Morgunblaðið - 18.05.2013, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–14, sunnud. lokað
Listmunauppboð
Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð
Síðustu forvöð til að koma með verk á
uppboðið er mánudaginn 27. maí
Vefuppboð
Myndlist
lýkur 21. maí
Eftirprent
lýkur 27. maí
Áhugasamir geta haft
samband í síma 551-0400
EGGSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Svartfuglsegg þykja veislumatur en
þau eru ekki síður veisla fyrir augað
en magann. Græn, hvít eða brúnleit í
grunninn og marglitt mynstur
doppa og strika. Sum eru með
kraga, önnur með hatt og sum ein-
faldlega einlit.
Nú er eggtíð að hefjast í fugla-
björgunum. Íslendingar hafa líklega
fæstir velt fyrir sér litskrúði
svartfuglseggja enda hefur þeirra
fyrst og fremst verið aflað sem dýr-
mætrar fæðu, ferskmetis á vormán-
uðum. Munstrið er merkilegt fyrir
þær sakir
Söfnuðu munstrum eggja
Eggjasöfnun hefur verið áhuga-
mál margra náttúruunnenda. Sumir
keppast við að eignast egg sem
flestra tegunda en á árum áður,
meðan ræna mátti svartfugla í Bret-
landi, voru þar eggjasafnarar sem
reyndu að eignast sem flest litaaf-
brigði af eggjum svartfugla.
Einn slíkur, George Rickaby að
nafni, hélt dagbók á 4. áratug síð-
ustu aldar og skráði þar ferðir sínar
til bjargmanna í Bemptonbjörgum
(Bempton Cliffs) í Jórvíkurskíri.
Þau eru á austurströnd Englands,
um 100 km norðan við hafnarborg-
irnar Hull og Grimsby. Völdum
færslum úr dagbókum Rickabys og
ýmsum fróðleik um bjargmennina í
Bempton var safnað saman og þær
gefnar út í bók, A Diary of Bempton
Climbers (útg. Peregrine Books).
Þar er að finna lýsingar á marg-
breytilegum mynstrum svartfugl-
seggja, einkum langvíu- og álku-
eggja, og verðskrá yfir hin ýmsu
afbrigði frá því fyrir seinna stríð.
Eggjasafnarar söfnuðu sumir hinum
ýmsu litaafbrigðum eggja langvíu og
álku. Safnararnir og bjargmennirnir
höfðu áttað sig á því að sami kven-
fugl þessara tegunda verpti alltaf
eggi með sama mynstri. Safnararnir
sátu um bjargmennina þegar þeir
fóru á syllur þar sem von var á sjald-
gæfum afbrigðum og höfðu jafnvel
lagt inn pantanir. Sumir fuglar, sem
urpu einkar fágætum afbrigðum,
voru rændir allt upp í þrígang sama
vorið.
Rickaby nefnir mörg dæmi þessu
til sönnunar. Hann sagði t.d. frá
heimsókn til G. Lupton eggjasafnara
og skoðaði safn hans, sem var besta
safn langvíueggja í heiminum að
mati Rickabys. Þar voru t.d. 28 eins
útlítandi egg undan sama fuglinum,
grunntónn þeirra var brúnleitur og
rauðbrúnt band um eggið og fallegar
rauðleitar, ólívugrænar og purp-
urarauðar doppur.
Rickaby greinir frá mörgum fá-
gætum afbrigðum og tilgreinir
varpstaði í björgunum þar sem þau
er að finna. Hann greinir m.a. frá
heppni sinni þann 1. júní 1935. Þá fór
hann út á Bemptonbjörg og fékk par
af eins útlítandi eggjum. Fyrra egg-
ið sem fuglinn varp fór í það djúpa
holu eða sprungu að fuglinn gat ekki
legið á því. Hann verpti þá öðru eggi
ofan á það fyrra svo hann gæti legið
á því. Rickaby segir einnig frá
þrennum sem honum áskotnuðust
vorið 1936. Einni þrennunni var
safnað dagana 15. maí, 31. maí og 13.
júní undan sama fuglinum.
Munstrið háð kvenfuglinum
Ævar Petersen, dýrafræðingur,
sagði það vel þekkt að egg með
ákveðinni litasamsetningu kæmu frá
ákveðnum fuglum og nokkuð ljóst að
sömu svartfuglar yrpu eins útlítandi
eggjum ár eftir ár. Eins hafa svart-
fuglarnir tilhneigingu til að koma
aftur á sama varpstað ár eftir ár.
Munstrið er háð kvenfuglinum því
hann leggur allt til eggsins. Karl-
fuglinn frjóvgar það einungis.
„Ég hef séð þetta mjög mikið í
teistunni, ég hef fylgst með henni
undanfarin 40 ár. Þar er ég með hell-
ing af merktum fuglum. Ég hef séð
að ákveðin munstur koma frá
ákveðnum fuglum,“ sagði Ævar.
Þess ber að geta að teista er af ætt
svartfugla líkt og álka, haftyrðill,
langvía, lundi og stuttnefja.
Ævar kveðst telja líklegt að gena-
samsetning hvers kvenfugls ákveði
útlit eggjanna sem hann verpir.
Eggjastærð fugla sömu tegundar
getur einnig verið mismunandi frá
einum fugli til annars. Ævar sagði
talið að það réðist meira af aldri og
reynslu fuglsins við að safna sér
forða en meðfæddum eiginleikum
hve egg hans yrði stórt. Tvíblóma
egg eru einnig venjulega stærri en
einblóma egg.
„Ég skrifaði doktorsritgerð um
teistuna á sínum tíma, m.a. um það
að fyrstu fuglar í varpi byrja að
verpa um sex vikum á undan sein-
ustu fuglunum. Eggin sem fuglarnir
verpa verða minni og minni eftir því
sem lengra líður á varptímann.
Ungu fuglarnir verpa seinna en þeir
gömlu,“ sagði Ævar.
Eggjasöfnun aflögð að mestu
Hann sagði það sama eiga við um
teistur, langvíur, álkur og stutt-
nefjur að litur eggja þeirra væri fjöl-
breyttur. Það á bæði við um grunnlit
skurnarinnar, bletti og rákir.
Ævar sagði að eggjasöfnun hefði
verið nokkuð stunduð hér á árum áð-
ur en taldi að nú væri hún að mestu
aflögð hér. Hann hafði ekki heyrt af
neinum hér á landi sem hefði safnað
mismunandi munstrum svartfugls-
eggja.
Rauð svartfuglaegg voru einkar
eftirsótt hjá bresku eggjasöfn-
urunum. Ævar sagði það þekkt að
fuglar yrpu rauðum eggjum og þau
væru yfirleitt mjög sjaldgæf.
„Þessi rauðleitu egg eru kölluð
eritrísk og eru geysifágæt. Fyrir
löngu varp hvítmáfspar nokkur ár í
röð vestur í Rauðseyjum á Breiða-
firði og alltaf rauðum eggjum.“
Hver svartfugl á sitt munstur
Breskir eggjasafnarar komust að því að hver svartfugl varp eins útlítandi eggi ár eftir ár Setið
var um fugla sem urpu fágætum eggjum Hvítmáfur í Breiðafirði varp rauðum eggjum ár eftir ár
Morgunblaðið/RAX
Bjarnarey Svartfuglseggin eru veisla bæði fyrir augað og magann. Hver svartfugl á sitt ákveðna munstur og lit þegar kemur að útliti eggjanna. Bjargmenn
í Bjarnarey höfðu ekki áttað sig á því fyrr en afkomandi breskra bjargmanna benti þeim á þessa staðreynd sem þarlendir eggjasafnarar þekktu vel.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Svartfuglsegg Algengir grunnlitir svartfuglseggja eru grænn, hvítur og
drappaður. Doppur og strik í ýmsum litum skreyta gjarnan eggin.
Breskur afkomandi bjargmanna í Bemton-
björgum hóf að koma í svartfuglsegg í Bjarna-
rey í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum og
hjálpa við bjargsigið. Hann færði Bjarnar-
eyingum eintak af umræddri bók um breska
eggjasafnara og svartfuglaegg úr Bemp-
tonbjörgum. Hann vakti athygli Bjarnareyinga
á því að sömu svartfuglar verpi eins útlítandi
eggjum ár eftir ár.
„Þetta er eitthvað sem við höfðum ekki hug-
mynd um og höfðum aldrei hugsað út í. Það
eru mjög merkilegar upplýsingar í þessari
bók,“ sagði Hlöðver Guðnason, formaður Veiði-
félags Bjarnareyjar. Hann byrjaði að fara í
Bjarnarey árið 1970, fyrir 43 árum, og hefur
sigið eftir fýls- og svartfuglseggjum ár eftir ár.
„Það er alveg öruggt að engir tveir svartfuglar verpa alveg eins eggjum.
Það er ekki heldur spurning að hver svartfugl verpir eins útlítandi eggjum
ár eftir ár. Bretarnir fundu það líka út að svartfuglinn verpir þrisvar sinn-
um sama vorið ef hann er rændur.“
Hlöðver sagði að hann og félagar hans hefðu fylgst vel með svonefndu
Bjarnabæli undanfarin ár. Það var eyðilagt sem varpstaður fyrir tæpum
100 árum og allir fuglarnir snaraðir, yfir þúsund fuglar. Undanfarin ár
hafa orpið þar aðeins 40-60 fuglar og því er auðvelt að fylgjast með þeim
og eggjum þeirra.
Ljóst að hver svartfugl setur
sitt mark á eggin sín
AFKOMANDI BRESKRA BJARGMANNA HEFUR FYLGST MEÐ
VESTMANNAEYINGUM VIÐ EGGJATÖKU Í BJARNAREY