Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Page 15
Var ekkert erfitt fyrir þig að flytja til Grænlands? ,,Ég stökk bara út í djúpu laug- ina. Það tók mig tíma að aðlagast lífinu í Nuuk. Nuuk er 16.000 manna bær og maður bankar ekki upp á hjá fólki á kvöldin eins og hér á Íslandi. Þarna eru allt aðrir siðir en ég hafði átt að venjast. Þjóðirnar halda mikið saman, Grænlendingar halda hópinn, Grænlendingar sem eru giftir Dönum halda sig mikið sér og sömuleiðis Danir sem eru giftir Dönum. Þetta er ósköp eðli- legt. Þegar ég fluttist til Grænlands vorið 1992 voru þar ekki aðrir út- lendingar en Danir. Nú er þarna fjöldi fólks frá Filippseyjum og Taí- landi sem er komið til að vinna og starfar mikið til á veitingahúsum. Þannig að grænlenskt samfélag hef- ur tekið nokkrum breytingum frá því ég fluttist þangað.“ Fannstu aldrei fyrir einangrun? ,,Nei, alls ekki. Það var lúxuslíf fyrir mig að búa með Jonathan. Ef ég vildi gat ég flogið til Íslands svo að segja hvenær sem var. Ég var mjög frjáls. Á Grænlandi vann ég sem sérfræðingur á Náttúru- fræðistofnun Grænlands. Þar vann ég meðal annars að gróðurrann- sóknum á vesturströnd Grænlands með tilliti til hreindýrabeitar og ferðaðist mikið um Grænland vegna starfs míns.“ Í frjálsu falli Jonathan dó árið 2010. Var hann lengi veikur? ,,Haustið 2009 var hann greindur með krabbamein í vélinda. Þetta var mjög erfitt en hann gafst aldrei upp og var í fullri baráttu allan tím- ann. Hann fór strax til Kaup- mannahafnar og var þar í lækn- ismeðferð í tvo og hálfan mánuð. Æxlið minnkaði en var vaxið upp í barkaveginn og ekki var hægt að skera. Við vorum á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í sjö vikur, Jonat- han hafði misst röddina og hún kom ekki aftur. Það var erfitt fyrir mann eins og Jonathan en hann var fljót- ur að skrifa og fljótur að hugsa. Ég bjó hjá fyrrverandi eiginkonu hans og núverandi manni hennar og eitt sinn var hringt í mig frá spítalanum og mér var sagt að Jonathan hefði dáið en verið lífgaður við. Hann beið ekki neinn skaða af því. Hjúkr- unarfræðingur á spítalanum sagði við mig: Það hefði átt að leyfa hon- um að fara. Mér fannst fáránlegt að segja þetta því Jonathan var í fullri baráttu og ég barðist með honum. Eftir sjö vikna sjúkrahúslegu í Kaupmannahöfn átti hann að leggj- ast inn á spítalann í Nuuk en hann vildi vera á heimili okkar í Nuuk og hafði það í gegn. Hann var fjórar vikur heima en svo fékk hann lungnabólgu og háan hita og var fluttur á sjúkrahús. Síðan brast æð við krabbann og Jonathan blæddi út á skömmum tíma. Jonathan sagði alltaf að ef hann fengi heilablóðfall vildi hann fá að fara. Þetta var svip- að heilablæðingu, var bara í háls- inum. Hann fékk að fara, eins og hann vildi. Svo varð að undirbúa jarðarför- ina. Á þessum tíma var verið að gera við kirkjuna í Nuuk og ekkert benti til að þeim viðgerðum yrði lokið fyrir jarðarförina sem ljóst var að yrði fjölmenn. En allt gekk samt upp. Þegar á reynir geta Grænlend- ingar gert ótrúlega hluti. Ólafur Ragnar Grímsson, Friðrik krón- prins Dana og stjórnmálamenn frá Danmörku og Færeyjum voru með- al þeirra sem voru við útförina. Í Menningarmiðstöðinni í Nuuk sem tekur 500 manns var sýnt beint frá útförinni. Eftir dauða Jonathans vissi ég að ég myndi fara aftur heim til Íslands en frestaði því stöðugt. Svo féll ég í þunglyndi ári eftir að Jonathan dó og leitaði mér aðstoðar. Það eiga allir sína erfiðu tíma, það er bara misjafnt hvernig fólk vinnur úr þeim. Fyrir mér var það að missa Jonathan eins og að vera kastað út úr þyrlu og vera í frjálsu falli. Nú er ég á leiðinni heim til Íslands. Ég mun sakna Grænlands en það er ekki langt á milli landanna. Ég er ekki að kveðja Grænland fyrir fullt og allt.“ Þrekvirki Hróksins Hvernig er staða mála í Grænlandi? ,,Félagsleg vandamál í Grænlandi eru mikil. Þar er til dæmis mjög há sjálfsmorðstíðni hjá drengjum, eins og er reyndar víða annars staðar í heiminum. Það tekur á að vita af því. Í litlu samfélagi þekkir maður svo að segja alla og dauði drengja snertir mann mjög. Grænlendingar eru yndislegt fólk. Það er tiltölulega stutt síðan þeir komust inn í nú- tímann, pabbi Jonathans var til dæmis kajakveiðimaður. Þróunin á Grænlandi tekur tíma en samt eru hlutir sem komu þangað fyrr en til Íslands. Faxtæki sá ég á skrif- stofum á Grænlandi áður en ég sá það á Íslandi og vídeó sá ég fyrst á Grænlandi. Þetta er risastórt land þar sem þróunin er í rétta átt. Grænland var neytt inn í Evrópu- sambandið og það átti sinn þátt í að Grænlendingar fóru að berjast fyrir heimastjórn. Grænlendingum þótti mikil minnkun að þurfa að fara mörgum sinnum á ári til Brussel og spyrja hvar þeir mættu veiða. Grænland er eina landið sem hefur sagt sig úr Evrópusambandinu. Jo- nathan stóð í því árið 1985 að fara til allra utanríkisráðherra Evrópu- sambandslandanna og tilkynna þeim formlega um þá ákvörðun. Græn- lendingar ráða nú yfir landi sínu en um leið og þeir fara að græða um- talsvert til dæmis á námugreftri eða olíu þá skerðist framlag Dana til Grænlands. Forsenda sjálfstæðis er fjárhagslegt sjálfstæði. Ég hef ekki áhyggjur af því að Grænlendingar fari á rosalegt peningafyllirí ef þeir auðgast af náttúruauðlindum sínum því þeir hafa samþykkt að stofna ol- íusjóð eins og Norðmenn hafa gert.“ Hvað viltu segja um samskipti Ís- lands og Grænlands? ,,Þau eru töluverð en þekking Ís- lendinga á grænlenskum málefnum er af skornum skammti. Grænlend- ingar vita mikið um Ísland og koma oft hingað. Skákfélagið Hrókurinn, með Hrafn Jökulsson og Róbert Lag- ermann í broddi fylkingar, hefur svo unnið þrekvirki á Grænlandi. Starfið hófst fyrir tíu árum með al- þjóðlega skákmótinu í Qaqortoq. Síðan hafa þeir félagar farið í 25 ferðir til austurstrandar Grænlands. Aðaláherslan hefur verið að kenna börnum skák og þeir hafa heimsótt öll þorp á Amassalik-svæðinu og mörg undanfarin ár hafa þeir staðið fyrir skákkennslu og skákmótum. Hrókurinn og Kalak, vináttufélag Íslands og Grænlands var svo prim- us motor, ásamt Hörpu og fleiri hörkuduglegum aðilum í söfnuninni vegna bruna tónlistarhússins í Kulusuk. Ég vil ekki halla á neinn en umsvif Hróksins eru eins og jök- ulsker sem skera sig úr. Allt stefnir í góða átt í sam- skiptum Íslands og Grænlands og það er líklegt að þau aukist á næstu árum. Össur Skarphéðinsson skip- aði í ráðherratíð sinni nýjan sendi- herra sem er að fara til Grænlands sem aðalræðismaður. Grænland mun svo í nánustu framtíð opna kynningarstofu á Íslandi. Þetta verður mikil lyftistöng fyrir sam- skipti þjóðanna. „Ég mun sakna Grænlands en það er ekki langt á milli land- anna. Ég er ekki að kveðja Grænland fyrir fullt og allt,“ segir Kristjana Motzfeldt Morgunblaðið/Kristinn *Fyrir mér varþað að missaJonathan eins og að vera kastað út úr þyrlu og vera í frjálsu falli. Nú er ég á leiðinni heim til Íslands. Jonathan Motzfeldt á spjalli við Friðrik Ólafsson í Qaqortoq á Grænlandi. Morgunblaðið/Ómar 11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.