Morgunblaðið - 17.07.2013, Side 2

Morgunblaðið - 17.07.2013, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Það er meiri snjór núna á þessum slóðum en hefur verið í mörg ár á þessum tíma,“ segir Páll Rúnar Traustason á Akureyri, sem hefur litið til með skála Ferðafélags Akureyrar í Laugafelli, ofan Eyjafjarðar. Hann fór nýverið upp Eyja- fjarðardal og myndin er tekin framan við Svín- heiði þar sem snjóskaflar eru enn miklir. Páll segir veginn ekki góðan fram dalinn en Vega- gerðin hafi verið að vinna að viðgerðum. Skaflar á leiðinni ekki meiri í mörg ár Ljósmynd/Páll Rúnar Traustason Leiðin upp í Laugafell ofan Eyjafjarðar enn torsótt en Vegagerðin vinnur að viðgerðum Olíufélögin hækkuðu öll verð á bensínlítranum um þrjár til fjórar krónur í gær. Olís, N1 og Shell riðu á vaðið í gærmorgun og hækkuðu lítraverðið hjá sér um fjórar krónur. Eftir hækkunina kostaði lítrinn á stöðvum þeirra 255,40 krónur. ÓB, Atlantsolía og Orkan sigldu svo í kjölfarið síðar um daginn með sambærilegri hækkun. Í gærkvöldi var bens- ínlítrinn ódýrastur hjá Orkunni þar sem hann kostaði 254,60 krónur. Þetta er önnur hækkunin á stuttum tíma en olíufélögin hækkuðu verð á bensíni um fimm krónur í síðustu viku. Á þriðjudag í síðustu viku kostaði lítrinn minnst 246,2 krón- ur. Hann hefur því hækkað um átta og hálfa krónu á einni viku. „Skeljungur hækkaði verð á bensíni og dísilolíu um þrjár krónur í gær [í fyrradag] og um 3,5 krónur í síðustu viku. Það kann að vera að Orkan hafi hækkað verðið ívið meira eða um samtals sjö krónur. Á síðustu sjö dögum hefur bensínverð hækkað um 50 dollara tonnið. Til við- bótar fór gengið á bandaríkjadalnum upp en fór síðan niður. Hækkunin í gær (í fyrradag) var því minni en ella,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, en Orkan er dótturfélags Skeljungs. Að sögn Einars Arnar kostaði tonnið af bensíni um 1.050 bandaríkjadali eftir hækkunina í fyrradag en hækkaði síðan um 15 dali til viðbótar í gær. Hann segir hækkun um 50 dali á tonnið þýða hækkun um 5,90 krónur á bensín- og dísillítranum. baldura@mbl.is Bensínið hækkar áfram Morgunblaðið/Kristinn Á dælunni Öll olíufélögin hækkuðu verð á bensínlítr- anum um þrjár til fjórar krónur í gær.  8 kr. hækkun á einni viku vegna heimsmarkaðsverðs Hæstiréttur stað- festi í gær gæslu- varðhalds- úrskurði yfir þremur af mönn- unum fimm sem handteknir voru í síðustu viku í tengslum við rannsókn á því þegar manni var haldið nauðugum á Stokkseyri og hann pyntaður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að forsendur úrskurðanna yrðu ekki birtar sökum rannsóknar- hagsmuna. Stefán Logi Sívarsson er á meðal þeirra sem gæsluvarðhald var stað- fest yfir. Hann var handtekinn í lok síðustu viku eftir umfangsmikla leit lögreglu í höfuðborginni og á Suður- landi. Leitað var í bílum og þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina. Áður hafði verið staðfestur úr- skurður yfir einum sakborninganna en sá fimmti kærði ekki til Hæsta- réttar. Mennirnir fimm verða því all- ir áfram í haldi. aslaug@mbl.is Verða áfram í varðhaldi Hæstiréttur Íslands.  Einn kærði ekki til Hæstaréttar Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum Frí flugubox Krókar fylgja öllum túpum www.frances.is Frí heimsending Baldur Arnarson baldura@mbl.is Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) er ósátt við úrskurð kjara- ráðs vegna kröfu félagsins um leið- réttingu launa afturvirkt, eftir tímabundna frystingu í kjölfar efna- hagshrunsins haustið 2008. Að sögn Magnúsar Guðmunds- sonar, formanns FFR, varðar málið alls um 180 forstöðumenn í ríkis- kerfinu. Laun þeirra hafi verið fryst 2009 vegna bágrar stöðu ríkissjóðs með bráðabirgðalögum sem giltu til 2011. Þrátt fyrir að lögin hafi runnið út í desember 2011 vilji kjararáð að þessi hópur njóti ekki almennra launahækkana á vinnumarkaði fyrr en frá og með október 2012. Þarna muni 10 mánuðum sem félagsmenn vilji leiðrétta með afturvirkum hækkunum. Hefur hópurinn fengið laun þrisvar hækkuð frá og með október 2012, í takt við síðustu kjarasamn- inga ríkisstarfsmanna sem gerðir voru í kjölfar þess að kjarasamn- ingar á almennum vinnumarkaði voru undirritaðir í maí 2011. Vilja líka vísitöluleiðréttingu Til viðbótar vilji FFR að laun fé- lagsmanna verði leiðrétt m.t.t. vísi- töluþróunar frá og með 2009 þannig að launin leiðréttist um sem nemur 10-20% eftir því hver á í hlut. Er krafan sú að fyrirhugaðar launa- hækkanir í haust komi ofan á þessa leiðréttingu, þannig að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir rík- isstarfsmenn sem ekki hafi búið við frystingu launa. Undir þennan hóp heyra for- stöðumenn nokkurra félaga í eigu ríkisins sem færðir voru undir kjar- aráð árið 2010. Hefur sá hópur einnig fengið launahækkanir í þrem lotum síðan síðustu kjarasamningar voru gerðir. Er þar um að ræða til dæmis bankastjóra Landsbankans, seðlabankastjóra, forstjóra RARIK, forstjóra FME, forstjóra Orkubús Vestfjarða og forstjóra Samkeppn- iseftirlitsins. Hafa hækkanir þeirra verið að jafnaði um 4% í hverri lotu en það fer nærri hækkunum á almennum vinnumarkaði sem voru samtals ríf- lega 11% með hækkunum í júní 2011 og 1. febrúar 2012 og 2013. Heyrði áður undir kjararáð Þessi hópur var færður undir kjararáð eftir efnahagshrunið og lækkuðu laun hans samhliða því. Að sögn Kolbeins H. Stefánsson- ar, sem situr í kjararáði, ákvarðaði ráðið í lok júní sl. breytingar á kjörum 23 forstjóra hlutafélaga í eigu ríkisins. Breytingarnar eru afturvirkar og ná til 1. ágúst 2012, nema hvað laun bankastjóra Lands- bankans breytast frá og með 1. júní 2012. Laun umrædds bankastjóra hækka mest eða um 14,1% og fær hann nú 934.637 krónur í grunnlaun og greiddar 65 einingar fyrir álag og yfirvinnu, 6.918 kr. á einingu, eða alls 1.384.307 í heildarlaun. Greiðslur á hverja einingu hjá þessum hópi voru hækkaðar í 6.918 kr. til jafns við aðra forstöðumenn ríkisstofnana en einingafjöldi end- urskoðaður á móti. Var forstjór- unum 23 gefið tækifæri til að gera grein fyrir breytingum á álagi og skiluðu sumir inn greinargerðum. Áhrif breytinganna eru mismun- andi eftir einstaklingum og hafa jafnvel óveruleg áhrif á heildarlaun. Launin leiðréttist um 10-20%  Félag forstöðumanna ríkisstofnana krefst 10-20% hækkunar launa í takt við vísitöluþróun frá 2009  Tímabilið hefst frá og með frystingu launa eftir hrunið  Fyrirhugaðar launahækkanir leggist ofan á Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.