Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Side 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Side 27
Morgunblaðið/Rósa Braga Hákon Hertervig arkitekt teiknaði húsið á sínum tíma og þótti það mjög fram- úrstefnulegt. Húsið var kallað „stælkompan“ af krökkunum í hverfinu. I nga Sigurjónsdóttir og Hörður Sigurð- arson búa í einstaklega fallegu fjöl- skylduhúsi sem má finna í Kópavogi og var byggt í kringum 1960. Sjötti áratug- urinn þykir sem betur fer mjög smart í dag en þótti verulega hallærislegur stíll fyr- ir um 25 árum síðan. „Tengdaforeldrar mínir byggðu þetta hús og börnin þeirra, maðurinn minn og mág- kona mín sem ólust hér upp, búa bæði hér í dag, enda húsið stórt og á tveimur hæð- um. Það má því segja að þetta sé fjöl- skylduhús, einskonar félagsbú. Hörður hefur í rauninni ekki hleypt heimdraganum ennþá. Ég flutti til hans fyrir langa löngu enda var ekki um annað að ræða á þeim tíma þar sem maðurinn er einstaklega heimakær. Það var ekki átakalaust fyrir unga Reykjavík- urmær að flytja í aðra sókn, sem mér fannst vera langt upp í sveit,“ segir Inga kímin. Húsið er að mörgu leyti innréttað eins og það var upphaflega enda vandað vel til verks að sögn Ingu og því sá enginn ástæðu til að breyta því. „Í þá daga henti fólk ekki því sem entist og var í góðu lagi og þess vegna eru allar þessar tekk-innréttingar og húsgögn hér ennþá,“ segir Inga. Sveinn Kjarval arkitekt. Fagurt félagsbú INGA OG HÖRÐUR HAFA LITLU SEM ENGU BREYTT Á HEIMILI SÍNU SEM VAR BYGGT Á SJÖTTA ÁRATUGNUM. FORELDRAR HARÐ- AR BYGGÐU ÞETTA STÓRA OG FALLEGA HÚS SEM HÁKON HERTERVIG TEIKNAÐI OG HÝSIR ÞAÐ NÚ TVÆR FJÖLSKYLDUR ENDA NÓG PLÁSS. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is TEKK-TÍSKAN TÍMALAUS 11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i O P I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 , l a u g a r d , 1 1 - 1 6 , s u n n u d . LO K AÐ E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 – fyrir lifandi heimili – | BORÐSTOFUSTÓLAR | BORÐSTOFUBORÐ | SÓFABORÐ | LAMPAR | PÚÐAR | GLERVARAOG FALLEG SMÁVARA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.