Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 ✝ Steinunn Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 7. október 1930. Hún lést á heimili sínu, Sóltúni 2, 6. júlí 2013. Foreldar hennar voru Guðmundur Gíslason, skipstjóri hjá Ríkisskip, fæddur í Fífudal í Arnarfirði og Guð- ríður Marta Stefánsdóttir frá Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði. Steinunn var elst sex alsystk- ina, næstur henni var Karl Franklín, f. 1934, d. 1994, síðan þeirra eru Marta Guðríður, f. 18. apríl 1952, Anna Steinunn, f. 13. desember 1954, dóttir Önnu er Steinunn Marta Jóns- dóttir. Björn, f. 4. október 1958, kvæntur Sígríði Líbu Ás- geirsdóttur, börn þeirra eru Bryndís og Valdimar. Sonur Björns og Sigríðar Péturs- dóttur er Pétur Örn. Guð- munda, f. 26. september 1960, gift Hafsteini Árnasyni, börn þeirra eru Huld, Hlynur og Jó- hanna. Ásta, f. 29. júlí 1964,eig- inmaður Ástu var Kristján Gunnar Valdimarsson, þau slitu samvistum. Börn Ástu og Krist- jáns Gunnars eru Valdimar Bersi og Katla. Barna- barnabörn Steinunnar eru fimm. Útför Steinunnar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 19. júlí 2013, og hefst at- höfnin kl. 13. Rafn Ingi, f. 1935, d. 1976, Ragnheið- ur, f. 1937, gift Sigurði Helgasyni, Ari, f. 1938, var giftur Helgu Ósk- arsdóttur, d. 1989 og Hulda, f. 1944, gift Ibsen Ang- antýssyni. Hálf- systkini Stein- unnar, samfeðra, Sveinbjörg, f. 1931, d. 2013 og Trausti Örn, f. 1940. Steinunn giftist Valdimari Björnssyni skipstjóra frá Ána- naustum 6. desember 1951, hann lést 27. mars 2007. Börn Kæra mamma, nú er kveðju- stundin runnin upp og margs að minnast úr Heiðargerði, af Markarflöt, úr Miðleiti og að síðustu Sóltúni. Heimili þitt var myndarlegt og fallegt hvar sem þú bjóst enda fagurkeri mikill. Sjálf varstu elst sex systkina og snemma farin að taka til hend- inni á æskuheimili þínu. Þegar við systkinin vorum orðin fimm og pabbi á ferð um heimsins höf stýrðir þú hópnum og hélst heimili með glæsibrag. Alltaf skyldi vera hreint út úr dyrum, jafnvel þó þú þyrftir að fara yfir eldhúsgólfið tvisvar á dag. Það var oft glatt á hjalla og mikið um að vera, ekki síst þeg- ar von var á pabba heim úr langferð. Þá var heimilið og börnin hrein og strokin, brauð- terta og súkkulaðikaka á borð- um og allur hópurinn mætti á bryggjuna að taka á móti eig- inmanni og föður. En það var ekki alltaf auðvelt að vera sjó- mannskona. Þegar við vorum börn gátu einstakar ferðir tekið allt að sex vikum og þá sótti söknuðurinn að enda virðist ást ykkar hafa verið jafnheit alla tíð. Líf þitt tók stakkaskiptum eftir að pabbi veiktist aðeins 58 ára gamall. Þá kom styrkur þinn fram því þú tókst þessum breyt- ingum á högum ykkar af æðru- leysi og saman áttuð þið mörg góð ár þrátt fyrir veikindi. Að mörgu leyti fórstu þínar eigin leiðir. Þú hafðir þínar skoðanir á mönnum og málefn- um og fylgdir ekki alltaf straumnum. Eftirminnilegur er gráglettinn „húmorinn“ og at- hugasemdir þínar voru stundum óvægnar en yfirleitt þarflegar. Á stundum kanntu að hafa móðgað einhverja en við sem þekktum þig best vissum að þetta var meira stríðni en meinfýsi enda fylgdi oftast góðlátlegur hlátur í kjölfarið. Í lífi þínu eins og svo margra annarra skiptust á skin og skúr- ir. Þú varst lánsöm í hjónabandi og ykkur pabba fylgdi barnalán en þó var eins og stundum vant- aði eitthvað inn í tilveru þína. Hvað það var vitum við ekki og þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Þá kemur í huga ljóð Þorsteins frá Hamri, Götur. Fár veit af hvers völdum sumar götur virðast sólbjartar ætíð en sumar endalaust rökkvaðar regni! Kynjar, býsn í göngumanns geði en fár veit af hvers völdum. Þökk fyrir allt. Þínar dætur, Marta, Anna, Guðmunda. Síðustu daga hafa minning- arnar streymt að, það er að sumu leyti erfitt og öðru leyti yndislegt. Þegar seinna foreldri er kvatt gerir maður sér grein fyrir að þessi eining eða stofnun, sem var miðjan í öllu manns lífi, er ekki lengur til staðar. Stofn- inn er farinn en greinarnar eru eftir. Nú er það okkar að varð- veita og virða minningarnar. Mamma átti ekki alltaf auð- velt líf. Suma daga sá hún ekki til sólar en aðra daga var hún sem sólin sjálf. Þá leið mér eins og á björtum sólardegi, þegar allt er eins og það á að vera, hún sá um mig og alla sína á sinn ró- lega, yfirvegaða hátt. Hún ól okkur fimm upp – með aukna ábyrgð sem sjómannskona í löngum fjarverum pabba, þegar einu samskiptin voru annað- hvort í formi bréfa eða á lang- bylgju þar sem öll þjóðin gat fylgst með. Það hefur oft verið mikið að gera, en hún æsti sig þó aldrei og skammaði okkur aldrei. Mamma gerði allt sem hún tók sér fyrir hendur mjög vel, það var aldrei neitt fúsk við verkin. Hún var mjög góð hús- móðir, bjó okkur fallegt heimili, eldaði og bakaði af mikilli list, hélt óaðfinnanleg boð og veislur og saumaði bæði föt á sig og okkur. Mamma var listræn og mjög handlagin. Líklega hefur tíðar- andinn, væntingar til kvenna á þessum tíma og aðstæður, gert að verkum að hún reyndi ekki fyrir sér á þessu sviði. Þessa hæfileika nýtti hún heima við, allt frá fallega útsaumuðum dúkkufötum upp í óaðfinnanlega perluskreytta brúðarkjóla. Mað- ur ólst upp við að fara reglulega í „Vogue“, fylgjast með henni búa til snið úr dagblöðum, næla upp og sauma. Stundum heyrði maður í saumavélinni þegar maður var kominn upp í á kvöld- in, það var góð tilfinning, þetta var hennar. Hún hafði líka unun af að kaupa fallega hluti, ekki síst föt, og það var gaman að sýna henni og fá álit. Við þau tækifæri sagði hún iðulega „mikið varstu hepp- in að finna þetta“ – aldrei spurt hvað það kostaði eða hvort ég ætti ekki nóg af kjólum. Þetta elskaði ég við mömmu. Nú þegar ég lít til baka, geri ég mér grein fyrir þeirri vinnu sem hún lagði í að hafa heimilið „spikk og span“ og okkur snyrti- leg og vel til fara. Fyrst núna veit maður hve mikil vinna það hefur verið með sjö manna heimili. En það merkilega er að ég man ekki eftir að það hafi verið rætt, hvað þá heldur að það hafi verið gert mikið úr vinnunni. Sumir þurfa að láta allan heiminn vita af hverju verki, aðrir sinna verkum sínum svo vel og með svo miklu hæg- látara geði að jafnvel er hætt við að ekki sé eftir þeim tekið. Þegar pabbi veiktist, fyrir aldur fram, má segja að lífið þeirra og okkar hafi umturnast. Allt breyttist, ekki síst fyrir mömmu. Við þessa raun sýndi hún ótrúlegan styrk og þraut- seigju – og umfram allt ást. Mamma saknaði pabba gífur- lega í þau sex ár sem liðin eru frá því að hann kvaddi. Stundum talaði hún bara við hann eins og hann sæti enn við hlið hennar. Þetta var fallegt og afar eðlilegt að mínu mati eftir fimmtíu og sjö ára samveru. Nú eru þau sameinuð á ný og alveg klárlega afar sæl. Hvíl í friði elsku mamma mín. Þín Ásta. Fósturlandsins Freyja, Fagra Vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís! Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár; þú ert lands og líða ljós í þúsund ár. (Matthías Jochumsson) Nú er fallin frá kona af teg- und sem er í útrýmingarhættu. Húsmóðir. Kona sem fór í frúar- leikfimi, hafði hrygg eða læri í matinn á sunnudögum og átti alltaf eitthvað með kaffinu. Steinunn Guðmundsdóttir var tengdamóðir mín, ég var eina tengdadóttirin og átti því láni að fagna að lenda stundum í flokki með dætrunum í hennar huga. Gestrisni og gjafmildi koma upp í hugann þegar hugsað er til baka, dugnaður og draumlyndi. Steinunn átti barnaláni að fagna, mamma fimm barna, amma níu og langamma fimm en niðjarnir fara vafalaust fjölgandi þegar fram líða stundir. Steinunn Guð- mundsdóttir var húsmóðir og móðir að atvinnu og gerði það af röggsemi en ef hún væri ung kona í dag væri hún líklega fata- hönnuður eða klæðskeri því áhugi hennar á fötum var óend- anlega mikill og óhætt að segja að hún hafi verið með fatadellu fram á síðustu stundu. Fallegt umhverfi og falleg föt voru hennar ær og kýr en Steinunn var af þeirri kynslóð sem tók börnin og heimilið fram yfir starfsframa þó að sú ákvörðun hafi líklega ekki alltaf verið auð- veld. Steinunn var þó ekki alveg venjuleg húsmóðir því hún var sjómannskona og því heimilis- „faðir“ líka til langra tímabila. Nú þegar Steinunn er fallin frá hef ég þekkt hana í tæp þrjátíu ár og upplifað hana lengst af í essinu sínu á fallega heimilinu hennar en síðustu árin á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni þar sem hún bjó upphaflega ásamt eig- inmanni sínum Valdimari Björnssyni skipstjóra en síðustu árin án hans því hann féll frá ár- ið 2007. Í dag kveðjum við góða konu sem var tilbúin að fara á fund síns ektamaka og fleiri góðra vina og vandamanna handan móðunnar miklu. Sigríður Líba Ásgeirsdóttir. Elsku amma, takk fyrir mig. Það er skrýtið að kveðja þig, í raun hófst kveðjustundin fyrir löngu, og það er erfitt að átta sig á því að nú sé hún loks runn- in. Ég sakna þín, en ég sakna þó helst þeirrar sem þú varst áður en ellin náði slíkum tökum á þér, og þá sakna ég þess mest að hafa ekki verið komin til vits og ára þegar þú varst enn fullur þátttakandi í tilverunni. Mér líður eins og við höfum farið á mis hvor við aðra. Þó þekkti ég þig svo náið. Ég þekkti þig að hætti barnsins. Ég þekkti nálægð þína og um- hyggju og þögla samveru, ég var svo mikið hjá ykkur afa. Ég sat hjá þér og lék mér á meðan þú saumaðir, sat hjá þér og hlustaði á geisladiska á meðan þú eld- aðir, byggði hús úr borðstofu- stólunum og öllum teppunum í fína garðinum ykkar og fór með þér að útrétta (í minningunni er alltaf sól og ég er í glænýjum strigaskóm með gúmmísólum). En við töluðum sjaldnast saman, það var einhvern veginn aldrei þörf á því. Elsku amma mín, náðirðu nokkurn tímann að njóta tilver- unnar til fulls? Ég er svo ánægð með sein- ustu minninguna mína um þig. Nokkrum dögum áður en þú sofnaðir í hinsta sinn var ég í heimsókn. Ég hafði kvatt þig nokkrum sinnum en ekki alveg náð í gegn til þín. Ég stóð við dyrnar og sagði „jæja amma mín, þá er ég farin“, og þá, allt í einu, opnaðirðu augun alveg uppá gátt, brostir til mín, og sagðir „komdu og kysstu mig!“ sem ég gerði og ég er svo ánægð að hafa fengið að kveðja þig svona vel, þó ég hafi ekki vitað þá að það yrði í hinsta sinn. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig elsku amma mín, þú gafst mér góðar minningar. Steinunn Marta. Elsku Steina mín, þúsund þakkir fyrir samveruna í lífinu. Þú hefur verið mér yndisleg systir alla tíð. Góða ferð inn í sólskinslandið. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kveðja, Hulda Guðmundsdóttir. Nú þegar Steinunn Guð- mundsdóttir móðursystir okkar verður lögð til hinstu hvílu leitar hugurinn 30 ár aftur í tímann. Markarflötin var eins og höll í augum lítilla drengja og húsráð- endur alltaf eins og höfðingjar heim að sækja. Ævintýri í hvert einasta skipti; vídeóspólurnar, búrið, krásirnar og sælgætið, sverðin í skápnum, draugarnir í kjallaranum, ilmurinn af ristuðu brauðinu á morgnana, Valdi brosandi í garðinum, fánastöng- in, stjörnustríðsdótið, ferðirnar niður að Hagakotslæk, fölskva- laus gleðin, sögurnar og ótrúleg gestrisnin. Steina var sköpunar- gyðjan í miðju þessa alls. Hún var að mörgu leyti eins og amma okkar og okkur bræðrum afar góð alla tíð. Hún var mikill karakter með leiftrandi augna- ráð – tignarleg heiðurskona með gott hjartalag. Hún lifir ávallt með okkur í minningunni. Létt er að stíga lífsins spor, ljúf er gleðin sanna, þegar eilíft æsku vor, er í hugum manna. (R.G.) Með söknuði og þakklæti, Ríkharður Ibsen, Marteinn Ibsen og Davíð Ibsen. Steinunn Guðmundsdóttir Mig langar að kveðja Brynju vinkonu mína með nokkrum orðum. Við Brynja kynntumst í Danmörku þegar eiginmenn okkar voru þar í námi. Við áttum skemmtilegar stundir þar og gátum alltaf leitað hvor til annarrar. Eftir að heim var kom- ið bjuggum við í sama hverfi á Seltjarnarnesi og unnum saman í Mýrarhúsaskóla. Brynja var dugleg kona og var sérlega mikil mamma. En hún missti hann Gunnar sinn þegar hann var að- eins 14 ára gamall eftir mjög erfið veikindi. Hún stóð eins og klettur í gegnum þá erfiðleika og alltaf hélt hún áfram sínu striki. Nokkrum árum seinna fékk hún mein í höfuðið sem var henni mjög erfitt en hún gat samt stundað sína vinnu og var alltaf jafn æðrulaus gagnvart sjálfri sér. Nú eru Gunnar og Brynja saman og hann hefur örugglega tekið vel á móti mömmu sinni Elsku Ragnar, Birgir og Arnar og fjölskyldan öll, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur til ykkar. Þórdís Zoëga. Brynja Björg Bragadóttir ✝ Brynja BjörgBragadóttir fæddist á Sauð- árkróki 24. desem- ber 1956. Hún lést í Skógarbæ 10. júlí 2013. Útför Brynju fór fram frá Seltjarn- arneskirkju 17. júlí 2013. Svíður í sárum, sorg drúpir höfði, góður er genginn á braut. Minningar mildar mýkja og lýsa og leggja líkn við þraut. (Hörður Zóphanías- son) Lífið er ef til vill eins og ljós. Við upp- haf verður ljós og við endalokin deyr það út. Ljósið hennar Brynju fjaraði út í vor og slokkn- aði 10. júlí sl. Við Brynja höfum starfað sam- an í Mýrarhúsaskóla á annan ára- tug, þar sem hún hefur verið stuðningsfulltrúi og í gegnum ár- in gengið í ýmis önnur störf. Brynja var glaðsinna, dugleg og áreiðanleg, gædd góðum gáfum og vel lesin, hvort sem það voru heimsbókmenntir eða dönsku blöðin. Hún hafði húmor og komst oft skemmtilega að orði. Erfiðleikar og áföll í lífi Brynju hafa verið stærri og fleiri en hjá okkur flestum en þeim hefur hún sannarlega mætt af miklu æðru- leysi. Það er sárt að kveðja Brynju, en mestur er missir strákanna hennar þeirra Ragn- ars, Birgis og Arnars sem og for- eldra hennar Sigurlaugar og Braga sem nú sjá á eftir öðru barni sínu. Þeim og fjölskyldunni allri sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Steinunn Sigurþórsdóttir. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, fyrrverandi yfirkennari, Vesturgötu 7, Reykjavík, lést laugardaginn 13. júlí á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 26. júlí kl. 13.00. Björg Sigurðardóttir, Troels Bendtsen, Hanna Sigurðardóttir, Kristinn Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, MARTEINN KRISTINSSON rafvirkjameistari, lést miðvikudaginn 17. júlí á Landspítalanum í Fossvogi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristín Þ.G. Jónsdóttir, Ingibjörg Þóra Marteinsdóttir, Hilmar Teitsson, Kristinn Óskar Marteinsson, Þóra Stefánsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, JÚLÍUS ÓSKAR SIGURBJÖRNSSON, Hrísateig 26, Reykjavík, lést fimmtudaginn 4. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðrað hafa minningu hans. Margrét Gróa Júlíusdóttir, Jón Júlíusson, Ragna Ingimundardóttir, Sigurður Tryggvi Júlíusson, Sirigorn Inthaphot, Kristín Ósk Júlíusdóttir, systkini og barnabörn. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.