Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2013 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Í sland ehf. – auðmenn og áhrif eftir hrun er ný bók eftir blaðamennina Magn- ús Halldórsson og Þórð Snæ Júlíusson. Spurðir um tilurð bókarinnar segir Þórður Snær: „Þegar við Magnús hættum störfum hjá 365 miðlum sendi Jó- hann Páll Valdimarsson útgefandi, sem ég þekkti ekkert, mér skila- boð um að hringja í sig. Ég hringdi og hann sagðist hafa áhuga á því að fá okkur Magnús til að skrifa blaðamannabók um Ís- land eftir hrun. Við hittum Jóhann Pál og köstuðum fram nokkuð ómótuðum hugmyndum um það hvað okkur langaði til að gera. Síðan hófumst við handa. Það kom okkur til góða að við áttum gríð- arlega mikið efni frá síðustu fimm árum enda höfðum við skrifað mikið um viðskiptamál.“ Sagt frá staðreyndum Um hvað er þessi bók? „Bókin skiptist í þrjá hluta sem nefnast Ísland hrynur, Stóru bit- arnir og Hverjir eiga Ísland?“ seg- ir Þórður Snær. „Í fyrsta hluta fjöllum við um þær aðstæður sem sköpuðust hér eftir hrun og til hvaða ráða var gripið til að bregð- ast við þeim. Stór hluti atvinnulífs- ins var hruninn, tvö af hverjum þremur fyrirtækjum í landinu þurftu á endurskipulagningu að halda, voru sem sagt tæknilega gjaldþrota. Alls konar lukkuridd- arar og hrægammar ætluðu að sjá sér leik á borði með því að hagn- ast á vansæld Íslendinga. Við rekj- um í stuttu máli hvað það var sem orsakaði þetta og hvaða leiðir var ákveðið að fara til að bregðast við þessu. Þetta var óhemju stórt verkefni fyrir samfélag eins og það íslenska. Við förum yfir endurskipulagninguna hjá stærstu fyrirtækjum landsins og þar hefur orðið gríðarleg breyting á eignar- haldinu. Við tökum svo saman í lokin hverjir eiga Ísland.“ „Þetta er þannig bók að skrifin tóku minnsta tímann, heimildar- vinnan var meiri vinna. Þetta er saga sem segja má að við höfum unnið á mörgum árum,“ segir Magnús. „Þegar við byrjuðum að skrifa bókina bjuggum við að því að hafa haldið til haga alls kyns efni frá þeim tíma sem við unnum sem viðskiptablaðamenn. Í minnis- punktum frá þeim tíma voru líka mörg samtöl sem höfðu ekki nýst í fréttaskrifum á sínum tíma en nýttust mjög vel í þessari bók. Við þéttum efnið síðan með nýjum við- tölum. Við töluðum við um þrjátíu einstaklinga sem tengjast þessari sögu á einhvern hátt. Allir sem við leituðum til voru tilbúnir að tala við okkur. Við höfum ekkert beint eftir þeim en þeir fylltu upp í mörg göt sem voru í sögunni. Fjarlægðin sem var orðin frá at- burðunum gerði að verkum að þeir voru tilbúnir að tjá sig á op- inskárri hátt en þeir hafa áður gert.“ „Við fjöllum líka um mannlega þáttinn, átök sem hafa ekki verið opinberuð áður, milli fjármála- stofnana og einstaklinga sem vildu halda yfirráðum yfir fyrirtækjum, sumum tókst það en öðrum ekki og sumir beittu óhefðbundnum meðulum. Þarna eru líka lýsingar á fulltrúum kröfuhafana á Íslandi,“ segir Þórður Snær. „Við leggjum áherslu á að segja hlutlaust frá, við erum ekki að reka sérstakt erindi heldur erum við blaðamenn sem segjum frá staðreyndum,“ segir Magnús. „Það er mjög mikið af upplýsingum í þessari bók og þar er dregin upp mynd af hinni merkilegu stöðu sem við Íslendingar stöndum nú frammi fyrir, sem eru núverandi gjaldeyrishöft og fyrirhugaðar samningaviðræður við kröfuhafa í þrotabúum gömlu bankanna. Það eru stórmerkileg tímamót og ég held að þessi bók fangi það ágæt- lega hvernig þessi staða varð til. Það eru merkilegir tímar fram- undan á næstu mánuðum.“ Hætta á einangrun Sjáið þið hættur þar? „Það er hætta á því að við verð- um hér með höft um ókomna tíð. Maður sér ekki alveg hvernig á að vera hægt að afnema höftin og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Magnús og Þórður Snær bætir við: „Allavega getum við ekki haldið áfram eins og ekk- ert hafi í skorist meðan við höld- um í gjaldmiðil sem enginn vill kaupa. Ef við ætlum að halda í ís- lenska krónu þá þurfum við höft til að styðja við hana.“ „Ég held að það sé mikil hætta á að við einangrumst vegna þess- ara hafta,“ segir Magnús. „Höftin eru miklu stærra vandamál en ég gerði mér grein fyrir áður en við fórum að skrifa bókina og teikna upp heildarmynd af ástandinu. Höftin hafa gríðarleg áhrif á líf okkar, þeim fylgja skekktar fjár- festingar og leiðir fyrir fjármagn eru stíflaðar og því leitar það ann- að. Því lengur sem þetta ástand ríkir því alvarlegra verður það. Því er athyglisvert að sjá hverjir verða framtíðareigendur banka- kerfisins og hvort það tekst að semja við kröfuhafa og vogunar- sjóði þannig að þeir losni frá þess- um aðstæðum. Ef ekki verða þeir fastir í þessum aðstæðum án þess að vilja það.“ Hverjir verða eigendur Íslands er spurt á bókarkápu. Eruð þið með svar við því? „Það eru þrír hópar, lífeyrissjóð- irnir, erlendir kröfuhafar þar sem bandarískir vogunarsjóðir eru mjög stórir og svo hópur ein- staklinga, bæði þeirra sem voru fyrirferðarmiklir fyrir hrun og auðmanna sem hafa risið upp eftir það,“ segir Þórður Snær. Magnús bætir við: „Eins og staðan er í dag þá eru lífeyrissjóðirnir stærsti eig- andinn. Þróun lífeyrissjóðanna er ískyggileg, þeir eru fastir innan hafta með fjármuni okkar og eru að kaupa upp meira og minna öll fyrirtæki og maður spyr sig hvort það komi ekki einhvern tíma að því marki að þetta verði hættu- legt.“ Þeir félagar segja að það hafi verið spennandi og skemmtilegt að vinna að bókinni. „Við erum ekki með endanlegt svar við því hvert Ísland stefnir, en þjóðin stendur á krossgötum. Þetta eru áhugaverðir tímar og það var gaman að fá tækifæri til að skrásetja þessa at- burði. Við berum báðir mikla virð- ingu fyrir því að bókaútgefendur séu að sinna samtímablaða- mennsku og heimildarsögu, segir Magnús. „Það hefur ekki alltaf verið þannig og íslenskir lesendur eru ekki mjög vanir því að fá í hendur bækur eins og þessa, þótt það gerist vissulega annað slagið. Á sögulegum tímum þá þjóna slík- ar bækur miklum tilgangi. Mér finnst gaman að hafa tekið þátt í að skrásetja atburði sem mik- ilvægt var að skrá.“ „Við tökum þetta skrásetningar- hlutverk mjög alvarlega,“ bætir Þórður Snær við. „Við erum ekki að reyna að selja eina ákveðna sögu fremur en aðra. Við erum einfaldlega að segja hlutina eins og við fjölluðum um þá í fjöl- miðlum á sínum tíma og eins og þeir blöstu við okkur.“ „Við lögðum áherslu á að upp- lýsingarnar fengju að njóta sín,“ segir Magnús. „Það getur vel verið að einhverjir vilji fá meiri mötun og ítarlegri greiningu. En við leggjum mest upp úr upplýsingum og því að blaðamennskan fengi að njóta sína. Okkur finnst það hafa tekist ágætlega.“ Áhersla á gæði og dýpt Þess má að lokum geta að Kjarninn er nýr fjölmiðill sem Magnús og Þórður Snær reka og tók nýlega tók til starfa. „Þetta er stafrænn vikulegur fréttafjölmiðill sem kemur út fyrir snjalltölvur, snjallsíma og alla aðra á netinu, einu sinni í viku á fimmtudögum með áherslu á gæði og dýpt. Þetta er sælkeraverslun en ekki stór- Þjóð á krossgötum  Blaðamennirnir Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson eru höfundar bókarinnar Ísland ehf. »Höftin hafa gríðar-leg áhrif á líf okkar, þeim fylgja skekktar fjárfestingar og leiðir fyrir fjármagn eru stífl- aðar og því leitar það annað. Því lengur sem þetta ástand ríkir því al- varlegra verður það -Viðhaldsfríir gluggar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.