Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2013 Dagurinn er tilhlökkunarefni og þá ekki síst til að hitta góðavini sem við höfum boðið hingað heim; fólk sem kann aðgleðjast á góðri stundu,“ segir Þórir Matthíasson sem er fimmtugur í dag. Hann er norðan frá Dalvík, en löngu kominn suð- ur. Er í dag framkvæmdastjóri Scanmar hf., fyrirtækis á Grand- anum í Reykjavík sem selur ýmsar tæknivörur fyrir útgerðina. Sem ungur maður var Þórir til sjós og aflaði sér skipstjórnarrétt- inda. Kom svo í land og starfaði sem sölu- og markaðsstjóri hjá Sæ- plasti í allmörg ár. Þá var hann um skeið framkvæmdastjóri sjávar- útvegsfyrirtækisins BGB-Snæfells, sem Samherji tók síðar yfir. Þórir og fjölskylda fluttust vegna atvinnu til Bretlands árið 2003 þar sem þau bjuggu í þrjú ár ár, fluttust þá aftur heim og þá tóku önnur verkefni við „Ég er náttúrubarn,“ segir Þórir aðspurður um áhugamál sín. Hann kveðst hafa gaman af veiði og þá helst að renna fyrir lax og silung. Önnur útivist heilli sig sömuleiðis, eins og til dæmis göngu- ferðir. Ofarlega á blaði og í minni eftir sumarið sé til dæmis göngu- ferð frá Látrum við Eyjafjörð og inn á Grenivík. Þar voru saman á ferð Þórir, Dóróthea Elva Jóhannsdóttir eiginkona hans og dætur þeirra hjóna sem eru þrjár. sbs@mbl.is Þórir Matthíasson er 50 ára í dag Göngufólk Þórir og Dóróthea Elva Jóhannsdóttir saman í gönguferð á fjöllum fyrr í sumar, en útivist er ofarlega á blaði sem áhugamál. Náttúrubarnið er norðan úr landi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Embla Þórhallsdóttir, Júlía Hrafnsdóttir, Edda Lilja Viktorsdóttir og Júlía Kar- en Lárusdóttir héldu tómbóla við Austurver. Þær söfnuðu 10.552 kr. og gáfu Rauða krossinum ágóðann. Hlutavelta Emma Guðmundsdóttir hélt tombólu fyrir utan Melabúðina í Reykjavík. Hún seldi dót sem hún og litli bróðir henn- ar Tómas höfðu átt og ágóðann gaf hún Rauða krossinn 2.470 kr. Hlutavelta Hafnarfjörður Gabríel Þór fæddist 6. desember kl. 11.19. Hann vó 3.085 g og var 51 cm langur. Foreldar hans eru Erna Pálrún Árnadóttir og Ómar Daníel Halliwell. Nýir borgarar G unnlaugur fæddist í Reykjavík, ólst upp á Rauðalæknum til níu ára aldurs en síðan í Fossvoginum: „Ég gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir til að vera í sveit á sumrin, hjá föð- ursystur minni að Furubrekku á Snæfellsnesi, en komst fljótlega að því að ég er of mikið borgarbarn þó ég sé að vísu mikill dýravinur.“ Gulli varð gagnfræðingur frá Réttarholtsskóla, lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1981 og varð meistari í greininni 2001. Þá stundaði hann leiklistarnám við American Aca- demy of Dramatic Arts í Los Ang- eles og útskrifaðist þaðan 1993. Gulli lærði húsasmíði m.a. hjá húsasmíðameisturunum Sveinbirni Sigurðssyni og Jóni Hannessyni og starfaði síðan í Stáliðjunni hjá föður sínum 1982-84. Gunnlaugur Helgason, húsasmíðam. og fjölmiðlamaður – 50 ára Fjölskyldan Gulli og Ágústa, með Alexander, Díönu Sif og Sævari Þór. Á myndina vantar Helga Steinar. Húsasmiður í sjónvarpi Þrír frægir Gulli, Simon Le Bon og John Taylor úr Duran Duran, í LA 1987. GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Frá okkur færðu skyrturnar þínar tandurhreinar og nýstraujaðar Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 ÞVOTTAHÚS EFNALAUG DÚKALEIGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.