Morgunblaðið - 26.08.2013, Side 11

Morgunblaðið - 26.08.2013, Side 11
Morgunblaðið/Rósa Braga gera fundum við svolítið fyrir því að fólk fannst við ekki átta okkur á því hvað við værum að fara út í en svo eftir á hefur sama fólk verið að hrósa okkur,“ segir Hilde. Fjölskylduvæn íþrótt Hilde hefur verið á götuhjóli frá átján ára aldri en Lilja uppgötv- aði sportið árið 2008. Þær kynntust í gegnum hjólamennskuna en þetta var þeirra fyrsta ferð þar sem þær fóru bara tvær saman. „Ég hafði lengi haft áhuga á að hjóla áður en ég byrjaði, svo ákvað ég loksins að drífa í þessu og fékk mér götuhjól. Ég var búin að vera með prófið í þrjá eða fjóra daga þegar ég fór hringinn í kringum landið. Ég hef farið ótal ferðir um landið síðan og nú er öll fjölskyldan í þessu,“ segir Lilja og Hilde tekur við. „Þetta er mjög fjölskylduvænt sport. Stelpan mín tekur þátt í því með mér að gera við og gera upp hjól.“ Nýir draumar vakna þegar gamlir rætast Hildi átti sér lengi tvo drauma, annars vegar að eignast her- mannahjól með hliðarvagni og hins vegar að smíða sér „streetfight“ hjól. Nú hefur hún látið báða þá drauma rætast en segir þá aðeins nýja drauma taka við. „Næst langar mig að hjóla í Himalaya eða Perú.“ Þessi ferð var bara byrjunin hjá okkur. Þetta var aðeins okkar fyrsta ferð af mörgum,“ bætir Lilja við. Lilja segist ekki hafa nokkurn áhuga á að taka þátt í keppnum. Hún vill miklu fremur vinna per- sónulegra sigra og ná markmiðum sem hún setur sér sjálf. Þegar þær eru spurðar hvort allir geti hjólað svara þær nánast samhljóða játandi. „Maður þarf bara að hafa mikla trú á sjálfum sér en um leið að taka skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Lilja. „Já og maður þarf auðvitað að vera í réttum útbúnaði og fylgjast vel með veðurspá,“ segir Hilde. Þær Lilja og Hilde vilja koma þökkum áleiðis til styrktaraðilanna Ormsson, Átaks, Rafstillingar og JHM. Einnig vilja þær þakka 4x4, Slóðavinum, Torfærudeildinni hjá Hjólavinum, Valkyrjum og öðrum sem hafa haldið utan um slóða á há- lendinu. „Við eigum svo fallegt land og okkur ber að ganga vel um það. Við erum öll að vinna að sama markmiði, að fara vel með landið okkar og njóta þess,“ segir Hilde. Urð og grjót Dyngjufjallaleiðin er mjög grýtt en skemmtileg yfirferðar. Verðandi hjólastjörnur Ásgeir Axel, sonur Lilju, og Tekla Emelína, dóttir Hilde, eru ekki síður áhugasöm um hjólaíþróttina en mæður þeirra. Maður þarf bara að hafa mikla trú á sjálfum sér en um leið að taka skyn- samlegar ákvarðanir. Ævintýrakonur Vinkonurnar Lilja og Hilde fóru saman á torfæruhjólum yfir hálendið án nokkurrar aðstoðar. Ás- geir Axel, sonur Lilju, var að vonum stoltur af mömmu sinni og vinkonu hennar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2013

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.