Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2013 idex.is - sími 412 1700 framl.- sölu- og þjónustuaðili Schüco á Íslandi - merkt framleiðsla • Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex álgluggum ehf. • Hágæða álprófílkerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga ÁLGLUGGAR - þegar gæðin skipta máli www.schueco.is Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna þá tíð er verð- gildi krónu lækkaði stöðugt um nokkur % á mánuði. Það var kallað gengissig. Innflutt vara hækk- aði með hverri nýrri sendingu. Þeir sem stóðu t.d. í bygginga- framkvæmdum leit- uðust við að kaupa strax eftir út- borgun. Ástandið fór stöðugt versnandi fram að þjóðarsátt. Þá tók við tímabil, sem fólk gat sparað og gert áætlanir fram í tímann. Bankarnir eyðilögðu þjóðarsátt- ina með sömu okurvöxtum og fyrir sátt. Líka eftir að búið var að ná tökum á verðbólgunni. Má segja að bankarnir hafi ekki tekið þátt í sáttinni, sem var réttlætt með því, að þeir hefðu tapað svo miklu á útlánum fyrir þjóðarsátt. Tapið var mest á fyrirtækjum, sem þeir settu sjálfir á hausinn með okurl- ánum. Stjórnvöld vildu fylgja þjóðarsátt eftir með því að selja banka útlendingum og ganga í ESB. Almenningur vonaðist til, að með sölunni yrðu vextir eins og í nágrannalöndunum. Bankarnir voru loks seldir innfæddum fjár- málasnillingum, sem svo keyptu banka í útlöndum og tóku lán í gjaldeyri, sem þeir lánuðu á Ís- landi með hærri vöxtum. Það fór, eins og það fór. Nú eru bankarnir komnir í eigu útlendra brasksjóða og eflaust margir innlendir hræ- gammar meðal hlut- hafa. Í dag búa launþeg- ar við sama ástand og var fyrir þjóðarsátt. Innlánsvextir eru margfalt lægri en út- láns-okurvextir. Bankainnstæður rýrna og í bónus er fjármagnstekjuskatt- ur á vexti. Mest fæst fyrir krónuna með því að eyða henni strax og er sparnaður laun- þega í samræmi við það. Fyrir kosningar var yfirlýst stefna þeirra sem stóðu að fyrri stjórn að afnema verðtrygg- inguna. Heilt kjörtímabil fór að mestu í tilraunir til að nauðga þjóðinni í ESB og borga Icesave. Samfylkingin trúir enn, að allt lagist með inngöngu í ESB og krónunni verði kastað fyrir evru. Í því felst að við getum ekki stjórnað okkur sjálf og værum betur sett, sem angi af ESB fyrst við vorum svo vitlaus að slíta sambandinu við Dani. Nýja stjórnin vill hætta með verðtryggingu og halda krónunni. Ýmsir aðrir telja krónuna bölvald. Kenna henni um illa stjórnun efnahagsmála síðustu áratugina og vilja taka upp einhverja aðra mynt. Seðlabankinn rannsakaði hvað hentaði okkar best og gaf út mikla ritgerð. Gallinn var að bankinn gaf sér að niðurstaðan væri evra, áður en lagt var upp í leiðangurinn. Ekki er mikið gef- andi fyrir slík vísindi. Ég hefi oft hugsað þessi mál og sé lausn, sem tryggir verðgildi krónu án þess að eyða henni strax eftir útborgun. Það er einfaldlega þannig að launþegum gefist kost- ur á að fá hluta launa sinna greidd í $ eða inn á gjaldeyr- isreikning. Á meðan við búm við gjaldeyrishöft væru úttektir í ís- lenskum krónum á því gengi sem er við úttekt, t.d. til greiðslu eða afborgunar á láni. Við þetta myndi sparnaður í landinu aukast og þrýstingur á að halda verð- bólgu í skefjum margfaldast. Seðlabanki yrði að lækka stýri- vexti til samræmis við það, sem er í öðrum löndum. Hjól atvinnulífs- ins færu þá að snúast til aukins hagvaxtar og kaupmáttar. Við af- léttingu gjaldeyrishafta myndum við halda óbreyttu kerfi að því leyti, að í verslunum mætti greiða með krónum eða í erlendri mynt líkt og er í Sviss. Þar má borga í verslunum og veitingahúsum, hvort heldur sem er í svissneskum frönkum eða evrum. Sparifjáreigendur réðu í hvaða myntum þeir geymdu sparnað sinn. Þannig væri tryggt að þeir yrðu ekki rændir með breytingum á gengi krónu. Gjaldeyrissjóð í vörslu þjóðar Eftir Sigurð Oddsson » Seðlabanki yrði að lækka stýrivexti til samræmis við það sem er í öðrum löndum. Hjól atvinnulífsins færu þá að snúast til aukins hag- vaxtar og kaupmáttar. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur. Vinstraliðinu á RÚV virðist líða eitt- hvað hálfilla þessa dagana vegna stöðv- unar á aðildarferlinu að Evrópusamband- inu. Hefur það nú hafið endalausar og ótímabærar umræður og spurningar um kosningar um hvort ferlið skuli hafið að nýju. Ég segi: Guð laun fyrir nýja ríkisstjórn sem hefur afar skýra stefnu í málinu; semsé þá að hún ætlar ekki að hefja þessar við- ræður eða aðildarferli að nýju á meðan hún starfar. Verði hins vegar breyting á þeirri stefnu mun hún gefa kjós- endum kost á að tjá sig um málið. Ég tel einsýnt að þjóðaratkvæða- greiðsla um málið verði í næstu alþing- iskosningum þegar flokkarnir koma fram með sína stefnu og kjósendur velja þá flokka til að stýra landinu sem þeir treysta best, þar með talið í þessu máli, til að fara með sín mál. Ég hef ætíð verið mikill stuðningsmaður rík- isútvarpsins og háð marga orð- ræðuna um nauðsyn þess að J.Á. og co. verði ekki falið einræði á þeim markaði. Þeir voru nú sem dæmi að hækka áskriftina að enska boltanum um 28% skv. nýj- ustu fréttum, en um þeirra gjöld veit ég svo sem ekkert enda ekki keypt af þeim áskrift nema í nokkur misseri enska boltann. Ég vil því hvetja starfsmenn RÚV til að gefa hvorki mér né öðrum stuðningsmönnum fyrirtækisins ástæðu til að ætla að Vigdís Hauksdóttir hafi haft rétt fyrir sér – takk fyrir. Evrópuumræðan – hvaða upphlaup er þetta á RÚV? Eftir Hjörvar O. Jensson » „Þeir voru nú sem dæmi að hækka áskriftina að enska bolt- anum um 28% skv. nýj- ustu fréttum.“ Hjörvar O. Jensson Höfundur er búsettur í Neskaupstað. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.