Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Side 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Side 23
Heilinn er sá hluti mannslíkamans sem hef- ur reynst hvað erfiðast að rannsaka ... Besta heilaþjálfunin er hvorki su- dokuþrautir né krossgátur heldur fullnæging. Einn helsti sérfræð- ingur í fullnægingum er bandaríski vísindamaðurinn Barry Komisaruk en við Rutgers-háskólann í New Jersey hefur hann rannsakað fyr- irbrigðið í um hálfa öld. Komisaruk segir engan þurfa að velkjast í vafa um þetta lengur; fullnæging sé stórkostleg heilsubót. Tíðindin eru ein mest lesna heilsufréttin á breskum og banda- rískum vefmiðlum síðustu vikuna enda þykja þetta stórtíðindi. Í við- tali við The Times sagði fræðimað- urinn að þótt sudokugátur væru ágætis heilaþjálfun kæmust þær ekki í hálfkvisti við það sem full- næging gerði fyrir okkur mann- 11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 HÁDEGISMATUR Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Fjölbreyttur matseðill og valréttir alla daga Við sendum hádegismat í bökkum og kantínum til fyrirtækja og stofnana alla daga ársins. Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum: Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka. Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags. Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is fólkið: Að snarauka blóðflæði til heila þannig að súrefni og næring- arefni kæmust þangað á auga- bragði. Þess má geta að í bandaríska tímaritinu Forbes birtist einnig grein í vikunni um hvað gæti haft góð áhrif á heilastarfsemi manna en þar var niðurstaðan ekki síður skemmtileg en fullnæging, nefni- lega súkkulaði. Í greininni var vitn- að til rannsóknar sem birtist í vís- indaritinu Neurology en niðurstöður hennar gefa það til kynni að efni í dökku súkkulaði auki blóðflæði til höfuðs og heila. Meg Ryan gerði fullnægingu kvenna ódauðleg skil í kvikmynd- inni When Harry met Sally. Nú er að koma í ljós hvílík heilsubót fyrirbrigðið er. Súkkulaði hefur góð áhrif á súrefnisflæði til heila samkvæmt rannsókn sem birtist í Neurology og Forbes fjallaði um í vikunni. VÍSINDAMENN HAFA KOMIST AÐ ÞVÍ AÐ FÁTT SÉ BETRA FYRIR HEILA- STARFSEMINA EN SÚKKU- LAÐI OG KYNLÍF. Fullnæging og kakó

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.