Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Síða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Síða 33
1969 1996 2005 1987 Þ ess eru dæmi að lesendur Morgunblaðsins hafi geymt uppskriftir sem þeir klipptu einhvern tímann út úr blaðinu og átt svo árum saman. Jafnvel útbúið reglu- lega. Fjölskyldur hafa þannig haldið tryggð við ákveðna rétti enda hafa bestu matreiðslumenn Íslands gefið Morgunblaðinu uppskriftir í gegnum tíðina sem og snilld- arkokkar í heimahúsum. Það er af nægu að taka og þessar salatuppskriftir eru valdar af handahófi úr þeim tugþús- undum uppskrifta sem Morgunblaðið geymir. Salatuppskriftir urðu fyrir valinu í tilefni sumars og víst má telja að meðan blaðamaður notaði jöklasalat er mjög trúlegt að hvítkál hafi verið notað í uppskriftir svo sem frá árinu 1939. Lesendur eru hvattir til að skoða gömul Morgunblöð á timarit.is og velja eitthvað girnilegt úr fortíðinni, uppskriftir frá formæðrum okkar og -feðrum, til að elda. Þótt rúsínur og gulrætur hljómi fátæklega saman bragðast það dásamlega og ekki spillir að margar salatsósurnar innihalda sykur og aðra bragðgóða óhollustu. Eldri og nýrri salöt úr Morgunblaðinu MATUR OG UPPSKRIFTIR HAFA ALLA TÍÐ GEGNT MIKILVÆGU HLUTVERKI Í MORGUNBLAÐINU. Í TIL- EFNI SUMARS VALDI BLAÐAMAÐUR SUNNUDAGSBLAÐS MORGUNBLAÐSINS NOKKRAR ÁRATUGA GAMLAR SALATUPPSKRIFTIR TIL AÐ ÚTBÚA OG ER SÚ ELSTA FRÁ ÁRINU 1939. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Sumarforréttur frá árinu 1969, greipaldin er fyllt með salati. Greip var gjarnan notað í salöt á þessum árum. 11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.