Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2013 falleg minning á fingur www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 16 6 6 Giftingarhringar Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Þ ær Lilja Hermannsdóttir og Hilde Hundstuen hafa nýlokið rúmlega 400 kílómetra langri hjólaferð yfir hálendi Íslands. Þær hófu ferð sína frá Hrauneyjum að kvöldi til og hjóluðu fyrsta legginn í svarta myrkri. „Ég hafði aldrei hjólað svona yfir nótt áður en það var alveg rosalega gam- an. Maður sér ekkert nema veginn, horfir í geislann og hjólar,“ segir Lilja. Þær hjóluðu yfir í Nýjadal og fengu þar inni yfir nótt. Næsta dag hjóluðu þær Dyngjufjallaleið yfir í Dreka og síðasta daginn að Kára- hnjúkum og þaðan fóru þær á Eg- ilsstaði. En hvernig dettur tveimur konum í hug að fara út í svona leið- angur. „Okkur finnst kannski ekki skipta svo miklu máli að við séum stelpur. Miklu frekar að við gerum þetta á gamla og erfiða mátann og nýtum okkur ekki trússbíl og öll hugsanleg þægindi sem oftast eru í svona ferðum. Þetta var í rauninni persónuleg áskorun að fara bara tvær og redda okkur. Þetta var rosalega erfitt en líka alveg rosa- lega gaman,“ segir Hilde. Vilja fá fleiri stelpur í sportið Þegar þær eru inntar eftir því hvað hafi heillað þær mest á þessari leið segja þær að hraunbreiðan á milli Nýjadals og Dreka hafi verið áhrifaríkust. „Það er algjörlega æv- intýralegt að keyra þar yfir,“ segir Lilja. „Maður er svo nátengdur náttúrunni þegar maður hjólar og kynnist landinu sínu svo vel,“ bætir Hilde við. Þó að þær vilji ekki gera mikið úr því að þær hafi farið tvær konur saman viðurkenna þær að ferð þeirra og framkvæmd geti ver- ið mikil hvatning fyrir aðrar konur sem deila áhugamáli þeirra. „Við viljum auðvitað alltaf fá fleiri stelp- ur í þetta sport. Fyrst þegar við sögðum frá því sem við ætluðum að Hjóluðu yfir há- lendið án aðstoðar Vinkonurnar Lilja Hermannsdóttir og Hilde Hundstuen kynntust í gegnum mót- orhjólasportið fyrir þónokkru síðan. Hugmyndin að fara yfir hálendi Íslands á Enduro-hjólum kviknaði hjá þeim í hversdagslegu spjalli. Tveimur dögum seinna voru þær komnar með styrktaraðila og lagðar af stað. Krefjandi Hilde og Lilja hófu ferð sína frá Hrauneyjum að kvöldi til. Leiðin sem Hilde og Lilja hjóluðu Egilsstaðir Hrauneyjar 400 km Undur náttúrunnar eru mörg hver stórkostleg og margir meðvitaðir um þann kraft og þá fegurð sem í henni leynist. Hvort sem viðkom- andi þekkir ekki fegurð náttúrunn- ar eða hefur einstaklega gaman af henni, þá mun öllum finnast heimasíða National Geographic, nationalgeographic.com, góð skemmtun. Þar er ekki einungis hægt að lesa fræðandi greinar og dást að fallegum ljósmyndum heldur er þar ógrynni af frábærum myndböndum. Fjallað er um náttúruna í heild sinni hvort sem um spendýr, plöntur, himingeiminn eða fellibylji er að ræða. Vefsíðan er aðeins brot af The National Geographic Soc- iety en til þess telst meðal annars sjónvarpsrás og tímarit. Þeir sem virkir eru á fésbókinni geta einnig fylgst með gangi mála þar. Vefsíðan www.nationalgeographic.com AFP Fræðandi Finna má ýmislegt fróðlegt um alls konar dýr svo eitthvað sé nefnt. Fræðandi ferðalag um náttúru Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Áhverjum tíma kljást fjölmarg-ir Íslendingar við langvarandiog erfið veikindi. Misjöfn veikindi í eðli og afleiðingum sem þó öll hafa áhrif á líf og lífsgæði. Að baki hverjum sjúklingi stendur fjölskylda, maki og vinir sem allir upplifa að ein- hverju marki áhrif veikindanna, óvissuna og afleiðingarnar. Bakland fólks er auðvitað misjafnt að stærð og gæðum en það er ljóst að stuðningur getur skipt sjúklinga sköpum og jafn- vel svo að stór munur er á bata og heilsu þeirra sem fá góðan stuðning og þeirra sem búa við meiri einangr- un eða takmarkaðri stuðning sinna nánustu. Sjúklingar berjast nefnilega ekki fyrir heilsu sinni í einangrun og þeir eru ekki heldur þeir einu sem þjást. Maki sjúklings er mikilvægur hluti stuðningsnets sjúklingsins, en það gleymist þó oft að makinn þarf ekki bara að sinna sjálfum sér til þess að geta sinnt stuðningshlutverki sínu við sjúklinginn heldur einnig til að geta sjálfur tekist á við það álag og þær breytingar sem alvarlegum veik- indum fylgja. Fyrir eigin heilsu og fyrir eigin líf. Margar rannsóknir sýna að óháð eðli sjúkdómanna hafa makarnir það oft jafnvel verra andlega en sjúkling- arnir sjálfir. Þeir þurfa að taka að sér aukna ábyrgð og ný hlutverk á heim- ili, stunda og standa sig í vinnu eftir sem áður, sinna börnum og nú jafnvel sjúklingnum sjálfum ásamt því að reyna að halda venjubundnu lífi eins mikið gangandi og mögulegt er. Allt í skugga áfalls, sem það sannarlega er þegar maki manns, nánasti vinur og helsti stuðningsaðili veikist. Þó að makinn standi sterkur í bylnum og láti ekki endilega mikið á bera, þá mæðir á honum. Spurningarnar, efa- semdirnar, óttinn og tilfinningarnar sem bærast um eru erfiðar og mjög margir makar eru kvíðnir og finna til þunglyndis einmanaleika og vonleys- is. Það er auðvitað eðlilegt að bregð- ast við í svona óeðlilegum aðstæðum en til lengri tíma getur streita og erf- iðar tilfinningar haft áhrif á getu fólks til að takast á við líf sitt og verkefni. Líka það verkefni að eiga veikan maka. Það er algert grundvallaratriði að muna að þegar einn aðili hjóna- bands eða sambands veikist þá þurfa báðir aðilar stuðning. Ef þú átt veikan maka og kannast við þessar erfiðu til- finningar eða erfiðleikana við að ná áttum í breyttum aðstæðum og lífs- gæðum, íhugaðu þá að sækja aðstoð sálfræðings. Það er hægt að fá hjálp og það er styrkleiki að sækja hana og taka þar með afstöðu um að taka stjórn og bæta líðan sína og lífsgæði. Veikindi maka Heilsupistill Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur Morgunblaðið/Kristinn Veikindi Mökum sjúklinga líður oft verr andlega en þeim veiku. Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjaf- arþjónusta, Skeifunni 11a, 108 Reykjavík www.heilsustodin.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.