt. (7) 29. Það sem gerir nafn fólks aðeins skárra. (7) Lokaumferðir áskorendamótsins í Lond-on buðu skákáhugamönnum um heimallan uppá magnað sjónarspil. Þá var sú staða komin upp að Armeninn Levon Aronjan hafði misst af lestinni en Vladimir Kramnik, sem hafði gert jafntefli í öllum skákum sínum í fyrri umferðinni, fór mikinn og vann hverja viðureigninni á fætur annarri. Á föstudaginn langa gerðist það að „jókerinn“ Vasilí Ivant- sjúk vann Magnús Carlsen með svörtu í 90 leikjum en Aronjan missti af auðfengnu jafn- tefli gegn Kramnik, sem með sigri komst í efsta sætið. Norðmaðurinn sýndi magnaðan skapgerðarstyrk í 13. umferð sem tefld var á páskadag er hann vann Radjabov með svörtu í 89 leikjum. Þar sem Kramnik tókst ekki að fá meira en jafntefli gegn Gelfand voru Kramnik og Magnús jafnir að vinningum en staða Norð- mannsins hafði batnað verulega því að „vakn- að“ hafði merkur bálkur, úrskurðarregla nr. 2 sem þýddi að fleiri sigrar í mótinu giltu ef inn- byrðis viðureignum efstu manna lyki með jafn- tefli. Sviðið fyrir lokaumferðina: Magnús var með hvítt á Svidler en Kramnik með svart gegn Ivantsjúk, sem hafði tapað fimm skákum mótinu. Áhorf á þessar skákir á hinum ýmsum vefsvæðum sló öll met. Magnús missti þráðinn í flókinni miðtaflsstöðu í tímahraki og tapaði. Hann varð að treysta á hinn óútreiknanlega Ivantsjúk sem brást ekki að þessu sinni og vann Kramnik örugglega. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. – 2. Carlsen og Kramnik 8 ½ v. (af 13) 3. – 4. Aronjan og Svidler 8 v. 5. – 6. Gelfand og Grischuk 6 ½ v. 7. Ivantsjúk 6 v. 8. Radjabov 4 v. Magnús Carlsen sem er aðeins 22 ára hefur unnið réttinn til að skora á heimsmeistarann Anand. Tal var tæpra 23 ára þegar hann varð áskorandi Botvinniks og Kasparov var nýorð- inn 21 árs þegar tefldi um titilinn við Karpov. Þá fór áskorendakeppnin fram með einvígis- fyrirkomulagi sem verður að teljast heppi- legra keppnisform; í London var Magnús Carl- sen staddur á málsvæði sjö stórmeistara sem allir fæddust í gömlu Sovétríkjunum. Einvígið við Anand er á dagskrá í nóvember á þessu ári. Eins og svo oft áður lá styrkur Magnúsar í góðri endataflstækni og mikilli seiglu. Byrj- anir hans þykja ekki sérlega skarpar en hann tengir þær vel við stöðurnar koma upp í mið- töflunum. Hans besta skák kom sennilega í 10. umferð: Magnús Carlsen – Boris Gelfand Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Í tapskákinni við Ivantsjúk valdi Magnús að opna taflið með – d4. 3. … e6 4. O-O Rge7 5. He1 a6 6. Bf1 d5 7. exd5 Rxd5 8. 4 Rf6 9. Be3 cxd4 10. Rxd4 Bd7 11. c4 Rxd4 12. Bxd4 Bc6 13. Rc3 Be7 14. a3 a5 15. Dd3 O-O 16. Had1 Dc7 17. Be5 Db6 18. Dg3 Hfd8 19. Hxd8 Dxd8 20. Hd1 Db6? Sennilega eina ónákvæmni Gelfands. Hann gat leikið 20. … Df8 sem heldur vel í horfinu. 21. Bd4! Db3 21. .. Da6 er vel svarað með 22. b4. 22. Hd3 Dc2 23. b4 axb4 24. axb4 Rh5 25. De5 Bf6 26. Dxh5 Bxd4 27. Hxd4 Dxc3 - sjá stöðumynd - 28. Da5! Með hugmyndinni 28. … Hxa5 29. Hd8+ og mátar. 28. … Hf8 29. Db6 e5 30. Hd1 g6 31. b5 Be4 32. Df6 h5 33. h4 Bf5 34. Hd5 Dc1 35. Dxe5 Be6 36. Hd4 Ha8 37. De2 Kh7 38. Hd1 Dc3 39. De4 Ha1 40. Hxa1 Dxa1 41. c5 Dc3 42. Dxb7 De1 Hótar 43. … Bc4. En áætlun Magnúsar er einföld og snjöll. 43. b6 Bc4 44. Df3 Dxf1 45. Kh2 Db1 46. b7 Db5 47. c6 Bd5 48. Dg3 - og svartur gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Magnús Carlsen er áskorandi Anands Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðil í umslagi merktu: Kross- gáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 7. apríl rennur út á há- degi 12. apríl. Vinnings- hafi krossgátunnar 31. mars er Sigrún Sighvats- dóttir, Fífuseli 15, Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Kant- ötu eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Forlagið gef- ur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.