Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Blaðsíða 16
Hægt er að fljúga beint til Ósló frá Íslandi og njóta norskrar gestrisni. Borgin er svolítið dýr en fjörið er líka mikið. Margir þekkja Óperuhúsið í borginni og fara flestir eina ferð að skoða þá byggingu. Hún er þeirra Harpa. Sé fólk lítið fyrir arkitektúr má skella sér í Frognerbadet sem er útisundlaug. Þar kostar 83 norskar krónur ofan í fyrir full- orðna, rúmar 1700 íslenskar krónur. Stökkbretti, stökkpallur, vatnsrennibraut, barnalaug og annað skemmtilegt sem ekki er hér á landi má finna í Frognerbadet. Vilji fólk meira adrenalín má skella sér í stærsta klifurgarð Norðurlanda, Sumargarð Ósló. Þar er ekki bara hægt að klifra og leika sér, þar er einnig fjallahjólabraut sem hefur sex brautir. Erfiðleikastuðullinn er frá byrjanda að atvinnumanni. Vin- sælt er að koma með sinn eigin mat og einnota grill og grilla í garðinum. Komi fólk til Ósló yfir vetrartímann og missi af Sumargarðinum má alltaf skella sér í Vetrargarðinn. Hann er hálftíma í burtu frá Ósló og þekktist áður sem Tryvann. 18 brekkur og 11 lyftur eru í garðinum og brekkurnar eru jafn mismunandi og þær eru margar. Allt frá barni til atvinnumanns. Dagpassi fyrir fullorðinn kostar 310 norskrar krónur, rúmlega sex þúsund krónur. Opið er frá nóvember fram í apríl en opið er lengur um jól og páska. Sé enginn vilji til að skíða heldur skauta er Spikersuppa svellið í miðbænum og er frítt þar inn. 1 norsk króna eru 20 ís- lenskar og því ekkert sérstaklega gott að versla í borginni. Hinsvegar má gera kjarakaup í Grunerlokka hverfinu þar sem margar second hand búðir eru. „Það sem mér fannst best við að vera í Ósló er að borgin er nánast alveg vindalaus. Það er aldrei vindur þarna. Veturnir eru kaldir en sumrin mild og góð. Þetta er mjög skemmtileg borg,“ segir Bjarni Ólafur Eiríksson sem bjó í Ósló um nokkurra ára skeið. Perlurnar í Ósló HÖFUÐBORG NOREGS, ÓSLÓ, ER SKEMMTILEG BORG ÞAR SEM MARGT ER HÆGT AÐ GERA, SUMAR, VETUR, VOR OG HAUST. ÓperuhúsiðVinterparkSommerpark Íslensk hjón stofnuðu ABC-skóla í Búrkína Fasó og komu í kjölfarið á fót sjóði »18 Ferðalög og flakk Um verslunarmannahelgina var ég staddur í borg drauma minna, New York. Ég fór ásamt Sesselju vinkonu minni til þess að fá innblástur og sjá enn og aftur hversu mikið borgin hefur upp á að bjóða. Það sem er skemmtilegast við New York er að ganga um og upplifa. Ég verð alltaf jafn heillaður í West Village, bæði af götu- menningunni og aðallega strákunum en allir þessir myndarlegu virðast safna sér saman á þessu svæði. Við fórum út að borða eitt kvöldið á Spice Market, stað sem ég fer alltaf á í borginni. Ótrúlega góður matur, flottur staður og stutt þaðan á einn af mínum uppáhalds skemmtistöðum á Manhattan, Le Baine. Við vinirnir fórum á Broadway-sýningu á laugardagskvöldinu og sáum Rock of Ages þar sem fólk stóð margsinnis upp úr sætum sínum til að dansa og syngja með. Á sunnudeginum fór- um við til Williamsburg en um helgar er æðislegur markaður þar sem heitir Brook- lyn Flea og þar er hægt að finna margar gersemar. Þessi ferð var fáránlega skemmti- leg með góðum vinum og til urðu margar nýjar og ógleymanlegar minningar. Eyjólflur Gíslason Eyjólfur og Andrea Röfn. Alltaf jafn heillaður PÓSTKORT F RÁ NEW YO RK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.