Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti|Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2013 FYRIR IÐNAÐINN FYRIR HEIMILIÐ - fyrsta flokks. Stór orð sem reynslan réttlætir ALLT FYRIR SKRIFSTOFUNA V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð Verð á gulli með afhendingu í des- ember tók stökk á föstudag sam- hliða veikingu bandaríkjadals. Desember-únsan endaði í 1.396,30 dölum og hækkaði um 1,86% innan dagsins. Er verðið á gulli nú komið á svipaðan stað og í júní en eins og lesendur muna tók málmurinn skarpa dýfu þegar líða tók á júní og fór á tímabili niður fyrir 1.200 dollara markið. Forbes segir hækkun gullsins einkum skýrast af veikingu banda- ríkjadals en bæði dalurinn og bandarísk ríkisskuldabréf féllu vegna frétta af mun dræmari sölu nýrra fasteigna en spáð hafði ver- ið. Féll sala nýrra fasteigna í júlí um 13,4% leiðrétt m.v. árstíða- sveiflur. Einnig voru sölutölur fyr- ir júní lækkaðar. Verð á silfri tók en hærra stökk en gullið, fór upp um 4,38% og endaði september-silfur í 24,05 dölum á únsuna. Hefur silfur verið á mikilli hraðferð upp á við síðustu vikurnar en únsan var í kringum 20 dala markið í byrjun mánaðar- ins. Dræm sala fasteigna er af sum- um talin minnka líkur á að Seðla- banki Bandaríkjanna dragi úr inn- spýtingu fjármagns í hagkerfið. Áætla fjárfestar að áframhaldandi örvunaraðgerðir bankans ýti niður bæði vöxtum og gengi dollars sem síðan gerir gullið að meira aðlað- andi fjárfestingarkosti. ai@mbl.is Gull og silfur fara upp en dollarinn niður  Dræm fasteignasala vestanhafs olli titringi á föstudag AFP Pappír Þegar dollar veikist leita fjárfestar skjóls í góðmálmum. Frá gjaldeyrisbás í Indónesíu. Sjaldan er lognmolla í kringum bandaríska fjárfestinn Donald Trump. Athafnamaðurinn og raun- veruleikasjónvarpsþáttastjarnan er nú kominn í sigti Erics Schneiderm- ans, ríkissaksóknara New York, vegna meintra vörusvika. Saksókn- arinn hefur krafið Trump um greiðslu 40 milljóna dala í bætur vegna fræðslufyrirtækisins Trump University. Fyrirtækið á að hafa lofað nemendum öllu fögru en efnd- ir hafi ekki verið upp á marka fiska. Um 5.000 manns skráðu sig í Trump-skólann og greiddu á bilinu 1.500 til 35.000 dali fyrir, jafnvirði um 180 þúsund til 4,2 milljóna króna á núverandi gengi. Námið á ekki að hafa verið upp á marga fiska og á skólinn ekki heldur að hafa staðið við loforð um að finna nemendum pláss í starfsþjálfun. Margir munu hafa skráð sig í skól- ann í þeirri von að hitta glóhærða milljónamæringinn en urðu fyrir vonbrigðum þegar það besta sem bauðst var myndataka við hliðina á mynd í fullri stærð af stjörnu The Apprentice-þáttanna. AP hefur eftir saksóknaranum að Trump hafi lagt skólanum til nafn sitt og ímynd vitandi að nemend- urnir myndu verða fyrir tjóni. Lögfræðingur Trumps vísar ásökununum á bug. Hefur hann lagt fram jákvæðar umsagnir frá fjölda nemenda við Trump-skólann og vænir saksóknara um að hafa hafið málareksturinn vegna þess að Trump lagði ekki nægilega mikið fram til kosningabaráttu Schnei- dermans. Schneiderman bauð sig fram til embættis saksóknara árið 2010 og fékk þá 12.500 dala styrk frá Trump. ai@mbl.is AFP Umdeildur Trump kátur með keppendum í Miss USA fegurðarsamkeppn- ininni. Saksóknari telur Trump hafa blekkt nemendur fjárfestingaskóla. Trump kærður fyrir vörusvik  Svarar ásökunum fullum hálsi Dómstóll í Seattle mun í vikunni taka fyrir stórt kærumál á milli Microsoft og Motorola. Microsoft sakar Motorola um að hafa brotið samning um not á höf- undarvörðum hugbúnaði sem m.a. stýrir þráðlausu sambandi og mynd- bandaspilun. Farsímaframleiðand- inn Motorola var á síðasta ári keypt- ur af leitarvélarisanum Google. Dómsmálið nú er framhald af málarekstri í nóvember þar sem Motorola höfðaði mál á hendur Microsoft. Endaði það mál með úr- skurði Microsoft í hag, um að fyr- irtækið skuldaði Motorola mun minna en upphaflega hafði verið krafist. Motorola hafði þá viljað allt að 4 milljarða dala í árlegar greiðslur vegna notkunar einkaleyfavarinnar tækni en voru dæmdar 1,8 milljónir. Motorola getur ekki áfrýjað úr- skurðinum frá í nóvember fyrr en niðurstaða er ljós í þeim hluta máls- ins sem nú verður tekinn fyrir. ai@mbl.is Microsoft mætir Motorola fyrir dómi AFP Undur Starfsmenn á bás bregða á leik með nýjan síma frá Motorola. Enn er deilt í farsímaheiminum um stórar fjárhæðir vegna einkaleyfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.