Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2013 ✝ Reimar Stef-ánsson fæddist í Hrísum, Fróð- árhreppi, 26. febr- úar 1932. Hann lést á Landspít- alanum 10. ágúst 2013. Foreldrar hans voru Stefán Ólafur Bachmann Jóns- son, f. 16.1. 1891, d. 20.2. 1964 og Kristín Elínborg Sigurð- ardóttir, f. 9.10. 1894, d. 29.8. 1966. Systkini Reimars eru Sigrún, f. 11.8. 1917, d. 6.1. 2013, Karl Bachmann, f. 25.11. 1918, d. 1.6. 1973, Lúðvík Vil- helm, f. 17.9. 1920, d. 11.9. 1940, Unnur, f. 23.6. 1922, d. 14.7. 2009, Sigurður Kristján, f. 24.12. 1923, d. 16.4. 1977, Ingveldur, f. 14.10. 1925, d. 31.1. 2002, Jón, f. 10.11. 1926, d. 18.8. 2010, Laufey Sigríður, f. 4.1. 1928, Hallfríður Kristín Hulda, f. 26.2. 1930, d. 1.10. 2002, Erla Auður, f. 10.10. 1937. Ragnar Jónsson, f. 17.10. 1967. Börn þeirra eru a) Tanja Ter- esa, f. 12.4. 1994 b) Róbert Orri, f. 14.2. 1997, c) Margrét Kristín Theodóra, f. 22.2. 2002, d) Katrín Eva, f. 16.3. 2008. 2) Árni, f. 10.4. 1971, maki Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, f. 24.9. 1971, börn þeirra eru a) Árni Páll, f. 4.11. 1992, b) Ant- on Erik, f. 10.5. 2000, c) Einar Berg, f. 6.2. 2005. Reimar fór ungur að heiman til að vinna og vann um tíma í verbúð í Keflavík. Hann hóf nám í rafvirkjun 16 ára gamall hjá Jóni Sveinssyn og vann að loknu námi hjá Jóni Guð- mundssyni. Reimar og Sveinn B. Ólafsson hófu samstarf um atvinnurekstur 1957 og störf- uðu þeir saman um tíma. Reimar hóf síðan eigin at- vinnurekstur og starfaði sem rafverktaki til ársins 1979, en þá stofnaði hann fyrirtækið Rafglit með elsta syni sínum Helga og rak það fyrirtæki þar til að hann hætti störfum 2004. Reimar var mikill áhugamaður um júdó-íþróttina og var einn af brautryðjendum hennar á Íslandi. Reimar verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 26. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Reimar giftist 20.6. 1953 Ernu Helgadóttur, f. 16.7. 1933, d. 20.6. 2007. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru 1) Helgi Svavar, f. 31.3. 1955, maki Þor- björg Guðnadóttir Blandon, f. 22.5. 1954, börn þeirra eru a) Íris Dögg, f. 21.6. 1977, maki Kwaku Kuma Asare, f. 4.10. 1978, barn þeirra er Nathan Doku Helgi, f. 26.10. 2006, b) Birkir Freyr, f. 16.6. 1987, unnusta hans er Gyða Sigrún, f. 25.8. 1992, c) Fjóla Björk, f. 22.5. 1997. 2) Guðný Hulda, f. 21.10. 1960, maki Sverrir Tryggvason, f. 12.7. 1959, börn þeirra eru a) Karen Ósk, f. 10.1. 1998 og b) Aron Ingi, f. 10.1. 1998. Reimar giftist 27.12. 1968 eftirlifandi eiginkonu sinni Kristínu Árnadóttur, f. 3.3. 1941, börn þeirra eru 1) Elsa, f. 23.10. 1969, maki Leifur Elsku pabbi. Ég sest hér nið- ur til að skrifa nokkur kveðju- orð til þín, eitthvað sem ég hefði ekki getað ímyndað mér í byrjun sumars að ég myndi gera. Þú varst alltaf svo hraust- ur þrátt fyrir að hafa fengið þinn skammt af áföllum með heilsuna í gegnum lífið. Ég hélt að við hefðum nægan tíma til að vera í sambandi og tala saman. Við vorum vanir að heyra í hvor öðrum símleiðis, oftast seint á kvöldin og töl- uðum lengi um heima og geima. Við vorum alltaf að framkvæma eitthvað eða vinna að einhverj- um verkefnum og gátum rætt um þau og borið saman ýmsar tæknilegar úrlausnir sem við komum okkur saman um. Ég hef alltaf getað treyst á þig og þú varst alltaf réttsýnn og heiðarlegur í samskiptum við fólk. Þegar ég var yngri og óreyndari þá varst þú alltaf til staðar og leiðbeindir mér þann- ig að ég yrði sjálfstæður og fær um að gera flesta hluti. Þú varst mjög handlaginn og virtist alltaf hafa lausnir á öllum hlut- um sem ég var að brasa við, hvort sem það var í bílamálum eða öðrum framkvæmdum. Það eru ótal minningar sem fljúga í gegnum hugann og eng- an veginn hægt að koma þeim að í nokkrum orðum. Ég mun því áfram hugsa til þín og hafa þessar minningar fyrir mig. Þú hafðir alltaf gaman af því að fara í sumarhúsið þitt á Spáni og varst nýlega kominn þaðan þegar ég fór erlendis í byrjun sumars. Þið Krissa vor- uð að passa hundinn okkar á meðan og allt virtist vera í himnalagi. Þú varst að tala um að það væri kannski kominn tími til að selja sumarhúsið og fara að ferðast meira í hópferð- um og skoða ýmsa staði. Ég fann að þú hlakkaðir til þess að fara að breyta ferðavenjum og gera eitthvað nýtt. Þegar ég kom til landsins seinni hluta júní varst þú farinn að vera var við að ekki væri allt með felldu varðandi heilsuna. Fljótlega kom í ljós að þú varst orðinn al- varlega veikur og varst lagður inn á spítala um miðjan júlí. Veikindin reyndust síðan vera það alvarleg að þú ættir líklega ekki mikinn tíma eftir. Þú hefur alltaf verið rólegur og yfirveg- aður og þegar þú fékkst þessar fregnir, virtist þú hafa þann styrk og hugrekki til að takast á við orðinn hlut. Það var mér mikils virði að við gátum rætt saman og notið samvista þennan tíma sem þú varst á spítalanum og haft tíma til að kveðja. Ég veit að það var þér líka mikils virði að fjöl- skyldan stóð þétt við bakið á þér og Krissa var hjá þér öllum stundum. Það er erfitt að hugsa til þess að hafa þig ekki lengur til að tala við en ég er þakklátur fyrir þær samverustundir sem við áttum saman. Þinn sonur Helgi. Það var í byrjun árs 1950, sem ég hitti Reimar fyrst. Þá var hann ungur maður að koma í heimsókn til frænku sinnar og konu minnar Önnu Þorgilsdótt- ur, en við höfðum þá nýlega hafið búskap að Njálsgötu 32B. Það var gaman að fá Reimar í heimsókn enda ávallt hress og skemmtilegur með sinn dillandi hlátur. Okkar kynni áttu eftir að verða mikil og góð alla tíð síðan þá. Við Reimar og Haraldur Magnússon byggðum saman 3ja hæða hús í Kópavogi og var þá oft unnið mikið og lengi. Einnig lögðum við Reimar árið 1957 grunn að okkar eigin rafmagns- verkstæði, Ljósboganum á Hverfisgötu 50. Þá voru erfiðir tímar og oft lítið að gera í við- gerðum og raflögnum. Þar af leiðandi var oft lítið til skipt- anna þegar reikningar höfðu verið greiddir. Það leiddi til þess að Reimar fékk sér betur launaða vinnu, en ég rak fyr- irtækið áfram og var gengið frá öllu í mesta bróðerni og áttum við gott samstarf eftir það bæði í vinnu og frítíma. Nú er genginn góður dreng- ur, sannur fulltrúi sinnar kyn- slóðar. Aldrei gleymast ánægju- legu kvöldstundirnar á heimilum okkar á lífsleiðinni þar sem gleði og kátína réðu ríkjum. Innilegt þakklæti fyrir alla góða samveru og samvinnu. Blessuð sé minning hans. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Kristínar og fjöl- skyldunnar. Sveinn B. Ólafsson. Í dag kveðjum við vin okkar Reimar, hann hefur verið sam- ofinn tilveru okkar í rúm fjöru- tíu ár, það er langur tími en samt svo stuttur þegar litið er til baka. Þegar Kristín vinkona mín kynnti hann fyrir okkur sem sinn tilvonandi leist okkur hjón- um strax vel á þennan mynd- arlega mann og með okkur tókst góð og traust vinátta sem varað hefur öll þessi ár án þess að skugga bæri á. Reimar var einstaklega dag- farsprúður maður, traustur og hafði góða nærveru. Hann var rafvirkjameistari að mennt og starfaði sjálfstætt mestallan sinn starfsferil. Hann var eftirsóttur til starfa enda góður og áreiðanlegur verkmað- ur. Reimar var einn af braut- ryðjendum júdó-íþróttarinnar hér á landi, hann var einn af stofnendum Júdódeildar Ár- manns og var þar í stjórn til margra ára ásamt því að þjálfa og keppa í þeirri íþrótt á sínum yngri árum. Reimar var afskaplega glað- lyndur maður og það var oft glatt á hjalla hjá okkur. Þær eru orðnar fjölmargar útilegurnar um landið vítt og breitt, veiðiferðirnar og ferðir erlendis með og án barna okkar eftir að þau uxu úr grasi. Já, það eru margar skemmtilegar og góðar minningar og ótal myndir sem við eigum úr þess- um ferðum sem við getum glaðst yfir, þær eru dýrmætar. Síðustu tuttugu árin höfum við oft átt góðar stundir saman á Spáni þar sem við eigum hús, þau í La Marina en við í Las Mimosas, ekki langt að skjótast á milli og þá var gjarnan gist. Þau voru nýkomin þaðan eftir mánaðar dvöl þegar hann veikt- ist. Við vorum farin að ráðgera að þau færu aftur út í haust og við gætum átt fleiri góðar stundir þar, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er, þetta var stutt en snörp barátta sem hann tapaði. Þetta skarð í vinahópinn verður ekki fyllt, við eigum eftir að sakna hans sárt. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. (Höf. ók.) Hvíldu í friði kæri vinur. Elsku Kristín, Elsa, Árni, Helgi, Guðný og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Gerða og Jón. Reimar Stefánsson ✝ Þórir SveinnÞorsteinsson fæddist á Ísafirði 9. maí 1923. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 15. ágúst 2013. Foreldrar hans voru Þorsteinn Mikael Ásgeirsson, f. 6.2. 1877, d. 1.5. 1950 og Rebekka Bjarnadóttir, f. 15.11.1885, d. 11.5. 1981.Þórir ólst upp á Ísa- firði til níu ára aldurs. Þau Re- bekka og Þorsteinn eignuðust tólf börn og var Þórir tíundi í röðinni. Þann 26. apríl 1953 kvæntist Þórir eftirlifandi eiginkonu sinni, Arndísi Höllu Guðmunds- dóttur, f. 1.12. 1934. Þau eign- uðust fimm börn. 1) Halldóra Þórisdóttir, f. 13.2. 1953, gift Karli Alfreðssyni, f. 13.7. 1953, þau eiga fimm börn og ellefu barnabörn. 2) Rebekka Þór- isdóttir, f. 19.8. 1954, gift Jónasi Hólmgeirssyni, f. 12.11. 1953, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 3) Guðmundur Már Þórisson, f. 31.12. 1955, giftur Maríu Eddu Sverr- isdóttur, f. 28.3. 1956, þau eiga þrjú börn og átta barna- börn. 4) Silja Þór- isdóttir, f. 3.4. 1961, gift Jóel Þorsteinssyni, f. 12.4. 1954, þau eiga tvö börn og sex barnabörn. 5) Arnar Þór Þórisson, f. 18.9. 1968, í sambúð með Maríu Worms, f. 11.4. 1982, hann á fjóra syni og tvö uppeld- isbörn. Þórir fór ungur á sjó. Á stríðsárunum sigldi hann með Ragnari bróður sínum en lengst var hann á togurum, hjá Land- helgisgæslunni og Vita- og hafnarmálum. Útför Þóris fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 26. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku pabbi minn. Núna ertu farinn, farinn heim, frjáls. Laus við þennan líkama, eins og þú sagðir svo oft „ég er fastur og ég vil ekki vera svona, ég er fastur í þess- um líkama“. Elsku pabbi, þú varst svo yndislegur. Ég er svo sorgmædd og ég sakna þín. Ég vildi að ég hefði náð að kveðja þig. Ég var lögð af stað og á leiðinni út á flugvöll þegar Re- bekka systir hringdi í mig, þú varst farinn! Það var svo sárt. Ég vissi að ég átti að vera þakklát að núna þyrftir þú ekki að þjást meira, en eigingirni mín leyfði mér það ekki, ég bara grét. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Núna bara hrúgast fallegu minningarnar um þig, þú varst góður maður elsku pabbi minn og vildir öll- um bara gott, elskaðir börn og máttir ekkert aumt sjá. Þú vild- ir helst hafa alla í kringum þig en sjálfur gastu bara kannski setið inni í stofu og horft á sjónvarpið. En við vorum þarna. Þú kenndir mér margt: Allir eru jafnir og allir eiga að vera vinir og manstu ef þú ert góð við mig þá er ég góður við þig. Sem barn þá elskaði ég þegar þú spilaðir á munnhörpuna og ég fékk að standa á þínum fót- um og svo dönsuðum við. Þetta muna líka öll barnabörnin eftir. Það eru svo margar minningar sem ég hef og ég varðveiti. Góðu stundirnar sem við áttum þegar mamma fór til Danmerk- ur og ég kom að passa þig eins og þú sagðir „ég er í pössun“. Við elduðum kjötsúpuna góðu og drolluðum og spjölluðum. Þá vorum við grallarar. Elsku mamma er búin að vera þinn klettur í veikindum þínum og ekkert var eins fal- legt að sjá þegar mamma kom í heimsókn til þín og þú varðst alltaf að halda fast í hönd henn- ar. Það skein traust úr augum þínum. Elska þín til mömmu var yndisleg, „svo fallegt“. Elsku pabbi, það erfiðasta er eftir. Síðasta kveðjan og þú veist ég hef aldrei getað kvatt án tára. Þú sagðir að ég væri allra furðulegasti flakkarinn, sem grenjaði alltaf þegar ég kvaddi og stundum þegar ég kom. Elsku pabbi takk fyrir allt. Kveðja frá Jóel og við pöss- um mömmu eins og við getum. Ég elska þig alltaf. Kveðja Silja. Í dag kveð ég elskulegan tengdapabba minn og vin hann Tóta. Ég kom inn í líf hans fyr- ir rúmum 40 árum, þegar ég fór að gera hosur mínar græn- ar fyrir henni Rebekku dóttur hans. Mér var alveg ótrúlega vel tekið, þrátt fyrir að vera úr Hafnarfirði, en þeir sem keyrðu á bílum með G-númeri voru frekir í umferðinni og ekki góð- ir bílstjórar að honum fannst. Tóti var laghentur maður og hvort sem það voru húsbygg- ingar eða bílaviðgerðir þá gerði hann það sjálfur og enginn gat gert það betur að honum fannst. Margs er að minnast frá liðnum árum, til dæmis þegar við klæddum húsið að utan með hjálp Júlla bróður, þá voru gluggar ekki keyptir heldur smíðaðir úti á túni. Eða þegar við byggðum bílskúrinn sem við steyptum upp með hrærivélinni góðu. Ekki má gleyma veiði- ferðunum ófáu sem við fórum á lystibátnum Siljunni, þó aflinn hafi ekki verið mikill þá voru þær ferðir ógleymanlegar. Hvað þá ferðinni frægu til Southampton, það var nú held- ur ekki ferð til fjár en skemmtileg í minningunni engu að síður. Alltaf var gaman að ræða um þjóðmálin við Tóta, þar kom maður ekki að tómum kofanum því hann hafði sína skoðanir á hreinu. Þar mættust oft stálin stinn enda var mér oft bannað af henni tengdamóður minni að tala um þau mál því minn mað- ur gat farið mikinn í þeirri um- ræðu. Tóti var ótrúlega barngóður maður og vildi helst hafa húsið fullt af börnum því hann vildi hafa líf og fjör í kringum sig og ef hann var í því stuðinu þá greip hann til munnhörpunnar eða harmonikkunnar og spilaði fyrir þau. Hann var réttlátur maður sem mátti ekkert aumt sjá, hvort sem það voru menn eða dýr og þá vildi hann allt fyrir alla gera. Þín verður sárt saknað elsku Tóti minn. Hvíl í friði. Þinn vinur og tengdasonur, Jónas. Þegar við hugsum um afa Tóta þá minnumst við allra góðu stundanna á Digranes- heiðinni. Það var aldrei langt í sögustund og hlátur og þegar vel lá á honum þá fór löppin upp í loft og munnharpan var tekin fram. Afi hélt aldrei aftur af skoðunum sínum og þegar þjóðmálin voru rædd þá heyrð- ist heldur betur í honum. Hann hafði alltaf nóg fyrir stafni þó að ekkert væri að gera og það voru ófá skipti sem maður kom í heimsókn á heiðina og það þurfti að kalla á afa og segja honum að koma úr bílskúrnum. Afi var einstakur maður með mikinn húmor fyrir sjálfum sér, kostur sem alltof fáir hafa. Hann hafði gaman af að segja sögur af því sem hann hafði upplifað og hann talaði alltaf við mann sem jafningja og vin, það skipti engu máli hvort mað- ur var 5 ára eða 30 ára. Afi lifði ótrúlegu lífi og var á sjónum alla ævi. Hann var á sjónum í seinni heimsstyrjöldinni og tók þátt í þorskastríðinu. Hann sigldi meira að segja til Nýja- Sjálands þegar hann var sjö- tugur og sendi okkur póstkort á leiðinni. Við kunnum kannski ekki að meta þessar sögur þeg- ar við vorum krakkar en við kunnum svo sannarlega að meta þær í dag. Við trúum því ekki að þú sért farinn elsku afi Tóti, við eigum eftir að sakna þín mikið. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér og þú hafðir ótrú- leg áhrif á líf okkar allra. Hvíl í friði elsku afi. Þórir Geir, Heimir og Hildur. Elsku afi. Hve dýrmætt mér þótti að sitja hjá þér og halda í höndina á þér síðustu vikuna á þessari jörð. Ég man þegar ég var lítil stúlka og fékk að standa á fót- um þínum á meðan þú dansaðir og spilaðir á munnhörpuna, jii hvað við hlógum. Svo varstu alltaf í bílskúrnum að bauka og lékst listir þínar ef við krakk- arnir kíktum við, já bara eins og íþróttaálfurinn. Ég geymi allar góðu minningarnar sem ég á um þig, afi minn, og er svo þakklát að Kristófer fékk að kynnast þér og Óskar litli, þessi fáu skipti sem hann kom til þín, þá smulluð þið saman. Eins sárt og það er að kveðja þá er gott að vita að þú hefur fengið hvíld þar sem ekkert hrjáir þig meir, elsku afi minn. Hvíl í friði. Þín dótturdóttir, Ágústa. Elsku afi. Ég var á leiðinni upp á flug- völl á leið til þín, þegar síminn hringdi, þú varst farinn. Ég hefði svo viljað kveðja þig, en ég veit að núna þarft þú ekki að þjást. Þér fannst svo leiðinlegt að vera háður öðrum, því þú hefur alltaf verið duglegur, allt- af að vinna við eitthvað eða laga til. Þú varst svo stoltur af því sem þú hafðir afrekað, til dæmis húsið sem þú byggðir á heiðinni. Svo talaðir þú oft um það sem þú áttir eftir að klára. Elsku afi minn, ég á svo margar góðar minningar um þig sem ég mun varðveita í hjarta mínu. Ég var nú svo oft hjá ykkur ömmu í Kópavog- inum sem krakki. Mér fannst það svo yndislegt að vera hjá ykkur í kotinu. Það var svo spennandi að vera inni í bílskúr hjá þér, afi, það sem maður fékk að grallarast, hjá þér var sko ekkert ómögulegt, þú vildir allt gera fyrir mann, afi minn. Svo gat maður endalaust hlust- að á allar sögurnar af þér þeg- ar þú varst úti á sjó í gamla daga, allt sem þú lentir í. Oft gerðir þú grín að sjálfum þér, að vitleysunni sem þú lentir oft í og svo hlógum við eins og vit- leysingar. Svona gæti ég enda- laust haldið áfram og rifjað upp. Það er svo sárt að kveðja þig, en ég mun aldrei gleyma þér, þú verður ávallt í hjarta mínu. Hvil í friði, afi minn. Þín Andrea. Þórir Sveinn Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.