Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Qupperneq 20
*Heilsa og hreyfingMargar vinsælar getnaðarvarnir handa konum innihalda hormón »22 Nýjasta bók þeirra félaga, Davids Zinc- zenko og ritstjóra tímaritsins Mens Health, Peter Moore, Átta tíma megr- unin, er vinsælasta heilsubókin um þessar mundir. Í bókinni segir að lesendur eigi að fasta í átta klukkutíma á dag, annað- hvort frá 9-17 eða frá 23-07. Höfundarnir segja að með því að láta máltíðir passa inn í þennan ramma verði neytandinn meira meðvitaður um hvað hann lætur ofan í sig. Hugsunarlaust át er ákveðin gildra fyrir marga. Í bókinni segir að það megi borða það sem lesandinn vill, bara að þetta sé innan marka tíma- rammans. Samt eigi þetta að grenna. Sé farið eftir þessum ráðum komi þetta í veg fyrir kvöldsnarl sem yfirleitt sé eitthvað óhollt. Ef hungrið sækir hins vegar á er gott að borða hnetur, jógúrt eða grænmeti. Bókin er að slá í gegn um þessar mundir. Átta tíma megrunin NÝ BÓK, NÝTT ÆÐI L ýðheilsustöð gaf út bæklinginn Ráðleggingar um heilsu þar sem margt forvitnilegt kemur fram, allt frá hreyfingu barna að öldruðum. Hálftíma hreyfing á dag er ráðlagður dagskammtur af hreyfingu, hvort sem hún er í formi göngu eða keppni. Roskið fólk má ekki gleyma þeirri gullnu setningu: það er aldrei of seint að byrja. Heilbrigt roskið fólk getur að mestu leyti stuðst við ráð- leggingarnar fyrir fullorðna og ætti að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Miðlungserfið hreyf- ing er hreyfing sem krefst þrisvar til sex sinnum meiri orkunotkunar en hvíld. Við miðlungserfiða hreyfingu verður hjartsláttur og öndun heldur hraðari en venjulega en hægt er að halda uppi samræðum. Dæmi um miðlungserfiða hreyf- ingu eru rösk ganga, garðvinna, heimilisþrif og að hjóla, synda eða skokka rólega. Styrkþjálfun er sérstaklega gagnleg rosknu fólki, meðal annars til að viðhalda hreyfifærni og stuðla að auknu gönguöryggi. Aldrei of seint að byrja Æskilegast er að stunda hreyfingu reglulega alla ævi en það er aldrei of seint að byrja. Umfram allt er mikilvægt að velja hreyfingu í stað kyrrsetu í daglegu lífi t.d. með því að fara milli staða gangandi eða á hjóli eins oft og mögulegt er, þrífa heimilið, velja stigann í stað lyftunnar, ganga rösk- lega, synda eða skokka rólega og sinna garðvinnu. Þeir sem hafa lengi lifað kyrrsetulífi geta byrjað á því að fara daglega í göngu og auka síðan álagið smám saman. Það er til dæmis hægt að gera með því að lengja göngutímann, ganga hraðar eða í meiri halla (t.d. í stiga eða brekku). Rannsóknir hafa sýnt að regluleg þjálfun gagnast ekki síð- ur eldra fólki en yngra. Með heppilegri þjálfun er til dæmis hægt að bæta þol, vöðvastyrk, jafnvægi og liðleika fram eftir öllum aldri. Þannig það er ekki eftir neinu að bíða. Allir út að hreyfa sig. Í þrjátíu mínútur – hvern einasta dag.Morgunblaðið/Styrmir Kári MIKILVÆGI HREYFINGAR FYRIR ROSKIÐ FÓLK 30 mínútur á dag ROSKIÐ FÓLK ER MARGBREYTILEGUR HÓPUR, BÆÐI AÐ ALDRI OG EKKI SÍST FÆRNI. SUMIR ÞURFA AÐ- STOÐ VIÐ AÐ STANDA UPP ÚR STÓL EN AÐRIR STUNDA JAFNVEL LANGHLAUP. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ný rannsókn lækna í Newcastle og Sunderland í Bretlandi sem birtist í Plos One blaðinu leiddi í ljós að þeir sem eru komnir yfir 65 ára aldur ættu að neyta minna áfengis en þeir gerðu áður. Stíf drykkja roskins fólks er falið vandamál í Bretlandi, segir meðal annars í rannsókninni. 53 tóku þátt í rannsókninni og voru þeir á aldrinum 65-90 ára. Í dag er sagt að eldra fólk megi drekka 14-21 einingar af áfengi. En margir sem tóku þátt í rannsókninni sögðust drekka mun meira. Ein drakk rauðvínsflösku á dag, en það munu vera 63 einingar af áfengi. Karlmennirnir sögðust drekka fimm til sex bjórkönnur á dag. Graeme Wilson, sem stjórnaði rannsókninni, segir að líkami eldra fólks sé lengur að vinna úr áfenginu og sé drykkj- an því mjög skaðleg heilsu þessa fólks. „Þá kom einnig í ljós að fólk notar áfengi til að deyfa sárs- auka, til að slaka á, til að vera með vinum og einnig til að vinna á einmanaleika. Morgunblaðið/Heiddi NÝ RANNSÓKN UM ÁFENGISNEYSLU Drykkja eldra fólks falið vandamál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.