Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2013 Fararstjórn erlendis Meðal námsefnis: • Mannleg samskipti. • Helstu áfangastaðir erlendis í máli og myndum. • Mismunandi trúarbrögð. • Saga landsins, menning og listir. • Frumbyggjar og saga staðarins. • Þjóðlegir siðir og hefðir. • Leiðsögutækni og ræðumennska. Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Afríka, Ameríka og Eyjaálfan. Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra í leiðsögn á erlendri grund. Kjartan Trausti Sigurðsson, fararstjóri, Pétur Björnsson, konsúll Ítalíu á Íslandi, Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður og fararstjóri, Höskuldur Frímannsson, viðskipta- fræðingur, Ómar Valdimarsson, blaðamaður, Magnús Björnsson, fararstjóri í Kína, Pétur Óli Pétursson, fararstjóri í Rússlandi, Bjarni Randver Sigurvinsson, kennari við Guðfræðideild HÍ., Sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur. Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • sími 567 1466 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra segist vera sammála Bjarna Benediktssyni fjármála- ráðherra um að bera eigi slit á að- ildarviðræðum við Evrópusamband- ið undir Alþingi. Allt tal um að á döfinni sé að slíta viðræðum án að- komu þess sé á misskilningi byggt. Orð Gunnars Braga í síðustu viku vöktu umtal, þess efnis að samkvæmt lögfræðiáliti kæmi fram að þingsályktanir, líkt og aðildar- umsóknin byggði á, sem ekki studdust við sérstaka heimild í lög- um eða stjórnarskrá, væru ekki bindandi fyrir stjórnvöld umfram það sem af þingræðisvenjunni leiddi. ,,Ég hef aldrei mótmælt því að þingið þurfi að taka endanlega ákvörðun. Það sem ég hef hins veg- ar sagt er að það megi lesa það út úr álitinu að þess þurfi ekki. Ég hef líka sagt að ég muni ekki eiga frumkvæði að því að leggja það til að svo verði gert. Því get ég tekið undir með Bjarna Benediktssyni að það sé eðlilegast að þingið taki þessa ákvörðun,“ segir Gunnar Bragi og bætir við. „Við Bjarni er- um algjörlega að tala í takt varð- andi þetta mál.“ Er hér vísað í orð Bjarna Bene- diktssonar sem sagði í fréttum RÚV um helgina að ef slíta ætti aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið þyrfti að bera þá ákvörðun undir þingið. Gunnar Bragi hefur einnig látið hafa það eftir sér að til stæði að leysa upp samninganefnd Íslands. „Það að leysa upp samningahópa eða nefndir, þýðir ekki slit á aðild- arviðræðum. Það hefur einnig kom- ið fram í máli ESB. Tal um annað er í raun útúrsnúningur,“ segir Gunnar. Gunnar segir eng- in viðræðuslit án aðkomu Alþingis  Sammála Bjarna Benediktssyni Bjarni Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Páll Jónsson, áður bóndi á Jaðri í Skagafirði, spáir norðvestan hvelli norðanlands fyrstu dagana í sept- ember. Fyrir nokkru varaði hann bændur og fjallskilastjóra í Skaga- firði við, hvatti þá til að flýta göngum og taka fé inn í hús. Telur Páll að hvellurinn verði viku fyrr á ferðinni en sá sem reið yfir Norðurland í fyrra, með tilheyrandi fjárskaða og búsifjum fyrir bændur. „Ég hef fundið þetta mjög sterkt og fengið fleiri en ein skilaboð um þetta í sumar,“ segir Páll, sem fer oft á miðilsfundi og er mjög berdreym- inn. Hann segir þetta yfirvofandi óveður hins vegar ekki hafa komið fram í draumum. „Ég var vantrúað- ur á þetta en síðan var mér sagt hin- um megin frá að þetta myndi gerast. Þetta leggst illa í mig,“ segir Páll. Áður hefur hann reynst sannspár þegar kemur að veðrinu. Eitt árið sagði hann við sveitunga sína með góðum fyrirvara að vorið kæmi 1. maí en síðustu daga aprílmánaðar hafði verið leiðinlegt veður, þó sýnu verst 30. apríl. En daginn eftir stytti upp með miklu blíðviðri. „Það voru margir sem ekki trúðu mér þarna en sumir þeirra hafa ekki hlegið aftur að mínum spám.“ Páll hefur sem fyrr segir haft samband við bændur og varað þá við. Hann segir viðbrögðin hafa ver- ið af ýmsum toga, en líkast til ætli menn ekki að hreyfa við tímasetn- ingum á göngum. „Það getur verið erfitt að kenna gömlum hundum að sitja. Þeir segja að erfitt sé að breyta tímanum, og svo trúa þeir þessu ekki heldur,“ segir Páll, sem sjálfur var gangnastjóri til margra ára. „Angrar mann innst inni“ Hann vonast til að hvellurinn standi stutt yfir, þar sem nýtt tungl kvikni í suðaustri skömmu eftir fyrstu daga september. „Þetta gæti staðið í tvo daga og orðið nóg til þess að snjói mikið til fjalla.“ „Maður bíður á milli vonar og ótta að þetta standist ekki hjá Páli. Óneitanlega angra svona spádómar mann innst inni,“ segir einn bóndi í Skagafirði um spána. „Norðanáttin hefur ekki verið langt undan og stutt síðan gránaði hér niður í miðjar hlíð- ar, þannig að það getur allt gerst.“ Smári Borgarsson, bóndi í Goðdöl- um í Skagafirði og fjallskilastjóri, hefur heyrt af spánni hjá Páli. Hann segist að sjálfsögðu vonast til að hún rætist ekki, en ekki sé hægt að flýta göngum. Menn ætli að halda sínu striki. „En menn eru hvekktir síðan í fyrra, það er engin spurning, og um- deilanlegt hvort við fórum nógu vel eftir veðurspám. Ég vil samt ekki trúa því að svona hvellir geti komið ár eftir ár. Við munum engu að síður hafa varann á okkur og fylgjumst vel með öllum veðurspám,“ segir Smári. Bændur varaðir við norðanhvelli  Leggst illa í mig, segir Páll Jónsson frá Jaðri í Skagafirði sem hefur varað bændur og fjallskilastjóra við óveðri í næstu viku  Vill flýta göngum um viku  Bændur halda sínu striki en hafa varann á sér Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ótíð Bændur norðanlands eru minnugir hvellsins frá því í fyrra. „Við Jóhann Óli Hilmarsson höf- um gert þetta árlega með hléum, eins og maður segir, síðan árið 1983. Síðar kom Náttúrustofa Suðurlands með okkur í þetta og hefur haft um- sjón með þessu í seinni tíð. Farið var allar verslunarmannahelgar í gamla daga en á síðustu árum höf- um við farið í ágúst og nær alltaf til Elliðaeyjar,“ segir Erpur. Hann bætir við: „Þær eru merktar þannig að það er settur stálhringur á löpp- ina á þeim. Þetta eru skemmtilegir fuglar og jafnvel þó að fólk hafi eng- an áhuga á fuglum eru þetta mjög skemmtilegir leiðangrar. Það er spennandi að fara út í þessar út- eyjar.“ Hann segir að sæsvölustofninn sé sterkur þó að hann hafi ekki verið rannsakaður mikið á undanförnum árum, en síðasta stóra rannsóknin var gerð árið 1991. Fuglarnir lifa á krabbadýrum og þá aðallega ljósátu, en ekki er skortur á henni eins og t.d. á sandsíli. Sjósvalan er sterk  Stærsti sjósvölustofn Evrópu er í Vestmannaeyjum  Fuglaáhugamenn merktu 1.333 fugla í ferð sinni Ljósmyndir/Árni Árnason Farfuglar Hér má sjá hópinn sem hélt til Elliðaeyjar á dögunum til sæsvölurannsókna. Fyrst var farið í sæsvöluleið- angur um verslunarmannahelgi árið 1983 og síðan þá hefur fjölgað í hópnum með ári hverju. Sæsvala Fuglinn telst til fýlingja og er náskyldur fýlnum og albatrosnum. Merking Hópurinn merkti 1.333 fugla í leiðangri sínum. SVIÐSLJÓS Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Við merktum 1.333 fugla en höfum frá upphafi merkt um og yfir 10.000 fugla í heildina,“ segir Erpur Snær Hansen, líffræðingur hjá Nátt- úrustofu Suðurlands, en hann fór á dögunum fyrir hópi fuglaáhuga- manna til Elliðaeyjar til þess að rannsaka sæsvölur. Sæsvölur eru næturfuglar og skiptast í tvær tegundir; sjósvölur og stormsvölur, en þær tilheyra flokki pípunefja. Þær lifa í holum neðanjarðar eða í klettasprungum og verða allt að 20 ára gamlar. Stærsti sjósvölustofn Evrópu „Sjósvölustofninn er stærstur í Vestmannaeyjum og hann er nánast eingöngu þar. Einungis nokkur pör eru fyrir utan Eyjar, í Papey og á Ingólfshöfða. Þetta er stærsti sjós- völustofn í Evrópu og hann telur um 200.000 pör,“ segir Erpur, en erfitt er að mæla stofnstærð stormsvöl- unnar. Stærsti stofninn kemur þó frá N- Ameríku og telur hann nokkrar milljónir fugla. Erpur segir mæling- arnar vera ákveðið hliðarverkefni og meira gert til gamans en annars. Þó er mikið vísindalegt gildi í rann- sóknunum og hefur hópurinn kom- ist að því að stormsvölurnar eru á meira ferðalagi en áður var talið: „Við merktum stormsvölu á Reykja- nesi sem að náðist viku síðar norð- arlega í Noregi, um 1.500 kílómetra í burtu. Það er mikil hreyfing á þeim og það vissum við ekki áður,“ segir Erpur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.