Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2013 Árni Þór Sigurðsson er mesturákafamaður VG um að koma Íslendingum í ESB.    Hann var stjórnarmaður í félagiandstæðinga slíkrar inn- göngu og háði kosningabaráttu vorið 2009 undir merkjum ákafrar andstöðu við sambandið.    En nú er vitaðhvert hugur hans stóð og hvert verk hans á sama tíma leiddu.    Færi fram hér álandi keppni í pólitískum óheilindum þyrfti mikla garpa til að leggja í að etja kappi við Árna Þór um titil í þeirri grein.    Ekki væri viðeigandi að sá, semhelst gæti ógnað honum, tæki slaginn.    Gamli formaður VG gæti varlaverið þekktur fyrir að fara í Árna Þór, nema þá með harm í hjarta.    Nú vill Árni Þór sameina Sam-fylkinguna og VG í einn flokk eða minnsta kosti í kosninga- bandalag.    Ekki er nokkur ástæða til aðtaka slíkri hugmynd illa.    En hvað er það sem hvetur tilhennar?    Er það hin frábæra reynsla afstjórn þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar?    Hefur Árni Þór spurt kjósendurum álit? Árni Þór Sigurðsson Á að kíkja í sam- einingarpakkann? STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.8., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 8 alskýjað Akureyri 8 rigning Nuuk 6 léttskýjað Þórshöfn 12 skýjað Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 20 heiðskírt Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 20 heiðskírt Lúxemborg 18 skýjað Brussel 21 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 21 skýjað London 22 léttskýjað París 15 skúrir Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 22 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt Vín 16 skúrir Moskva 12 skúrir Algarve 25 léttskýjað Madríd 32 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 27 skýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 25 heiðskírt Montreal 22 skýjað New York 26 heiðskírt Chicago 28 léttskýjað Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:54 21:06 ÍSAFJÖRÐUR 5:50 21:20 SIGLUFJÖRÐUR 5:32 21:04 DJÚPIVOGUR 5:21 20:38 Landbúnaðar- og bændahátíðin Sveitasæla fór fram í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki um helgina. Þar gat að líta fjölmargar nýjungar í íslenskum landbúnaði, auk þess sem bændur og gestir sýning- arinnar gerðu sér glaðan dag með margskonar uppákomum. Sýningin var sett með ávörpum Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra Skagafjarðar, Sindra Sigurgeirs- sonar, formanns Bændasamtaka Ís- lands, og Sigurðar Inga Jóhanns- sonar, landbúnaðar- og sjávar- útvegsráðherra. Fjölbreytt atriði voru á Sveitasælu, eins og klauf- skurður á kúm, hæfileikakeppni véla- mannsins, smalahundasýning, hrúta- sýning og kálfasýning. Dagskránni lauk með kvöldvöku í Svaðastöðum þar sem skagfirskir skemmtikraftar og bændur létu gamminn geisa. Skemmtun og sýn- ingar á Sveitasælu Morgunblaðið/Björn Björnsson Sveitasælan Skagfirskar húsmæður gáfu heimalagað skyr með rjóma. Tilkynnt var um mann í sjónum neðan við Ægis- götu í Keflavík laust fyrir há- degi í gær. Lög- reglumenn voru sendir af stað með hraði með flotgalla til að bjarga manninum, og sjúkrabíll á eftir. En þegar á staðinn kom reyndist lögreglulið hafa farið fýlu- ferð. „Maðurinn“ reyndist vera leif- ar af gamalli bryggju og bryggju- pollum sem sköguðu upp úr sjónum. Fýluferð í höfnina eftir neyðarútkall Tveir menn voru handteknir á Ak- ureyri í gær grunaðir um að hafa ekið bifreið á mikilli ferð eftir Hlíð- arbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á staur sem festist undir henni og dróst með henni þó- nokkra vegalengd þar til hún nam loks staðar á Þingvallastræti við Miðhúsabraut. Báðir mennirnir voru í annarlegu ástandi og hafði annar þeirra lítinn hníf í hendinni. Bifreiðin reyndist vera stolin auk þess sem í ljós kom að henni hafði verið ekið á ljósastaur í Bugðusíðu skömmu áður. Er hún töluvert skemmd ef ekki ónýt. Lögreglan á Akureyri óskar eftir því að vitni að þessum atburðum gefi sig fram. Handteknir á stoln- um bíl á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.