Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013 Snæbjörn Ragnarsson í Skálmöld segir landslagið breytt og menn verði að finna flöt á breyttum að- stæðum „Við gætum svo sem alveg haldið áfram að streitast á móti og setja upp fýlusvip, en því fyrr sem við finnum þessu farveg, því betra. Tæknin, markaðurinn og fólkið er svona, dílum við það en reynum ekki að snúa fólki aftur til forn- aldar. Það eiga allir að geta verið saman í liði, en eins og stór hluti tónlistarfólks og útgefenda hagar sér í dag er almenningi ekki gefinn kostur á að spila með á eðlilegan máta. Ég er ekki að segja að við eigum að gefa eftir allan rétt og leyfa lögbrot og yfirgang, þvert á móti eigum við að vinna saman. Finnum form sem virkar fyrir alla og hættum að þvinga fólk til að standa við lög, reglur og venjur sem eru fyrir löngu orðnar úreltar.“ Franz Gunnarsson úr hljóm- sveitinni Ensími þekkir mikið til tækni og segir að þetta nýjasta út- spil íslensku vefsíðnanna sé ein- faldlega aðför að íslenskri menn- ingu. „Þessi yfirlýsing þeirra á deildu.net er nátt- úrulega algjörlega út í hött. Það eru höfundalög í gildi í þessu landi. Mér finnst þetta mikil ögrun gagnvart yfirvaldinu með þessari yfirlýsingu. Það virðist enginn skilningur í því að fram- leiða efni, bíómyndir, tónlist og fleira.“ Snæbjörn Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka myndrétt- hafa á Íslandi (SMÁÍS) segir að síðan sé kolólögleg og eins og með allt ólöglegt sé at- hæfið refsivert. Hann styður þá kenningu að börn og unglingar, alla- vega ungir menn í foreldrahúsum séu á bak við síðuna. „Þeir sem eru komnir með hús og fjölskyldu og einhverjar eignir, þeir eru ekkkert að hætta sér út í þetta að ástæðu- lausu enda er þetta ólöglegt.“ Spurður hvort SMÁÍS geti farið í einkamál við þessa einstaklinga segir Snæbjörn að samtökin hafi engin tæki og tól til að komast að því hverjir þetta séu. Lögreglan verði að kanna allt slíkt. „Ef þessir aðilar væru ekki að fela sig þá gætum við farið í einkamál eins og við gerðum með Istorrent í gamla daga.“ Skoðun rétthafa Árið 2011 kannaði Capacent neyslu og niðurhal tónlistar og kvikmynda hér á landi á tólf mánaða tímabili. ...á tólf mánaða tímabili frá mars 2010 til mars 2011 er talið að dreift hafi verið hátt í 900 þúsund tónlistardiskum á Íslandi en það var aðeins greitt fyrir tæplega helming þeirra? ... árið 2011 keyptu Íslend- ingar eða leigðu á netinu tæplega 3 milljónir sjón- varpsþátta eða kvikmynda en á sama tíma horfðu þeir á um 9 milljónir mynda og þátta án þess að greiða fyrir efnið? ... á árunum 2000 til 2010 fækkaði seldum eintökum af erlendum geisladiskum á Ís- landi um 77%? ... einungis 10% af útgefn- um geisla- diskum á Ís- landi seljast nógu vel til að standa undir útgáfukostn- aði? Íslenska niðurhalssíðan deildu.netvar nýverið seld aðila sem kall-ar sig Afghan Guru í net- heimum. Nýi eigandinn breytti síð- unni nú fyrir skömmu og leyfði deilingar á íslensku efni. Fram að því var íslenskt efni bannað með öllu á síðunni þó stundum hafi dott- ið inn eitt og eitt efni. Síðan fékk að vera í friði enda ekki algengt að ís- lenskar deilingarsíður verði eins langlífar og deildu.net. Skömmu eft- ir að kvikmyndin Svartur á leik kom út var hún komin inn á síðuna en í kommentakerfi myndarinnar varð allt brjálað. Íslenskir netnot- endur vildu ekki ná í hana og kröfðu stjórnendur um að fjarlægja myndina. Það var gert. Nú er öldin önnur. Nú hrúgast inn íslenskt efni eins og enginn sé morgundagurinn og þegar þetta er skrifað hafa nærri sex þúsund manns náð í Djúpið, mynd Baltasars Kormáks, á þessum tveimur síðum. Er myndin lang- vinsælasta efni beggja vefsíðnanna, icepeerz og deildu. Sálin hans Jóns míns, Stuðmenn, Ásgeir Trausti, Borgríki, Manna- siðir Gillz, Sönn íslensk sakamál, Steindinn okkar og fleiri kunn- ugleg nöfn er hægt að sækja án kostnaðar. „Fólk hefur verið hrætt við að setja inn íslenskt efni eftir að þeir voru kærðir þarna í gamla daga, eigendur dc++ og torrent.is síðnanna,“ segir einn virkur notandi deildu.net sem ekki vill koma fram undir nafni því hann óttast að fá kæru á sig enda búinn að stela hugverkum fyrir nokkuð marga þúsundkalla. Svona virkar „torrent“ Hann segir að þetta virki þannig að íslensk mynd sé annaðhvort leigð eða keypt, skráarformati hennar breytt í AVI-form og hún minnkuð, því næst sett þarna inn. Við tónlist þurfi ekkert að gera. Henni er bara dúndrað inn á síðuna. En af hverju að kaupa mynd til þess eins að deila henni? „Svo aðrir geti notið. Oft er það þannig að maður sér kvikmynd í lélegum gæðum en sér að þetta er góð mynd þannig að þá fer maður á hana í bíó eða leigir hana. Þetta er kannski bara rosalega stórt sýn- ishorn. Svona er bara veruleikinn í dag. Maður vill ekki borga þrjú þúsund kall fyrir einhverja lélega íslenska mynd í bíó. Maður verður að vera búinn að sjá að hún er góð,“ bætti hann við. Enginn hagnaður Morgunblaðið hafði samband við manninn sem segist vera eigandi síðunnar deildu.net. Sá kallar sig Afghan Ghuru og segist vera frá Afganistan. Það eru hinsvegar líkur á að hann sé Íslendingur. „Það er enginn hagnaður í því fólginn fyrir mig að eiga þessa síðu,“ segir hann. „Ef ég horfi á mynd eða hlusta á tónlist sem mér líkar kaupi ég það efni – pottþétt. Ef hinsvegar myndin er léleg þá nenni ég henni ekki einu sinni. Það verður að búa til góðar myndir til að hagnast, ekki búast við hagnaði með því að búa til lélegt efni,“ sagði hann og ítrekaði að hann óttast ekki aðgerðir gegn sér og síðunni. „Ég mun stýra örlögum síðunnar, enginn annar.“ Svo mörg voru þau orð. Lögreglumál að stela Lögreglan á í erfiðleikum með að fylgjast með því hvað er að gerast í netheimum enda fjársvelt stofnun. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins eru síðurnar tvær sem um ræðir komnar inn á borð lög- reglunnar. Eru þar á frumstigi rannsóknar. Lögreglan veit hverjir standa að síðunni, hverjir deila efninu og hverjir sækja. Það er nefnilega svo að það er erfitt að afmá fótspor sín á netinu. Allt þetta niðurhal hefur afleiðingar. Tölvur gætu verið gerð- ar upptækar, greiða gæti þurft sekt og málið gæti farið fyrir dóm. Það er nefnilega ólöglegt að hala niður. En það vantar pening til að sækja þessa þrjóta netsins til saka. Nokkrar myndir sem hægt er að ná í á vefsíðunum. Morgunblaðið/Eggert VISSIR ÞÚ AÐ... Áður fyrr stálu menn tónlist með því að líma yfir hakið á kassettu. Atlaga að íslenskri menningu TVÆR ÍSLENSKAR „TORRENT-SÍÐUR“, ÞAR SEM HVER SEM ER GETUR NÁÐ SÉR Í ÍSLENSKT EFNI TIL AFÞREYINGAR, ERU UPPI Á VERALDARVEFNUM. STÆRSTA DEILINGARSÍÐA LANDSINS VAR NÝVERIÐ SELD OG ÞAR HRÚGAST NÚ INN ÍS- LENSKT EFNI. EFNI Í FULLUM GÆÐUM SEM ENGINN BORGAR FYRIR AÐ HORFA Á EÐA HLUSTA. * Frönsku myndinni Intouchables var niðurhalað 60 þús-und sinnum. Það þarf enginn að segja mér að það hafiekki haft áhrif á DVD-söluna. Snæbjörn SteingrímssonÞjóðmálBENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.