Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2013 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • • Benidorm Hotel Carlos I kr.109.900 - með fullu fæði. Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 14 nátta ferð til Benidorm þann 27. ágúst. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann mv. 2 fullorðna í herbergi kr. 137.900. Sértilboð 27. ágúst í 14 nætur. Frá kr. 109.900 með fullu fæði 27. ágúst í 14 nætur „Þetta er stormur í vatnsglasi því við óskuðum einfaldlega eftir við- ræðum við borgina um lóðakosti en óskuðum ekki eftir neinni ákveðinni lóð,“ segir Steinþór Pálsson, banka- stjóri Landsbankans, varðandi um- fjöllun um nýjar höfuðstöðvar bank- ans í miðborg Reykjavíkur. Í síðustu viku kom fram að bankinn hefði óskað eftir að byggja höfuð- stöðvar á hafnarbakkanum við hlið tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisáðherra gagnrýndi Lands- bankann á netmiðlinum Eyjunni í gær. Þar sagði Sigmundur að best væri fyrir bankann að lána til arð- bærra verkefna sem auka fram- leiðslu og skapa störf. Steinþór vís- ar ummælunum á bug. „Við gerum þetta alla daga. Landsbankinn er búinn að lána yfir 70 milljarða í ný útlán á fyrstu 6 mánuðum ársins. Bankinn er búinn að spara töluvert í sínum rekstri frá fyrra ári og við ætlum að halda áfram á sömu braut. Liður í því er að færa okkur í skilvirkara hús- næði.“ Steinþór segir bankann búa við óhentugt húsnæði og það fylgi því áhætta að vera með mörg hús á leigu. „Til dæmis gætum við lent í miklum vanda ef eigandi Landsíma- hússins færi í framkvæmdir og breytti því húsi í hótel. Þá gætum við lent á götunni með fleiri hundr- uð manns,“ segir Steinþór. Hann vill helst hafa Landsbank- ann áfram í miðbænum til að halda tengingu við gamla Landsbanka- húsið. Steinþór segir borgina hafa vísað málinu áfram til Sítusar en það er félag í eigu ríkis og borgar sem fer með málefni lóðanna við hafnar- bakkann. Formlegar viðræður hafa ekki átt sér stað við Sítus, en marg- ar byggingarlóðir á þessu svæði hafa nú þegar búið verið seldar öðr- um og þ. á m. keypti dótturfélag Ar- ion banka þar lóð í vor, að sögn Steinþórs. jonheidar@mbl.is Óskuðu eingöngu eftir viðræðum um lóðakosti  Engar form- legar viðræður Steinþór Pálsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is „Það er margt svo ljótt sem er verið að bæta við þetta leiðinlega mál og ég skil ekki tilganginn. Það er ekki til kústaskápur í leikskólanum og það eru ekki til myrkrakompur,“ segir Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi leikskólans 101. Í dag fer fram fundur á vegum Barnaverndar og Reykjavík- urborgar vegna meintra brota starfsmanna sem tilkynnt var um í síðustu viku. Borgaryfirvöld og Barnavernd munu þar fjalla um þau gæsluúrræði sem standa börnum leikskólans til boða en leikskólanum var lokað síðastliðinn miðvikudag. Leikskólinn er ungbarnaleikskóli og þar dvelja börn á aldrinum 9-18 mánaða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú meint harðræði starfs- manna leikskólans í kjölfar þess að tveir sumarstarfsmenn settu sig í samband við Barnavernd Reykja- víkur. Sumarstarfsmennirnir af- hentu Barnavernd m.a. myndskeið sem þeir höfðu tekið upp á síma. Hulda tók ákvörðun um að loka leikskólanum í kjölfarið. „Ég tók þessa ákvörðun um að loka leikskól- anum til að gefa rannsóknaraðilum frið til að vinna,“ segir Hulda en hún hefur ekki enn fengið að sjá umrætt myndband og getur því lítið tjáð sig um málið. Nærgætni og alúð Hulda gaf út tilkynningu vegna málsins síðastliðinn föstudag og þar kom m.a. fram að fyrsta skylda allra þeirra sem vinna með börnum er að tryggja öryggi þeirra og velferð. Hún harmar ef satt reynist að ekki hafi verið komi fram við börnin af þeirri nærgætni og alúð sem þau eiga skilið á einhverjum tímapunkti. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins eru starfsmenn leikskól- ans m.a. sakaðir um að hafa flengt börn, tekið harkalega í hendur og axlir þeirra, sett þau inn í lokuð rými, bundið þau við stóla og haldið frá þeim mat. Lögreglan rannsakar hvort brotið hafi verið gegn 99. gr. barnavernd- arlaga nr. 80/2002. Í 99. gr. laganna segir: „Hver sem beitir barn refs- ingum, hótunum eða ógnunum og ætla má að slíkt skaði barnið and- lega eða líkamlega skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Ef maður hvetur barn til lögbrota, laus- lætis, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða leiðir það með öðrum hætti á glapstigu varðar það sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fang- elsi allt að tveimur árum.“ Lokaði til að gefa rannsókn- araðilum frið  Barnavernd og Reykjavíkurborg funda um ný úrræði fyrir börnin Morgunblaðið/Rósa Braga Lokun Leikskólinn 101 í Reykjavík er lokaður og mál hans í rannsókn. Til rannsóknar » Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu hefur nú til rann- sóknar ásakanir um meint harðræði starfsmanna leik- skólans 101 gegn ungbörnum í skólanum. » Tveir sumarstarfsmenn tóku upp myndbönd af atvikum þar sem börn eiga að hafa verið beitt harðræði. » Barnavernd kom myndbönd- unum til lögreglu. „Fækkun lögreglumanna er ekki sú leið sem viljum að farin verði. Lögreglan hefur þurft að skera niður og vandamál safn- ast upp, t.d. á Selfossi. Það tek- ur tíma að greiða úr flækjum og við í ráðuneytinu vinnum að því,“ segir Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra. Skv. stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar á að efla lög- reglu. Hanna Birna segir að þessu verði fylgt eft- ir. Áhersla verði lögð á sýnilegt starf úti á meðal borgaranna. Stefnumörkunar á þessu sviði sjáist stað í frumvarpi til fjárlaga næsta árs sem nú er í vinnslu og verður lagt fram á Alþingi eftir rúman mánuð. Fækkun er ekki leiðin GREITT ÚR FLÆKJUM Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þeir fundir sem við höfum átt hafa verið gagnlegir og ljóst er að af beggja hálfu er fullur vilji til þess að vinna að lausnum sem tryggja ör- yggi. Framundan er sameiginleg vinna við að greina stöðu embættis- ins og hvaða leiðir eru færar til að leysa vandann. Við stefnum að því að ljúka þeirri vinnu í þessari viku,“ segir Oddur Árnason, yfirlögreglu- þjónn á Selfossi. Hanna Birna Kristjánsdóttir inn- anríkisráðherra fór um byggðir á Suðurlandi í sl. viku. Fundaði hún þar með ýmsum sem sinna málum sem undir ráðuneyti hennar heyra. Meðal annars hafði hún viðkomu hjá lögreglunni á Selfossi. Einnig fund- uðu embættismenn með stjórnend- um lögreglunnar eystra. Að óbreyttu fækkar um þrjá menn í liðinu þar frá og með komandi mánaðamótum. Það þýðir að á hverri vakt verða aðeins þrír menn – og einn lögreglubíll í umferð á mjög víðfeðmu varðsvæði. Því hefur verið mótmælt, meðal ann- ars með ályktunum sveitarstjórna. Engar meiri háttar breytingar Lögreglan á Selfossi var fyrir nokkrum vikum komin um 11 millj- ónum fram úr áætlunum. Því þarf að svara – en embættið hefur í ár úr 260 milljónum að spila skv. fjárlögum. Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins segir, eftir heimsókn ráðherrans, að hvað Selfosslögregluna áhrærir eigi ekki að „fara í neinar meiri háttar breytingar á mannahaldi eða þjón- ustu við svæðið á næstu mánuðum,“ eins og komist er að orði. Öryggis- stig eigi að haldast óbreytt á næstu mánuðum. Reikna sig til niðurstöðu Oddur Árnason segir að nú í vik- unni hyggist fólk setjast niður og reyna, út frá ákveðnum forsendum, að reikna sig til einhverrar niður- stöðu. Ljóst sé að gefa þurfi í og auka fjárveitingar til Selfosslög- reglunnar. „Ég er bjartsýnn á góða niðurstöðu,“ segir Oddur. Óviðunandi er að lögreglan geti ekki sinnt sínu lögbundna hlutverki, segir í ályktun bæj- arráðs Hveragerðis frá því fyrr í mánuðinum. Þar er boðuðum niðurskurði mótmælt og sagt að lágmarksþjónusta verði ekki tryggð, að óbreyttu. Er þar minnt á að í Ár- nessýslu eigi skv. viðmiði ríkislögreglustjóra að vera 35 lögreglumenn. Fullur vilji til lausn- ar málsins er ljós  Ráðherra skoðar fjárhagsvanda Selfosslögreglunnar Hanna Birna Kristjánsdóttir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Selfoss Niðurskurður hjá lögreglunni þar blasir við, en nú á að leita annarra leiða til að halda uppi þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.