Morgunblaðið - 24.08.2013, Side 11

Morgunblaðið - 24.08.2013, Side 11
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson fólki saman. Mála höfuð af einu módeli og svo kemur líkaminn ann- ars staðar frá. Einstaka sinnum kemst ég ekki hjá því að notast við ljósmyndir en ég reyni að forðast það.“ Góð verk koma á löngum tíma Stefán sækir hugmyndir sínar héðan og þaðan en segir bestu verk- in sín oft vera þau sem fá að malla lengi í huganum áður en þau rata á strigann. „Stundum er ég með verk í kollinum í marga mánuði eða jafn- vel ár og gef mér ekki tíma í þau. Síðan loksins þegar ég geri það þá verða þau til á mjög auðveldan hátt. Svo fæ ég stundum skyndihugmyndir en lendi í erfiðleikum við að koma þeim frá mér og sum verkin mín finnst mér einfaldlega aldrei ganga upp. Ég á það líka til að tengjast sumum verk- um mínum og þá get ég eiginlega ekki látið þau frá mér. Þá geymi ég þau þannig að ég geti lært eitthvað af þeim, það er nefnilega þannig að með hverju nýju verki er maður að læra upp á nýtt. Mér finnst líka að listamenn eigi ekki að láta allt frá sér og eigi í raun að geyma verk sem sýna allan þeirra vinnuferil.“ Þegar Stefán er spurður út í hvaðan friðurinn sem ríkir yfir myndum hans komi brosir hann og segir það ekki vera í fyrsta skipti sem hann heyri þetta sagt um verk sín. „Ég veit ekki hvort ég sé róleg- ur persónuleiki en stundum er sagt að listin endurspegli að einhverju leyti það sem maður þráir. Það er erfitt að útskýra svona hluti enda finnst mér erfitt að tala um eigin verk. Manni finnst allt falskt sem maður segir. Ég hef samt reynt að skilgreina það sem ég geri af því að það getur verið erfitt að hlusta á aðra gera það. Öll túlkun er skáld- leg og út frá ákveðnu sjónarmiði og er aldrei alveg sönn eða rétt.“ English Red Stefán segir málverkið vera berskjaldaðform sannleikans sem erfitt sé að svindla sig út úr. Bleik stígvél Stefán málar uppstillinga r í bland við tilfinningaþrungnar mannlífsmynd ir. Listmálarinn Sýning Stefáns Boulter, Anamnesis, stendur til 6. október næstkomandi í Listasafninu á Akureyri - Sjónlistamiðstöðinni. Þar sýnir einnig góðvinur hans Janne Laine grafískar myndir á sýningunni Silence. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013 Vínylplötur hafa notið vaxandi vin- sælda hér á landi sem og erlendis og margir farnir að safna þeim eins og um glóandi gull væri að ræða. Vinsældirnar eru orðnar slíkar að margir tónlistarmenn gefa hljóm- plötur sínar ekki lengur út í formi geisladiska heldur eingöngu á vínyl og á veraldarvefnum, vínylnördum til mikillar skemmtunar. Á hostelinu Kex verður einmitt efnt til vínylmarkaðar í dag og verð- ur þar ýmislegt skemmtilegt á boð- stólum. Hægt verður að gera þar góð kaup á völdum íslenskum vín- ylplötum auk þess sem erlendu plöturnar fá sinn stað á mark- aðnum. Herlegheitin hefjast í há- deginu og stendur markaðurinn til klukkan 18. Endilega... Tónlist Vinsældir vínylplatna hafa farið vaxandi hér á landi að undanförnu. ... kíkið á vínylmarkað á Kex Slegið verður upp í allsherjar menn- ingarveislu í tilefni Menningarnætur á ölhúsinu Kalda bar í dag og í kvöld. Nýtt útisvæði við staðinn verður formlega vígt og verður efnt til útitónleika. Kaldi bar, sem opnaði í október í fyrra, stendur við Lauga- veg 20b en gengið er inn á staðinn af Klapparstíg. Meðal þeirra tónlistarmanna sem munu koma fram á tónleikunum eru Dj De La Rosa, Sísí Ey, Sometime og Pedro Pilatus sem farið hefur mikinn að undanförnu sem plötu- snúður. Auk þess verður boðið upp á ósíaðann á krana en sá kemur beint frá Árskógssandi. Gleðin hefst klukkan 19.30, stendur fram eftir kvöldi og allir sem aldur hafa til eru velkomnir. Sometime og Sísí Ey meðal þeirra sem troða upp Morgunblaðið/Árni Sæberg Kaldi Rósa Birgitta Ísfeld mun koma fram með hljómsveitinni Sometime. Útitónleikar á Laugavegi Þróunar- og nýsköpunar- viðurkenning Mosfellsbæjar VIRÐING JÁKVÆÐNI FRAMSÆKNI UMHYGGJA  Umsóknarfr estur er til 1. sept ember Hæfur umsækjendi er : a) Einstaklingur eða fyrirtæki með lögheimili í Mosfellsbæ. b) Einstaklingur eða fyrirtæki sem leggur fram þróunar- eða nýsköpunarhugmynd sem gagnast sérstaklega fyrirtækjum eða stofnunum í Mosfellsbæ. Veittar eru viðurkenningar í þremur flokkum: a) Hugmynd á frumstigi. b) Hugmynd sem hefur fengið útfærslu og/eða mótast. c) Hugmynd sem búið er að útfæra og móta og fyrir liggur viðskiptaáætlun. Veittar verða þrjár viðurkenningar í hverjum flokki, en ein valin fremst og fær peningaverðlaun allt að 300.000 kr. í hverjum flokki. Umsóknarfrestur til 1. september 2013 Hægt er að nálgast umsóknareyðublað ásamt upplýsingum um hæfi umsóknar og forsendur fyrir vali á hugmynd á www.mos.is Þróunar- og ferðamálanefnd auglýsir eftir umsóknum um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2013 25-50%afsláttur ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is lau. 10-18, sun. 12-18, mán. - fös. 11-18:30 living withstyle af öllum sumarvörum í ágúst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.