Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 ✝ Aðaldís Páls-dóttir fæddist á Skeggjastöðum í Fellum 28. maí 1925. Hún lést á Eir í Reykjavík 10. júlí 2013. Foreldrar henn- ar voru Páll Jóns- son bóndi á Skeggjastöðum, f. 25.10. 1898 á Þúfu í Dalsmynni, S- Þingeyjarsýslu, d. 28.5. 1972 og Bjarnheiður Magnúsdóttir, f. 13. janúar 1902 á Hallgeirs- stöðum í Hlíðarhreppi, N- Múlasýslu, d. 9.9. 1981. Þau hjónin eignuðust sex börn; Að- aldísi, Þórarin, f. 1927, Huldu, f. 1929, Jón, f. 1931, Björn, f. 1933 og Garðar, f. 1934, sem öll eru nú látin. Aðaldís giftist 18.5. 1950 Guðmundi Magnússyni, f. 6.12. 1922 á Hjartarstöðum í Eiða- þinghá. Hann andaðist 13. júlí 2004. Foreldrar Guðmundar voru Magnús Sigurðsson bóndi á Hjartarstöðum, f. 4.5. 1882, d. 9.4. 1926, og Ólöf Guðmunds- dóttir, f. 3.8. 1887, d. 28.8. 1972. Börn Aðaldísar og Guðmundar eru: 1. Ólöf Magna, f. 31.1. 1952, gift Bjarna G. Björgvinssyni, f. 1.2. 1951. Börn þeirra: a) Björg- 1980, í sambúð með Baldri Ingi- mar Aðalsteinssyni, f. 12.2. 1980. Dætur þeirra: Aðaldís Emma, Líney Anna og Ríkey Ósk. 3. Guðmundur Gylfi, f. 28.4. 1957, kvæntur Önnu Maríu Ögmundsdóttur, f. 12.9. 1956. Dætur þeirra: a) Arndís Jóna, f. 5.9. 1989 og b) Kristín Anna, f. 16.5. 1993. 4. Arnheiður Gígja, f. 10.10. 1960, gift Gissuri Pét- urssyni, f. 2.4. 1958. Synir þeirra: a) Ísleifur, f. 7.5. 1994, og b) Teitur, f. 10.9. 1996. Aðaldís ólst upp á Skeggja- stöðum í Fellum og naut far- kennslu þar. Um sextán ára ald- ur fór hún á Seyðisfjörð og vann þar sem vinnukona. Næsta ár vann hún við afgreiðslustörf í Kaupfélaginu á Reyðarfirði og þaðan fór hún til Akureyrar þar sem hún vann á saumastofu. Um tvítugt fór Dísa til Reykjavíkur og vann þar á Landssímanum sem talsímastúlka í fjögur ár og var svo eitt ár í Húsmæðraskól- anum á Ísafirði. Á þessum árum kynntist hún Guðmundi og þau fluttu til Egilsstaða 1952 þar sem þau byggðu sér hús og ólu börnin upp á Laufási 2. Þar bjuggu þau alla sína búskap- artíð og tóku sem frumbyggjar á Egilsstöðum virkan þátt í að móta samfélagið sem þar komst á legg. Útför Aðaldísar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 19. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 14. vin Harri, f. 5.4. 1974, kvæntur Mar- íu Guðmunds- dóttur, f. 9.2. 1973: Börn þeirra: Bjarni Heiðar, Brynja Hlín og Snædís Gróa. Dóttir Björg- vins er Bergþóra Huld og dóttir Mar- íu er Sara Hlín. b) Heiðdís Halla, f. 4.9. 1981, í sambúð með Ásgrími Inga Arngríms- syni, f. 27.10. 1973. c) Guð- mundur Magni, f. 6.2. 1984, kvæntur Heiði Vigfúsdóttur, f. 27.6. 1980. Synir þeirra: Arnar Harri og Styrmir Vigfús. d) Sól- veig Edda, f. 1.8. 1987. 2. Anna Heiður, f. 19.1. 1952, gift Reyni Sigurðssyni, f. 8.10. 1951. Börn þeirra: a) Guðmundur Gauti, f. 21.11. 1973, kvæntur Júlíu Stephanova, dóttir þeirra óskírð. Dætur Gauta af fyrra hjónabandi: Rakel Anna, Thelma Rut og Halldóra Sara. Móðir þeirra er Svava Björg Harðardóttir, f. 18.7. 1972. b) Egill Fannar, f. 24.12. 1978, kvæntur Huldu Rós Há- konardóttur, f. 21.5. 1975. Börn þeirra: Heiður Björg, Reynir Leó, Katrín Rósa og Róbert Eg- ill. c) Hafdís Hrönn, f. 17.12. Elskuleg móðir mín er látin eftir langa sjúkdómslegu. Það er eins og hugurinn og hjartað í manni stöðvist þegar ástvinur kveður. Minningarnar streyma og kær- leikurinn í hennar garð er mikill fyrir allt sem hún gaf af sér til mín og stórfjölskyldunnar allrar. Mamma var ávallt stoðin og stytt- an á heimilinu og vann ávallt af fyrirhyggju og áræði. Hún stóð sína vakt af þolinmæði og þraut- seigju og vann öll sín verk af sam- viskusemi og vandvirkni, hvort sem um saumaskap, heimilishald eða kennslu og uppeldi barna sinna var að ræða. Hún var mjög minnug og skýr og oft var hringt í hana víða af Héraði ef þurfti að fá upplýsingar um ættfræði eða liðna tíð. Mömmu var mjög ofarlega í huga að börnin hennar myndu ganga menntaveginn því hún þráði sjálf að fara meira í skóla en raun bar vitni. Hún hvatti okkur með þeim orðum að „mennt væri máttur“ sem færði fólki meiri víð- sýni og víkkaði sjóndeildarhring- inn og leiddi fólk á betri braut. Ég kveð móður mína með þess- um fallegu vísum sem segja svo margt. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. ( Þórunn Sigurðardóttir) Ég vil senda mínar bestu kveðjur og þakkir fyrir góða umönnun í gegnum árin til starfs- fólks á 2.h. norður á Hjúkrunar- heimilinu Eir og einnig til allra þeirra sem önnuðust hana á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum áður en hún fór suður. Hvíl í friði elsku mamma mín. Ég veit að pabbi og fólkið þitt tek- ur vel á móti þér. Þín dóttir, Anna Heiður. Það var í júníbyrjun fyrir 41 ári að ég fór með tilvonandi konunni minni til sumarvinnu austur á Hérað. Á tveimur dögum skrölt- um við á gömlum Land Rover frá Reykjavík og norður um land í rykmekki á holóttum vegum. Við komum seint að kvöldi til Egils- staða, heim til foreldra hennar, þeirra heiðurshjóna Aðaldísar og Guðmundar í Laufás 2, og strax drifin inn í eldhús þar sem Dísa, eins og hún var jafnan kölluð, beið með kræsingar fyrir þreytta ferðalanga. Strax næsta morgun var haldið að Skeggjastöðum í Fellum, til jarðarfarar Páls Jóns- sonar bónda á Skeggjastöðum, föður Aðaldísar Pálsdóttur er síð- ar varð tengdamóðir mín. Ég kynntist því á fyrsta degi mínum á Héraði móðurfjölskyldu konu minnar og þau góðu kynni hafa verið mér dýrmæt. Tengdamóðir mín var einstök kona, skarp- greind, hafsjór af fróðleik og hafði hreint ótrúlegt minni. Sú saga gekk í fjölskyldunni að Páll faðir hennar hefði, strax í æsku henn- ar, haft hana eins og minnisbók og hefði oft kallað á hana og beðið hana að muna eitthvað fyrir sig, sem ekki brást að hún gerði. Dísa naut ekki langrar skólagöngu, stuttrar farskólagöngu, en síðar lærði hún ensku þar sem hún var í vist og nam einn vetur við Hús- mæðraskólann á Ísafirði. Hún lagði ríkt að börnum sínum að mennta sig og naut þess að fylgj- ast með þeim á námsbrautinni, þar sem hún hefði sjálf átt svo marga möguleika hefðu aðstæður leyft. Ævistarf Dísu var húsmóð- urhlutverkið, eins og svo margra kvenna af hennar kynslóð, sem hún sinnti af einstakri alúð og dugnaði, þótt hún ynni á stundum að hluta utan heimils. Hún var manni sínum, Guðmundi Magnús- syni, stoð og stytta í þeim fjöl- mörgu störfum er hann sinnti, ekki síst á sviði sveitarstjórnar- mála þar sem hann starfaði um áratugaskeið. Heimilið var gest- kvæmt og eins og títt var upp úr miðri síðustu öld gistu sveitungar iðulega hjá frændfólki og vinum þegar komið var í kaupstað. Oft þurftu börnin fjögur að færa sig úr rúmi vegna gesta og oft var þétt setinn bekkurinn í eldhúsinu í Laufási 2, þar sem Dísa sá til þess, af alþekktri rausn og mynd- arskap, að engan skorti neitt. Sem tengdamóðir var Dísa eins langt frá hinni gömlu og slitnu klisju um tengdamæður og hugs- ast getur. Í þá rúma fjóra áratugi sem við höfum átt samleið, lengst af mjög nána, var hún fyrst og fremst vinur og ástrík amma barnanna okkar og alltaf boðin og búin til aðstoðar ef á þurfti að halda. Fyrir alllöngu fór að bera á þeim skæða sjúkdómi, sem smám saman náði yfirhöndinni og hrifs- aði burt sífellt stærri hluta af minni hennar og minningum. Þegar svo var komið hélt hugur- inn lengst minningunum frá æskuárunum á Skeggjastöðum og fólkinu þar og þær minningar voru ljúfar. Nú hefur Aðaldís fengið langþráða hvíld og hitt hann Guðmund sinn að nýju. Það hafa orðið fagnaðarfundir og sam- einuð að nýju verða þau aftur nefnd saman í sömu andránni eins forðum, Guðmundur og Dísa. Ég kveð með söknuði og þakklæti ástkæra tengdamóður, Aðaldísi Pálsdóttur frá Skeggjastöðum. Bjarni G. Björgvinsson. Það er fallegur haustdagur seinnihluta síðustu aldar, ég er kominn heim til ömmu og afa eftir langan skóladag. Á móti mér situr afi að snæðingi, sjaldan fékk hann að vera svangur. „Sjáðu hvað amma þín er með sléttar og fal- legar hendur, Egill,“ segir afi og tekur um hendur ömmu. „Svona hendur bera bara fallegar konur sem hafa átt góða ævi,“ segir hann og glottir til hennar. Seinna hef ég hugsað til þessara orða, þrátt fyrir kímnishljóminn þá voru þetta orð að sönnu. Þau hugsuðu alltaf svo vel og fallega hvort um annað. Ávallt þegar maður var hjá ömmu og afa voru heimabakaðar kleinur og partar ekki langt undan. Það var þrennt sem hún Aðaldís Pálsdóttir lagði ómeðvitaða áherslu á er við systk- inin gistum í Laufásnum; góður og mikill svefn, klæðast vel með húfu og vettlinga og svo að borða vel í öll mál. Amma söng fyrir mig vísur og gaf mér oft góð heilræði áður en hún kyssti mig góða nótt og hallaði aftur hurðinni. Mér þótti afar vænt um ömmu mína. Með þakklæti og hlýjum og fögrum minningum kveð ég hana. Vertu nú sæl amma mín ég veit að þú ert hvíldinni fegin innihaldsrík var ævi þín. Nú bíður afi hinum megin. Þinn, Egill Reynisson. Móðuramma okkar, Aðaldís Pálsdóttir frá Skeggjastöðum í Fellum, hefur kvatt þennan heim í hárri elli og var hvíldinni fegin. Við bræðurnir áttum því miður ekki kost á að kynnast ömmu okk- ar þegar hún var í fullu fjöri en áttum í mestum samskiptum við hana þegar hún var orðin veik og farið að halla af degi hjá henni. Við náðum samt að skynja hennar notalegu nærveru og fallegu og hlýlegu snertingu og fyrir það er- um við ákaflega þakklátir. Við skynjuðum líka í ömmu okkar bjó yndislega falleg sál og einstak- lingur sem hafði reynt ýmislegt um dagana og við það öðlast þann þroska og hugarró sem einkenndi viðmót hennar. Þegar við heim- sóttum hana á hjúkrunarheimilið Eir nú síðustu ár, þá sungum við oft með henni gömul þjóðlög og oftar en ekki kunni hún ljóðin bet- ur en við, þrátt fyrir veikindi sín. Við náðum að kyssa ömmu á ennið rétt áður en hún hvarf yfir móðuna miklu og bjóða henni góða nótt. Það var gott. Það fer vel á að kveðja ömmu með vísu sem Páll Jónsson, langafi okkar á Skeggjastöðum, setti saman en hún hljóðar svona: Þegar leysist lífsins band og ljósið hverfur sýnum, eiga vil ég Austurland undir svæfli mínum. Guð blessi minningu ömmu Dísu. Ísleifur og Teitur Gissurarsynir. Elsku hjartans amma Dísa er farin frá okkur. Minningarnar frá æskuárunum ylja á þessum tíma- mótum. Það var alltaf svo yndis- legt og gaman að koma í Lauf- ásinn til ömmu Dísu og afa Guðmundar, kleinur, partar og pönnukökur handa öllum og allt svo spennandi. Amma Dísa var sannkölluð amma af bestu gerð, dekraði við okkur barnabörnin og við máttum renna okkur niður stigann á dýnum eins og við vild- um en áttum bara að borða fyrst. Amma var með notalegt gisti- heimili í kjallaranum og fékk ég að hjálpa við að skipta um á rúm- unum eftir gestina en ég skildi aldrei af hverju amma þurfti alltaf að laga það sem ég var búin að búa svo vel um. Að því verki loknu lá leið okkar í þvottahúsið með góðu lyktinni, settum í vél, teygð- um þvott og brutum saman, fór- um svo út á snúru að hengja upp. Amma var á fullu allan daginn og alltaf mátti lítil stelpa fylgja henni og hjálpa til. Amma var mikil kjarnakona, gekk í allt sem þurfti að gera og mikið meira en það. Samband ömmu og afa var ein- stakt og hún er yndisleg minning- in er við sátum við eldhúsborðið, borðandi kleinur, afi reykjandi pípuna sláandi á létta strengi og amma að snúast í kringum alla með rauðu svuntuna um sig miðja, elsku amma vildi að allir höfðu það gott. Elsku amma mín, ég er svo þakklát og stolt yfir að hafa átt svona yndislega ömmu, takk fyrir allar sögunar sem þú sagðir mér og allt sem þú gerðir fyrir mig, ég er rík af minningum og mun varð- veita þær vel og lengi. Ég bið Guð að geyma þig og ég veit að afi er enn brosandi og hlæjandi yfir því að þú sért komin til hans. Viltu taka utan um hann og kyssa hann frá mér. Þín Hafdís Hrönn. Umhyggja, alúð og gestrisni. Það eru orðin sem mér eru efst í huga þegar ég hugsa til ömmu Dísu. Mínar sterkustu minningar um ömmu eru eftir að hún flutti til Reykjavíkur, á deild fyrir fólk með minnisskerðingu á Hjúkrun- arheimilinu Eir. Þegar ég kom í heimsókn kom umhyggja ömmu sterklega í ljós en það fyrsta sem hún gerði var að taka hendurnar á mér og hlýja þeim. Gestrisni hennar kom þá sterklega í ljós því ég var yfirleitt ekki búin að stoppa lengi þegar amma rauk af stað að finna kaffi og bakkelsi handa okkur. Heimsóknirnar til ömmu voru líka miklar fróðleiks- stundir fyrir mig, en lifandi frá- sagnir hennar af kartöfluræktun í garðinum á Egilsstöðum, sultu- gerð og fjallagrasatínslu í Fellum vöktu áhuga minn og hafa eflaust átt sinn hlut í að ég hef síðar meir reynt þessar matreiðsluaðferðir sjálf. Það sem amma gerði líka var að láta svo sterkt í ljós vænt- umþykju og þakklæti fyrir heim- sóknirnar til hennar, hún átti orð og augnaráð sem gáfu mér auka- orku út í daginn. Hún amma kunni kvæði betur en nokkur annar sem ég þekki og því ætla ég að kveðja hana hér með ljóðlínu úr kvæðinu um Hrísluna og lækinn sem við sung- um svo oft saman: „Þig skal ég ætíð, ætíð muna.“ Þín ömmustelpa, Arndís Jóna Guðmundsdóttir. Elsku amma Dísa mín. Nú ertu komin á góðan stað. Stað þar sem þú munt fá frið, þögn og ró eins og þér finnst svo gott. Þegar ég hugsa til þín finn ég alltaf fyrir hlýju og vellíðan. Síðan ég man eftir mér, hvort sem ég kom í heimsókn í Laufásinn, Hjúkrun- arheimilið á Egilsstöðum eða Eir, þá hefur þú alltaf tekið vel á móti mér. Í hverri einustu heimsókn hlýjaðir þú á mér hendurnar og sagðir mér frá hlutum sem voru gerðir í gamla daga. Aldrei kom sú heimsókn að þú minntist ekki á Skeggjastaði. Ég var svo heppin að fá þig til þess að halda mér undir skírn. Ég man ekki sjálf eftir þessum degi en ég hef oft heyrt hvað þú vand- aðir þig mikið að muna nafnið mitt og stóðst þig með prýði. Ég reyndi sem oftast að minnast á það þegar ég kom í heimsókn til þín því það veitti þér svo mikla gleði. Þú kunnir marga söngtexta, amma mín, og okkur systrunum fannst svo gaman að koma og syngja fyrir þig og þú raulaðir með. Skemmtilegast fannst okkur þó að syngja Ég bið að heilsa eftir Inga T. Lárusson saman. Þá tókst þú vel undir. Elsku amma Dísa mín, megi Guð geyma þig og takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Hvíldu í friði. Þín Kristín Anna Guðmundsdóttir. Ég og verðandi eiginmaður minn, Björn Pálsson, vorum á leiðinni til Skeggjastaða í Fellum. Tilgangur ferðarinnar var að sýna mér fegurð sveitarinnar sem Bjössi unni svo mjög og kynna mig fyrir væntanlegum tengda- foreldrum mínum og fjölskyld- unni sem að stórum hluta bjó enn á heimaslóðum. Við byrjuðum á að aka að Laufási 2 á Egilsstöð- um. Þar bjó Aðaldís systir Bjössa, Guðmundur maður hennar og tvær dætur þeirra. Þetta var fyrsti viðkomustaðurinn áður en ekið var upp í Fellin. Þarna sá ég Dísu mína í fyrsta sinn. Ég var boðin hjartanlega velkomin og það voru veisluföng á borðum. Mér fór strax að líða vel hjá þessu góða fólki og fann fljótt að rætt var við mig sem gjaldgengan jafn- ingja þó að ég væri aðeins 18 ára og auk þess Reykjavíkurmær. Þarna eignaðist ég vini fyrir lífs- tíð. Ég vissi það ekki þá en veit það núna að fyrsti áningastaður ættingja og vina var ævinlega hjá Dísu og Guðmundi, hvort sem fólk var að ferðast milli lands- hluta eða bara ganga erinda sinna á Egilsstöðum. Það sannreyndum við Bjössi og börnin okkar árum saman. Allir fundu hversu hjart- anlega þeir voru velkomnir að Laufási 2. Það var oft mannmargt við matarborðið og stórskemmti- legar samræður í gangi og oft gistum við í kjallaranum hjá Dísu. Ég dáði Dísu mágkonu mína; hún var hörkudugleg, stálminnug, heiðarleg, vel gefin og vissi allt milli himins og jarðar. Henni féll sjaldan verk úr hendi og var ekki um iðjuleysi gefið. Um tíma var hún með gistiþjónustu í kjallaran- um. Á þessum tíma gaf að líta blaktandi skjannahvítan þvott á snúrum þegar ekið var heim að Laufási 2. Þegar ekki var lengur búið á Skeggjastöðum dvöldum við Bjössi þar ævinlega part úr sumri og komu Dísa og Guð- mundur oft í heimsókn. Eitt sinn barst það í tal að ég hefði aldrei komið inn að Snæfelli og var því snarlega bjargað. Inn að Snæfelli var farið á sólbjörtum sumardegi sem lauk með grillveislu á Skeggjastöðum. Ég minnist líka annarra ferðalaga með Dísu og Guðmundi um sveitir Austur- lands. Eitt sinn náðum við að draga þau með okkur til Kanar- íeyja. Það var aðeins eitt sem skyggði á ferðina til að byrja með. Hún Dísa hafði bara alls ekki nóg að gera. Iðjuleysi átti ekki við hana. Við bjuggum í smáhýsum í litlum garði og það var ekki fyrr en Dísa var búin að ná þokkalegu talsambandi við þjónustustúlkuna Carmen að hún tók gleði sína á ný, komin með nothæfa steikar- pönnu, nál og þráð í hönd og straujárn til að strauja með skyrt- urnar hans Guðmundar síns. Dísa og Guðmundur komu oft til Reykjavíkur. Það var alltaf til- hlökkunarefni að fá þau í heim- sókn, fá fréttir af börnum þeirra og ættingjum að austan. Dísa sem vissi svo margt og hafði frá svo mörgu að segja varð smám saman hlédræg og dró sig út úr um- ræðunni. Þannig tókum við fyrst eftir veikindum sem hún hefur barist við í mörg ár. Það hefur verið sárt að fylgjast með því hvernig hún hefur horfið okkur en um leið aðdáunarvert að sjá hversu vel börnin hennar hafa annast hana. Blessuð sé minning mætrar konu. Ástvinum hennar öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Sigurbergsdóttir. Aðaldís Pálsdóttir Elsku Vallý. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Ég var heimaln- ingur á heimilinu hjá þér þegar ég var yngri, það var svo gott að tala við þig um hin ýmsu mál, þú varst svo úrræðagóð og vel inni í öllu, þú varst með sterkar skoð- anir á öllum hlutum og mjög sterka réttlætiskennd. Þegar ég Valgerður Inga Hauksdóttir ✝ ValgerðurInga Hauks- dóttir (Vallý) fædd- ist í Reykjavík 27. febrúar 1951. Hún lést 5. júlí 2013. Útför Vallýjar fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 12. júlí 2013. byrjaði að búa var alltaf gott að hringja í þig og fá góð ráð í eldhúsinu, þar varst þú á heimavelli, alltaf allt til fyrirmyndar. Þú varst mikil fjöl- skyldumanneskja. Þú undir þér best með fjölskyldunni, barnabörnunum og hundunum. Þú varst mesta hörkutól sem ég hef þekkt, alltaf á fullu. Síðan var ég svo heppin að fá að vinna með þér fyrir nokkrum árum og áttum við margar góðar stundir þar. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Minning þín mun ávallt lifa í hjarta mínu. Valgerður Ósk Hjaltadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.