Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.08.2013, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2013 Íslensk/suður-afríska kvikmyndin Of Good Report verður sýnd á Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í To- ronto, TIFF, í september í flokknum Disco- very Programme en í honum eru nýir leikstjórar kynntir til sög- unnar. Leikstjóri myndarinnar er Jahmil X. T. Qu- beka og var hann staddur hér á landi fyrir skömmu við eft- irvinnslu mynd- arinnar ásamt meðframleiðendum hennar, þeim Heather Millard og Þórði Braga Jónssyni hjá fyrirtækinu Compass Films. Of Good Report er sálfræðitryllir og segir af kennara, Parket Sithole, sem verður heltekinn af nemanda sínum, Nolithu, 16 ára stúlku sem hann á í ólöglegu sambandi við og hefur sambandið hörmulegar afleið- ingar fyrir bæði tvö. Frumsýna átti myndina á Durban kvikmyndahátíð- inni í S-Afríku 18. júlí sl. en kvik- myndaeftirlit þar í landi kom í veg fyrir það og bannaði sýningar á myndinni. Banninu var aflétt nokkr- um dögum síðar og var myndin sýnd á lokadegi hátíðarinnar, bönnuð áhorfendum undir 16 ára aldri. Vakti málið heilmikla athygli og var m.a. fjallað um það á fréttavef CNN. Myndin er framleidd af suður- afríska kvikmyndafyrirtækinu Spier Films og hinu íslenska Compass Films en eftirvinnsla á henni var studd af Kvikmyndamiðstöð Íslands. Fyrirtækin Trickshot og Kukl sáu um eftirvinnslu myndarinnar hér á landi. Um myndina segir í tilkynn- ingu frá hinum íslensku meðfram- leiðendum að hún sé virðingarvottur til hinna sígildu „film noir“ mynda með sterkum suður-afrískum rótum. „Of Good Report er frábærlega mynduð í svart-hvítu og fer með mann vel út fyrir þægindarammann. Áhorfendur þurfa að vera vel und- irbúnir því voðaverk Sithole geta jafnvel reynst vönum áhorfendum erfið áhorfs,“ segja meðframleið- endur m.a. um myndina. Bönnuð í S-Afríku  Íslensk/suður-afrísk kvikmynd, Of Good Report, verður sýnd á TIFF Sálfræðitryllir Úr kvikmyndinni Of Good Report sem fer á TIFF. Umdeild Vegg- spjald myndarinnar Of Good Report. Neðst á því stendur að sýningabanni hafi verið aflétt. Margt er líkt með Fær-eyjum og Íslandi ogfæreyska skáldsaganGlansmyndasafn- ararnir eftir Jóanes Nielsen gæti þess vegna hafa gerst hérlendis rétt eins og í Færeyjum og Kaup- mannahöfn frá sjöunda til tíunda áratugar liðinnar aldar. Fyrir nokkrum árum var rýnir í Færeyjum og þá vakti athygli ferðalanga hvað boðskapur mis- munandi trúflokka var áberandi nánast hvert sem farið var. Þetta rifjaðist upp við lestur Glansmynda- safnaranna rétt eins og fréttir og frá- sagnir af svo- nefndum Breiðavíkur- drengjum hér- lendis. Sagan fjallar um mismunandi örlög sex skóla- bræðra úr 1952 árganginum í Sankti Frans-skólanum í Þórshöfn í Færeyjum. Æskuárin, mótlæti, einelti og ósigra. Áhrif trúsafnaða og æðstupresta. Erfiða tíma í Færeyjum, þar sem það að kom- ast á vertíð á Íslandi bjargar miklu, en ekki endilega fjöl- skyldum sem slíkum. Kunnuglegt stef. Jóanes Nielsen kemur til dyr- anna eins og hann er klæddur, er ekki með málæði heldur kemur sér beint að efninu með ákveðnum hætti. Dregur ekkert undan. Fyrir bragðið er sagan beinskeytt, ljót á köflum. Afhjúpandi um vonda ver- öld sem var. En þó er ljós í myrkrinu og það ljós kemur þrátt fyrir allt frá nunnunum, sem þó eru ekki allar með hreinan skjöld. Höfundur dregur ekki upp fal- lega mynd af lífinu í Færeyjum á umræddum tíma. Skólafélagarnir fá heldur betur að finna fyrir því, hver á sinn hátt, og þeirra hlut- skipti er ekki eftirsóknarvert, en þeir eiga ekkert val. Kaldur veru- leiki. Bókin er vel skrifuð og boðskap- urinn kemst vel til skila. Þetta er áhrifamikil skáldsaga sem á sér eflaust stoð í veruleikanum, en höfundur fæddist á svipuðum tíma og helstu söguhetjurnar. Glansmyndasafnararnir bbbmn Eftir Jóanes Nielsen. Kristín Svanhildur Ólafsdóttir þýddi. Kilja. 262 bls. Draum- sýn bókaforlag, 2013. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Boðskapurinn kemst til skila 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA THEBLINGRING KL.6-8-10:10-10:30 WE’RETHEMILLERS KL.6 - 8 - 9 - 10:30 WE’RETHEMILLERSVIP KL.5:40-8-10:30 RED2 KL.8-10:30 SKRÍMSLAHÁSKÓLINN ÍSLTAL3D KL.5:40 SKRÍMSLAHÁSKÓLINN ÍSLTAL2D KL.5:40 WORLDWARZ2D KL.5:40-8 KRINGLUNNI THE BLING RING KL. 6 - 8 - 10:30 WE’RE THE MILLERS KL. 5:40 - 8 - 9 - 10 SKRÍMSLAHÁSKÓLINN ÍSLTAL2D KL. 6 KICK-ASS 2 KL. 5:40 - 8 - 10:20 WE’RE THE MILLERS KL. 5:30-6:45-8-9:15 2 GUNS 2 KL. 5:30 - 8 - 10:30 NÚMERUÐ SÆTI AKUREYRI THE BLING RING KL. 8 - 10 WE’RE THE MILLERS KL. 5:40 - 8 - 10:30 SKRÍMSLAHÁSKÓLINN ÍSLTAL3D KL. 5:40 KEFLAVÍK THEBLINGRING KL.10:30 KICK-ASS2 KL.8 WE’RETHEMILLERS KL.8 2GUNS KL.10:30 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á STÓRKOSTLEG TEIKNIMYND FRÁ SNILLINGUNUM HJÁ DISNEY/PIXAR  ROGER EBERT SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í 2D OG 3D “SPRENGHLÆGILEG.” “BESTA GRÍNMYND ÁRSINS!” “VIRKILEGA FYNDIN!” COSMOPOLITAN JULIANN GAREY / MARIE CLAIRE SCOTT MANTZ / ACCESS HOLLYWOOD JENNIFER ANISTON, JASON SUDEIKIS OG ED HELMS Í FYNDNUSTU GRÍNMYND ÞESSA ÁRS  H.G., MBL V.G., DV  “SPARKAR FAST Í MEIRIH LUTANN AF AFÞREYINGARMYNDUM S UMARSINS. FÍLAÐI HANA Í BOTN.” BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM MEÐ EMMA WATSON Í AÐALHLUTVERKI FRÁ LEIKSTJÓRANUM SOFFIU COPPOLA T.V. - BÍÓVEFURINN.IS/SÉÐ & HEYRT   ENTERTAINMENT WEEKLY „EMMA WATSON ER STÓRKOSTLEG“ 14 10 16 SÝND Í 3D OG 2D MEÐ ÍSLENSKU TALI H.G. - MBL HHH V.G. - DV HHH „Sparkar fast í meirihlutann á afþreygingarmyndum sumarsins. Fílaði hana í botn.” T.V. - Bíóvefurinn/Séð & Heyrt -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L KICK ASS 2 Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:20 PERSY JACKSON: S.O.M. Sýnd kl. 5:30 - 8 2 GUNS Sýnd kl. 8 - 10:20 STRUMPARNIR 2 2D Sýnd kl. 5:30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.