Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hvernigskyldutekjur rík- isins verða til? Ætli það séu háir skattar sem ráði því að ríkið fái miklar tekjur eða getur verið að samhengið sé annað? Getur verið að hægt sé að ganga of langt í skattheimtu, jafnvel þannig að ríkið tapi á að halda áfram að hækka? Segja má að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjár- málaráðherra, hafi fyrir sitt leyti svarað þessum spurn- ingum í viðtali við Rík- isútvarpið í gær. Og hann hefur raunar svarað þeim oft áður, bæði í ræðu, riti og verki, á liðnum árum. Alræmt varð þegar hann, eftir gríðarlegar hækkanir vinstristjórnarinnar, hótaði landsmönnum frekari skattahækkunum með orð- unum „you ain’t seen nothing yet“ og segja má að í gegnum öll sviknu loforðin hafi þetta þó haldið. En nú stígur Steingrímur sem sagt fram eina ferðina enn og heldur því fram að hækka eigi skatta og á að þessu sinni við auðlegðarskattinn svokall- aða. Í þessu líkt og ýmsu öðru snýr Steingrímur málum á haus og heldur því fram að nú- verandi stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um að leggja þennan skatt af, en staðreyndin er sú að það var ákvörðun Stein- gríms sjálfs. Skatturinn var tímabundinn og mun falla niður samkvæmt ákvörðun síðasta þingmeiri- hluta en ekki þess sem nú situr. Nú lætur Stein- grímur hins vegar eins og hann sjái eftir þessu og vilji halda áfram þess- ari ofurskattlagn- ingu eins og ann- arri þó að hann hafi ekki lagt í að segja kjósendum frá því fyr- ir kosningar. Viðbrögð Steingríms nú við því að skattur sé að falla niður eru ágæt áminning um skatta- stefnu ríkisstjórnar Samfylk- ingar og Vinstri grænna. Stefnan gekk út á að hafa alla skatta eins háa og nokkur kost- ur væri og að finna upp á nýj- um sköttum eins og hugmynda- flugið leyfði. Afleiðingin var fyrirsjáan- leg. Hagvöxtur var hér langt undir því sem ætlað hafði verið á síðasta kjörtímabili og er enn. Vegna þessa hafa tapast háar fjárhæðir í minni verð- mætasköpun og þar með hefur ríkissjóður orðið af miklu skattfé. Þetta tap nemur miklu hærri fjárhæðum en það sem Steingrímur telur sig nú sjá að „tapist“ vegna þess að ekki er haldið áfram að auka skattp- íninguna líkt og gert var í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðreyndin er nefnilega sú að takmörk eru fyrir því hve langt ríkið getur gengið í skatt- heimtu án þess að skaða efna- hagslífið og án þess að draga úr skatttekjum til framtíðar. Þess vegna hafa skattalækkanir við núverandi aðstæður ekki nei- kvæð áhrif á skatttekjur rík- isins til framtíðar en eru þvert á móti til þess fallnar að auka þær. Það var Steingrímur sjálfur sem ákvað að fella niður auðlegð- arskattinn} Áhrif ofurskattanna Stríðið í Sýrlandihefur staðið lengur en nokkurn óraði fyrir. Síðustu mánuði virðist ein- ræðisherrann og stjórn hans hafa náð undirtökunum. Fall Morsis í Egyptalandi ýtti enn undir þau úrslit að upp- reisnarmenn og andstæðingar Assads yrðu undir. Vesturlönd undir forystu Bandaríkjanna eða í þessu til- viki fremur með forystuleysi Bandaríkjanna hafa í orði kveðnu stutt andófið gegn yf- irvöldunum í Damskus, en þó fjarri því með þeim þunga sem hefði dugað. Bandaríkin skil- yrtu frekari atbeina af sinni hálfu alfarið við að sýnt væri að herlið Assads hefði beitt efna- vopnum gegn andstæðingum sínum. Nú er því haldið fram í höfuðborgum helstu ríkja hins vestræna bandalags að óyggj- andi sönnur liggi nú fyrir um slíkt framferði. Þar er ekki vitnað til annars en óbirtra álita leyniþjón- ustumanna í við- komandi ríkjum. Þessar stofnanir og CIA sérstaklega töldu sig hafa svo yfirfljótandi upplýsingar um að Saddam Hussein byggi yfir gereyðing- arvopnum að það teldist sann- að. Forystumenn Bandaríkj- anna og Breta byggðu ákvarðanir sínar um stríð gegn Írak á þeim niðurstöðum. Það vekur óneitanlega tor- tryggni að þegar Assad er á sigurbraut gegn óvininum, yf- irlýsingar um að efnavopnin ein geti dregið Bandaríkin í stríðið liggja fyrir og eftirlits- menn með slíkum vopnum eru staddir í Damaskus þá sé hann sagður hafa gripið til slíkra vopna. Sjálfsmorð hefði senni- lega verið öflugri leikur hjá As- sad í þeirri stöðu. Það er með miklum ólíkindum að Assad hafi beitt efnavopnum eins og staðan var} Eru upplýsingarnar betri? U ndanfarna daga hafa dauðateygj- ur ESB-umsóknarinnar verið mjög áberandi. Fyrst komu læt- in um IPA-styrkina og látið sem Ísland væri nú að missa veru- legan spón úr aski sínum, nú þegar þeir yrðu dregnir til baka. Hins vegar var þögn um að „styrkirnir“ væru í raun og veru ekki styrkir sem slíkir heldur fylgdi þeim þvert á móti kvöð um mótframlag. Þagnaði umræðan því skjótt þegar í ljós kom að með þessu myndi rík- issjóður spara fé en ekki verða af. Næst kom fárið um þjóðaratkvæðagreiðsl- una. Keyrt var á þeim misskilningi að búið væri að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ljúka ætti umsókninni. Stjórnarsáttmálinn og lands- fundarsamþykktir beggja stjórnarflokka voru ranglega sagðar innihalda skilyrðislaust loforð um að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin, sama hvað, þeg- ar hið rétta er að báðir stjórnarflokkar lofuðu að gera hlé á viðræðunum og ekki hefja þær aftur nema að undangeng- inni atkvæðagreiðslu. „Það breytir ekki stjórnarsáttmál- anum,“ sagði einn fréttamaður, að því er virðist án þess að hafa lesið téðan sáttmála. Þá hafa þeir tiltölulega fáu innan stjórnarflokkanna sem hlynntir eru Evrópusambandinu verið dregnir upp á dekk hver af öðrum til þess að styrkja þann misskilning en þeir sem líklega eru betur fallnir til þess að lýsa viðhorfi meirihlutans innan flokkanna mega sitja heima. Líklega sést tvískinnungurinn best í því að fyrri rík- isstjórn þótti með eindæmum löt að svara fyr- irspurnum þingmanna, og virtist sem aðhald löggjafarvaldsins væri ráðherrum vinstri- stjórnarinnar eingöngu til ama. Aldrei heyrð- ist þá neitt í sumum fjölmiðlum, ekki einu sinni þegar Guðlaugur Þór Þórðarson kærði svar- leysið í einu tilfelli til Ríkisendurskoðunar til þess að fá svör. Nú sendir formaður Samfylk- ingarinnar bréf, sem varla má telja sem form- lega fyrirspurn á Alþingi, og þá þarf ítarlegt svar helst að hafa borist fyrir hádegi samdæg- urs, ef ekki fyrr, svo að fréttastofa ríkisins gangi ekki hreinlega af göflunum. Nú stefnir allt í að næsta rifrildi verði um þingsályktun- artillöguna þar sem sótt var um aðild, tillögu sem getur ekki bundið hendur nýs þingmeiri- hluta nema hann kjósi að vera bundinn af henni. Hvernig stendur á því að mál sem með nýjum þing- meirihluta ætti réttilega að vera úr sögunni er núna vakið upp á ný með þessu offorsi? Hvernig stendur á því að „hlutlausasta“ fréttastofa landsins virðist merkilega fund- vís á viðmælendur innan Sjálfstæðisflokksins sem vilja að- ild að Evrópusambandinu svo minnir á leit að saumnálum í heystakk? Forsætisráðherra ritaði fyrr í sumar eftirtekt- arverða grein um fyrsta mánuð loftárása frá fjölmiðlum sem hliðhollir væru vinstriflokkunum. Því miður virðist sem hann megi venja sig við það að loftárásirnar muni vara lengi enn. Á meðan hrapar virðing Alþingis enn neð- ar. sgs@mbl.is Stefán Gunn- ar Sveinsson Pistill Uppvakningurinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon leið, að þær myndu ná hámarki í kringum kosningar sem voru í apr- íl. Nú erum við ennþá að sjá töl- urnar rísa og ég er sé ekki fram á að það muni draga úr þessu fyrr en það koma úrræði sem auðvelda fólki að ráða við vandann,“ segir Hákon. Ný lög um neytendalán Eitt af þeim úrræðum sem eiga að sporna við skuldavanda heimilanna eru ný lög um neyt- endalán sem munu taka gildi þann 1. september nk. Markmið þeirra er að draga úr yfirskuldsetningu sem leiðir til þess að einnig á að draga úr van- skilum. Lögin taka til lánssamn- inga sem lánveitandi gerir í at- vinnuskyni við neytendur frá þeim degi sem lögin eru sett, svo að áhrif lagasetningarinnar munu ekki sjást strax. „Við munum ekki finna fyrir áhrifum laganna fyrr en eftir hugsanlega 1-2 ár. Lögin ættu klárlega að draga úr yfirskuldsetn- ingu vegna þess að í lögunum felst að það getur valdið ógildingu lána- samnings ef banki veitir neyt- endalán og veit eða má vita að lán- taki getur ekki staðið við greiðslur,“ segir Hákon. Í lögunum eru gerðar auknar kröfur um lánshæfismat, sem er spá um líkindi þess að lántakandi geti greitt framtíðarafborganir, og greiðslumat, sem byggir á stöðu lántakanda við lántöku. Hákon tel- ur að vænta megi þess að draga fari úr vanskilum eftir laga- setninguna. „Það hlýtur að gerast,“ segir Hákon. Uppboðsmálum hefur fjölgað á ný Uppboðsmál 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 1. ár sf j. 2. ár sf j. 3. ár sf j. 4. ár sf j. 1. ár sf j. 2. ár sf j. 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Byrjun uppboðs Framhaldsuppboð Fyrirtaksnauðungarsölubeiðni 1. ár sf j. 2. ár sf j. 3. ár sf j. 4. ár sf j. 1. ár sf j. 2. ár sf j. 3. ár sf j. 4. ár sf j. 1. ár sf j. 2. ár sf j. 3. ár sf j. 4. ár sf j. 1. ár sf j. 2. ár sf j. 3. ár sf j. 4. ár sf j. Hákon Stefánsson hjá Credit- info segir að viðhorf ein- staklinga til þess að vera á vanskilaskrá sé breytilegt eft- ir því á hvaða stigi uppboðs- meðferðin er. „Þó að greiðsluvilji hafi ekki verið mikill á fyrri stig- um, og fólk telur að máls- meðferðin sé á einhvern hátt ósanngjörn af hálfu kröfu- hafa, þá kemur oft ákveðinn vendipunktur þegar lokastaða uppboðsferlisins kemur upp, t.d. þegar fólk á yfir höfði sér að missa íbúðina sem það býr í. Þá virðist fólk vera meira tilbúið að ganga frá þessu,“ segir Hákon. Hann segir jafnframt að samhljómur sé á milli þessa viðhorfs og umræðunnar um skuldavanda heimilanna. „Maður heyrir að fólk telji að hlut- irnir hafi gengið hægt í því að bæta stöðu heimilanna. Þessar tölur endurspegla það mjög vel,“ segir Hákon enn- fremur. Viðhorfið breytist fljótt GREIÐSLUVILJI MISMIKILL Hákon Stefánsson SVIÐSLJÓS Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Töluverð fjölgun hefur veriðí svonefndum uppboðs-málum á þessu ári og erfjöldi þeirra svipaður og á öðrum og þriðja ársfjórðungi ár- ið 2010. Þetta segir Hákon Stefánsson, framkvæmdastjóri Creditinfo. Samkvæmt gögnum sem fyrirtækið lét Morgunblaðinu í té hafa í ár verið tekin fyrir alls 4.688 mál á fyrsta ársfjórðungi og 4.498 mál á öðrum ársfjórðungi. Árið 2010 voru 4.959 uppboðsmál á fyrsta ársfjórðungi og 4.279 mál á öðrum ársfjórðungi. „Þetta er athyglisvert vegna þess að yfirleitt er um að ræða þessi hefðbundnu húsnæðislán. Það er algengara en áður að einn aðili, yfirleitt kröfuhafi, óski eftir uppboði. Það getur bent til þess að það séu aðilar með húsnæðislán sem eru að fara í þessa meðferð. Þegar um húsnæðislán er að ræða er það yfirleitt kröfuhafi á fyrsta veðrétti sem óskar uppboðsins,“ segir Hákon. Uppboðsmál tengjast yfirleitt lántökum sem áttu sér stað fyrir 4-5 árum og þá var veðsetning- arhlutfallið með hærra móti. Al- gengt var að taka 80-90% lán og jafnvel 100%. „Það er alveg ljóst að ef þú lánar sömu upphæð og eignin kostar eða nálægt því og færð fyrsta veðrétt, þá eiga þeir sem eru fyrir aftan þig í veðröð- inni lítinn möguleika á end- urheimtum. Þessir aðilar sjá sér ekki hag í því að óska eftir upp- boðsmeðferðinni. Henni fylgir ýmis aukinn kostnaður sem einfaldlega borgar sig ekki,“ segir Hákon. Fleiri í alvarlegum vanskilum Eins og Morgunblaðið greindi frá í lok maí sl. höfðu vanskil auk- ist á sama tíma og kaupmáttur. Þessi þróun heldur áfram, en í dag eru 28.321 einstaklingar á van- skilaskrá, en voru 27.744 í maí sl. Creditinfo, sem heldur utan um tölulegar upplýsingar um vanskil, breytti úrtakinu við útreikninga í ágústmánuði og því er raunhækk- un um 1%. „Þetta eru háar tölur. Ég sagði það í september í fyrra, þegar við sáum þessar tölur á upp-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.