Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 12
VESTURLANDDAGA HRINGFERÐ HVALFJARÐARSVEIT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2013 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Allar tölur eru stórar þegar starf- semi álvers Norðuráls á Grundar- tanga er annars vegar. Á hverjum degi eru unnin þar 700 tonn af áli úr 1.400 tonnum súráls, við vinnsluna er álið hitað upp í gríðarháan hita, 960°C og þar er langstærsti vinnu- staður Vesturlands, en í álverinu starfa um 600 manns. Í fyrra voru um 4.300 gígavattstundir (GWst) notaðar til framleiðslunnar en það er tæpur fjórðungur alls rafmagns sem framleitt er á Íslandi. Undanfarin 15 ár, eða frá upphafi starfseminnar, hefur þar verið framleitt tvö og hálft milljón tonn af áli. Stærsta ryksuga á landinu Framleiðsla í álverinu á Grund- artanga fer fram í 520 kerum í fjór- um kerskálum. Súrálið kemur víða að og er flutt til landsins með skipum fyrirtækisins. Það er sogið upp úr lest skipsins með leiðslum sem liggja meðfram umsvifasvæði fyrirtæk- isins inn í lokað kerfi í kerskála. „Ætli þetta sé ekki stærsta ryksuga á landinu,“ segir Gunnar Guð- laugsson, framkvæmdastjóri Norð- uráls á Grundartanga, sem segir súrálið ekki óáþekkt sykri í útliti þegar það kemur til vinnslu. 22 kílóa álhleifar Í kerskálunum er súrálið klofið í súrefni og hreint ál með rafgrein- ingu. Þá er hreina álið 960°C heitt og er flutt í deiglum í steypuskálann. Þar er því safnað saman í ofna, sem hver tekur um 60 tonn af áli og látið kólna niður í 720°C. Að því búnu er álinu hellt í rennur þar sem það flæðir í steypumót og er þar mótað í um 22 kílóa hleifa. Þeir eru síðan bundnir í stæður, sem hver og ein vegur um eitt tonn. Þeim er komið fyrir í gámum sem eru fluttir út með flutningaskipum fyrirtækisins til Rotterdam í Hollandi. Álið frá Grundartanga endar síðan í ýmsum varningi og framleiðslu víða um heim, t.d. í bílum, klæðningu utan á hús, umbúðum og íslenskum pönnu- kökupönnum. Um 600 manna vinnustaður Norðurál er dótturfyrirtæki Century Aluminium, sem er með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum og auk álversins á Grundartanga er Norðurál með álver í byggingu við Helguvík á Suðurnesjum. Í álverinu starfa á sjötta hundrað manns og eru um 80% þeirra búsett í nágranna- sveitarfélögum, að sögn Gunnars. „Þetta er einstaklega fjölbreytilegur hópur, við höfum stundum sagt að við endurspeglum líklega mennt- unarstig íslensku þjóðarinnar,“ segir Gunnar. „Hér eru unnin flókin og sérhæfð störf og við höfum verið ein- staklega heppin með fólk.“ Í fyrra hófst fimm ára fjárfest- ingarverkefni Norðuráls þar sem bæta á rekstraröryggi og auka fram- Morgunblaðið/Eggert Mörg tonn af áli Álið er mótað í um 22 kílóa hleifa, sem eru bundnir í stæður, sem hver og ein vegur um eitt tonn. Tvær og hálf milljón tonna af áli á 15 árum  Stærsti vinnustaður Vesturlands er í Hvalfjarðarsveit  Þjóðvegur 1 lá áður í gegnum Hvalfjarðarsveit, en var færður inn í Hvalfjarð- argöng árið 1998. Vegurinn um Hvalfjörð, sem áður var einn fjölfarnasti vegur landsins, er nú fáfarinn miðað við fyrri tíð, en þar er þó nokkur umferð á góð- viðrisdögum, enda um stórbrotið landslag að fara og þarna er mikil útivistar- paradís og áhugaverðar söguslóðir. Ráðist var í framkvæmdir við göngin árið 1996 og þau voru tekin í notkun kl.18.56 að kvöldi 11. júlí 1998. Síðan þá hafa 24 milljónir ökutækja ekið undir Hvalfjörðinn, eða rúmlega ein og hálf milljón á hverju ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á leið í göngin Frá 1998 hafa 24 milljónir ökutækja ekið Hvalfjarðargöngin. 24.000.000 bílar á 15 árum  Á Bjarteyjarsandi er framleitt og selt vistvænt svínakjöt, en þar eru útigrísir aldir yfir sumartímann. Grís- irnir hafa frjálsan aðgang að útisvæði á staðnum þar sem þeir ganga lausir og lifa á fjölbreyttu fóðri. Þeim er síðan slátrað á haustin og mögulegt er að panta sérvinnslu á kjötinu. Arnheiður Hjörleifsdóttir, bóndi á Bjarteyjarsandi, segir vistvæna svínakjötið hafa fallið í góðan jarð- veg. „Þetta hefur gefist vel,“ segir Arnheiður. „Við framleiðum vöru sem erfitt hefur verið að fá hér á landi og það er mikil eftirspurn því sífellt fleiri vilja kaupa matinn milliliðalaust.“ Ljósmynd/Arnheiður Hjörleifsdóttir Glaðbeittir og frjálsir grísir „Byggðin við Akrafjall hefur marga kosti til búskap- ar. Hér eru mildir vetur og gróður yfirleitt snemma til á vorin. Landið er frjósamt, og túnrækt yfirleitt auðveld,“ segir Haraldur Benediktsson, alþing- ismaður og bóndi á Vestri-Reyni undir Akrafjalli í Hvalfjarðarsveit. Samfélagið byggist á þátttöku Í tæpan áratug var Haraldur formaður Bænda- samtaka Íslands og fram á þetta vor þegar stjórn- málin tóku við. Sjálfur hefur Haraldur sagt sem svo að í verunni séu störf bónda og stjórnmálamanns, hvar sem hann í flokki stendur, ekki svo ólík. Í báð- um tilvikum sé viðfangsefnið að fylgjast með sprot- um í jörð, hlúa að, byggja upp og rækta. Horfa til framtíðar.  Frjósamt land  Fé- lagsmál eru skylda, segir Haraldur Benediktsson Morgunblaðið/Styrmir Kári Bústörf „Á tímabili var nánast erfitt að halda fram mikilvægi landbúnaðar,“ segir Haraldur Benediktsson. Landbúnaður sparar og skapar  „Við leggjum áherslu á íslenskt og ferskt hráefni, það er mikil eftir- spurn eftir því. Þannig er bara Ísland í dag,“ segir Guðný Kristín Guðna- dóttir, sem nýverið opnaði veitinga- staðinn Skessubrunn í Tungu í Hval- fjarðarsveit ásamt systur sinni, Fjólu Lind. Áður ráku foreldrar þeirra staðinn, sem er í gamla bænum í Tungu, sem hefur verið gerður upp, en hann hefur ekki verið starfræktur síðan 2007. „Við tókum þann pólinn í hæðina að leggja áherslu á hópa til að byrja með og höfum því ekki verið með opið fyrir almenning á hverjum degi. Núna erum við byrjaðar að undirbúa okkur fyrir jólahlaðborðin og þorra- blótin í vetur.“ Öll húsgögn á Skessubrunni eru handunnin og útskorin frá Póllandi og bar staðarins prýða útskornir hestshausar. Húsbúnaðurinn er úr tíð fyrri rekstrar, en staðnum hefur verið haldið vel við. „Okkur sveið alltaf svolítið að sjá staðinn standa tóman og ákváðum að drífa bara í þessu,“ segir Guðný og er bjartsýn á framhaldið. „Nú notum við veturinn til að markaðs- setja okkur og komum inn með krafti næsta sumar,“ segir Guðný. Ljósmynd/Guðný Kristín Guðnadóttir Samstarf systra Skessubrunnur er í gamla bænum í Tungu í Hvalfjarðarsveit. Systur tvær reka Skessubrunn í gamla bænum í Tungu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.