Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Landgræðslan og Náttúrufræðistofn- un Íslands hafa undanfarin tvö ár unn- ið að því að kortleggja útbreiðslu alaskalúpínu hér á landi með aðstoð gervihnattagagna. Að sögn Sveins Runólfssonar land- græðslustjóra liggur heildarnið- urstaða ekki enn fyrir og mun ekki gera það á þessu ári. Verkefnið hafi meðal annars ver- ið styrkt með fjár- munum úr minn- ingarsjóði Hjálmars R. Bárðarsonar, fyrr- verandi siglingamála- stjóra, og Else S. Bárðarsonar. „Við hjá Land- græðslunni teljum það afar mikils- vert að fá heildaryfirsýn yfir hvar lúp- ínan er komin núna í dag,“ segir Sveinn. Gervitunglagögnin eru grundvöllur rannsóknanna á útbreiðslu lúpínunnar enda segir Sveinn það ekki gerlegt að senda fólk út á land til að telja eða skrá lúpínuna. „Við verðum að hafa þessi gervi- tunglagögn en þau þarfnast ákveð- innar þróunarvinnu til að greina lúp- ínuna á myndunum og þekkja hana frá öðrum gróðri eins og öflugum skógi,“ segir hann. Komist ekki í náttúruperlur Í upplýsingabæklingi sem stofn- anirnar tvær gáfu út í júní um áhrif lúpínu og skógarkerfils á vistkerfi landsins kemur fram að lögð sé áhersla á að uppræta þessar tegundir á miðhálendinu og á friðlýstum svæð- um. Þar segir einnig að samstillt átak margra aðila þurfi til þess að hefta út- breiðslu tegundanna þar sem þær telj- ast vágestir. Í því skyni getur almenn- ingur tilkynnt á heimasíðu Land- græðslunnar um vaxtarstaði þeirra. Þær upplýsingar megi nýta til þess að fá yfirlit yfir útbreiðslu tegundanna. Sveinn segir þó að ekki sé nein her- ferð í gangi til þess að eyða lúpínunni nema í einstökum sveitarfélögum. Þar á meðal nefnir hann Eyjafjörð, Hrís- ey og Stykkishólm. „Það er ekki verið að vinna mark- visst að því að uppræta hana og engin sérstök svæði á vegum hins opinbera heldur eru tilmæli til landsmanna að lúpínan dreifi sér ekki víðar en hún hefur gert í dag og við reynum að koma í veg fyrir að hún dreifi sér í náttúruperlum landsins eins og í Þórsmörk og Dimmuborgum þar sem hún á ekkert erindi,“ segir land- græðslustjóri. Verði ekki dreift víðar Að sögn Borgþórs Magnússonar, plöntuvistfræðings hjá Nátt- úrufræðistofnun, er útilokað að upp- ræta lúpínu þegar hún er búin að leggja undir sig fleiri hektara af landi. Hún eigi hins vegar ekki auðvelt með landdreifingu nema með vatni. Því sé um að gera að dreifa henni ekki víðar en hún er þegar komin eins og í fjörð- um og dölum. Sú stefna sem stýrihópur umhverf- isráðuneytisins, sem stofnaður var 2010 til að leggja fram tillögur um varnir og upprætingu lúpínu og skóg- arkerfils, hafi markað sé að dreifa lúp- ínu fyrst og fremst á vel skilgreindum uppgræðslusvæðum eins og víð- áttumiklum söndum þar sem aðrar uppgræðsluaðferðir virka síður en ekki þar sem hætta sé á að lúpínan dreifi sér yfir annan gróður og kaf- færi hann. „Við fáum talsvert af upphring- ingum frá fólki sem leitar ráða um hvað það geti gert. Lúpínan fer yfir berjabreiður og sumarbústaðalönd. Það eru misjafnar skoðanir á henni eins og öllu öðru,“ segir Borgþór. Fylgjast með lúpínu úr geimnum  Gervitunglagögn notuð til að kortleggja útbreiðslu alaskalúpínu á Íslandi  Reynt að koma í veg fyrir að plantan dreifi sér í náttúruperlur þar sem hún á ekki heima  Margir leita ráða gegn henni Morgunblaðið/Ómar Blá breiða Lúpínuna er víða að finna við þéttbýlisstaði og á skógræktar- og landgræðslusvæðum. Hún finnst einnig á friðuðum svæðum og þar sem sauðfjárbeit er lítil. Þessi mynd er tekin við Vífilsstaðavatn. Sláttur Það er ekki auðvelt að losna við lúpínuna þegar hún er búin að vinna land. Það geta þeir sem hafa reynt það staðfest. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst LAGNAEFNI FYRIR TÖLVUR OG NET Digitus net lagnaefnið hefur verið á markaðnum um allan heim síðan 1994 við góðan orðstír. Frá þeim fáum við allt sem þarf til að gera gott netkerfi fyrir heimili eða fyrirtæki. Mótari sem sendir mynd frá myndlykli um húsið með loftnetslögnum sem eru fyrir í flestum húsum. TRI AX TFM 001 MÓ TAR I NÝJUNG HJÁ OKKUR 25ÁRA 1988-2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) berst fjöldi fyrirspurna vegna vandamála sem tengjast viðskiptum með mikið notaða bíla. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir verð á gömlum bílum óeðlilegt þessa dagana. Tíu ára gamlir smábíl- ar og jafnvel eldri fari á allt frá 600- 900 þúsund krónur. Meðalaldur íslenska bílaflotans hefur farið hækkandi frá hruni og er hann nú einn sá hæsti í Evrópu. Þessa sér stað í því að gömlum og slitnum bílum er haldið við mun lengur en áður, að sögn Runólfs. „Það er mikil eftirspurn eftir ódýrum bílum en framboðið er frek- ar takmarkað. Það er farið að bera á því að bílum sé haldið í horfinu og „sölusjæningu“ eins og það var kall- að í gamla daga til að koma bílum í gegnum sölu en ekki mikið lengur en það. Fólk er stundum að kaupa úr sér gengna vöru,“ segir hann. Býður hættunni heim Einnig er handvömm í því að fólk leiti sér ráðgjafar og fái söluskoðun á notaða bíla sem það kaupir, að sögn Runólfs. Oftar en ekki sé fólk að kaupa köttinn í sekknum. „Það er mjög erfitt að gera eitt- hvað í þessu því þrautaleiðin getur verið að fara með málin fyrir dóm- stóla. Hver fer í dómsmál út af verð- mæti sem er á milli 100-200 þúsund? Viðtalstími hjá lögfræðingi er fljót- lega kominn upp í það,“ segir Run- ólfur. Hann segist ekki hafa bein gögn um það hvort aldur bílaflotans hafi leitt til fleiri slysa en það segi sig sjálft að verra ástand ökutækja bjóði hættunni heim. Morgunblaðið/RAX Eftirspurn Gamlir bílar of dýrir. Mynd tengist efni fréttar ekki beint. Gamlir bílar oft kettir í sekkjum  Fyrirspurnum til FÍB fjölgar Uppruni alaskalúpínunnar er í Norður-Ameríku en hún er talin hafa borist hingað til lands ásamt fleiri lúpínutegundum ár- ið 1895 sem garðaplanta, sam- kvæmt upplýsingum á vefsíðu Landgræðslu ríkisins. Það var svo um miðbik síð- ustu aldar sem Hákon Bjarna- son, þáverandi skógræktar- stjóri, flutti fræ og rætur af tegundinni frá Alaska hingað til lands og var þá byrjað að nota hana til landgræðslu. Útbreiðsla hennar var lengi vel takmörkuð en hún hefur aukist mikið, sérstaklega eftir 1990, og er nú mjög útbreidd um landið. Það má m.a. rekja til minnkandi sauðfjárbeitar að því er segir hjá Landgræðslunni. Hefur breiðst út í seinni tíð KOM FYRST 1895 Sveinn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.