Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013 Matur og drykkir F yrr í sumar var Le Bistro opnað á horni Laugavegar og Bergstaðastrætis. Franskir félagar standa þar að baki og einbeita sér að einfaldri og raunverulegri franskri matargerð. „Le Bistro er ástarsaga um alvöru franskt bistro sem tók á móti Reykvíkingum 2013 og hefur verið að tæla og heilla gesti og gangandi með ekta frönskum mat og víni á köflóttum dúkum og öllu því sem gerir Le Bistro að lít- illi París,“ segir Arnór Bohic annar eigenda staðarins. „Við viljum halda öllu einföldu og ódýru en að sjálfsögðu leggjum við miikinn metnað í að þróa innlendar vörur yfir í franskt bistro-þema. Við höldum að einhverju leyti í gömlu íslensku réttina í ljósi þess að túristar spyrja mikið um þá.“ Arnór hefur starfað í veitingabransanum í hátt í 20 ár en hann er menntaður í hospitality management frá Ecole Hot- elire de Lausanne í Sviss. Hinn eigandinn, Alex Da Rocha, hefur einnig mikla reynslu af veitingabransanum en hann út- skrifaðist úr hótelskólanum Val de Loire í Frakklandi og var lærlingur matreiðslumannsins Jean Guillemot „sommelier“ í þrjú ár. Yfirmatreiðslumaður staðarins heitir Jean-Yann Hoa- reau, Parísarbúi, og hefur hann starfað sem yfirkokkur á mörgum virtum veitingastöðum í Frakklandi, svo sem Au François Felix, Vin et Marée Suffren og Bistrot du 17eme- Groupe Dorr. Hefur teygt anga sína víða „Flest íslensk matargerð er undir áhrifum skandinavískri matargerð eða amerískri en báðar má rekja til þeirrar frönsku. Ekki má gleyma því að allir flottu íslensku kokk- arnir sem störfuðu hér í kringum 1970 lærðu af frönskum matreiðslumönnum og hafði frönsk matargerð því mikil áhrif á þá. Það má því segja að Íslendingar kunni sannarlega vel að meta franska matargerð án þess jafnvel að vita það,“ seg- ir Arnór. Þeir félagar ætla að innleiða aðrar matarvenjur frá Frakk- landi en áður hefur verið gert á Íslandi eins og til dæmis fondue og raclette. Fondue er þegar brauði er dýft ofan í bræddan gæðaost og raclette er nokkurs konar smágrill þar sem hægt er að bræða ost saman við allskyns mat svo sem grænmeti, kjöt og annað. Arnór segir andann á Le Bistro vera hversdagslegan en á sama tíma fágaðan og henta því vel hverjum sem er. „Hér er hádegisverður aðeins á 1.490 krónur og er staðurinn hugs- aður fyrir fjölskylduna, vinina, vinnuna eða skólafélaga. Eins mæli ég með að kíkja að kvöldlagi og gæða sér á góðri vín- flösku en í okkar umhverfi er ekki vitlaust að hugsa til þess að Gainsbourg eða Jacques Brel gæti verið í sama herbergi og þú,“ segir Arnór kátur. Morgunblaðið/Kristinn FRANSKUR MATUR SEM TÆLIR Lítil París í hjarta miðbæjarins SNOTUR VEITINGASTAÐUR Í FRÖNSKUM STÍL SETTI SVIP SINN Á LAUGAVEG FYRIR STUTTU. REYNSLUBOLTARNIR ARNÓR BOHIC OG ALEX DA ROCHA EINBLÍNA Á FRANSKA MATARGERÐ OG VILJA AÐ GESTUM FINNIST ÞEIR VERA Í LÍTILLI PARÍS. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Arnór Bohic og Alex Da Rocha eigendur staðarins ásamt Jean- Yann Hoareau yfirmatreiðslumanni mynda gott franskt teymi. Morgunblaðið/Kristinn Marinering: 1x hani eða kjúklingur 2-3 kg stór 2x laukar 5x hvítlauksrif 2x gulrætur Timjan (eftir smekk) 2x flöskur af rauðvíni Aðferð: Laukurinn og gulræturnar skorið í bita og hvítlaukurinn kreistur í hvít- laukspressu. Haninn/kjúklingurinn skorinn í bita, hver biti um 100-120 gr., og allt sett saman í stórt ílát með rauðvíninu og geymt í ísskápnum yf- ir nóttina. Eldun 1 stig: Takið kjúklinginn úr marinering- unni. Sigtið marineringuna og geym- ið vínið til eldunar. Steikið kjúkling- inn og látið hann brúnast vel. Eldun 2 stig: 2x laukar 3x hvítlauksrif Timjan eftir smekk Salt og pipar 300 gr af sveppum 200 gr af reyktu beikoni Nautasoð 2L Aðferð: Skerið laukinn, kreistið hvítlauk- inn og skerið sveppina í 4 bita. Steikið laukinn og hvítlaukinn í stórum potti og bætið síðan timjan kryddinu út í. Þá er kjötinu bætt við og síðan rauðvíns-marineringunni. Eldið og látið vínið/marineringuna gufa upp inni í kjúklinginn um ca helming. Þá er beikonið sett úti (beikonið er skorið í stóra bita). Síðan er nautasoði bætt við í pott- inn þannig að kjötið sjáist ekki leng- ur. Eldist síðan í 1,5 klst á lágum hita. Eftir þann tíma eru sveppirnir settir út í og steinselju stráð yfir. Einnig er hægt að hafa kartöflur, gulrætur eða annað grænmeti með í pottinum. Vín-tillögur með réttinum: Pommard, Bourgogne Chateauneuf du Pape, Rhone Coteaux du Languedoc, Roussil- lon. Coq au Vin Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins þann 27. júlí var ranglega farið með nafn matreiðslukonu sem heitir Ak- ane Sophie en ekki Sophie Anake. Beðist er velvirðingar á þessu. Leiðrétting

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.