Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Qupperneq 28
*Matur og drykkir Snotur veitingastaður á Laugaveginum í frönskum stíl »30 Í raun tók ég uppskrift frá mömmu sem var mín eftirlætis þegar ég var lítil og aðlagaði hana þannig að rétturinn ætti að vera orðinn svolítið hollari,“ segir Guðrún Ásdís Stur- laugsdóttir. Upprunalega uppskriftin var mun óhollari en er núna uppfull af kjúklingi og grænmeti. „Þetta er klassískur ofnréttur, í sama dúr og þeir sem klárast alltaf fyrst í veislum, en það er líka mjög gott að útbúa réttinn í stórt fat og eiga í nokkra daga og hita upp. Hann er ekki síðri næstu daga á eft- ir.“ Guðrún og eiginmaður hennar, Tjörvi Óskarsson, hafa haldið úti síðu á Facebook sem kallast Heilshugar en hvorki fleiri né færri en 16.000 manns hafa gert síðuna að eftirlæti. Hjónin fóru að halda úti síðunni eftir að þau breyttu sjálf algerlega um lífsstíl en á síðunni deila þau uppskriftum og heilsutengd- um fróðleik. Auk verkefnisins í kringum Heilshugar á Guðrún Ásdís og rekur eigið fyrirtæki og Tjörvi er kennari í Tækni- skólanum. Eftir þær góðu undirtektir sem þau fengu við fram- takinu á Facebook fóru þau að framleiða möndlublöndu, sem þau kalla Millimál, sem þeim þótti vanta á markaðinn, og fæst það víða í verslunum undir vörumerkinu Heilshugar. „Þess má geta að við erum ekki höll undir neina öfga og það má ekki misskilja að þótt við séum til dæmis ekki með neitt brauð í réttinum erum við ekki á því að fólk eigi að sneiða hjá kolvetnum. Það eru hins vegar margir sem borða brauð í öll mál og allt of mikið af kolvetnum þannig að þessi réttur er til dæmis kjörinn fyrir þá,“ segir Guðrún. Þau hjón segja að framundan sé enn frekari framleiðsla á vörum Heilshugar, en það sé enn í þróun. Morgunblaðið/Kristinn BREIÐA ÚT HOLLUSTUBOÐSKAPINN Brauðréttur án brauðs HÆGT ER AÐ ÚTBÚA HINN DÆMIGERÐA HEITA SAUMAKLÚBBSRÉTT SEM ALLTAF GENGUR FYRST ÚT Í VEISLUM, ÁN BRAUÐS OG SETJA TIL DÆMIS KJÚKLING OG GRÆNMETI Í STAÐINN. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir og Tjörvi Óskarsson eru dugleg að breyta uppskriftum og gera þær hollari um leið. 1 msk. ólífuolía 2-3 hvítlauksrif, smátt skorin 2 rauðlaukar, smátt skornir 2 brokkolíhausar, skornir í bita 1 dós kotasæla, hægt að nota 1 box af léttsmurosti í staðinn 1 dós kókosmjólk 1 heill grillaður kjúklingur, rifinn 1 dós aspas 50-100 g rifinn ostur 2-3 tsk. karrí 1 tsk. íslenskt sjávarsalt svartur pipar eftir smekk Takið stóran pott og mýkið lauk og hvítlauk í ólífuolíunni við miðlungshita. Bætið kókosmjólk og kotasælu, eða léttsmurosti, út í pottinn og bræðið sam- an. Setjið kotasælu og kókosmjólk og grænmetið og setjið brokkólíið saman við. Rífið kjúklinginn út í pottinn og kryddið. Blöndunni er svo hellt í eldfast mót og osti stráð yfir. Hitið í ofni við 180°C í 15- 20 mínútur. Kjúklingaofnréttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.