Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 1
Lúpínan skoðuð úr geimnum Gervitunglagögn eru nú notuð til þess að kort- leggja útbreiðslu alaskalúp- ínunnar á Ís- landi. Land- græðsla ríkisins og Nátt- úrufræðistofnun Íslands hafa ásamt öðrum unnið að því verkefni und- anfarin tvö ár að sögn Sveins Run- ólfssonar land- græðslustjóra. Í bæklingi sem stofnanirnar gáfu út í síðasta mánuði er talað um að uppræta tegundina á miðhálendinu og friðlýstum svæðum. Sveinn seg- ir þó ekki unnið markvisst að því að uppræta lúpínuna. „Það eru tilmæli til landsmanna að lúpínan dreifi sér ekki víðar en hún er í dag og við reynum að koma í veg fyrir að hún dreifi sér í náttúruperlum landsins […] þar sem hún á ekkert erindi,“ segir hann. »12 Lúpínan Mis- vinsæl á Íslandi. F Ö S T U D A G U R 1 9. J Ú L Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  167. tölublað  101. árgangur  DANÍEL HAUKUR HEILLAR ÁHEYRENDUR FRANSKI SPÍTALINN ER Á ÁÆTLUN LÆTUR TÓNLIST- ARDRAUMA SÍNA RÆTAST FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR 17 NÝ SÓLÓPLATA 38UNGUR SÖNGVARI 10 Kvikmyndaframleiðandinn og sundgarpurinn Ingvar Þórð- arson fékk sér 15 mínútna sundsprett í Jökulsárlóni í gær. „Ferðamennirnir voru meira undrandi á þessu en selurinn sem ég rakst á inni á milli ísjakanna,“ segir Ingvar en hann brýnir fyrir fólki að fara varlega í lóninu. Þar eru harðir straumar og jakarnir geta snúist við fyrirvaralaust og því að- eins á færi reynslumikilla sjósundsgarpa að stunda þessa iðju. Ingvar hefur víða stundað sjóböð á ýmsum köldum stöðum enda er mottóið hans: „Því kaldara því betra.“ Ferðamennirnir voru meira undrandi en selurinn Morgunblaðið/RAX  Nokkur lög- regluembætti á landsbyggðinni hafa tekið upp notkun sérhann- aðra upp- tökuvéla sem lögregluþjónar bera framan á sér. Reynsla er- lendis frá sýnir að kvörtunum fækkar með tilkomu slíkra tækja og að borgarar hegða sér betur þegar þeir vita að þeir eru í mynd. Vél- arnar eru bæði notaðar á vettvangi og við yfirheyrslur og brjóta ekki gegn friðhelgi einkalífsins. »4 Myndavélar á lögregluþjónum gefa góða raun Myndavél á vasa lögregluþjóns.  Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, telur enga innistæðu fyrir launakröfum Félags forstöðu- manna ríkisstofnana en það krefst þess að kjörin verði leiðrétt aftur að efnahagshruninu haustið 2008. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur hins vegar að almennir laun- þegar hljóti að horfa til launa- krafna forstöðumannanna. Það sama gerir formaður Félags grunnskólakennara. »6 Ólík afstaða SA og ASÍ til launakrafna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Maður sér fyrir sér að röntgen- læknar muni hlaupa í skarðið fyrir geislafræðinga að einhverju leyti, svo væri auðvitað hægt að vísa fólki með minniháttar áverka annað,“ segir Ólafur Ingimarsson, yfirlæknir á bráða- og göngudeild Landspítal- ans, um ástandið ef meirihluti geisla- fræðinga lætur af störfum 1. ágúst. Yfir 40 geislafræðingar hafa sagt upp og munu láta af störfum ef engir samningar nást. Engir samningar eru í sjónmáli. Ólafur segir geisla- fræðinga nauðsynlegan starfskraft og að uppsagnirnar muni hafa veru- leg áhrif á deildina. Staðan alvarleg fyrir spítalann „Það er ekkert að gerast og fund- ur geislafræðinga með stjórnendum spítalans leysti ekki úr neinu, svo staðan er bara sú sama,“ segir Katr- ín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Hún segir stöðuna mjög alvarlega fyrir Landspítalann. Geislafræðingar hafa verið með lægri laun í langan tíma en aðrar stéttir með sambærilega menntun að sögn Katrínar. Þá jók það óánægju þeirra enn frekar að forstjórar og framkvæmdastjórar ríkisins fá nú launahækkun heilt ár aftur í tímann. Páll Matthíasson, staðgengill for- stjóra Landspítalans, segir geisla- fræðinga ómissandi í mikilvægri þjónustu á spítalanum. „Við vonumst til að sem flestir geislafræðingar dragi uppsagnir sín- ar til baka, en það liggur ekki ljóst fyrir hvort það verður og þá hversu margir,“ segir Páll. Hann segir ljóst að þjónustan á spítalanum muni raskast ef af uppsögnum verður. Setjast þurfi niður til að skoða hvernig spítalinn geti skipulagt sig. „Við höfum heilmikið komið til móts við geislafræðinga og vonumst til að sem flestir geislafræðingar taki tilboðinu sem liggur á borðinu.“ Mikið vinnuálag nú þegar Geislafræðingar þjónusta sjúkra- húsið í heild og er nú þegar mikið vinnuálag á þeim. „Þeir framkvæma allar myndgreiningarrannsóknir og það er enginn annar sem hefur heim- ild til þess. Þá eru þeir mikilvægir í geislameðferðum fyrir krabba- meinssjúka,“ segir Katrín. MGeislafræðingar ómissandi »4 Uppsagnir hefðu al- varlegar afleiðingar  Gæti þurft að vísa fólki með minni áverka annað  Geisla- fræðingar hætta eftir 2 vikur  Engir samningar í sjónmáli Morgunblaðið/ÞÖK Uppsagnir Grípa þarf til neyðarráð- stafana ef af uppsögnum verður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.